Lögberg - 01.03.1956, Blaðsíða 1

Lögberg - 01.03.1956, Blaðsíða 1
HAGBORG FUEL /tokl ♦ Sole Distributors OllNITE LIGNITE COAL PHONE 74-3431 68. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 1. MARZ 1956 HAGBORG FUEL feÉU Sole Distributors OILNITE LIGNITE COAL PHONE 74-3431 NÚMER 9 StórfeSIdasto tjón, sem orðið hefir af óveðri ó íslandi um órabil Flóð gera usla — Hey, þök og heil hús fjúka — Bátar brolna. sökkva og stranda — Fé drukkn#r og ferst í f járhúsum — „Allt fauk sem fokið gat". Ofsaveður það, sem skall á hér á landi í fyrrakvöld og náði um mestallt land og stóð íram eftir nóttu, hefir valdið geysimiklu tjóni í flestum héruðum, og mun tjónið meira, þegar saman kemur, en orðið hefir í óveðri hér á landi hin síðustu ár. Telja ^nargir, að þetta sé mesta veður, sem komið hefir í ára- ^ugi. Alls staðar höfðu frétta- ritarar blaðsins sömu fregnir að flytja í gær, tjón og aftur ijón. Mun heytjón til dæmis vera geysimikið, og ekki víst að það verði léttbært alls staðar. Hér fara á eftir frá- Sagnir fréttararitara víða um land af tjóni því, sem orðið hefir, en að sjálfsögðu mun Vanta mikið á, að þar sé allt talið. 80 kindur drukknuðu 1 íjárhúsi í Flókadal Frá fréttaritara Tímans í Borgarnesi. í fárviðrinu síðdegis í fyrra ^ag varð sá skaði, að um tinamtíu kindur drápust í fjár- húsi að Brennistöðum í Flóka úal, er vatnsflóð skall á fjár- húsið. Gegningamaður hafði geng- ^ frá fjárhúsunum klukkan ^jngur um daginn og var þá aUt í bezta lagi, en um kvöld- ið fór hann aftur til húsa til gæta að kindunum, enda Var þá komið fárviðri með ^ikilli úrkomu. Hagar svo til við fjárhúsin a Brennistöðum, að þau standa við gil eitt, sem fullt Var af snjó. Fjárhúsin eru ^ybyggð og ekki komin í þau §rind, sem hækkar gólfflötinn ^rá því sem nú er. Ljót aðkoma Þegar komið var að hús- hnum um kvöldið, sást að flóð bafði fallið^ úr gilinu og runn- inn í fjárhúsið vatn og ^fap. Voru allar kindurnar að ^alla á kafi í flóðinu og fimm- tíu þeirra dauðar eða dauð- v°na, er að var komið, höfðu aðallega króknað úr kulda 1 Vatninu. — Hins vegar tókst að bjarga 20 kindum lifandi Ur flóðinu. Bóndinn á Brennistöðum, heódór Sigurgeirsson, liggur a sjúkrahúsi um þetta leyti °g var því fjarri, þegar þenn- an mikla skaða bar að heimil- Jnu. viðkvæði fréttaritara. Flæðir yfir veginn hjá Hvítárvöllum Borgarnesi í gær. Mikil spjöll urðu á vegum í fárviðrinu í fyrradag og fyrri- nótt. Rann víða yfir vegina svo að úr þeim tók möl og jafnvel vegkanta. Hvítá í Borgarfirði flædi yfir bakka sína hjá Hvítárvöllum og fór yfir veginn þar á nokkrum kafla. Flóðið sjatnaði síðdegis í gær og komust bílar þá þar yfir, eftir að viðgerð hafði farið fram. Þök fuku af hlöðu og fjósi Mosfellssveit í gær. í óveðrinu í fyrrinótt fuku þök af hlöðu og fjósi á Saur- bæ á Kjalarnesi. Kýrnar sak- aði ekki, en einhver heyskaði varð. Segist Ólafur Eyjólfs- son, bóndi í Saurbæ ekki muna annað eins óveður og var um tíma um kvöldið. Ekki varð teljandi tjón í Mosfellssveitinni, þó fuku rúður úr gróðurhúsum og vegir spilltust. —A.