Lögberg - 19.04.1956, Page 1

Lögberg - 19.04.1956, Page 1
SAVE MONEYl use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In yA Lb. Tins Makes the Flnest Bread Avallable at Your Favorite Grocer SAVE MONEY! use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In y4 Lb. Tins Makes the Finest Bread Avallable at Your Favorite Grocer 68. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 19. APRIL 1956 NÚMER 16 Norrænir kirkjumenn fjölmenna í Skálholt til 900 ára hátíðar biskupsstóls á íslandi Björgunarbáturinn Gísli J. Johnsen afhentur Slysavarnafélagi íslands Svíar munu gefa tvær kirkju- klukkur Einkaskeyti til Alþýðubl. Stokkhólmi í gær. Búizt er við að norrænir kirkjumenn muni fjöl- menna til Islands næsta sumar til þess að vera viðstaddir 900 ára afmæl- ishátíð biskupsstóls í Skál holti. Er jafnvel rætt um, að sænskir klerkar leigi sér skip til fararinnar. Samtök presta í Stokk- hólmi gengust fyrir íslands- •kvöldi í Stórkirkjunni á sunnudagskvöld að frum- kvæði Manfred Björkquist biskups. Erindi um ísland Helge Ljungberg, hinn nýi Stokkhólmsbiskup, flutti er- mdi, er hann nefndi Island. sögulandið. Björkquist ræddi Um kirkjuhátíð á Islandi í Skálholti næsta sumar. Kirkjukór Engilbrekskirkju °g söngkonan Kerstin Lind- Öðlast borgarréffindi St. James, sem í háa herrans tíð hefir verið undir- borg frá Winnipeg og sveitar- béfað, hefir nú öðlast borgar- réttindi; voru þar að lútandi skilríki afhent borgarstjóran- um B. Findlay á þriðjudag- mn í vikunni, sem leið, að viðstöddu miklu stórmenni, svo sem Campbell forsætis- ráðherra, allmörgum þing- mönnum og héraðshöfðingj- um í grendinni. Stjórnarskipfi á Ceylon Að nýlega afstöðnum kosn- ingaósigri hefir Sir John Katelawala, forsætisráðherra í Ceylon, beðist lausnar fyrir ráðuneyti sitt, og við af hon- um tekið Solomon Bandara- naike, er krefst þess að Ceylon öðlist fullkomið sjálf- stæði; hann er róttækur vinstri maður og í algerðri uiótsetningu við Sir John, sem er í einu og öllu af hinum gamla skóla. berg Torlind fluttu íslenzk lög eftir Þórarinn Jónsson, Sigurð Þórðarson, Pál Kr. Pálsson og Jón Leifs. Að lokum var þjóðsöngurinn sunginn. Ætla að gefa kirkjuklukkur Björkquist tilkynnti, að Svíar ætluðu að gefa tvær kirkjuklukkur í Skálholt. Gefa prestar aðra en leik- menn hina. Er mikill áhugi hér á kirkjuhátíðinni í Skál- holti. —Alþbl., 6. marz Ssgir skilið við flokk sinn Mr. Bill Bullmore, Social Credit þingmaður í Manitoba- þinginu síðan 1953 hefir sagt skilið við flokk sinn og kveðst jafnt og þétt hafa verið að fjrlægjast stefnu hans eftir að hann kom á þing. Mr. Bullmore situr á þingi fyrir Dauphin-kjördæmið, og var áður bæjarstjóri í Dauphin um tíu ára skeið. Mr. Bullmore féll það illa, er hljóðbært varð að einhver flokksbræðra hans hefði þegið í kosningasjóð sinn fé frá öl- gerðarhúsum fylkisins og krafðist þess að fá að vita hið sann í því efni, þó enn sé það eigi upplýst að fullu; hann hefir reynst hinn nýtasti maður á þingi og vinnur von- andi endurkosningu, er þar að kemur þó undir öðrum merkjum verði. Rannsókn lokið Konungleg rannsóknar- nefnd, sem fyrir hönd Quebec stjórnar hefir verið að kynna sér afstöðu fylkisins gagn- vart sambandsstjórn varð- andi skattamálin, hefir nú lokið störfum og lagt fram álitsskjöl sín; er þar meðal annars mælt með því, að fylkisstjórn innheimti beina skatta, svo sem persónulegan tekjuskatt, skatt stóriðju- fyrirtækja og erfðafjárskatt; svo er ætlast til, að þetta nýja fyrirkomulag nái jafnt til allra fylkjanna eftir að þar að lútandi löggjöf hefir öðlast samþykki þeirra. Horfinn heim Georgi Malenkov, fyrrum forsætisráðherra Rússa og nú- verandi raforkumálaráðherra, sem dvalizt hefir á Bretlandi undanfarnar þrjár vikur til að kynna sér rekstur orku- stöðva þar í landi, er nú horf- inn heim til Moskvu og kvaðst hafa mundu samverkamönn- um sínum í ráðuneytinu frá mörgu að segja varðandi dvöi sína í höfuðborg berzka veld- isins og ferðalög út um