Lögberg - 19.01.1956, Side 1

Lögberg - 19.01.1956, Side 1
HAGBORG FUEL /SBfe Sole Distributors OILNITE LIGNITE COAL ' PHONE 74-5431 HAGBORG FUEL /Safaf Sole Distributors OILNITE LIGNITE COAL PHONE 74-3431 68. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 19. JANÚAR 1956 NÚMER 3 50 þúsund sjúklingar hafa legið á Landsspítalanum á 25 úrum Jöfn laun fyrir sömu st-örf I stjórnarboðskapnum, sem lagður var fyrir sambands- þing hinn 11. þ. m., er ráð- gerð löggjöf, er tryggi konum sömu laun og körlum fyrir sams konar störf; er með þessu stigið spor í rétta átt, sem átt hefði að hafa verið stigið fyrir löngu til að bæta úr óverjandi misrétti; löggjöf þessi nær til kvenna, er starfa í þeim greinum, sem verka- málaráðuneyti sambands- stjórnar hefir umsjón yfir; mælt er að ákvæði þetta nái til 2,000 kvenna í Winnipeg og 73ja þúsunda í landinu öllu, og mun nú ekki þurfa lengur að efa að það fái framgang á þingi. Ræða eftir dr. Beck í norsk-amerísku jólablaði 1 jólahefti norsk-ameríska vikublaðsins Duluih Skandi- nav, sem út kemur, eins og nafnið bendir til, í Duluth- borg í Minnesota, birtist meginmál ræðu eftir dr. Richard Beck um Islands- og Norðurlandaför þeirra hjóna (“High-Lights of a Summer in Scandinavia”), sem hann hafði flutt á samkomum víðsvegar í N. Dakota og Minnesota. Meðal annars flutti hann Umrædda ræðu á ársþingi Sambands Bræðrafélaga í N. Rakota (North Dakota Fra- ternal Congress) í Fargo, og var hún nýlega einnig birt í fundargerð þess félagsskapar. Á annað hundrað bílar fastir í snjó Um miðjan dag í gær (11. des.) lokaðist vegurinn til Keflavíkur og kom til al- Varlegra umferðartruflana. í gærkvöldi voru á annað hundrað bílar fastir á ýmsum stöðum á leiðinni frá Hafnar- Hrði suður til Keflavíkur. Sátu bílarnir ýmist fastir í sojósköflum, eða gátu sig ekki hreyft vegna stórhríðar og skafrennings. Áætlunarbílar, sem fara 4ttu frá Reykjavík eftir kl. ^iuim síðdegis í gær, fóru ekki, en tveir stórir áætlunar- þ'iar voru meðal þeirra, sem Satu fastir í snjósköflunum. Stórar jarðýtur voru sendar ji hjálpar á leiðinni í gær- þyöldi og var búizt við, að j^pgt væri að brjóta bílunum eið í nótt, ef veður færi ekki Versnandi. Mikið af fólkinu, Seui er í bílunum, er illa búið °g nestislaust allt að heita má. —TIMINN, 12. des. Hundrað og þriggja óra John Lozenko, búsettur hér í borg varð 103ja ára hinn 7. þ. m., hann er fæddur í smá- þorpi í grend við Kiew. Hann er meðlimur í grísk-kaþólsk- um söfnuði og sækir helgar tíðir hvern einasta og einn sunnudag; öldungi þessum hefir naumast orðið misdæg- urt svo vitað sé. Tvö hundruð óra afmæli Nú eru liðin tvö hundruð ár frá fæðingu hins ódauðlega meistara í ríki tónanna, — Mozart’s, og verður atburðar- ins minst með sérstökum Mozart-hljómleikum, s e m Winnipeg Symphony Or- chestra stofnar til í Winnipeg Civic Auditorium hinn 26. þ. m., kl. 8.40 að kvöldi. Mr. Walter Kaufman stjórnar hljómsveitinni. Hinn víðfrægi tenórsöngv- ari, Leslie Chaboy, verður aðaleinsöngvarinn. Aðgöngumiðar fást hjá Symphony Box Office, öðru k>fti í Hudson’s Bay búðinni. Risavaxin fjórlög Eisenhower forseti hefir lagt fram í þjóðþinginu fjár- lagafrumvarp stjórnarinnar fyrir 1956, og er svo fyrir mælt, að tekjur og útgjöld standist á, er nemi í alt 65 biljónum dollara. Mr. Eisen- hower fór fram á stóraukna fjárveitingu til þeirra þjóða, er nú væru önnum kafnar við að verjast áróðri og yfirgangi kommúnista í Asíu og Mið- austurlöndum. Ekki sá forseti sér fært að mæla með lækkun skatta eins og ástatt væri, en kvaðst vona að slíkt mætti jánast áður en langt um liði. Þriggja daga fundur Síðastliðinn föstu dag hófst á Royal Alexandra hótelinu hér í borginni ársfundur Canadian Construction sam- takanna, er stóð yfir í þrjá daga; forsetinn, Mr. Malcolm, framkvæmdastjóri Malcolm Construction félagsins, hafði fundarstjórn með höndum; um 800 erindrekar úr cana- dísku fylkjunum 10 sátu fundinn og ræddu áhugamál sín. Mr. Malcolm lét þess getið í inngangsræðu sinni, að byggingaiðnaðurinn í þessu landi hefði í fyrra kom- ist á hærra stig en nokkru sinni fyr, eða hlaupið upp á 5 biljónir dollara. í dag (20. des.) eru liðin 25 ár frá því að fyrstu sjúkling- arnir voru lagðir inn á hand- lækningadeild Landsspítalans. en daginn eftir komu fyrstu sjúklingarnir á Lyflækninga- deildina. Þann 17. janúar 1931 