Þ. Þak tók af barnaskólahúsi í Trékyllisvík Trékyllisvík í gær. Hér var hið mesta fárviðri, sem komið hefir síðan ég kom hingað fyrir 28 árum. Tjónið er mikið og margvíslegt, og sums staðar stórfellt. Hálft þakið fauk á barnaskólahús- inu, sem er nýlegt, tvílyft steinhús og er þar heimavist. Voru nokkur börn og tveir kennarar. Fólkið hélzt þó við Dr. Valdimar J. Eylands Endurkosinn forseti Þjóð- ræknisfélagsins. í húsinu á neðri hæð, enda var ófært úti. Á Finnbogastöðum varð mikið tjón. Hluti af þaki íbúð- arhússins fauk, og einnig fauk þak af fjárhúsi og hlöðu og votheysgryfju. Gluggar brotnuðu. Bátar brotna í Bæ fauk allstórt geymslu- hús af grunni í heilu lagi og barst 50 metra leið Var það timburhús vel fast. Tveir trillubátar skemmdust mjög. Tók annan á loft og skellti honum niður á hinn, svo að þeir brotnuðu báðir allmikið. 1 Stóru-Vík brotnaði trilla í spón. Víðar urðu heyskaðar og minni skemmdir. —GPV. — NORÐURLAND — Fólkið varð að flýja í útihús Tungusveit í Skagafirði. I óveðrinu í fyrrinótt urðu þær skemmdir á íbúðarhús- inu á Ytri-Mælifellsá, að fólk varð að flýja í útihús og haf- ast þar við um nóttina. Framhald á bls. 5 Fíóðhætta í Winnipeg Campbell forsætisráðherra lét þess getið 1 Manitoba- þinginu á föstudaginn var, að hætta gæti verið á, að um það er snjóa leysir, gæti flóð af völdum Assiniboine-árinn- ar valdið allmiklum truflun- um í Winnipegborg hinni meiri, þó slíkt ylti að miklu leyti á því, hvort vorrign- ingar kæmu snemma og örar hlákur; studdist Mr. Campbell við nýlegt álit Flood Fore- casting nefndarinnar, sem verið hefir að kynna sér snjó- þyngslin í Suður-Manitoba og hinum eystri bygðarlögum Saskatchewanfylkis. Séra Philip M. Péiursson Endurkosinn varaforseti Þjóð- ræknisfélag^ns. Ný ófengislöggjöf Síðastliðinn föstudag lagði stjórnin fram í fylkisþinginu í Manitoba frumvarp til laga um nýja áfengislöggjöf, er grundvölluð sé í öllum megin atriðum á tillögum Bracken- nefndarinnar; er hér um mik- inn lagabálk að ræða, hvorki meira né minna en 197 blað- síður; að undangenginni at- kvæðagreiðslu og falli alt í ljúfa löð, veitist fylkisbúum tækifæri til að svala þorsta sínum eitthvað á þessa leið: Drykkjustofur í sambandi við borðstofur geta veitt mönnum og konum öl og vín frá hádegi til kl. 10 að kvöldi. Matsölustöðum heimilað að selja öl og vín með máltíðum frá hádegi til miðnættis. Borðstofum í fyrsta flokks hótelum og matsöluhúsum, heimilað að selja sterka drykki frá kl. 5 e. h. til mið- nættis auk öls og víns frá hádegi. Kokkteilstofur í sambandi við matstofur, er hafa leyfi til sölu öls og víns og sterks vínanda, geta selt kokkteil án máltíða frá kl. 5 e. h. til kl. 10 að kvöldi. Kabarets, mega selja öl, vín og sterka drykki frá kl. 5 til miðnættis, sé skemmtiskrá viðhöfð. Ölstofur í