Lögberg - 31.01.1957, Side 7

Lögberg - 31.01.1957, Side 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 31. JANÚAR 1957 1 Saga bílanna á íslandi: Fyrsta bílferðin yfir Hellisheiði 1904 Nú fyrir jólin kemur út all- sérstæð og merkileg bók, sem fjallar um sögu bifreiða á ís- landi, og er höfundur hennar Guðlaugur Jónsson lögreglu- maður. Bókin er tileinkuð hálfrar aldar afmæli bifreiða- notkunar á íslandi, 20. júní 1954, og minningu forvígis- manna að því nýmæli í land- inu. Annars er bók þessi bundin við tímabilið 1904—1915, og segir einkum frá fyrstu til- raunum til bílanotkunar hér og þeim mönnum, sem mest gáfu sig að þeim málum á því tímabili. Mun þetta því vera fyrra eða fyrsta bindi af sögu bílanna í landinu. í upphafi bókarinnar rekur höfundur, hvernig samgöngumálum og vegamálum þjóðarinnar var háttað hér í byrjun aldarinn- ar, og þær breytingar, sem síðan hafa orðið. Þá skýrir hann frá því, er rætt var um það á alþingi að kaupa „mótor- vagn“ til landsins, eins og komizt er að orði, og rekur ummæli nokkurra alþingis- manna þeirra tíma með og móti hugmyndinni. Niður- staðan varð sú, að alþingi veitti Ditlev Thomsen konsúl 2000 króna styrk til kaupa á fyrsta bílnuln, sem til landsins var fluttur, og skal hér birtur, með leyfi höfundarins, nokkur hluti þess kafla, er fjallar um Thomsenbílinn, sem svo var nefndur: ----0---- THOMSENBÍLLINN ‘kom til Reykjavíkur 20. júní og er þar með fundinn afmælisdag- ur bifreiðanna á Islandi. Er ekki að sjá, að sá atburður hafi vakið mikla athygli, því Reykjavíkurblöðin hafa getið hans aðeins með örfáum orð- um, og hjá einu þeirra örlar meira á gamansemi en hrifn- ingu af nýmælinu. Blaðið Ing- ólfur, ritstjóri Bjarni Jónsson frá Vogi, segir svo um þetta 26. júní 1904: „Mikil, nýjung þótti það á þriðjudaginn var, þegar Thomsen kaupmaður tók að aka um götur bæjarins í bifreið sinni. Þyrptist að múgur og margmenni til þess að sjá þetta furðuverk og þreyttu götusveinar kapp- skeið við reiðina. Fór hún með baki og brestum og þótti mörgum sem Ásaþór mundi þar fara í kerru sinni og ætla í austurveg að berja tröll. En varla mundi jötnum hafa mikil ógn staðið af þessari kerru, því að henni gekk all- skrikkjótt og varð seinast ekki sjálfbjarga, svo að draga varð hana heim af handafli. Síðan hefur verið gert við vél kerr- unnar, svo að nú mega Árnes- ingar og vátryggingafélögin fara að vara sig.“ Niðurlags- orð þessarar fréttaklausu mun mega skilja svo, að þar sé sneitt að spádómunum á al- þingi árið áður, um slysfarir af völdum mótorvagnsins. Thomsensbíllinn var reynd- ur á götum Reykjavíkur, síð- an á veginum til Hafnarfjarð- ar og loksins var haldið með hann um Hellisheiðarveg alla leið til Eyrarbakka og Stokks- eyrar. Er þar skammt yfir sögu að fara, að vagninn reyndist ekki vel, skorti vélar- afl til þess að komast upp brekkur og var mjög undir- orpinn bilunum. Er ekki ann- að sýnilegra en að þessi til- raun með mótorvagninn hafi gjörsamlega misheppnazt og orðið til þess eins, að efla þá skoðun bölsýnismanna í þessu falli, að mótorvagnar ættu ekkert erindi til íslands ann- að en að sýna þar gagnsleysi sitt. Virðist þess lítt hafa gætt í dómum manna um þetta, að hér var um fyrstu tilraun að rgeða af þessu tægi, er auk þess hafði ekki verið vandað til sem skyldi í vali farar- tækisins, þ. e. fenginn notaður vagn og ekki af nýrri gerð. Sé það rétt, sem sagt hefur verið um bíl þennan og reyndar þarf ekki að efa, að hann hafi skort vélarkraft til þess að sigrast á brekkum í Reykjavík og þar í kring, þá er sízt að undra þó honum geengi treg- lega og þyrfti á hjálp að halda upp Kambaveginn á Hellis- heiði. Um þá hjálp fer tvenn- um sögum hjá þeim Þorkeli Clementz og Tómasi Jónssyni, er hvor eftir annan stýrðu bílnum þann tíma, sem hann var notaður á íslandi. Þorkell hefur sagt höfundi þessa rits, að hestar hafi verið hafðir til taks til þess að draga bílinn upp, en eigi hafi þurft til þeirra að taka, því handafl hafi reynzt