Lögberg - 28.03.1957, Blaðsíða 4

Lögberg - 28.03.1957, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 28. MARZ 1957 Lögberg GefiS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDY STREKT, WINNIPEG 2, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Stree, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram "Lögberg” is published by Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Authorized as Second Ciass Mail, Post Office Department, Ottawa PHONE 03-9931 Heimili sólsetursbarnanna Mér verður oft hugsað til dvalarheimilis aldraða fólksins, Betels, á Gimli, og ég finn til þess með sjálfum mér hversu dýrmætt það er, að eiga slíka stofnun þegar ævisól margra hverra, er mjög tekin að hallast í -vestur. Hugsjónir þær, er tii þess leiddu, að Betel komst á fót, voru grundvallaðar á mannkærleika, og þess vegna hefir stofnunin lánast svo giftusamlega, sem nú er fyrir löngu orðin raun á. Mér hefir ávalt þótt það yndislegt, að eiga þess von, ef atvikin höguðu því þannig til, að eiga tryggan griðastað fyrir afa okkar og ömmur, foreldra okkar, og okkur sjálf, þegar kvölda tekur og á daginn líður, þar sem sama nærgætnin er auðsýnd öllum án tillits til fjármuna eða stéttaskiptingar. Ég hefi reynt að setja mig í spor þeirra, sem stjórnað hafa málefnum Betels, og ég hefi ávalt sannfærst um það, að þau spor hafi oft og tíðum verið erfið; umsóknir hafa auðsjáanlega verið fleiri en hægt var að veita viðtöku og bið- listinn langur, og óvissa um það, hvað biðin yrði langvarandi; þó hefi ég aldrei verið í minsta vafa um það, að sanngirni og réttlæti hafi stjórnað gerðum framkvæmdarnefndarinnar, að því er aðgang að stofuninni snerti, án þess að manngreinar- álits yrði vart; þetta ber okkur öllum að þakka og meta svo sem vera ber. Mér varð'það óumræðilegt fagnaðarefni, er það kom á dagskrá, að hefjast handa um nýbyggingar við Betel, því augljóst var að slíks var löngu þörf; það krafðist mikils áræðis að leggja út í svo kostnaoarsamt fyrirtæki, en nú hefir árangurinn blessunarlega leitt einu sinni enn í ljós, hve góður vilji er sigursæll, og hve mætti samtakanna eru í raun og veru engin takmörk sett. Betel er okkar óskabarn, og við verðum öll að leggjast á eitt að sjá stofnuninni farborða. Magnús Bjarnason, Churchbridge, Sask. Það er hjartastyrkjandi að lesa ofanskráðar línur frá bóndanum í Churchbridge, og væri vel að hliðstæðar raddir létu til sín heyra úr sem allra flestum áttum. ★ ★ ★ Fjórveiting til mikilsverðrar fræðslustarfsemi ( Fylgiritið SCAN við American Scandinavian Review, marzheftið, lætur þess getið, að Thomas C. Brittingham, Wilmingtan, Delaware, hafi ákveðið að veita The American- Scandinavian Foundation $8,500 gjöf nú í ár til aukinnar fræðslustarfsemi á íslandi og til styrktar andlega samband- inu milli Bandaríkjanna og Islands. Upphæðinni verður varið ,til að senda ameríska ræðumenn til íslands að tilhlutan íslenzka-ameríska félagsins í Reykjavík, en grundvöllurinn ,að tilhögun áminstrar fræðslustarfsemi var lagður í New (York í fyrra, er Gunnar Sigurðsson ritari félagsins átti þar viðræður við forustumenn American-Scandinavian Founda- tion samtakanna; bréfaskipti við áminst félag leiddu til þess, að mælt var með, að efni fyrirlestranna fjölluðu meðal annars um íshafsrannsóknir, notkun kjarnorku til friðsamlegra fyrir- tækja, amerískar bókmentir og leiklist, amerísk verkalýðs- samtök, læknisfræði hljómlist, íþróttir, flugmál, landbúnað og skóggræðslu. Mr. Brittingham heimsótti Island í janúarmánuði síðast- liðnum, og kunngerði þá, að háskóli Wisconsin-ríkis hefði ákveðið að veita Islendingum tvenna námsstyrki, auk þeirrar raunverulegu fjárhæðar, sem þegar hefir verið vikið að. Fyrsti ræðumaðurinn, sem til íslands kemur áminstra erinda, verður Dr. John R. Dunning yfirkennari við verk- fræðideild Columbia-háskólans, en hann flytur í næstkom- andi maímánuði fyrirlestur í Reykjavík um notkun kjarn- orku til friðsamlegra fyrirtækja. Fréttir fró starfsemi S. Þ Framhald af bls. 1 sem óska eftir að kynna sér nýjungar á sviði sambúðar- innar milli verkafólks og vinnuveitenda. Einnig er» í ráði, að ILO veiti embættis- mönnum námstyrki, sem vilja kynna sér þessi mál. Þá voru uppi raddir um, að ILO ætti að stofna til námsskeiða fyrir verkalýðsleiðtoga og verk- stjóra, þar sem þeir gætu kynnt sér allar nýjungar og aðferðir til þess að gott sam- komulag haldist milli þessara aðila. Loks var samþykkt, að ÍLO léti prenta handbækur, sem nota mætti til kenslu eða sjálfmenntunar í þ e s s u m efnum. ----0---- Alþj óðaheilbrigðisstof unin varar við notkun róandi lyfa Notkun svonefndra róandi lyfja hefir aukizt gífurlega hin síðari ár að dómi Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar — (WHO), sem varar fólk við að taka þessi lyf í tíma og ótíma til þess að „róa taugarnar.