Lögberg - 04.10.1956, Side 2

Lögberg - 04.10.1956, Side 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 4. OKTÓBER 1956 Fréttabréf fró ríkisútyarpi íslands — 23. SEPTEMBER 1956 — Fyrri hluta vikunnar, sem leið var hægviðri hér á landi og yfirleitt úrkomulítið, en miðvikudag, fimmtudag og föstudag var allhvöss og hvöss austanátt og rigning, snjóaði í fjöll og norðanlands var slydda á láglendi. Nú er kom- in hæg norðanátt og hefur kólnað, en annars var hlýtt í veðri sunnanlands alla vik- una, stundum óvenjuhlýtt. ☆ Utanríkisráðherra Canada, Lester B. Pearson, kemur í opinbera heimsókn til íslands á morgun ásamt konu sinni, og er gert ráð fyrir, að flug- vél ráðherrans lendi á Kefla- víkurflugvelli kl. 15. Sendi- herra Canada hér, Chester A. Rönning, er hingað kominn til að taka þátt í heimsókn ráð- herrans, og auk þess verður í föruneyti hans Ray Crepault fulltrúi í utanríkisráðuneyt- inu í Ottawa. Utanríkisráð- herra heldur gestunum veizlu annað kvöld, á þriðjudags- morgun heimsækir Pearson forseta íslands, forsætisráð- herra og utanríkisráðherra, en fer síðari hluta dags í boði utanríkisráðherra til Þing- valla. — Á þriðjudagskvöld heldur forseti íslands gestun- um veizlu að Bessastöðum. Á miðvikudagskvöld tekur utan- ríkisráðherra Canada á móti gestum að Hótel Borg og héð- an fer hann heimleiðis undir miðnætti þá um kvöldið. I þessari opinberu heimsókn kemur ráðherrann fram sem fulltrúi ríkisstjórnar sinnar og lands, en eigi sem sérstakur sendimaður Atlántshafsráðs- ins. ☆ Samningar um verzlunar- viðskipti milli Islands og Sovétríkjanna fara nú fram í Reykjavík og mun ljúka í þessari viku. Rússneska samn- inganefndin kom á sunnudag- inn var til Reykjavíkur. For- maður hennar er Finagenov, forstjóri innflutningsdeildar utanríkisviðskiptaráðuneyt- isins í Moskvu. Pétur Thor- steinsson ambassador íslands í Moskvu, varð rússnesku sendinefndinni samferða, og á sæti í íslenzku samninga- nefndinni, sem skipuð er 11 mönnum. Formaður hennar er Þórhallur Ásgeirsson ráðu- neytisstjóri viðskiptamála- ráðuneytisins. ☆ í fyrradag var sú breyting gerð á skipun húsnæðismála- stjórnar, að bætt verður í hana tveimur mönnum, svo að þar skulu eiga sæti sjö menn í stað fimm manna áður. Ráð- herra tilnefnir þrjá menn úr húsnæðismálastjórninni til þess að hafa á hendi stjórn allra framkvæmda á vegum hennar eftir nánari fyrirmæl- um í reglugerð. ☆ í gær bættist íslenzka flot- anum stærsta skipið, sem Is- lendingar hafa eignast. Það er 16,700 lesta olíuskip, er Sam- band íslenzkra samvinnu- félaga og Olíufélagið hafa keypt, og var það afhent nýju eigendunum í Nynashamn í Svíþjóð í gær. Erlendur Ein- arsson forstjóri SIS tók við skipinu, og kona hans, Mar- grét Helgadóttir, gaf því nafnið Hamrafell. Skip þetta var smíðað í Þýzkalandi árið 1952. Skipstjóri verður Sverrir Þór, áhöfnin 40 menn, allt Is- lendingar, en auk þeirra verða á skipinu fyrst í stað fjórir norskir sérfræðingar. Skipið hefir að undanförnu verið í siglingum með óhreinsaða olíu og verður því að taka 3 til 4 farma af hálfhreinsaðri olíu áður en unnt verður að byrja flutninga á benzíni og gasolíu hingað til lands. — Hamrafell er væntanlegt til heimahafnar sinnar, Hafnar- fjarðar, í desembermánuði. — Hamrafell er sjöunda skip SÍS, en Olíufélagið á helming í Hamrafelli og Litlafelli. Skipadeild Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga