Lögberg - 31.01.1957, Side 5

Lögberg - 31.01.1957, Side 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 31. JANÚAR 1957 5 ÁtiUeAMÁL rVENNA * ' Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Barnaspítalinn í Winnipeg Þeir sem lagt hafa leið sína til Almenna spítalans síðustu tvö árin, hafa undrast yfir að sjá hinar miklu byggingar, sem þar voru að rísa, einkan- lega hefir hinn nýi barna- spítali vakið athygli vegfar- enda. Hann er á Bannatyne Avenue, rétt fyrir austan Al- menna spítalann; er byggður í fjórum álmum frá mið- byggingunni, er vísa í höfuð- áttir, þannig að auðveldast er að veita sólskini og hreinu lofti inn í herbergin. Svo sem á öðrum nýtízku byggingum ' eru gluggarnir afarstórir, sumar rúðurnar ljósgrænar til að varna ofbirtu. Eins og nú er títt virðist byggingin á mismunandi hæðum, sums staðar þremur, fimm eða sex, eftir því hvaðan á hana er litið. Byggingunni var lokið fyrir áramót, utan og innan, og hún útbúin með öllum nýj- ustu tækjum til rannsókna, lækninga og hjúkrunar. Hún var opnuð með mikilli viðhöfn á sunnudaginn 2. des. s.l., en sjúklingarnir og starfsfólkið frá gamla barnaspítalanum á Aberdeen Ave. við Rauðána, ekki fluttir þangað fyrr en á þriðjudaginn 11. des. 1 milli- tíðinni fékk almenningur að skoða þennan þriggja miljón dollara nýja barnaspítala, og er talið að um 10,000 manns hafi notað tækifærið. Og er það engin furða því fólkið sjálft kom á stofn þessum víð- fræga barnaspítala, sem nú er talinn hinn bezti og fullkomn- asti í Vestur-Capada. Einkan- lega eru það konur bæjarins, sem hér hafa átt hlut að máli. Sumir borgarbúar hafa haldið að bæjarráðið eða fylkisstjórnin starfræktu barnaspítalann eða hann væri einkaeeign, en það er ekki rétt. Spítalinn er starfræktur af Children’s Hospital Asso- ciation. Getur hver og einn, sem er þessari þörfu stofnun vinveittur tilheyrt félaginu, meðlimagjald aðeins $3.00 á ári. 1 framkvæmdarnefndinni, sem kosin er á ársfundi, eru ekki fleiri en 30 manns, og ber nefndin ábyrgð á starf- rækslu spítalans og söfnun fjár honum til framfærslu. Er það fé aðallega fjárfram- lög frá álmenningi. Bærinn og fylkið veita og árlegan fjár- styrk, ennfremur Community Chest. Þá ber ekki sízt að geta kvenfélaganna Children’s Hospital Guilds, sem frá upp- hafi og stöðugt afla fiár á ýmsan hátt fyrir spítalann, enda voru það konur sem stofnuðu hann. Mikill hluti stjórnarnefndarinnar e r u konur, og forsetinn er Mrs. A. M. Oswald. Varðar mest til allra orða að undirstaðan rétt sé fundin Eins og haft er eftir Sókra- tes, er upphaf og undirstaða allra mála þýðingarmest, ekki sízt þegar viðkvæm ungviði eiga hlut að máli. Upphaf Barnaspítalans í Winnipeg var þetta: Fyrir fimmtíu árum síðan vakti ung einstæðingsmóðir yfir barni sínu dauðvona. Hún var ný- komin til þessa lands, kunni ekki málið, og var yfirkomin af örvæntingu. — Þá bjó í borginni Mrs. Annie A. Bond. Hún var af enskum ættum, útlærð hjúkrunarkona og þrautreynd á vísu Florence Nikhtengale. Hafði þjónað við h j ú k r u n í Zulu-stríðinu, Afghan-stríðinu og á Egypta- landi. Þessi reynsla hafði þroskað samúð hennar með bágindum og þjáningum ann- ara, svo hún mátti ekki aumt sjá. Að þessum stríðum lokn- um flutti hin unga hjúkrun- arkona úr landi sínu, Eng- landi, til New Zealand. Þar stofnaði hún fyrsta hjúkrun- arkvennaskólann þar í landi. Þar giftist hún Dr. J. H. R. Bond og fluttist með honum til Winnipeg 1893. Þegar hún frétti um bág- indi hinnar ungu móður tók hún sjúka barnið heim til sín og hjúkraði því svo það komst til heilsu aftur. Þannig byrj- uðu þau hjónin að veita um- komulausum börnum hjúkrun og lækningu