Lögberg - 19.01.1956, Side 8

Lögberg - 19.01.1956, Side 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 19. JANÚAR 1956 Úr borg og bygð FRÓNS-fundur Deildin Frón heldur al- mennan fund í G. T. húsinu á mánudagskveldið 23. janúar n. k., kl. 8.15 e. h. Inngangur verður ókeypis, en samskota verður leitað. Allir eru boðnir og velkomnir. íslendingum hefir lengi þótt gaman að skáldskap, ekki sízt eins og hann birtist í sínu alþýðlegasta formi, ferskeytl- unni. Ferskeyttlur hafa verið ortar um allt milli himins og jarðar. — Þannig er til kynst- ur af ástavísum, sjómanna- vísum, grínvísum og skamm- arvísum, svo aðeins nokkrar séu nefndar. í þeirri von, að fólk geti skemmt sér vi& að rifja upp gamlar bögur og kynnast nýjum, hefir Frón efnt til vísnaleiks og verða þessir þátttakendur: Jónbjörn Gíslason Páll Hallsson Tryggvi J. Oleson Heimir Thorgrimson. Auk þess sem að ofan getur, þá flytur séra Philip M. Pétursson ræðu, en eins og vitað er, þá er hann ágætur ræðumaður. Má vænta hinnar beztu skemmtunar af tölu hans. Vonast er til að félagsmenn og aðrir vinir deildarinnar fjölmenni. —Nefndin « * Tvö herbergi með eldhúsi til leigu að 704 Langside St., rétt hjá Notre Dame Ave. Mrs. G. Eggeríson ☆ Á fundi Icelandic Canadian Club, er haldinn var s.l. mánu- dagskvöld, flutti Mr. Arilius ísfeld mjög ítarlegt erindi og sýndi kvikmynd um fuglalíf í Manitoba. — Eftir fundinn skemmtu menn sér og skegg- ræddu yfir kaffibollunum. ☆ Hinn 22. desember lézt á sjúkrahúsi í Vancouver Hall- dóra Davíðsdóttir, nálega 77 ára að aldri, fædd 29. janúar 1878 á Jódísarstöðum í Eyja- firði; foreldrar hennar voru Davíð Kristjánsson og Sigrún Bjarnadóttir ættuð frá Kamp- felli í Eyjafirði. Halldóra kom til þessa lands með móður sinni og stjúpa, Sigurði Hall- dórssyni árið 1900 og dvaldi fyrstu 12 árin í Winnipeg þar sem hún var yfirmatreiðslu- kona á stóru hóteli, og að slík- um störfum vann hún svo að segja óslitið í þessu landi; hún lætur eftir sig einn bróð- ur, Júlíus- Davíðsson bygg- ingameistara í Winnipeg og þrjú systkinabörn; hin látna naut alls staðar trausts hvar, sem leið hennar lá. Útförin var gerð hinn 29. desember. Séra Eiríkur S. Brynjólfsson jarðsöng. ☆ Síðastliðinn mánudag lézt á Sunnybrooke sjúkrahúsinu í Toronto Mr. R. C. Vernon, vinsæll maður og vel metinn; hann lætur eftir sig konu sína, hina góðkunnu söngkonu, Rósu Hermannsson — Vernon ásamt tveimur dætrum; — heimili fjölskyldunnar var að Hiltz Avenue, Toronto. Út- förin fór fram á miðvikudag- inn; við kveðjuathöfnina var stödd systir frú Rósu, frú Björg ísfeld héðan úr borg- inni. ☆ Þær Mrs. Lousie Gíslason frá Morden og Mrs. Pauline Sigurdson hér í borg, eru ný- komnar heim úr vikuheim- sókn til systur þeirra, Mrs. Paul Halldorson í Chicago; þær heimsóttu einnig í sömu ferðinni Miss Petrínu Sigurd- son hjúkrunarkonu við Fair- view sjúkrahúsið í Minne- apolis, en hún er dóttir Mrs. Paulene Sigurdson. ☆ Mr. Pétur Rögnvaldsson frá Reykjavík, sem dvalið hefir hér síðan í haust og starfað hjá T. EATON félaginu, lagði af stað suður til Los Angeles í gær og hyggst að hefja þar innan skamms nám við menntaskóla. Pétur er hinn mesti efnismaður og líklegur til góðs frama. Jólagjafir til elliheimilisins „HAFNAR" Dr. P. Guttormsson, Wat- rous, Sask...........$100.00 Dr. B. T. H. Marteinsson, Vancouver, ..........$100.00 Scandinavian Business MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 22. janúar: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli á hádegi. íslenzk messa kl. 7 síðd. Ársfundur safnaðarins mánu- daginn 23. jan., kl. 8 síðdegis. S. Ólafsson ☆ ST. STEPHEN'S LUTHERAN CHURCH — Silver Heights — Eric H. Sigmar, Pastor Services in St. James Y.M.C.A., Ferry Road South (just off Po'rtage). Sunday Jan. 22nd: Sunday School 9:45 A.M. Worship service 11 A.M. * Langruth Lulheran Church Langruth, Man. Sunday, Jan. 22nd: Worship Service at 7.30 p.m. Eric H. Sigmar Supply Pastor Men’s Club, Vancouver $50.00 Victoria Women’s Icelándic Club $50.00 Mrs. Halldóra Gíslason, Wynyard, ................