Lögberg - 01.03.1956, Blaðsíða 3

Lögberg - 01.03.1956, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTMUDAGINN 1. MARZ 1956 3 Simpson, prófessor í sagn- fræði við háskólann í Saskat- chewan skrifar ítarlegan for- mála. Bókin hefir fengið mjög góða dóma bæði á íslandi og í blöðum hér vestra, og á höf- undurinn heiður og þakkir skilið fyrir merkilegt og nauð- synlegt verk, sem hann hefir leyst af hendi með sóma. 1 febrúar í fyrravetur voru sæmd riddarakrossi Fálkaorð- unnar þau ungfrú Margrét | Pétursson, Walter Lindal úómari og Lárus Sigurðsson* læknir. 1 júlímánuði voru saemd á sama hátt þau John Y. Bearnson og frú Kate B. Carter í Salt Lake City, Utah; 1 sama mánuði var forseti Þjóðræknisfélagsins sæmdur stórrriddarakrossi Fálkaorð- unnar, og nýlega hafa þeir Fróf. Thorbergur Thorvalds- son og Oscar Finnbogason í Saskatoon verið sæmdir stór- riddarakrossi. Guttormur skáld Guttorms- son var kjörinn heiðursmeð- úmur í Rithöfundafélagi Is- íands. Dr. P. H. T. Thorlakson, M.D., LL.D., var kjörinn for- niaður í Manitoba Medical Service, og einnig formaður Alunini Association við Mani- toba-háskólann. Edward Vopni, forstjóri Art Press Ltd., var kosinn forseti stjórnarnefndar Air Cadet League of Canada, og bróðir hans, Jón A. Vopni, ritstjóri ■fhe Davidson Leader, David- son, Sask., var kosinn forseti Canadian Weekly Newspaper Associtation á þingi þess fé- lagsskapar í Vancouver, B.C. William (Bill) Finnbogason, sonur Guttorms og ólafíu (Bardal) Finnbogason, var skipaður umferðastjóri Win- uipegborgar (City Traffic Engineer). Sveinbjörn Stefán Björns- son, M.D., sonur Sveins iaeknis og Maríu Björnsson, var á árinu ráðinn héraðs- iasknir (State Medical Exa- fniner) í Delaware ríkinu. Ungfrú Dorothy Jónasson írá Winnipeg hlaut styrk til hljómlistarnáms við Royal Concervatory of Music í Toronto, Ont. ^ Mrs. B. Violet ísfeld var kosin forseti Canadian Fed- eration pt Music Teacher’s Association á tíunda ársfundi bess félagsskapar í Vancouver I júlímánuði s.l.; einnig var 1 ^ún nýlega kosin forseti Jóns Sigurðssonar f^lagsins, IODE, hér í fylkinu. < Nýlega hefir frétt borizt Þess efnis að í Efri deild bingsins í Washington, D.C., hafi verið samþykkt frumvarp hl laga, sem miðar að því að f<*ra Leifs Eiríkssonar stytt- II na frá Marene Museum, New Port News, Virginia, bar sem hún hefir verið f.eymd um allmörg undan- iarin ár og setja hana niður á tilhlýðilegum stað í höfuð- borg Bandaríkjanna. Er búizt við að frumvarp þetta verði einnig samþykkt í Neðri deild innan skamms og nái þannig fram að ganga. Standa vonir til, að Ameríkufundur Leifs verði opinberlega viður- kenndur og að sérstakur Leifs dagur verði ákveðinn til staðfestu og minningar um þann viðburð. Guðmundur Grímsson, hæstaréttardómari i Bismarck, hefir lengi unnið markvisst að þessu máli, en sá, sem einkum mun hafa beitt sér fyrir því á þinginu er Warren G. Magnússon, Senator frá Washington ríkinu. S.l. átján ár hefir Davíð Björnsson starfrækt íslenzka bókaverzlun og bókbands- stofu á Sargent Avenue. Hefir hann unnið mikið og þarft þjóðræknisverk með sölu ís- lenzkra bóka og viðhaldi þeirra. Rétt er að getá þess, að Davíð varð nýlega að flytja fyrirtæki þetta heim í íbúð ?ína á Banning St. Vonandi láta deildir og meðlimir fé- lagsins hann njóta viðskipta sinna ekki síður en að undan- förnu. Hið síðasta, sem skeð hefir á vettvangi þjóðræknismála vorra hér í borginni ,er heim- sókn dr. Lee Hollander, en hann er prófessor í ger- mönskum málum við háskól- ann í Austin, Texas. Flutti hann tvo fyrirlestra við há- skólann hér á Vegum íslenzku deildarinnar, og erindi flutti hann einnig í Sambandskirkj- unni fyrir beiðni Þjóðræknis- félagsins. Fjallaði fyrirlestur- inn um Eddukvæðin, og var hinn fróðlegasti. Er próf. Hollander annar þeirra manna er standa að hinni nýju og ágætu þýðingu Njáls sögu á ensku. Hinn þýðandinn er Carl F. Bayerschmidt pró- fessor í germönskum fræðum við Columbia háskólann. Af þessum langa lestri ætti það að vera ljóst, þeim sem á hafa hlýtt, að sitt af hverju hefir gerzt á umliðnu ári, bæði á starfssviði félagsins sjálfs, og á vettvangi íslenzkra félagsmála, og vantar þó mikið á að allt hafi verið talið, sem telja mætti. Enda þótt ýmislegt hafi verið nefnt hér, sem ekki kemur Þjóðræknis- félaginu beint við, má þó hins vegar með nokkrum rétti segja,' að ekkert sem snertir íslendinga hér vestan hafs sé því óviðkomandi. Þess vegna hefi ég leyft mér að nefna at- riði, sem snerta einstaka menn. Enn, sem á fyrri þingum, verða aðalmál þessa þings út- breiðslumál, fræðslumál, fjár- mál og samvinnumál við ís- land. Féhirðir mun að sjálf- sögðu gera grein fyrir fjárhag félagsins í skýrslu sinni. Þó er rétt að geta þess hér, að félagið veitti íslenzku viku- blöðunum hvoru um sig $250.00 styrk á árinu; einnig veitti félagið deildinni Frón 2000.00 kr. til bókakaupa á íslandi, og hefir sú upphæð verið greidd fulltrúa deildar- mnar í Reykjavík; þá veitti Business and Professional Cards SELKIRK METAL PR0DUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viö, heldur hita frá atS rjúka út meö reyknum.