hótelum skulu hafa á takteinum léttar mál- tíðir, svo og gosdrykki og út- vars- og sjónvarpstæki; slík- um stofum skal lokað eina klukkustund milli kl. 5 til 8 e. h. Klúbbar, sem hafa borð- stofu, drykkjustofu eða kokk- teilleyfi, rullnægi þeir öllum tilsettum skilyrðum. Eins og þegar hefir verið tekið fram, ganga þessi nýju ákvæði ekki í gildi fyr en að undangenginni jákvæðri at- kvæðagreiðslu. Endurframboð Mr. Earl Eisenhower, yngsti bróðir Bandaríkjaforsetans, kvaðst vera persónulega þeirrar skoðunar, að forseti muni leita endurkosningar í haust, þó eigi hafi hann int að því við hann einu einasta orði og þetta geti því í raun- inni aðeins talist hugboð sitt. Síðan 15. febrúar hefir for- seti dvalið á búgarði fjármála ráðherrans, Mr. Georges Humphry í Georgia sér tii hvíldar og hressingar, en er nú kominn heim aftur til Washington. — Á blaðamanna fundi í Hvíta húsinu á mið- vikudagsmorguninn kunn- gerði forseti, að hann leitaði endurkosningar í haust. Harðindin í Evrópu Vetur sá, sem nú er að líða, er einn hinn allra erfiðasti, sem um getur í núlifandi manna minnum og jafnvel þó lengra sé leitað; nú er vitað að freklega átta hundruð manns hafa látið lífið, all- margir eru ókomnir fram og eignatjón svo gífurlegt, að það veður hvergi nærri fyrst um sinn að fullu metið; vistir eru víða mjög á þrotum, og eru þó allar hugsanlegar ráð- stafanir til þess gerðar, að flytja þær í lofti til hinna að- þrengdu landa og vinna að dreifingu þeirra. Fram að þessu skiptist dán- artalan milli landanna, sem hér segir: Frakkland 216, Italía 104, Tyrkland 72, Júgóslavía 70, Bretland 55, Holland 53, Dan- mörk 40, Vestur-Þýzkaland 35, Grikkland 30, Austurríki 22, Spánn 21, Svíþjóð 21, Portúgal 17, Belgía 15, Noregur 15, Svissland 14 og Pólland 4. Kolabirgðir hafa alvarlega gengið til þurðar og skortur á raforku hefir þjak- að mjög kosti iðnaðarfyrir- tækja og til afnota á heimilum. Um breytingar til batnað- aðai1 á vezurfarinu hefir enn eigi orðið vart. Fjórhagsóætlun Manitobafylkis Hinn 20. þ.m. lagði fylkis- féhirðir Manitobastjórnarinn- ar, Ron. D. Turner, fram í þinginu fjárhagsáætlun sína fyrir næsta fjárhagsár, og eru útgjöldin áætluð allmiklu hærri en nokkru sinni fyr, eða $65.5 miljónir; á síðast- liðnum ellefu árum hafa út- gjöldin þrefaldast, eða frek- lega það; þrjár stjórnardeild- irnar, heilbrigðis- og velferð- armáladeildin, deild opin- berra mannvirkja og menta- máladeildin, fá í sinn hlut 70 af hundraði þess eyðslufjár, sem fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir, að nota megi á árinu; til vegagerða eru á- ætlaðar 5 miljónir dollara; þessu til viðbótar, ráðgerir stjórnin að taka á næsta ári lán, er nemi yfir 25 miljónum dollara til útfærslu orku- og símakerfis fylkisins. Sveitarfélög fá $200,000 aukinn styrk til sjúkráhúsa, $125,000 til samfélagsmála og $500,000 til vegagerða.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.