á 'heimili sínu og héldu áfram því mannúðar- starfi í mörg ár. Mrs. Bond sá, að knýjandi nauðsyn var á barnaspítala í borginni. Sjálf- sagt með það fyrir augum að mæður myndu fyrst og fremst skilja þessa þörf, fór hún á fund í Winnipegdeild Natiónal Council of Women, útskýrði málið og vakti áhuga félags- kvenna. Þær stofnuðu deildir (guilds), sem hófu þegar að afla fjár til hins fyrirhugaða spítala, með alls konar sölum: bazars, blómasölu, tesölu o. s. frv. Árið 1908 dóu 60 börn í Winnipeg vegna vöntunar á læknishjálp. Árið eftir var ákveðið að stofna spítala í þeim hluta borgarinnar þar sem barnadauði var skæðast- ur. Ekki var mikið fé fyrir hendi, en konurnar keyptu gamalt hús og breyttu því í spítala. Það var opnað 6. febr. 1909. Til að byrja með var þar ein hjúkrunarkona, einn sjúklingur; þakið lak og tekið Gifts fro Betel Dr. R. Beck—two books— Blessuð sértu sveitin mín and- Svipmyndir af Suðurlandi. Guðjón Danielson, Árbdfg, Man., 1 bag of potatoes. Jónas Björnson, Betel, 1 case of Bartlett pears and 1 case of apples. Mrs. Kristín Thorsteinsson, Gimli, Bookcase. Sæunn Björnsson,, Betel $10.00. Árdals Lutheran Ladies Aid, $25.00. Mrs. G. Jóhannesson, Van- couver, B.C., $10.00. Mrs. Halldóra' Jóhannesson in memory of her husband, Dr. S. J. Jóhannesson, $50.00. Steve & Elsie Heigaard, Buffalo, N. Y., in memory of Mrs. Guðrún Sigurdson $10.00. Mr. & Mrs. George Hanson and George Hanson, Jr., in loving memory of John Holm, $11.00. John Sigurdson, Foam Lake Sask., In memory of John Holm, $5.00. I^elandic Ladies Aid, Churchbridge, Sask. $10.00. Mrs. G. Magný Helgason, Winnipeg, $25.00. Chrisimas Donaiions María Stefánsson, Betel, $5.00. Canadian Ladies Auxiliary, var á móti sjúklingum í eldi- viðarskúrnum, en mannúðin og manngæzkan var þarna að verki, og af þessu frækorni hefir sprottið stór laufguð eik. Læknar veittu spítalanum þjónustu sína ókeypis, og fyrstu tólf mánuðina voru 282 börn tekin á spítalann, en 546 fengu læknisaðgerðir. Konurnar hófu þegar undir- búning til að stofna regluleg- an spítala, og tóku árið 1911 það ráð, að leita fjársamskota hjá almenningi. Var skilning- ur fólks góður á hinni brýnu spítalaþörf fyrir börn ein- göngu, örlæti þess að sama skapi. Árið eftir voru fest kaup í 3Vfe ekru af landi við Rauðána og spítalinn reist- ur. Er nú hin hvíta viðar- bygging þar löngu orðin víð- fræg, hinn eini spítali þeirrar tegundar milli Toronto og Vancouver. Hafa sjúk börn verið flutt þangað víðsvegar að og fengið bót meina sinna, því við spítalann hafa starfað og starfa merkir sérfræðingar í barnasjúkdómum. Löngu var það vitað, að þörf var á að reisa Barna- spítala á ný, því eftir svo lang- an tíma var spítalabyggingin við Rauðána farin að láta sig og orðin úrelt, en margt kom í veg fyrir framkvæmdir, fyrst kreppan og svo síðari heimsstyrjöldin, en nú hefir loks draumur þeirra er unna Barnaspítalanum og velferð barnanna ræzt. — Síðar mun sagt nánar frá nýja Barna- spítalanum og tilhögun við hann. Flin Flon, Man., $100.00. Also individual presents for resi- dents and'Matron of the Home and treat for staff. Annonymous, W i n n i p e g, $25.00. Mrs. Anna Thordarson, Betel, $4.00. Ladies Aid „Sigurvon“, Husavick, Man., $25.00. Henrietta Johnson, Betel, $3.00. Steinunn Valgardson, Betel, $3.00. Kristján Johnson, Betel, $1.50. Vinkona Betel, $6.00. Beatrice E. Johnson, Win- nipeg, $25.00. Mr. & Mrs. Sigurður Guð- mundsson, Gimli, in loving memory of Dóra Davidson, Died at Höfn, Vancouver, $5.00. Kristín Johnson, Gimli, $5.00. Mr. & Mrs. A. Sigurdson, Foam Lake, Sask., In memory of the late Mrs. Karítas Skafel