—SkrifiÖ, símið til KELLY SVEINSSON 625 WaU St. Winnipeg Just North of Portage Ave. SUnset 3-3744 — SUnset 3-4431 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: 74-7451 Res.: 72-3917 PARKER. TALLIN, KRIST- JANSSON, PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker, Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker, Clive K. Tallin, Q.C., A. F. Kristjansson, Hugh B. Parker, W. Steward Martin 5th fl. Canadian Bank of Commerce Building, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. Phone 92-3561 Day Call Evenings SUnset 3-3961 50-9803 74-6620 Broadland Service Labs Qualified Technlcians Complete Radio and T-V Sejvice John Turner 226 Maryland St. Victor Thordarson WINNIPEG félagið Arthur Reykdal $50.00 upp í ferðakostnað hans . og glímuflokksins, sem fram kom á 100 ára landnámshátíðinni í Utah. Væntanlegri þingnefnd í samvinnumálum við ísland vil ég leyfa mér að benda á það, að á sumri komanda verður hátíð mikil haldin að Skálholti til minningar um það að 900 ár verða þá liðin frá því er biskupsstóll var stofnsettur þar; var þar, sem kunnugt er, um aldaraðir síðan menntasetur og menn- ingarmiðstöð sunnanlands. — Væri gott að athuga hvort að félag vort vill eða getur látið sig- viðburð þenna nokkru skipta. Að lokum vil ég þakka sam- nefndarfólki mínu í stjórnar- nefnd Þjóðræknisfélagsins á- gæta samvinnu á árinu. ’í nafni félagsins og Vestur- íslendinga vil ég einnig þakka íslenzku vikublöðunum hér fyrir að halda uppi menning- arstarfi sínu á árinu og óska þeim langra lífdagæ Skýrslur embættismanna, deilda og milliþinganefnda munu að öðru leyti skýra frá starfi félagsins og stefnumið- öm. Öll munum vér óska þess, nú um leið og vér hefjum þessa samfundi til starfs og ráðagerða, að þetta þing megi bera ávöxt arfleifð vorri og íslenzkri menningu til gagns og sæmdar. í jarðfræðilíma Kennarinn: — Hvernig lögun hefir jörðin? Nemandinn: — Hún er hnöttótt. Kennarinn: — Hvernig vitið þér það? Nemandinn: — Nú, jæja, segjum þá að hún sé ferkönt- uð, ég nenni ekki að standa 1 neinum deilum út af því. Minnist BETEL í erfðaskróm yðar S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh Si. Winnipeg PHONE 92-4624 Dr. ROBERT BLACK Sérfræt5ingur í augna, eyrna. nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS .BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 92-3851 Heimasími 40-3794 J. Wilfrid Swanson & Co.i Insurance in all its branches Real Estate - Mortgages - Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 93-7181 Res. 40-348« LET US SERVE YOU G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 .Loult,.! Street Simi 92-5227 EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr, Van's Electric Ltd. 636 Sargenl Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT SUnsel 3-4890 Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. Dr. P. H T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 92-6441 Gilbarl Funeral Home Selkirk, Manitoba J. ROY GILBART Plione 3271 Selkirk Office Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. N Muir's Drug Store Lid. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 27 YEARS Phone 74-4422 Ellice & Home Creators of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargeni Ave. Winnipeg PHONE 74-3411 Dr. G. KRISTJANSSON 102 Osbome Medical Bldg. Phone 74-0222 Weston Office: Logan&Quelch Phone 74-5818 — Res. 74-0118 DR. E. JQHNSON 304 Evelme Street SELKIRK, MANITOBA # Phones: Office 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.00 p.m. Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Accountant 505 Confederation Life Building WINNIPEG MANITOBA Thorvaldson, Eggertson. Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg Portage and Garry St. PHONE 92-8291 Dunwoody Saul Smilh & Company Chartered Accountants Phone 92-2468 100 Princess St. Winnipeg, Man. And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaöur sá bezti. StofnaÖ 1894 SlMI 74-7474 Hofið H öf n í huga Heimili sölsetursbarnanna, lcelandio Old Folks’ Home Soo.. 3498 Osler St„ Vancouver, B.C. J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgÖ, bifreiöaábyrgö o.s. frv. Phone 92-7538 Arlington Pharmacy Prescription Specialist Cor. Arlingion and Sargeni SUnsei 3-5550 We collect light, water and phone bills. Posi Office f

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.