Lögberg - 11.04.1957, Blaðsíða 1

Lögberg - 11.04.1957, Blaðsíða 1
SAVE MONEYl use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In Y* Lb- Tins Makes the Flnest Bread Available at Your Favorite Grocer SAVE MONEY! use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In K Lb. Tint Makes the Finest Bread Available at Tonr Favorite Grocer 70. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 11. APRIL 1957 NÚMER 15 Undirritaður samningu skipti milli ísla Sams konar samningar haía lengi gilí milli Bandaríkjanna og margra annarra landa. NDIRRITAÐUR var í gær, r um mcnmngarsam- nds og U.S.A. U laugardaginn 23. þ. m., samningur milli ríkisstjórna íslands og Bandaríkjanna um menningarsamskipti m i 11 i landanna og greiðslu kostnað- ar af þeim. Samningurinn verður undirritaður af þeim Guðmundi í. Guðmundssyni, utanríkisráðherra, og John J. Muccio, ambassador Banda- ríkjanna hér. Samningar sem þessi ganga almennt undir nafninu Ful- bright-samningar, og bera nafn bandaríska þingmanns- ins J. W. Fulbright, en hann átti frumkvæði að því að þjóðþing Bandaríkjanna sam- þykkti lög þau, sem heimila ríkisstjórn landsins að gera slíka samninga við aðrar þjóðir. Sams konar samningar eru nú í gildi milli Banda- ríkjanna og margra annarra landa víðsvegar um heim. Mörg þúsund námsmönnum utan Bandaríkjanna hefur á þennan hátt reynzt unnt að fara þangað til náms, og sömuleiðis hefur mikill fjöldi bandarískra námsmanna og fræðimanna hlotið Fulbright- styrki til náms í ýmsum löndum. Samningaumleitanir um að Island gerðist þátttak- andi í þessum alþjóðlegu menningarskiptum hafa staðið yfir í meira en ár. i 400 þúsund krónur á ári Samkvæmt samningi þeim, sem gerður hefir verið, verður varið 400,000 krónum á ári hverju í fjögur ár af því fé, sem ríkisstjórn Bandaríkj- anna á í íslenzkum bönkum og er hluti af andvirði ýmissa eigna, er Bandaríkjaher skildi jhér eftir að heimsstyrjöldinni lokinni til þess að greiða ferðakostnað íslenzkra náms- manna og fræðimanna, er vilja fara til Bandaríkjanna til náms og fræði^iðkana — og bandarískra náms- og fræði- manna, sem til íslands vilja fara. Ef þessi starfsemi reyn- ist eins vinsæl hér á landi og í öðrum löndum, er vonazt til þess að henni verði haldið áfram lengur en þau f jögur ár, sem um getur í samningnum, og að þá muni finnast aðrar leiðir til þess að standa straum af kostnaði við starfsemina. I Sex manna nefnd Framkvæmd samningsins verður í höndum 6 manna nefndar og verða 3 nefndar- menn skipaðir af ríkisstjórn Bandaríkjanna, en hinir 3 af ríkisstjórn íslands. Nefndinni er veitt víðtækt vald til þess að ákveða á hvern hátt því fé verður varið, sem henni er fengið til umráða. Meginákvæði þessa samn- ings eru hin sömu og í sams konar samningum, sem um allangt skeið hafa gilt milli ríkisstjórna Bandaríkjanna og Noregs, Danmerkur, Svíþjóð- ar, Finnlands og margra annarra landa. Ferðasiyrkur og fleira Á árinu 1954 hlutu 194 náms menn í Noregi Fulbright- styrk til náms í Bandaríkjun- um, og 40 Bandaríkjamenn hlutu styrk til þess að fara til Noregs -í svipuðum erindum. Sama ár fóru 107 námsmenn frá Danmörku vestur um haf, en 33 Bandaríkjamenn fóru á sama tíma til Danmerkur til náms og fræðistarfa. Venjulega er reynt að út- vega þeim, sem hljóta ferða- styrk samkvæmt samningn- um, frekari styrk til náms og fræðistarfa í Bandaríkjunum og aðra fyrirgreiðslu þar. Hátíðleg aihöfn Samningar þessir voru undirritaðir í gær við hátíð- lega athöfn. Við það tækifæri fluttu ræður John J. Muccio, ambassador Bandaríkjanna á íslandi, og Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra. Abassa- dorinn mælti m. a. á þessa leið: „Ég er mjög ánægður og persónulega þakklátur vegna ákvörðunar þeirrar, sem við höfum tekið hér í dag. Með undirritun Fulbrightsamnings ins höfum við gert fleiri Is- lendingum auðveldara um nám í Bandaríkjunum og fleiri Bandaríkjamönnum að nema á Islandi." Menntamálaráðherra sagði m. a. þetta: „Er hægt að hugsa sér nokkra arðvænlegri fjárfest- ingu en að styrkja ungt fólk og auka þekkinguna? Á þann hátt er það eflt, sem er hverri þjóð verðmætast: æskan og menningin. Og jafnframt