Mozart, Sask., $5.00. Mr. & Mrs. C. Blile, Oakland, Calif., in memory of Mrs. Thorlakson, $10.00. Orvind Skag., Oakland, Calif., in memory of Mrs. Thorlakson, $2.00. Laufey Melsted and Mr. & Mrs. Fred Hendler, San Francisco, Cali., in memory of Mrs. Carolina K. Thorlakson, $10.00. Mr. & Mrs. C. P. Lange, Jr. E1 Cerreto, Calif., Mr. & Mrs. H. C. Berthelson, Berkeley, Calif., Mr. & Mrs. Holger Berthel- son, Berkeley, Calif., Mr. c& Mrs. Jens Berthelson, Berkeley, Calif., Mr. & Mrs. Walter Berthel- son, Walnut Creek, Calif., in memory of Mrs. Carolina K. Thorlakson, $25.00. H. L. MacKinnon, Winnipeg 10 pounds peanuts. The G. McLean Co. Ltd., Winnipeg, 5 pounds Scotch Mints- J. S. Gillis, Winnipeg, Oranges & Chocolate bars for all residents of Home. Senior Ladies Aid, First Lutheran Church, Winnipeg, Assorted sweets and busfcuits. Womens Association, First Lutheran Church, Winnipeg, Individual gifts of candy and 2 boxes of tangerines. Dr. Warriner, Sandy Hook, 2 boxes apples. Mrs. Kristín Thorvaldson, Turkey. Sigurður Johnson, Betel, 6 boxes tongerines. G. F. Jónasson, Winnipeg, 2 Turkeys. Lutheran Sunday school, First Lutheran Church, Wpg., 1 box apples, 30 pounds Candy, 6 bundles tangerines. Icelandic National League, Gimli, Gifts of Candy to each resident of Home. /T Arnes Ladies Aid, Arnes, Man. Individual gifts of Christmas treats for residents of Betel. Kinsmen, Gimli, Individual gifts of treats for residents of Betel. Mr. & Mrs. Eric Stefanson, Gimli, Box of tangerines. H. P. Tergesen & Sons, Gimli, Box of apples. H. R. Tergesen, Ice cream for Christmas Dinner. Tip Top Méats, Gimli, Hangikjöt for all; Oranges and Chocolates for staff. Mr. & Mrs. Olsen, Gimli, Christmas Cake, Ice cream, Rusks & Kringlur. Mrs. Einarson, Arnes, 10 doz. eggs. With kindest thanks to all, S. M. BACHMAN, Ste. 40, 380 Assiniboine Ave. Winnipeg, Man. Líf og lit-ir, LJÓÐ eftir Ingibjörgu Þorgeirsdóttur Nýlega er komin á bóka- markaðinn ljóðabók með ofanskráðu nafni. Ingibjörg Þorgeirsdóttir hefur áður hvatt sér hljóðs á ritvellinum. Birzt hafa eftir hana aljóð og ritgerðir í blöðum og tíma- ritum. Allt, sem hún ritar ber vott um frjóa og skýra hugsun og góð tök á máli og stíl. Og hún hefur oftast eitthvað at- hyglisvert að segja. Nafnið á ljóðabók Ingi- bjargar virðist vel valið. Ljóðin erii lífræn og litrík. Skáldkonan er draumlynd og dulhneigð. Mörg ljóð hennar eru um náttúru íslands og ýmis fyrirbrigði hennar, og er þar margt vel kveðið. Rit- dómari einn þóttist finna rím- galla nokkra í ljóðum Ingi- bjargar. Lítið kveður að því, en hún gerir stundum H að K, eins og Norðlendingar tíðka, og má vera, að það hafi ruglað ritdómarann. Þó að Ingibjörg sé hugsandi kona, er hún þó í eðli sínu kliðskáld (,,lyriker“), en jafn- framt er húif hagorð vel. Ýmsar vel kveðnar og hnittn- ar vísur eru í þéssari bók, og ætti skáldkonan að leggja meiri stund á vísnagerð en hún virðist hafa gert hingað til. Ein lítil vísa getur stund-» um sagt meira og verið meira listaverk en langt kvæði. Aftast í bók þessari eru ljóð í óbundnu máli (ekki þó ,,atómljóð“), og eru þau ekki óljóðrænni en mörg hinna rímuðu ljóða. „Hi;aun“ og „Með hvítum seglum“ þykja mér þeirra bezt. í stuttu máli: Það er óhætt að mæla með þessari bók, bæði hvað ytri frágang allan og innihald snertir. Hér er um að ræða eðlilegan og óþving- aðan söng viðkvæmrar skáld- sálar, sem elskar allt, sem er fagurt og gott, og er því bók þessi betur fallin til jólagjafa en margt annað, sem meira lætur yfir sér og auglýst er með glamri og gífuryrðum. Grétar Fells —VÍSIR, 21. des.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.