Lögberg - 01.03.1956, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTMUDAGINN 1. MARZ 1956
7
GULLBRÚÐKAUP
Þann 5. nóvember 1955 var
haldin vegleg veizla 1 Geysir
Hall í tilefni af gullbrúðkaupi
saemdarhjónanna Friðriks og
Valgerðar Sigurðssonar frá
^agradal. Stóð byggðin og
börn þeirra hjóna fyrir sam-
sætinu. Var hvert sæti í hús-
inu skipað, þó að úti geysaði
fyrsta stórhríð vetrarins, og
sýndi það bezt hvað þessi hjón
eru vinsæl. Veizlustjórn hafði
^neð höndum Jónas G. Skúla-
son. Minni gullbrúðarinnar
flutti Mrs. V. Benedictson frá
Riverton. Var hún uppalin í
Geysi og hafði setið brúðkaup
þeirra íijóna. Hafði hún frá
^nórgu að segja frá fyrri árum,
sem fólk hafði ánægju af að
hlusta á. Fyrir minni gull-
brúðgumans talaði Tímóteus
Böðvarsson, einnig fyrrver-
andi Geysir-búi, fórst honum
vel að vanda er hann lagði út
af hve mikill lánsmaður
gullbrúðguminn hafi verið
um ævina.
Dr. S. O. Thompson talaði
a ensku til heiðursgestanna.
Minntist hann aðallega lið-
innar tíðar, þegar hann hafði
verið læknir heimilisins á
þeim árum, er erfiðast var.
^enti hann á, að nú á dögum
^nundi þurfa margar hjúkrun-
ar konur til að gegna því
starfþ sem gullbrúðurin hefði
^nnt af hendi, er hún hjúkraði
iólf börnum sínum í misling-
um 0g öðrum umferðar-veik-
Jndum, er þá gengu. Einnig
vijdi hann að Friðrik leggði
fjóðagerðina'til síðu um tíma
°g ynni við að skrifa upp það,
Sem á dagana hefði drifið hér
a_fyrstu landnámsárum, og er
sú hugmynd góð, því nú
^kkar þeim óðum, er þann
fjársjóð geyma.
Ekkert samkvæmi er full-
homið nema ort séu ljóð til
heiðursgesta. Flutti Guttorm-
Ur J. Guttormsson drápu
^uikla til F'riðriks og kenndi
þsr bæði gamans og alvöru;
hom kvæðið í Heimskringlu
öes. 1955. Vil ég leyfa mér
aú taka hér upp eina vísu, því
að hún lýsir svo vel gullbrúð-
gumanum:
>,Hönum í blóð borið
var hið bezta íslenzka:
drenglund, dugnaður
og dagfarsprýði,
góðvild, gestrisni ’
og glaðlyndi,
hógværð, hagsýni
og hugulsemi.“
Björn Bjarnason frá Geysi
flutti frumort kvæði til heið-
ursgestanna og fyrir beiðni
þeirra söng hann kvæði, er
hann orti til Friðriks á 70 ára
afmæli hans, undir laginu
„Hvað er svo glatt.“
Bergur Hornfjörð sendi
kvæði, sem lesið var af Jónasi
Skúlasyni. Séra Eric Sigmar
talaði til heiðursgestanna; og
þar sem hann sagðist vita, að
Friðrik væri skáldmæltur og
gefinn fyrir ljóð, þá hefði
hann sett saman fáein erindi
á vestur-íslenzku fólki til
gamans.
Með söng, sem unun var á
að hlýða, skemmtu þau séra
Eric og frú Svava Sigmar, að-
stoðuð af frú Lilju Martin.
Jóhannes Pálsson skemmti
með fíólín-spili, sem ævinlega
hrífur hugann; einnig stýrði
hann samsöng, aðstoðaður af
frú Lilju Martin.
Fyrir hönd byggðarbúa tal-
aði Jón Pálsson og afhenti
heiðursgestum peningagjöf.
Fanney Sigurdson talaði
fagurlega til foreldra sinna og
afhenti gjafir frá skyld-
mennum.
Valdimar Sigvaldason tal-
aði fyrir sönd safnaðarnefnd-
ar Geysissafnaðar, og afhenti
gullbrúðgumanum gjöf og
þakkaði starf hans í þágu
safnaðarins.
Mrs. J. G. Skúlason þakkaði
starf gullbrúðarinnar í þágu
kvenfélagsins og afhenti henni
gjöf frá Kvenfélaginu Freyju
í Geysi.
Meðtekið var innilegt bréf
frá séra Sigurði og frú Ingi-
björgu Ólafsson, Selkirk, sem
vegna anna gátu ekki verið
viðstödd; var það lesið af J. G.
Skúlasyni.
Heillaóskaskeyti streymdu
að þeim hjónunum og voru
þau lesin af syni þeirra
Franklin Sigurdson, Þessir
sendu skeyti: forsætisráðherr-
arnir, St. Laurent og D. L.
Campbell; fylkisstjórinn J. S.
ANNOUNCEMENT
THE barley improvement institute
SPONSORED BY THE MALTING AND BREWING
INDUSTRIES of canada announces there
WILL BE A MANITOBA BARLEY CONTEST IN
1 956
WITH THE USUAL GENEROUS PRIZES
This space cóntributed by
WINNIPEG
BREWERY LIMITED
MD-372
McDiarmid; Dr. og Mrs.
