Lögberg - 31.01.1957, Síða 4

Lögberg - 31.01.1957, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 31. JANÚAR 1957 Lögberg ^ ' Geílð flt hvern fimtudag af THE COLUMBIAi PRESS LIMITED 303 KENNEDY STREET, WINNIPEG 3, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: ‘EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Street, Winnipeg 3, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Dögberg" is published by The Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 3, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Limited Authorizeil as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa ___________________PIIONK »3-9931 Mannvinurinn og skáldiö Sigurður Júlíus Jóhannesson v. Raddir hafa komið fram um það, að Sigurður Júlíus hefði verið harðsvíraður byltingasinni, er í fátt eða ekkert myndi hafa horft málflutnjngi sínum til stuðnings; slíkur d<?mur á skapgerð hans er að minni hyggju á veikum rökum bygður, og þótt hann að vísu sækti mál sín af kappi var það síður en svo að honum stæði á sama um baráttuaðferðir; hann hataðist við vígaferli af hvaða toga sem þau voru spunnin, sannfærður um að í kjölfar þeirra sigldi ekkert annað en ógæfa. Byltingar án blóðsúthellinga, bloodless revolutions, eru tiltölulega sjaldgæfar og með afleiðingum þeirra er venju- legast tjaldað til einnar nætur; hinar, sem grafa dýpra um sig og líklegar eru til frambúðaráhrifa, kosta geigvænlegar blóðfórnir. Sigurði Júlíusi var þannig farið, að hann mátti naumast blóðdropa sjá. Og hvernig í ósköpunum var þá unt að hugsa sér hann í fremstu víglínu sem vægðarlausan byltingarmann, þar sem fyrsti blóðdropaseytillinn varð að helliskúrum? konunnar fyrir samfylgdina, mætti annað hvort kalla þær „Við,“ eða „Þú og ég.“ — Sorg og gleði saman birtast — svört sem myrkur, björt sem snjár standa sín til hvorrar handar, höfug blandast þeirra tár. Gleðin sigrar, sorgin tapar, saknaðsbundin flytur þökk fyrir géhgna gæfudaga Guði og henni sál mín klökk. Skilnaðsstund: Hve margt og mikið minninganna djúpi frá birtist fyrir andans augum — alt það sem er liðið hjá. Sigurður Júlíus fæddist að Læk í Ölfusi hinn 9. dag janúarmánaðar árið 1868. Var faðir hans Jóhannes Jónsson, en móðirin Guðlaug Hannesdóttirfrá Hjalla í Ölfusi; heimil- ið var fátækt að fé, en auðugt að mannúð og listrænum sér- kennum; ungur vandist Sigurður Júlíus því að neyta síns brauðs í sveita síns andlitis og gefa sig að hvers konar störf- um, er til féllu, án hliðsjónar af væntanlegu endurgjaldi; hann var vinnuglaður maður; iðjan var honum heilög þörf. Sigurður Júlíus naut góðrar heilsu meginhluta sinnar löngu ævi; aðeins hin allra síðustu ár, var eins og honum smáféllist hendur; röddina þraut svo að segja með öllu, en yrkjandi og skrifandi var hann að heita mátti fram í vertíðar- lok og hélt vel minni. Hann kvaddi ástvini sína og samferða- sveit hinn 12. maí síðastliðinn, en