Lögberg - 17.05.1956, Blaðsíða 1

Lögberg - 17.05.1956, Blaðsíða 1
SAVE MONEY! use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In V* Lb. Tins Makes the Finest Bread Available at Your Favorite Grocer SAVE MONEY! use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In y4 Lb. Tins Makes the Finest Bread Available at Your Favorite Grocer 68. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 17. MAÍ 1956 NÚMER 20 Lánveiting til gasleiðslu Viðskiptamálaráðherra sam bandsstjórnar, Mr. Howe, hefir tilkynt í þinginu, að stjórnin hafi ákveðið að veita Trans Canada Pipe Lines Limited áttatíu miljón dollara lán svo hefja megi nú í sumar gaspípuleiðslu frá Alberta áleiðis til Montreal; lánveit- ing þessi nær til gasleiðslunn- ar frá Alberta til Winnipeg; áætlað er að pípulagningin frá Alberta til Montreal kosti $375,000,000. Búist er við löngum og heit- um umræðum á þingi um áminsta lánsheimild; íhalds- menn og C. C. F.-sinnar eru andvígir heimildinni, en þing- nienn Social Credit flokksins hafa lýst yfir fylgi sínu við stjórnina í málinu. Laetur of embætti Fylkisféhirðir og iðnaðar- uaálaráðherra Campbellstjórn arinnar í Manitoba, Ronald D. Turner, hefir látið af embætti °S tekst á hendur forstjóra- stöðu við Central Northern Airways. Mr. Turner hefir setið á þingi sem einn af þing- uiönnum Suður-Winnipeg hjördæmisins og jafnan þótt uaálafylgjumaður mikill; við brottför hans úr ráðuneytinu uiissir Mr. Campbell einn sinna allra hæfustu ráðherra; embættisafsögn Mr. Turners hafði legið í loftinu um hríð eg kom því í rauninni fáum á óvart. Kiörinn í mikilvægd ábyrgðarstöðu Bæjarstjórnin í Winnipeg hefir kjörið Jack Blumberg að formanni þeirrar nefndar, er um samgöngukerfi Winni- Pegborgar hinnar meiri ann- ast með $6,600 árslaunum; *heðnefndarmenn hans verða G. Smerchanski og Cecil • Joslyn, er fá í árslaun *2,400 hvor um sig. , ^r- Blumberg hefir átt sæti * bæjarstjórn í nálega 36 ár yrir 3. kjördeild og notið meira kjörfylgis en flestir ef ehki allir bæjarráðsmenn hér; ann er málafylgjumaður jhikill og hefir marga snarpa hhdi háð fyrir hönd C.C.F.- okksins; nú hefir hann látið ** bæ j arf ulltrúastöðunni og Sagt skilið við flokk sinn. Hvort aukakosning fari ram í kjördeildinni er enn ei,gi vitað, eða slíkt verði látið 1 a hinna venjulegu október- kosninga. Þingrof og nýjar kosningar Forsætisráðherrann í Sask- atchewan, Mr. Douglas, hefir rofið þing og mælt svo fyrir að nýjar kosningar fari fram hinn 20. júní næstkomandi; stjórnarflokkurinn býður fram þingmannsefni í öllum kjördæmum, og slíkt hið sama gera Liberalar og Social Credit játendur. Um framboð af hálfu íhaldsflokksins er enn eigi vitað, eða hve mörg þingmannsefni verði 1 kjöri. Hyltur á fjölmennri samkomu í Grand Forks Á söngsamkomu karlakórs ríkisháskólans í N. Dakota (The Varsity Bards), sem haldin var í Grand Forks þ. 17. apríl, gerðist það, sem sjaldgæft er talið í sögu há- skólans, að kórinn söng ljóð og lag eftir tvo af kennurum skólans. Var hér um að ræða kvæði dr. Richards Beck “An Ever-Shinging Flame”, en lagið við það hafði verið samið af Prófessor Philip Cory, háskólakennara í hljóm listarfræðum. Var ljóði og lagi tekið með miklum fögn- uði, og höfundarnir hyltir ör- látlega af hinum fjölmenna áheyrendahópi, en um 1200 manns sóttu samkomuna. Ofannefnt kvæði dr. Becks var á sínum tíma prentað í Lögbergi undir fyrirsögninni “A Tribute to Our Heroic Dead”, og hefir verið víðar prentað, meðal annars í kvæðasafni hans A Sheaf of Verses (1952). Safnast tiS feðra sinna • 7z S- /9<r^ Síðastliðinn laugardag lézt hér í borginni mannvinurinn, •blaðamaðurinn og skáldið Sigurður Júlíus Jóhannesson freklega 88 ára að aldri, fæddur að Læk í Ölfusi 9. janúar 1868. Foreldrar hans voru Jóhannes Jónsson og Guðný kona hans; hann var róttækur umbótamaður á vettvangi mannfélagsmál- anna, skáld gott, mælskumað- ur mikill og snjall blaða- maður; munu meðal annars barna- og unglingaljóð hans halda nafni hans lengi á lofti. Góðtemplarareglan átti traustan hauk í horni þar sem Sigurður læknir var; hann lætur eftir sig konu sína, frú Halldóru Fjeldsted Jóhannesson og tvær dætur, Málfríði