landið; kvað hann fyrirgreiðslu alla verið hafa hina ákjósanleg- ustu af hálfu brezkra stjórn- arvalda og bar brezku þjóð- inni söguna hið bezta. Björgunarbáturinn Gísli J. Johnsen var afhentur Slysa- varnafélagi íslands í Gauta- borg á laugardaginn var. Þau hjónin, Gísli J. Johnson stór- kaupmaður og kona hans gáfu félaginu bátinn til björg- unarstarfs í Faxaflóa og af- hentu hann, en Henry Hálf- dánarson skrifstofustjóri fé- lagsins veitti hinni höfðing- legu gjöf viðtöku fyrir hönd félagsins. Auk þeirra, sem þegar hafa verið taldir, voru viðstaddir afhendinguna M. Östberg aðmíráll frá flotaþjónustu vesturstrandarinnar sænsku, yfirmaður björgunarfélagsins norska, Hans Holter, og yfir- maður björgunarfélagsins sænska, Hans Hugo Hansson, Julius Huttner, aðalræðis- maður og margir félagar úr íslandsvinafélaginu í Gauta- borg. Allur úr Alúmíníum Báturinn er smíðaður hjá 'Djupvikskipasmíðastöðinni að Tjörn. Hann er allur úr alúmíníum. Lengd hans er 13 metrar og breidd 5,5 metrar. Vér hans er 70 hestafla June- Munktel dieselvél. Hefur hann allan nýtízku björgunar- útbúnað. Kemur í góðar þarfir Hinn nýi björgunarbátur verður staðsettur í Reykjavík, en slíkan björgunarbát hefur Slysavarnafélagið ekki átt í Reykjavík síðan 1952, er björgunarbátur þess eyði- lagðist við björgun úr sænska skipinu Hanö, er strandaði við Engey. —Alþbl., 28. febY Sáttatilraun Dag Hammarskjold, aðal- ritari sameinuðu þjóðanna, er um þessar mundir í Pale- stínu með það fyrir augum, að reyna að koma á sáttum milli Israelsmanna annars vegar og Egyptalands og annara Arabaþjóða hins veg- ar, en milli þessara þjóðflokka hefir sambúðin verið alt annað en ákjósanleg upp á síðkastið, og stundum bein- línis slegist í mannskæðan skæruhernað. Mr. Hammar- skjold hefir þegar átt við- ræður við stjórnarformenn ísraelsríkis og Egyptalands, sem vonandi er að beri ein- hvern árangur, því ekki sýn- ist nema litlu mega muna að alt geti hlaupið í bál og brand austur þar. Forsetakjör Nýkomin Reykjavíkurblöð skýra frá því, að forsætis- ráðuneytið hafi kunngert, að forsetakjör fari fram þann 24. júní næstkomandi. Nokkurn veginn mun mega víst telja, að núverandi for- seti, herra Ásgeir Ásgeirsson, verði kosinn gagnsóknarlaust. Úfvarp frá Fyrstu lútersku kirkju Árdegisguðsþjónustunni í Fyrstu lútersku kirkju verður utvarpað næstkomandi sunnudag 22. apríl kl. 11 yfir stöðina C.B.W. Að kvöldi sama dags fer fram ungmennaguðsþjónusta á ensku kl. 7 í stað hinnar venjulegu guðsþjónustu á íslenzku. Vinsæl hjón og mæt eiga gullbrúðkaup Mr. og Mrs. Ingi Brynjólfsson Þann 15. janúar síðastliðinn áttu þau merkishjónin Ingi Brynjólfsson og frú hans Susanna í Chicago gull- brúðkaup, og var þess vegalega minst með samsæti á heimili sonar þeirra og tengdadóttur, Mr. og Mrs. Ernest Brynjólfsson, er sextíu gestir tóku þátt í; voru gullbrúð- hjónin hylt á margan hátt með hlýyrðum, símskeytum og gjöfum. Ingi er sonur hinna kunnu hjóna, sem fyrir löngu eru látin, Sveins Brynjólfssonar byggingameistara og Þór- dísar frúar hans, en gullbrúðurin er dóttir Sigurðar Christopherssonar, er grundvöll lagði að Argylebygð og konu hans Carrie, dóttur Taylors, þess, er bezt reyndist íslendingum hin fyrstu mannraunaár þeirra á Gimli. Gullbrúðhjónin eiga sex börn, Ingu, Wilfred, Carrie, Thordísi, Ernest Svein og Gladys, og eru þau öll búsett í Chicago. — Lögberg flytur gullbrúðhjónunum innilegar árnaðaróskir. Sumardagurinn fyrsti Nú gróandann vekur vorsins sál, og vonirnar himin blár, sólgeislum snert fær moldin mál, og minnist við daggartár. Sumarblærinn frá allri átt, nú andar á kalinn svörð og Harpa strengina bærir brátt í bæn sinni og þakkargjörð. Því sumarið unga suðri frá sólvængjað kom í dag, með æskuvonir og vaxtarþrá; vorboðans hörpuslag. Það geymir í vorhugans vermireit, vorkvæði fegurst gjörð um fylling tímans og fyrirheit, um framþróun lífs á jörð. S. E. Björnsson

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.