útför hans var gerð frá Bardals að viðstöddu miklu fjölmenni þremur dögum síðar. Dr. Valdimar J. Eylands jarðsöng og flutti áhrifamikla minningarræðu. Sigurður Júlíus var maður æskunnar þrátt fyrir sinn háa aldur og |>ar af leiðandi var það einkar vel til fallið, að æskumenn báru hann til moldar; með honum er hniginn í val Miskunnsamur Samverji, sem engum verður auðgleymdur. Aðalvopn Sigurðar Júlíusar voru tungan og penninn og þeim beitti hann ósleitilega í þágu þeirra hugðarmála sinna, er að hans dómi gengu lengst í áttina til mánnfélagslegra umbóta; hann var vinnuvíkingur að hverju, sem hann gekk og manna skylduræknastur um störf; hann var altaf að hugsa og alltaf að skrifa; maður varð honum naumast svo samferða á strætisvagni að maður eigi sæi hann með blýant og blað, krotandi niður ljóðhendingar eða kjarnasetningar í óbundnu máli, er leiftruðu um huga hans; vökusál hans var alls staðar og ávalt að verki. Heimili Sigurðar Júlíusar var kærleiksheimili, sem bar nafn með rentu; hann minntist oft á það við mig hve mjög hann hlakkaði til að koma heim eftir langan og þreytandi erfiðisdag, heim í sitt ástúðlega umhverfi þar sem eindrægnin skipaði öndvegi. Sigurður Júlíus var afburða námsmaður; hann lauk 5. og 6. bekkjarprófi við Latínuskólann á einum vetri og vann jafnframt að öllu fyrir sér; er vestur kom varð hann tíðum að ganga undir próf til þess að öðlast læknisleyfi í hinum og þessum ríkjum og fylkjum; öll sín próf stóðst hann með heiðri, þó mesta prófinu, manndómsprófinu sjálfu lyki hann í skóla lífsins við orðstír, sem aldrei deyr. Svo sem ræður að líkum, barst Sigurði Júlíusi til um- sagnar sægur mikill bóka, er hann jafnan minntist á sinn listræna hátt; á ritdómum hans var sjaldnast mikið að græða vegna ofgóðssemi í garð sumra höfundanna, svo sem er hann gerði lárviðarskáld úr Jóhannesi Stefánssyni fyrir bók hans “Love and Pride,” sællar minningar; bækur eru menn, eða tíðum það lífrænasta, er í höfundum þeirra bjó, og þess vegna fylgir því engin smáræðisábyrgð, að ritskýra þær svo vel sé. Á merkum tímamótum í ævi þeirra Sigurðar og frú Halldóru voru þeim haldin virðuleg samsæti af þakklátri samferðasveit, og árið 1941 sæmdi íslenzka ríkið Sigurð Júlíus skáldalaunum. • Formálsorðum að bók Sigurðar Júlíusar „Ljóð,“ lýkur Steingrímur Arason með svofeldum orðum: „Væri vert að athuga, hvað muni valda, að einstaka maður endist óbilaður svona óralangan erfiðisdag. Segja mætti mér að þar væri bjartsýni býsna öflugur hornsteinn. Bjartsýni bygð á trú á lífið og síhækkandi þróun þess undir óbrigðulli alvaldsstjórn. Bjartsýni bygð á því að geta litið aftur án þess að ásaka sig fyrir að hafa svikið hugsjónir sínar eða svikist um að vinna þeim af alefli. Slíkir menn þurfa ekki að deyja til þess að komast inn í himnaríki. Það er innra með þeim.