og Svanhvít, sem báðar eru búsettar í Ottawa. Útför þessa f jölhæfa og stór merka samferðamanns var gerð frá Bardals á þriðjudag- Sigurður Júlíus Jóhannesson inn; kveðjumálin flutti Dr. Valdimar J. Eylands. Minningargrein um Sigurð lækni eftir ritstjóra Lögbergs mun birtast í blaðinu við allra fyrstu hentugleika. Skreið hefur síðustu ár verið ein af aðalútflutningsafurðum okkar Er aðallega seld til Afríku- landa og mest til Nígeríu Skreiðarframleiðsla íslend- inga hefur vaxið hröðum skrefum á seinustu tveimur áratugum. Hún nam aðeins rúmlega 800 lestum 1935, en varð nærri 79 þúsund smá- lestir 1953, og yfir 50 þúsund 1954 og 1955, hvort árið um sig. Nánar tiltekið var fram- leiðslan 841 smálest 1935, komst upp í næstum 5 þús. lestir 1937, en fór svo aftur Vorið guðar á glugga Guða létt á glugga minn geislafingur vorsins kæra; hugarvæng ég hefjast finn, hjartans innstu strengi bæra löngu þráðir , ljúfir ómar; lífsins rödd að nýju hljómar. Lifna fræ í mjúkri mold, mildur andar blær um vanga; grænu silki sveipast fold, sólu kysstir lundir anga; lyfta eikur höfðum háum himni móti fagurbláum. Vetrarkvíði vorið flýr, vermir hjörtun söngvahreimur. Andá mánnsins opnast nýr yndisríkur dýrðarheimur: — Sér í augum ungra blóma eilífð himindjúpa ljóma. RICHARD BECK minnkandi næstu ár, og engin 1947 og 1948, aðeins 59 smál. 1949 og rúmlega 6,800 1951. Hækkar svo úr 6,832 smál. ’51 upp í 14,715 árið eftir, og tekur svo risastökk upp í 78,995 smálestir 1953, en er 53,293 1954 og 56,000 árið, sem leið, talið til októberloka. Það var 1952, sem Sam- lag Skreiðarframleiðenda var stofnað, en hér er um að ræða frjáls samtök útgerðarmanna og framleiðenda, er sér um sölu og dreifingu skreiðar fyrir meðlimi sína og hefur frá stofnun þess verið stærsti útflytjandi skreiðar á íslandi. Er skreið nú orðin ein af aðal- útflutningsvörum Islendinga og hefur verið seinustu 3 árin. Fer aðallega til Afríkulanda Skreiðin er flutt út að lang- mestu leyti til Afríku, eða nánara tiltekið til Nigeríu, brezku og frönsku Kamerun og Gullstrandarinnar. Enn- fremur fer nokkurt magn til ítalíu, Finnlands, Svíþjóðar og Bandaríkjanna, en lang- mest af íslenzkri skreið er selt til Nigeríu. Fiskimálanefnd átti frumkvæðið að því, að farið var að verka skreið til útflutnings, en Fiskimála- nefnd var stofnuð með lögum 29/12 1934. Vann nefndin Framhald á bls. 8 Söngskemmtun Ung íslenzk söngkona, frú Hanna Bjarnadóttir, er vænt- anleg til borgarinnar innan skamms og mun hún efna til hljómleika í Fyrstu lútersku kirkju 25. júní n.k. á vegum Þjóðræknisdeildarinnar Frón. Listakona þessi hefir undan- farin ár stundað söngnám í Hollywood, California hjá frægum kennara, Mrs. Flor- ence Lee Holtzman. Frú Hanna er fædd og upp- alin á Akureyri, dóttir hjón- anna Bjarna M. Jónssonar og Sigríðar Óslands, sem bæði eru skagfirzk að ætt. Hanna hlaut fyrst tilsöng í söng hjá Guðrúnu Þorsteinsdóttur á Akureyri og síðar hjá Sigurði Birkis í Reykjavík, en þaðan fór hún til Hollywood sumar- ið 1953. Haustið 1954 tók Hanna sér ferð á hendur til íslands og hélt hljómleika í Reykjavík, ísafirði og Akureyri. Blaðið Vísir hrósaði söng hennar mikið og taldi það sjaldgæft mjög að nokkur söngvari næði slíkum tökum á list sinni á fáeinum árum eins og frú Hanna hefði gert. Laugar- dagsblaðið lét svo ummælt, að hana mætti hiklaust telja með beztu söngkonum landsins. Blaðið Verkamaðurinn á Ak- ureyri tók í sama streng, og öll blöðin voru sammála um það að söngkonan hefði hrifið alla, sem á söng hennar hlýddu. í næstu blöðum verður skýrt frá væntanlegri söng- skrá og öðru hljómleikum þessum viðkomandi. Ægilegar blóðs- úthellingar í Algeríu Blóðugir bardagar hafa staðið yfir undanfarna daga milli innfæddra Nationalista og franskra hersveita og mannfall orðið mikið af hálfu beggja aðilja; í vesturhluta Algeríu hafa uppreistarmenn brent um fjörutíu bændabýli, er Evrópumenn réðu yfir og gert á fleiri sviðum mikinn usla víðsvegar um landið. Landsstjórinn hefir krafist þess af frönsku stjórninni, að hún sendi tafarlaust auknar hersveitir til Algeríu til að skakka leikinn.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.