þar fullnægjandi. Tpmas hefur hins vegar sagt í viðtali sínu við „Samtíðina“ um þetta 1938, að hestar hafi verið látnir draga bílinn upp. Þorkell var bílstjórinn í þess- ari ferð og hlýtur því að telj- ast sannfróðastur manna um þetta atriði. Segir Þorkell, að bíllinn hafi verið kominn mjög ofarlega í Kamba, þegar hann stöðvaðist og telur sig að öllum líkindum hafa getað ekið alla leið upp, hefði hann verið einráður um það, en Thomsen var með í ferðinni og hafði hönd í bagga með því, sem gert var. Auðsætt er, að bílnum hefur verið vantreyst fyrst hestar voru hafðir til taks. Um fararbúnaðinn til reynsluferðarinnar austur seg- jr Þorkell m. a.: „í reynsluferðina var lagt af stað með varahjólbarða, tvær varaslöngur og gúmmílím. Einnig var meðferðis langur og gildur kaðall, sem að sögn kunnugra á austurleiðinni, átti að nota til að „fyra“ farar- tækinu með niður Kamba. Frá Kolviðarhóli fylgdu tveir ríðandi menn, þeir Hannes Thorarensen og Gísli búfræð- ingur, sem hjálpuðu til að ýta vagninum upp bröttustu brekkurnar. Þegar komið var upp á háheiðina rann vagninn frá þessum mönnum og ég var því einn er að Kambabrún kom. Mér leizt þannig á, að vagninn myndi komast hjálp- arlaust niður. Gekk það vel, með mótorinn sem hemlu. Kaðallinn var því ónotaður. Þegar að ölvusá kom á suð- urleið frá Eyrarbakka voru varaslöngurnar og gúmmí- límið þrotið, enda voru þessar vörur ekki sams konar þá og nú tíðkast. í Tryggvaskála fékkst ekkert gúmmílím, en þar fengust naglar, seglgarn og stór nál. Með þessu og kaðlinum góða var svo eitt hjólin útbúið, og vagninum ekið þannig til Reykjavíkur aftur“. Þetta mun mega skilja svo, að kaðalinn, marghringaður, hafi komið innan í hjólbarð- ann í stað loftslöngunnar og síðan saumað yfir. 1 áminstu samtali við Sam- tíðina hefur Tómas sagt, að Þorkell Clementz hafi kennt sér að stýra bílnum, og þar með virðist úr því skorið til fulls, að Þorkell hafi fyrstur manna stjórnað bifreið á ís- landi. Eru líka orð hans sjálfs fyrir því í ritgerð eftir hann í tímaritinu Eimreiðinni 1905, um bifreiðir, þar á meðal Thomsensbílinn. Sú ritgerð ber því glöggt vitni, að Þor- kell hefur kynnt sér mjög verulega þróunarsögu bifreið- arinnar í heiminum og hinar ýmsu gerðir þeirrai Einn kafli ritgerðarinnar ræðir eingöngu um Thomsensbílinn og til- raunina með hann á íslandi, er höfundurinn telur hafa gefið slæma raun og reyndar lakari en efni stóðu til. Færir hann all-gild rök fyrir máli sínu, enda eftir atvikum manna dómbærastur um þessa hluti: hafði gefið þeim gaum sérstaklega og var vélfræð- ingur að sérþekkingu. Er auð- sætt, að höfundur hefur með ritgerð þessari viljað fræða menn um ritgerðina yfirleitt, og um leið slá á eða kveða niður sleggjudóma um þær, byggða á þessari einu mis- heppnuðu tilraun, sem þegar hafði verið gerð. Er það ekk- ert vafamál, að Þorkell hefur verið búinn að gera sér þess fulla grein að bifreiðirnar áttu sér mikla framtíð, og að hið farartækjalausa Island hafði mikils af þeim að vænta. Hon- um hefur skilizt, að það var áríðandi, vegna framtíðarinn- ar, að koma strax í veg fyrir þá andúð almennings og van- trú á nýmælinu, svo og ómilda dóma, sem höfðu skapaast og mundu skapast af illa gerðum og misheppnuðum tilraunum sem þeirri, er nýlega var um garð gengin. Þorkell telur það ekkert vafamál, að bifreiðir mætti nota á íslenzkum veg- um með góðum árangri, væri vali þeirra hagað með sér- stöku tilliti til veganna og ís- lenzkra staðhátta yfirleitt. Þeirra sjónarmiða hafi ekki gætt sem skyldi við valið á Thomsensbílnum og þess vegna hafi tilraunin með hann misheppnast, en höfuðástæð- urnar fyrir því að svo fór, tel- ur Þorkell hafa verið þær, að vélarafl vagnsins var of lítið á mjög mishæðóttum vegi, að vagninn var ekki ónotaður og líka af úreltri gerð, fyrirkomu lag í honum ekki gott, og síð- ast en ekki sízt, að afl vélar- innar var leitt til vagnhjól- anna með tannhjólum í stað- inn fyrir stálfesti, sem grein- arhöfundur hefur talið