“ Vísurnar, sem hér fara á eftir, eru að því er ég bezt veit, þær síðustu, er Sigurður Júlíus orti; hann hafði ekki gefið þeim nöfn, en vegna efnisins, sem í sér felur órofa þökk til —EINAR P. JÓNSSON Additions to Betel Building Fund Frá Selkirk, Manitoba Junior Lut. Ladies Aid $100.00 Margrét S. Anderson, 25.00 Mr. & Mrs. Barney Kelly, 10.00 Finnur Finnson, 10.00 Christie Johnson, 10.00 John Sturlaugson, 10.00 Art Johnson, 5.00 Mr. & Mrs. H. Goodman and Miss O. Goodman, 3.00 -------------0---- Frá Leslie, Sask. Mrs. Jónasína Abrahamson, $100.00 Mr. & Mrs. e Oscar Gíslason, 50.00 Árni Hermannson (Foam Lake), 50.00 Páll Guðmundson, 25.00 Mrs. B. Oxford & Son, 20.00 Leslie Icelandic Ladies Aid, 15.00 Nordal Brothers, 10.00 Mr. & Mrs. Finnur Sigurdson, 10.00 Mr. & Mrs. Marino Hrappsted, 10.00 Mr. & Mrs. Emil Sigurdson, 10.00 J. Josephson, 10.00 Mr. & Mrs. John Goodman, 10.00 Mr. & Mrs. Skúli F. Thorsteinsön, 5.00 Mr. & Mrs. Th. Guðmundsson, 5.00 Marvin Kristjánson, 5.00 Julian Kristjánsson, 5.00 M. K. Hilts, 4.00 Axel Gíslason, 0 2.00 Frá Elfros, Sask. Mrs. Helga Sveinbjörnson and Sons, Helgi and Harold, $100.00 In loving memory of Dr. S. J. Jóhannesson. Elfros Icelandic Ladies Aid, $25.00 Mr. & Mrs. Helgi Hornford, 25.00 Mr. & Mrs. Rósm. Árnason, 25.00 Mr. & Mrs. E. B. L. Stephanson, 20.00 Hjalti Helgason, 10.00 F. Helgason, 5.00 Jónína & Cleve Bjarnason, 10.00 Mr. & Mrs. Jóhannes Gíslason, 10.00 Jón Jóhannesson, 10.00 Mr. & Mrs. S. G. Kristjánson, 10.00 G. J. Stefánson, 7.50 Óli Thomasson, 5.00 Sam Grimson, 5.00 Mr. &Mrs. Ernest Newhám, 5.00 Mr. &Mrs. Henry Bjornson, 5.00 Thor Bjarnason, 5.00 Mr. &Mrs. Ernest Erickson, 5.00 Victor Eastman, 2.00 John Jónasson, 0 Frá Mozari, Sask. 2.00 Mr. & Mrs. Thor Ásgeirson, $25.00 Jóhann Kristjánson, 25.00 Marino Sigurdson, 25.00 í minningu um móður sína Mrs. Þóru Sigurdson. Mr. & Mrs. Finnb. Guðmundsson, $10.00 M. J. Skafel, 10.00 Einar Guðmundsson, 5.00 Mr. & Mrs. Bjössi Arngríms, 5.00 Mr. & Mrs. G. D. Grímson, 5.00 Mr. & Mrs, J. R. Sigurdson, 5.00 Mr. & Mrs. L. Johnson, 5.00 Mr. & Mrs. John Grímson, 5.00 Mr. & Mrs. Thor Josephson, 5.00 Mr. & Mrs. 0.,G. Johnson, 5.00 Mr. & Mrs. Paul Thomasson, 5.00 Mrs. Sigurrós Josephson, 5.00 Mrs. Sigríður Arngrímson 5.00 Mrs. Margrét Austford, 5.00 Mr. & Mrs. G. F. Guðmundsson, 5.00 Mr. & Mrs. Joseph Hóseasson, 2.00 Bert Hóseasson, 2.00 Ingvi Grímson, 2.00 Óli Stefanson, 2.00 ----0--- Imperial Oil Limited 100 Main Street, South, Winnipeg, Manitoba, 500.00 ---0---- Mrs. Kristín Holm Ste. 12, Vinborg Apts., Winnipeg 10, Man., 15.00 -------------0---- Mr. & Mrs. W. F. Einarsson 130 Elm Park Road, St. Vital, Manitoba, 25.00 ------------0---- Mr. L. Guðmundson, P.O. Box 783, New Westminster, B.C. 10.00 KAUPIÐ og LESIÐ — LÖGBERGl "Befrel" $180,000.00 Building Campaign Fund ---—180 —160 —140 Make your donations to the "Betel" Campaign Fund, 123 Princess Street, Wlnnipeg 2.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.