tók svo röntgendeildin til starfa. Á þessum 25 árum, er fjöldi innlagðra sjúklinga í Landsspítalanum orðinn 49,651 eða 1986 aðmeðaltali á ári, en legudagafjöldinn er orðinn 1 milljón 363 þúsund 943. í gær ræddu fréttamenn við prófessorana Snorra Hall- grímsson og Sigurð Samúels- son, Sigríði Bachmann yfir- hjúkrunarkonu og Georg Lúð- víksson framkvæmdastjóra ríkisspítalananna og skýrðu þau fréttamönnum frá starf- semi spítalans. Þegar of lílill Forustu að byggingu spítal- ans höfðu íslenzkar konur. Söfnuðu þær fé í bygginguna og verður þeirra starf seint fullþakkað. Upphaflega var gert ráð fyrir að sjúkrarúmin yrðu 92 alls í spítalanum, og þótti mörgum ótrúlegt, að þörf væri fyrir svo mikinn fjölda sjúkrarúma. Um miðj- an apríl 1931 voru öll rúmin fullsetin og var þá farið að bæta aukarúmum í sjúkra- stofurnar, svo að í apríllok voru sjúklingar 100 í spítal- anum. Síðan var enn bætt við rúmum og var þá meðaltals- fjöldinn að hækka smátt og smátt upp í 120 sjúklinga og hélzt sá fjöldi þar til 17. apríl 1934, en þá bættist við ný deild fyrir húð- og kynsjúk- dóma með 15 rúmum. Meðal- talssjúklingafjöldinn hélt þó áfram að hækka nokkuð og komst í 146,7 sjúklinga árið 1944, enda var þá búið að gera að sjúkrastofum öll auka herbergi, svo sem dagstofur o. fl. Árið 1949 bættist nýja fæðingadeildin við, og fjölg- aði þá rúmum upp í 180, en vegna aukarúma, sem einnig eru stöðugt í notkun í fæð- ingadeildinni, hefir meðaltals fjöldi sjúklinga komizt upp í 191,5. Stækkun spítalans Að undanförnu hefir verið unnið að stækkun Lands- spítalans og er nú verið að ljúka við að steypa upp kjall- arann í hinni nýju viðbótar- byggingu. Verður hún þrjár hæðir og kjallari, allt að 30 þúsund rúmmetrar að stærð. í nýbyggingunni verður rúm fyrir 180 sjúkrarúm, en auk þess verða þar rannsóknar- stofur og röntgendeild. Áætl- að er, að byggingin verði full- kláruð eftir þrjú ár. H j úkr unar kvennaskólinn Gert er ráð fyrir að heima- vistardeild Hjúkrunarkvenna- skólans verði fullgerð að vori, en óvíst, hvenær byggingu kennsludeildarinnar verður lokið og verður því kennslan í skólanum að fara fram í fim- leikasal skólans. Þegar Hjúkr- unarskólinn flytur í hin nýju húsakynni verður hægt að fjölga sjúkrarúmum á efstu hæð Landsspítalans og er ráð- gert að koma þar upp barna- spítaladeild með 30 til 40 rúm- um, en auk þess fá aðrar deildir spítalans þar húsnæði. Sjúklingum fjölgar stöðugt Snorri Hallgrímsson pró- fessor, sem er forstjóri Lands- spítalans, skýrði frá því að sjúklingum færi stöðugt fjölg- andi, þótt ekkert bættist við af sjúkrarúmum, og til þess að geta bætt við nýjum sjúkl- ingum þyrfti að senda sjúkl- ingana heim fyrr en æskilegt væri. Kvað Snorri sjúkling- ana hafa sýnt mikinn skilning á þessum vandræðum. Þá hefði það verið til bóta að sjúkrahúsið Sólvangur í Hafn- arfirði og Elliheimilið hefði hlaupið undir bagga og tekið á móti þeim sjúklingum, er hefðu þurft á lengri sjúkra- vist að halda. Fimm deildir í Landsspítalanum eru nú fimm deildir: Handlækninga- deild, lyflækningadeild, rönt- gendeild, fæðingardeild og húð- og kynsjúkdómadeild. 207 starfsmenn í loks fyrsta starfsársins voru starfsmenn alls 64, en nú eru þeir 207. Hefir matráðs- kona spítalans, Kristbjörg Þorgbergsdóttir, starfað við spítalann allt frá stofnun hans, en auk þess hafa þrír starfsmenn, ein hjúkrunar- kona og tvær starfsstúlkur starfað þar rúmlega 20 ár. —Alþbl., 20. des. Arni G. Eggertson, Q.C. — SEXTUGUR — Nú skal vísa vetri á bug; veita hlýju í bæinn; óska heilla, hreysti og dug, helga Arna braginn. Á nýju ári og næsta tug nýtist allt í haginn. Einum rómi, heilum hug til hamingju með daginn. Ævileið hann öruggt tróð; áttir jafnan kunni. Sextíu árum saman hlóð; sókn í starfi unni. í brotsjó tíða og brimi stóð sem bjarg á alda grunni. Með yl frá hjartans aringlóð: hið æðsta í tilverunni. Þegar eitt af öðru ber er augað mælikvarði. Húsbændanna hirðu sér hver, sem ber að garði. Verkamaður verður er verkakaups með arði. Því skal gleðjast heima, hér, á Hertford “bóluvarði.” Framtíð hylla mætan mann mun í næsta þætti, sextíu ára sæmd er vann og samfélagið bætti. Leti og svefn skal lýst í bann; en ljóð með hörpuslætti, látum vinir leika um hann af lífs og sálar mætti. 10. janúar 1956 S. E. Björnsson

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.