“ Það er sama hve sakleysis- leg lyfin kunna að þykja í fyrstu, segja sérfræðingar WHO, hvort sem um er að ræða svefnlyf, róandi lyf, eða örfandi meðöl, það er ávalt hætta á, að notkun þeirra verði að vana við nautn þann- ig að sjúklingurinn geti að lokum ekki án þeirra verið. WHO hefir spurt marga iækna um álit þeirra í þessum efnum og eru þeir sammála um, að þessi hætta sé fyrir hendi. Erfiðleikarnir eru þeir, að margir sjúklingar þurfa á- róandi lyfjum að halda og vandinn er að gefa þeim lyfin án þess að þeir venjist á að nota þau. Róandi lyf, eða önn- ur taugalyf, auka vellíðan manna, hvort sem þau eru róandi eða örfandi og það er einmitt það, sem freistar þeirra er eiga á hættu að verða nautnaþrælar. Heilbrigðisstofnunin gerir talsverðan greinarmun á því, hvort menn eru nautnaþrælar, eða hvort um er að ræða ávana einn. Nautnaþrællinn eykur stöðugt skamtinn sinn og er reiðubúinn til að gera hvað sem vera skal til þess að útvega sér lyfið. Nautna- þrællinn er líkamlega og and- lega á valdi nautnarinnar. Slíkt ástand skaðar bæði ein- staklinginn og þjóðfélagið. Ávaninn er meira andlegs eðlis en líkamlegs. Sjúkling- urinn hefir enga löngun til að auka skamt sinn. Hann skaðar ekki þjóðfélagið — og ör- sjaldan sjálfan sig. WHO varar menn við að byrja á að taka róandi lyf, ef þeir geta hjá því komist. — Stofnunin leggur til, að lækn- ar fari mjög varlega í að gefa taugalyf og að slík lyf beri alls ekki að selja nema gegn lyfseðli. ☆ Á Norðurlöndum er ströng löggjöf í þessum efnum og það eru fá, ef nokkur róandi lyf, sem almenningur getur fengið án ávísunar frá lækni. ----0---- Sagl frá slarfsemi S. Þ. í sfutfu máli Meðferð gáfnasljórra barna. Alþjóðlegt námskeið verður haldið í Osló 25. apríl til 3. maí n.k. á vegum Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar — (WHO). Á námskeiðinu verð- ur rætt um meðferð gáfna- sljórra barna og munu þátt- takendur, sem allir eru sér- fræðingar á þessu sviði, bera saman bækur sínar. Um 40 þátttakendum hefir verið boðið til námskeiðsins frá eftirtöldum 13 löndum: Danmörku, Finnlandi, ís- landi, Noregi, Svíþjóð, Hol- landi, Svisslandi, írlandi, Bret landi, V.-Þýzkalandi, Austur- ríki, Póllandi og Júgóslavíu. , * Tónlistarverðlaun. — Ung- verjinn Sarközy Istvan og Belgíumaðurinn Victor Kalk- han hlutu verðlaun í alþjóða tónlistarsamkeppni, sem hald- in var nýlega á vegum Ment- unar-menningar og vísinda- stofunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) og Alþjóðatónlist- arráðsins. Alls voru send inn 82 tónverk. ADDITIONS Betel Building Fund Mr. & Mss. T. L. Hallgrimson, 805 Garfield Street, Winnipeg 10, Man. $100.00 Mr. & Mrs. Davíð Björnsson, 763 Banning Street, Winnipeg 3, Man. $50.00 ------------0--- Frá Foam Lake, Sask. Mrs. Guðrún Ólafsson $10.00 Mr. & Mrs. Johann K. Ólafsson 10.00 Mr. Paul Helgason 10.00 Rauði krossinn Hinni árlegu fjársöfnun í sjóð Rauða krossins canadiska miðar vel áfram og í sumum tilfellum betur en í fyrra; á þessu stigi málsins gengur söfnun í Manitoba það vel, að líkur eru á, að fylkið verði fyrst í röð til að ná hinu ákveðna marki, og verður það að teljast meira en lítið ánægjuefni; að því er fram að þessu er vitað, er auðsætt að íslenzku bygðarlögin hafa ekki látið sinn hlut eftir liggja, því víst er að minsta kosti um það, að Árborg hefir þegar lagt fram $450.00 og Lundar $200.00. Telja má fullvíst, að tillög úr öðrum bygðum Islendinga verði hlutfallslega engu óríflegri. "Betel" $180,000.00 Building Campaign Fund ---—180 —160 iuaa.0 JUUÍ uuuaiiona IO ino "Betel" Campaign FuncL 123 Prlnceaa Street, Wlnnipeg 2. McCLARY EVERDUR C0PPER WflTER NEATERS with 25 year guarantee againsl leakage • 3 inch Fibreglass Insulation • White and Gold Baked Enamel Casing • 30 and 40 Imperial Gallons Inslallalion wiihin 24 hours. Two Immersion iype heaters thermostalically controlled. Dislribuled in Winnipeg by General Sleelwares Ltd. Monthly Payments As Low As $4- 09 Also Glass Lined Water Heating Units lAs Low )As $99.50 CITY HYDRO Where satlsfactlon 1« Kuarantecd Portage, East of Kennedy Phone 96-8201 KAUPIÐ og LESIÐ —LÖGBE

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.