á 10 ára afmæli um þessar mundir, fyrsta skip hennar, Hvassa- fell, kom til landsins 27. september 1946. ☆ Áburðarverksmiðjan í Gufu nesi hefur nú starfað í 2 V2. ár, svo að telja má að reynslu- tíma hennar sé lokið, og af- köstin hafa orðið meiri en ráð var fyrir gert. Við það var miðað í upphafi, að ársfram- leiðslan yrði örugglega 18,000 lestir, en á fyrstu átta mánuð- um þessa árs hafa veríð fram- leiddar 14,500 lestir og með sömu meðalframleiðslu til ársloka yrði ársframleiðslan nærri 22,000 lestir, eða 22% meiri en verkfræðingarnir ábyrgðust. Meðal annars af þessum ástæðum hefir heppn- ast þrátt fyrir sívaxandi til- kostnað og hækkandi verðlag, að selja áburðinn á verði sem er sambærilegt við verð á sams konar áburði erlendis. Gjaldeyrisútgjöld við bygg- ingu og stofnun verksmiðj- unnar voru 75 miljónir króna, en starfsemi verksmiðjunnar hefir þegar sparað landinu 65 miljónir króna í erlendum gjaldeyri, og virðist mega reikna gjaldeyrissparnað ár- lega frá næstu áramótum 30 miljónir króna. Hér er um að ræða köfnunarefnisáburð, — þann áburð, sem íslenzkur jarðvegur þarfnast mest af, en einnig er hér þörf mikils fos- fórssýruáburðar. Næsta stigið í áburðarframleiðslumálunum hér hlýtur því að verða bygg- ing fosfórverksmiðju, og stjórn Áburðarverksmiðjunn- ar hefir sótt um leyfi til að mega ráðast í þá framkvæmd. Undirbúningsathuganir sýna, að viðbótarverksnjiðja, til fosfatframleiðslu, myndi kosta 35 miljónir króna, þar af 15 miljónir í erlendum gjaldeyri. Undirbúningur og smíði verk- smiðjunnar myndi taka tvö ár, svo að fyrsti áburðurinn þaðan yrði tilbúinn til notk- unar fyrir bændur árið 1959, ef strax yrði hafizt handa. ☆ Samkvæmt skýrslu veiði- málastjóra var laxveiðin í sumar minni en í meðallagi. 1 fyrra var hins vegar miklu meiri laxveiði en venjulegt er, þá veiddust 25,000 laxar, en nú munu hafa veiðzt um þriðjungi færri. Laxinn í sumar var hins vegar yfirleitt vænni. Hann gekk nú seinna í árnar en endranær vegna vorkulda, og langvarandi þurrkar torvelduðu veiði. Lax og silungur 'er nær eingöngu notaður innanlands. Nokkuð var þó flutt út af laxi í sum- ar, til Bretlands, og meira verður sennilega selt úr landi síðar á árinu. Þá hefur nokk- urt magn af niðursoðinni murtu úr Þingvallavatni verið sent til Bandaríkjanna. — Unnið var í sumar að fiski- rækt í mörgum ám, laxastigar gerðir og lax og silungur merktur. Eldisstöðvar störf- uðu með svipuðum hætti og í fyrra og hafa nokkrar nýjar eldistjarnir verið teknar í notkun í sumar. ☆ Nokkrir íslenzkir togarar seldu í síðustu viku í Þýzka- landi, á fimmtudaginn seldu þar þrír fyrir samtals nær því 270,000 mörk. ☆ Haustslátrun er nú hvar- vetna hafin og verður slátrað fleira fé en í fyrra. Á haust mun hafa komið af fjalli nær því hálf önnur miljón sauð- fjár. Réttir voru í vikunni, sem leið. ☆ Hvalveiðivertíðinni í Hval- firði er nýlega lokið og hafði hún staðið 123 daga. AIls veiddust í sumar 440 hvalir. Fjórir bátar stunduðu veið- arnar. ☆ Dreifing mænusóttarbólu- efnis um landið er hafin, og annast Lyfjaverzlun íslands dreifinguna. Ætlunin er, að bólusetja fyrst í stað sem allra flest börn á barnaskólaaldri. Bóluefnið, sem er mjög dýrt, verður greitt úr ríkissjóði. ☆ Á fjárlögum þessa árs eru veittar 50,000 krónur til sér- nárns í læknisfræði, sam- kvæmt úthlutun landlæknis. Landlæknir hefir nýlega út- hlutað styrk þessum og