Bjarki Jacobson; Mr. og Mrs.
August Sædal.
Að endingu þakkaði gull-
brúðguminn fjölskyldunni, ná-
grönnum og vinum samleið-
ina í þessi fimmtíu ár og alla
velvild og gjafir, sem þeim
væri sýnd með þessu sam-
sæti.
Endaði svo veizlan, eins og
☆
önnur góð samsæti, með kaffi-
drykkju og fínustu veitingum.
Viðstödd þennan dag voru tólf
mannvænleg börn þeirra-
hjóna; einnig flest barnabörn,
sem eru 26 að tölu; systir gull-
brúðarinnar og tengdabróðir,
Mr. og Mrs. K. Kristinsson,
sátu við hlið gullbrúðhjón-
anna þennan heiðursdag.
Hrund Skúlason
☆
MINNI
flutl í samsæti Friðriks P. Sigurðssonar og Valgerðar
á fimmtíu ára hjúskaparafmæli þeirra.
Við aldarhvörfin þið áttuð
æskunnar draumaskeið;
hin djarflega og dygðuga meyja
við dumbshafið kalda beið,
en Friðrik með feiknstafa galdri
í Fagradal magnaði seið.
Með öldinni hún Valla fór vestur,
svo væn og ung og fríð;
þá sátu margir í sorgum
sveinar í Blönduhlíð;
, en seiðurinn sogar og dregur
og kyngin úr Kolbeinsdal, .
og brátt flutti Friðrik til bús síns
hið bezta meyjar val.
Betur en bóndinn í Skrúðnum
brúðinni reyndist hann.
Og flestir munu það mæla,
að fengi hún göfugri mann,
og sambúðin öll er til sóma
og svipmerkir af glæstum rann.
Meir en að miðju er nú gengin
hin máttuga kjarnorkuöld,
sem gengur fram grá fyrir járnum,
guðlaus með kesju og skjöld;
en í Fagradalnum er friður,
sem Friðrik situr við völd.
Hann Friðrik af framtaki knúinn,
fór ekki í ösku eða sekk,
með listfengi og ljóðrænu eðli
að ljóðsmíð með hamförum gekk,
og skákað getur hann mörgum,
sem skrifuðu í tólfta bekk.
Og hamfarir gjörðust ei aðeins
hjá horfnum forneskju lýð;
brátt sveif þinn bráðfleygur andi
yfir Blöndu og Sæmundarhlíð;
og skagfirzku fjöllin þá skinu
svo skær og draumablíð.
Þú sveifst ekki á klút eða klæði,
en komst þó með heilu heim.
Þig báru þín bráðfleygu kvæði
í belgdreka um vindanna geim,
unz Fjallkonan bauð þér faðm sinn
og fór um þig höndum tveim.
í gullbjarma gæfudagsins,
greinum við liðin svið.
Stönzum aðeins við eiktir
og einstök sjónarmið.
Horfum með heiðríkum huga
helgum kvöldsins frið.
Á göngunni glatt hafið marga,
þeir græddu á ykkar dygð.
Við þökkum nú þjónuStu langa
og þegnskap í þessari bygð.
Og enn veitir óskiptan unað
hin órofa tállausa trygð.
Við biðjum að allar þær óskir
og árnaðarhugar þel,
sem eflaust ala þeir allir,
sem eru á svifi hér.
Verði ykkur verndarkraftur,
unz veiðitíðin liðin er.
Björn Bjarnason
To Valla and Friggi
Down in the land of Geysir
Where the „landis“ hold full
sway,
Lives a „skáld“ by the name
of „Friggi“
Whom we honor, with his
wife, today.
At Fagradal began their
„búskap“
T’was a happy time they say,
For Valla and Fridrik were
married
Fifty years ago this day.
They’ve been blessed with a
dozen children,
Four daughters, eight sons —
fullarray!
Who now with the friends of
their parents,
Pay tribute and honor today.
At „samsætis“, parties and
picnics
Here, Fridrik has always
appeared,
With well wishes wrapped up
in a „kvæði“
For his friends to whom he’s
endeared.
Then,—to Valla and Friggi
of Geysir,
We offer our thanks today,
For „samstarf“, friendship
and kindness,
To you — friends, — God’s
blessings alway.
E. H. Sigmar
TTP TQP TAILORS
Vinsælasti móður
í Canada
rp* np 'T’ • 1 *
1 íp 1 op 1 ailor s
“TRIM LOOK”
Sniðin eftir máli
Handavinna
á öllu,
eftir máli
gerS úr
fínasta
brezku
ullarefni.
“TIP TÓP” IY5T
Tip Top’s “TRIM LOOK” snitS,
hafa minni kraga og axlir, sniCnar
eftir n&ttúrlegum vexti. Innflutt
til Canada af Tip . Top Tailors,
þeim klæöast nú nálega allir
Canadamenn frá strönd
til strandar.
Abyrgjumst aS gera
yður ánæðgan eða
sklla aftur pcningnm
paö er
TIP TOP
verkstœði
alls staöar
TF-55-3