miklu betra skipulag, einkum á slæmum vegum. — Þorkeli Clementz hefur fundizt, að Thomsen kaupmaður hafi rækt laglega skyldur sínar við íslendinga og landssjóð- inn, er .lgaði fram fé til þessa fyrirtækis í tilraunaskyni, með því að kaupa slíkan vagn sem þennan, þar sem búast mátti við að árangurinn af til- rauninni yrði mælikvarði fyr- ir íslendinga á notagildi bif- reiða yfirleitt. Og undir þess- um kringumstæðum hefði það líka verið'ranglátt gagnvart bifreiðum að nota vagn sem þennan. Þorkeli farast svo orð um þetta: „Ef Thomsen hefði keypt vagninn fyrir eigið fé og í eigin þarfir, var hann auð- vitað sjálfráður um, hvernig hann hagaði kaupunum og engum heimilt að gagnrýna val hans. En hér var allt öðru máli að gegna. í fyrsta lagi bar hr. Thomsen að hafa þarfir Gunnar Thoroddsen, borg- arstjóri, afhenti í gær verð- laun og viðurkenningu börn- um þeim, sem beztar ritgerðir sendu í samkeppni þá, sem efnt var til meðal reykvískra barna nú í haust um, hvernig bezt mætti vinna að fegrun Reykjavíkur. Beztu ritgerðina átti 12 ára stúlka, Gerður Steinþórs- dóttir, Ljósvallagötu 8. Hlaut hún skíði í verðlaun og kr. 200 í peningum, — en jafn- framt barst henni að gjöf skíðaskór frá L. H. Muller. Önnur verðlaun hlaut 13 ára stúlka, Elfa Björk Gunnars- dóttir, Hofteig 40, skauta og kr. 100.00 í peningum. Þriðjuverðlaun hlaut Krist- ín Gísladóttir, Skeiðarvogi 147, en hún er 12 ára og fékk lindarpenna og kr. 50,00 í peningum. Ástæða þátti til að veita við- urkenningu þrem öðrum börn- um fyrir ritgerðir þeirra, en þessi börn voru: Þorgerður Ingólfsdóttir, Hof^eigi 48, Ólöf Vigdís Baldvinsdottir, Lang- holtsvegi 84 og 10 ára drengur Sigurður Georgsson, Baldurs- götu 15. öllum börnunum af- landsins fyrir augum, er hann valdi vagninn, og í öðru lagi hvíldi skylda á herðum hans gagnvart bifreiðunum yfir- leitt, því að það er ekki þýð- ingarlaust, eins að því er snertir notkun bifreiða sem hvað annað, ef þær eru dæmd- ar eftir hvaða vagni sem vera skal og ber þeirra nafn. Vagni, sem keyptur hefur verið litlu verði hjá manni, er algjörlega stendur á sama um hvort hann - reynist vel eða illa.“ Ekki er annað kunnugt en að Thomsen hafi sjálfur ann- azt innkaupin á þessum vagni, og hefur líklega talið sig þar með hafa gert góð kaup, en ó- kunnugt er þó um kaupverðið. Vagninn reyndist þó eins og fyrr var sagt, og hefur Thom- sen talið vankunnáttu vagn- stjórans orsök þess, minnsta kosti að einhverju leyti. Er ekki takandi mikið mark á því, þar eð Thomsen hafði verið alls ófróður í þeim efn- um. Vagninn gekk aðeins skamma hríð á Islandi og virðist hafa orðið mönnum einna minnisstæðastur fyrir það, hversu oft farþegar, er hann flutti, urðu að koma til og ýta á eftir honum upp brekkur. Að-lokum hafði vagn inn verið sendur úr landi, lík- lega til sama lands og hann kom frá. Er ekki kunnugt að burtför hans hafi vakið neina eftirsjá, en gott er þess að minnast, að ekkert slys mun hafa af honum hlotizt og það- an af síður nokkur aukning á jarðarförum af hans völdum, gagnstætt því, sem um hann hafði þó verið spáð á Alþingi. Sunnudagsblaðið, 23. des. henti borgarstjóri að gjöf góð- ar bækur með þakklæti og viðurkenningu fyrir ritgerðir þeirra. Góð þátttaka Þátttaka í ritgerðarsam- keppni þessari var mjög góð og sendu nær 150 börn rit- gerðir, voru stúlkur þar í miklum meirihluta. s Um ritgerðirnar dæmdu Björn Kristófersson, verk- stjóri, Kristján Gunnarsson, yfirkennari og Hafliði Jóns- son, garðyrkjuráðunautur Reykjavíkur, og hafði hann jafnframt forgöngu um rit- gerðasamkeppnina. —Alþbl., 22. des. Kjartan Thors sæmdur Vasaorðunni sænsku Konungur Svía hefur sæmt formann Vinnuveitendasam- bands íslands, Kjartan Thors, stórriddarakrossi hinnar kon- unglegu Vasaorðu. Var hon- um afhent heiðursmerkið í sænska sendiráðinu á föstu- daginn var. Alþbl., 22 des. 12 óra stúlka hlaut fyrstu verðlaun í ritgerðarsamkeppni um fegrun bæjarins

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.