$25.00 í kærri minningu um Mr. Gunnlaug Gíslason, Wynyard. dáinn 6. október 1954. Miss Ena Johannson, Van- couver $25.00 í minningu um ástkæra móður og föður, Mr. og Mrs. Eggert Johannson. Mr. og Mrs. S. Grimson, Vancouver ............$10.00 Concordia Ladies’ Aid, Churchbridge .........$10.00 Mr. Th. Isdal, Vanc. $10.00 Mr. Vasdal, Vanc., $10.00 Mrs. Salome Johnson, Van- couver ................$5.00 Mrs. Helga Johnson, Van- couver, ...............$5.00 Box of Apples, K. Kristjáns son, Kelowna, B.C. Turkeys, Mr. John Sigurd- son, Mr. Vasdal. Vínarterta, Mrs. Summers, Mrs. Peterson. Meðtekið með þakklæti, Mrs. Emily Thorson ICELANDIC CANADIAN CLUB BANQUET AND DANCE BLUE ROOM, MARLBOROUGH HOTEL Friday, January 27th# 1956 PROGRAM Guest Speaker Rev. Eric Sigmar Violin Solo Lorraine Grescoe Piano Solo Virna Whitly Violin Selo ........ Lorraine Grescoe COMMENCING— Banquet 7:00 p.m. Dance .......................9:00 p.m. ADMISSION— Banquet and Dance $2.50 per person Dance $1.00 per person Pianist Don Wright LEN PATTENDEN’S ORCHESTRA MINNING ARORÐ: Kristján Sigurður Magnússon Kristján var fæddur 17. des. 1895 á Mountain í N. Dakota. Foreldar: Pétur Jóhannesson Magnússonar, Jóhannessonar, Magnússonar, Jónssonar, Magnússonar, Gunnlaugsson- ar, er allir bjuggu að Hóli í Tungusveit í Skagafirði. — Móðir Péturs hét Steinunn Jónsdóttir frá Skarðsdalskoti í Siglufirði. Móðir Kristjáns var Kristj- ana Benediktsdóttir, Jónsson- ar bónda á Einarsstöðum í Kræklingahlíð, en móðir hennar var Ingibjörg Kristj- ánsdóttir, Jónssonar bónda á Hvassafelli. Foreldrar hennar voru bræðrabörn. Kristjana var skyld Jónasi skáldi Hall- grímssyni. Systkini Kristjáns eru: Karl í Oakland, California Sigurlaug, kona Davíðs Guð mundssonar, Árborg. Einar, bóndi í Framlesi. Jósteinn í Árborg. Guðmann, dáinn 1930. Kristján sál. ólst upp í Fram nesbyggð, en hann kom þangað 1901. Faðir hans dó 1913, og bjó þá móðirin áfram með börnum sínum. Kristján gekk í 223. herdeildina 1916. Hann veiktist og fór ekki á vígvöllinn. Hann giftist Frið- rikku Björndóttur Erlends- sonar, 13. ágúst 1921. Þau hafa lengst búið í Bjarna- staðahlíð. Börn áttu þau þrjú: Haraldur Karl, kvæntur og búsettur vestur við haf. Agnes, gift og býr á gamía heimilinu. Kristján Pétur, kvæntur, og á heima vestur við haf. — Barnabörn eru fjögur. Kristján átti og starfrækti um skeið sögunarmyllu. Hann var prúðmenni, glaðlyndur og skemmtinn, félagslyndur og vinsæll, og drengur góður. — Hann dó á sjúkrahúsi í Ár- borg þ. 18. des. sl. — Jarðar- förin fór fram frá lútersku kirkjunni í Árborg. Séra Bragi Friðriksson flutti kveðjumál. Eftirfarandi ljóð var lesið við útförina: Hér allra daga kemur kvöld, sú keningn aldrei hrakin er, hún hefur staðið öld af öld, því ákvörðuð er stundin hér. Hvort leiðin hér var góð og greið, grýtt eða hrjóstrug ferðatöf; að eftir lífsins endað skeið, er allra vegur búinn gröf. Við þökkum samleið sem er nú, sjáum að enda runnin er. Heimilið kveður þitt nú þú, það einnig flytur kveðju þér. Með trúleik ætíð verk þitt vanst, því vinnan jafnan ljúf þér var, og ánægju þú ætíð fanst, er unnið starf þess vitni bar. Þig vinir syrgja og vandamenn, nú vegamótin nálgast ótt. Þótt sól á lofti sjáist enn, við segjum: Vinur, góða nótt! Minninganna myndir munu þínir kæru ástvinirnir eiga í andans ljósi skæru. Fóstur-foldin fríða, faðmi þig nú vefur, blíð sem bezta móðir, blund þér væran gefur! B. J. Hornfjörð Dönsku konungs- hjónin koma flugleiðis til íslands Samkvæmt upplýsingum, sem birtar eru í nýkomnu blaði af danska blaðinu Politiken, er sagt, að dönsku konungshjónin ætli að ferðast fljúgandi, þegar þau koma í hina opinberu heimsókn til ís- lands snemma í aprílmánuðí. Talið er víst, að H. C. Han- sen, forsætis- og utanríkisráð- herra Dana, verði í fylgd með konungshj ónunum. Verður þetta í fyrsta sinn, sem konungurinn ferðast flug- leiðis eftir að hann krýndist konungur Dana, og í fyrsta sinn, sem hann heimsækir ís- land sem þjóðhöfðingi. Hann hafði áður á ríkiserfingja- árum sínum þrisvar komið til íslands, 1921 með foreldrum sínum, 1933 á dönsku her- skipi og 1938 komu krónprins- hjónin, hann og Ingrid hing- að til landsins. Tíminn, 12. des Drewrys

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.