hlutu hann, 25,000 krónur hvor, þeir Bjarni Jónsson dr. med., Reykjavík, til að leggja stund á heilaskurðaraðgerðir með sérstöku tilliti til slysaáverka á höfði, og Valtýr Bjarnason læknir, nú við nám í Banda- ríkjunum, til að leggja stund á svæfingafræði og blóð- bankastörf. ☆ Sjötta þing Landssambands framhaldsskólakennara var sett í fyrrakvöld í hátíðasal Menntaskólans í Reykjavík og sækja það rúmlega 30 full- trúar. — Landsfundur Kven- réttindafélags íslands var settur í Reykjavík í gær. ☆ Norræna tónlistarhátíðin var haldin í Helsingfors 4. til 11. þ. m., en hún var síðast haldin í Reykjavík 1954. Af hálfu íslenzkra tónskálda sóttu hátíðina þeir Jón Leifs og Skúli Halldórsson. Þar voru flutt verk eftir mörg tónskáld. Listdansflokkur frá Ráð- stjórnarríkjunum hefir að undanförnu sýnt í Þjóðleik- húsinu við mjög mikla að- sókn. Aðgöngumiðar að sjö sýningum seldust á skammri stundu. Síðasta sýnihgin er á þriðjudagskvöld. Héðan fer flokkurinn til Danmerkur. — Þá hafa verið hér á ferð tón- listarmenn frá Sovétríkjunum og haldið tónleika í Reykja- vík, á Akureyri og víðar, og loks var hér þriggja manna nefnd frá félaginu VOKS, for- maður Norðurlandadeildar þess félags, forseti skógrækt- ardeildar háskólans í Moskvu, og varaforseti Moskvuháskóla. Ivanoff varaforseti Moskvu- háskóla flutti fyrirlestur í há- skólanum um æðri skóla í roff forseti skógræktardeildar Moskvuháskóla kynnti ser einkum skógrækt hérlendis- Hann afhenti forsætisráð- herra nokkur kílógrömm af trjáfræi að gjöf til Islendinga- ☆ Leikfélag ísafjarðar sýndi jeikinn Kjarnorku og kven- hylli eftir Agnar Þórðarson. Sýning þessi var í tilefni af 40 ára leikafmæli Brynjólfs J°" hannessonar, og hann lék þar eitt aðalhlutverkið í leiknum- Brynjólfur var einn af stofn- endum Leikfélags ísafjarðar- ☆ í fyrra var háður í Reykja- vík landsleikur í knattspyrnU við Bandaríkjamenn. íslend- ingar unnu. Þá þegar var um það talað, að íslenzka lands- liðið sækti Bandaríkjamenn heim að ári liðnu, og er su för nú ráðin. íslenzku knatt- spyrnumennirnir fara til Bandaríkjanna 5. október 0g koma aftur 16. október. Flug- her Bandaríkjanna flytur hópinn fram og aftur ókeyPlS- Leiknir verða þrír leUor vestra, hinn fyrsti í FíladelflU 7. okt., annar í Baltimore 1^- okt. og hinn síðasti í NeW York 14. október. í síðasta leiknum keppa íslendingar við lið frá ísrael, sem verður í keppnisför í Banda- ríkjunum. í íslenzka landslið- inu verða átta Akurnesingar og þrír Reykvíkingar. ☆ Þjóðleikhúsið frumsýnir á næstunni leikritið Spádómin11 eftir Tryggva Sveinbjörnsson- ☆ Á dag fer fram í Reykjavík úrslitaleikurinn í fyrstu deiid á íslandsmótinu í knatt- spyrnu. Reykjavíkurfélögm Valur og K.R. keppa um meistaratitilinn. ☆ >. Sigurður Skafield ópernu- söngvari lézt í Landsspítalan- um aðfaranótt föstudags sJ-> sextugur að aldri. Unga stúlkan við unnusta sinn: — „Hefurðu talað við pabba?“ Hann: — „Já, ég sagði hon- um að ég gæti ekki lifað án þín — og þá sagðist hann vera reiðubúinn til þess að kosta útför mína“. Fjallagrös í pósti beint fró ÍSLANDI Sendið oss $2.00 og vér skulum senda yður í pósti, yður að kostnaðarlausu, 500 grömm fyrsta flokks ísl. Fjallagrös (Skæðagrös). MAGNÚS TH. S. BLÖNDAL H.F. Vonarstræti 4 B, Reykjavík Firmað stofnsett 1887 Klippið út þessa auglýsingu Ráðstjórnarríkjunum. Neste- ,Uma .

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.