eru tengd vináttubönd, sem aldrei er hægt og aldrei á að reyna að meta til fjár." —Alþbl., 24. febr. Vinnur útnefningu í Wcllington Jack St. John Síðastliðið þriðjudagskvöld, héldu Liberalar framboðsfund í hinu nýja fylkiskjördæmi í Winnipeg, Wellington, við geysimikla aðsókn og auð- sjáanlegan áhuga. Tveir fram- bjóðendur voru í kjöri, Mr. Jack St. John, sá er sæti hefir átt á fylkisþingi síðast- liðin f jögur ár við ágætan orð- stír, og Mrs. Lillian Hallon- quist bæjarfulltrúi. Mr. St. /ohn gekk sigrandi af hólmi og mun því alment fagnað verða; aðalræðumaður fund- arins var Hon. Robert Bend. Mr. Leo Johnson flutti meðmælaræðu með framboði Mr. St. John, en stuðnings- ræðuna flutti frú Ingibjörg Jónsson, og þótti báðum tak- ast hið bezta. Framboðsræða sigurvegar- ans ver mergjuð, og þakkarorð hans í garð kjósenda að lok- inni útnefningu hlý og drengi- leg. Sambandskosningar í áðsigi Eftir ítrekaðar fyrirspurnir í sambandsþinginu um þing- rof og nýjar kosningar, lýsti forsætisráðherrann, Mr. St. Laurent yfir því, að svo fremi sem það lánaðist að ljúka þingstörfum í yfirstandandi viku, ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu, að almennar kosningar gæti farið fram þann 10. júní næstkomandi; ef ekki, myndi kjördagurinn verða 17. júní; eru nú stjórn- málaflokkarnir allir önnum kafnir við undirbúning fram- boðsfunda í hinum ýmsu kjör- dæmum. Fram að þessu hefir Liberalflokkurinn valið sér flest þingmannsefni víðsvegar um landið. PÉTUR S. THORSTEINSON — KVEÐJA — Svo þú ert dáinn. Horfinn okkur hér. — Hve hverfult flest í þessum valta heimi. Er hádags sunna skærstu birtu ber við búumst við þar æfisólin streymi. En storfur yfir steypir dánarhrími og stundum fyrr en virðist háttatími. £g man þá stund, er sá þig fyrsta sinn af svipnum djarfa virtist stafa ljómi, þitt heilsteypt geð og hugarstyrkur þinn svo hreinn og beinn, en skerpa í gjörð og rómi, með vinnuþolinn vökufúsan anda, x er vildi gjarnan framarlega standa. Þú áttir þessa fullnaðs frelsisþrá er finst það skylda hverja gátu að ráða, og varð það greitt með sannleiksást að sjá hvar sökin stóð er gjörði oss fjötrum háða. En minninganna málmur þar þér greyptur í merg og blóð sem eðlisfarsins leiftur. Ég legg hér aðeins lítið minnisblað og langtum minna en ég feginn vildi. Við berum mynd í brjósti legstað að er bárum gæfu að kynnast þínu gildi. Það er svo margs að minnast"bak við tjöldin er meira er vert en dags og ára gjöldin. Og vertu sæll. Við lofum liðinn dag, og langar til að þakka margar stundir er pú oss fluttir bróðurþelsins brag sem brjóstin þíddi og gladdi á ýmsar lundir. Og sjá nú hve þín samtíð launin greiðir er samúð, ást og þökk á leiðið breiðir. —T. T. KALMAN Þinglausnir Síðastliðinn föstudag var fylkisþinginu í Manitoba slit- ið eftir að hafa setið tvo mán- uði á rökstólum; það mun ekki ofmælt, að óvenju storma- samt væri á þingi, stjórnar- andstaðan var tíðum ærið há- vaðasöm, og víst var um það, að ekki skar Mr. Roblin við neglur sér aðfinslur við gerðir stjórnarinnar; meðal veru- legra hitamála, er til umræðu komu, má einkum nefna öl- sölumálið, og það verðlag, er vínsölunefndin hefir greitt og væri að greiða ölgerðarverk- smiðjunum fyrir það öl, er hún í nafni stjórnarinnar keypti af þeim til smásölu í hótelum; hefir stjórnarvín- salan nú komist að hagkvæm- ari innkuapum Við ölgerðar- verksmiðjurnar en áður var. Þó sýnt þyki, að fylkiskosn- ingar fari fram í ár, er allt sem að því lýtur enn, sem komið er, hinn óttalegi leynd- ardómur Mr. Campbells, því hann getur tíðum verið manna orðvarastur og tungu sinni trúr. Flestir virðast þeirrar skoð- unar, að kosningar muni ekki fara fram fyr en að loknum hey- og uppskeruönnum í haust. Nýr íslenzkur lækriir Dr. Theodore Th. Thordarson Þessi ungi efnilegi maður brautskráðist frá British Columbia-Jháskólanum vorið 1952 sem Bachelor of Arts og lauk læknisprófi vorið 1956 með ágætiseinkunn. — Hann starfar nú við Royal Columbia spítalann í New Westminster, B.C. Foreldrar Theodores læknis eru Theodore' og Sigríður (Hoffman) Thordarson í Vancouver.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.