Lögberg - 11.04.1957, Blaðsíða 3

Lögberg - 11.04.1957, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. APRIL 1957 3 Business and Professional Cards samankomin. Og ekki ber því að neita, að eitthvað slíkt bærðist hið innra með mér, er mér var hugsað til hinna svonefndu Vestur-lslendinga, og mér lék forvitni á að vita, hvernig öllu væri í raun og sannlei'ka háttað hérna hjá ykkur. E. t. v. vegna þess varð úr þessari för okkar hjóna á ykkar fund. Og mikið vorum við glöð, er við komumst að raun um, að enn voruð þið íslendingar, og það góðir. Við dáðumst að því, hve vel ykkur hafði tekizt að varð- veita arfleifðina, sem feður ykkar og mæður höfðu selt ykkur í hendur. Hversu hrifin við vorum að sjá, að þið hörð- uð ekki verið gleypt, sjálfsagt verið hörð undir tönn hjá hverjum þeim, sem slíks freistaði. Ég hygg, að allir þeir, sem eitthvað kynnast sögu ykkar íslendinga í Vesturálfu, verði að bera um það vitni, hversu aðdáunarlega ykkur hefur tekizt, við erfið skilyrði, þessi varðveizla á menningarlegum verðmætum. Mikilsvirði þessa hygg ég, að engum blandist hugur um. Ekki er ég þar með að segja, að ekki getið þið eins verið góðir þegnar Canada eða Bandaríkjanna, langt frá því, heldur einungis að þess verði gætt, að höggva ekki á strenginn, sem tengir ykkur við rótina, sem enn er langt frá því að vera visnuð og enn á orku óþrjótandi, sem við öll getum af bergt. , Engu að síður eru skoðanir mjög skiptar um það, hversu lengi þessi strengur, sem tengir okkur við fortíðina og uppruna íslendinga hér í álfu, fær að standa óskorinn. Ekki er ég spámaður, og mun því ekki fær um að segja, hvenær sá tími muni koma, ef hann þá kemur nokkurn tímann. En hitt veit ég, að ekki er ég nærri eins svartsýnn og sumir hverjir, þegar um þau mál er rætt. Við vitum öll, hversu sterkur og óslítandi þessi fjör- strengur er hjá þeim, sem hafa náð vissu aldursskeiði, hversu gamla fólkið og hinir miðaldra fara um hann höndum skiln- ings og alúðar, hversu hann, eða það sem hann táknar, virðist vera hið eina raun- verulega, hið eina sem máli skiptir hjá þeim mörgum. Og oft er það, er ég fer að heim- sækja einn aldraðan vin minn suður í Mountain byggðum, að hann ávarpar mig eitthvað á þessa leið: „Æ, kondu nú sæll, ég var nú að koma aust- an af Sólheimasandi“, eða hann nefnir einhvern annan stað heima á Islandi. Ekki af því að hann sé farinn að tapa sér eða kalka eins og við segj- um, heldur hitt, að draumar hans taka hann þangað, sem hugurinn hvarflar lengstum, að þeir bæta upp það, sem skortir í raunveruleikanum. Og svo sannar eru þessar draumfarir hans, að þær eins °g yngja hann upp og gefa honum aukinn kraft. Og oft er það, sem ég blygðast mín, er hann og aðrir góðir Islend- ingar suður þar, eru að setja mig á gat í sögu og landafræði þess lands, sem ég hef rétt nýkomið frá, en þeir ekki séð í áratugi. Hjá þessum mönn- um er ísland allt, Island og hið íslenzka. En nú veit ég vel, að þarna eru allir sammála, að engin hætta sé á gleymsku algjörri, meðan þessi og hinn næsti ættliður er enn við líði. Þiað sé, er þeir hverfi, sem hættan knúi dyra. Ekki er ég blindur á það og er vel ljóst, að vel vérður að halda á spilunum, svo að allt sé ekki tapað, en ég hef einnig sannreynt af við- skiptum mínum við unga fólk- ið, að áhuginn fyrir því ís- lenzka er langt frá því dauður hjá því. Og gæti ég nefnt mörg dæmi því til stuðnings. Og ekki held ég, að það sé einungis til þess að láta mig gleyma lexíu dagsins, er ferm- ingarbörnin fara að spyrja mig um Island og læra nokkur orð í íslenzku í tímunum. Það er þeirra mesta ánægja, og þau mundu, held ég, aldrei kvarta, þó við dveldum langt fram yfir hinn tilskylda tíma, ef það umræðuefni væri á dagskrá. Nei, ég veit það af reynslu, að hjá mörgum af yngri kynslóðinni er einnig löngun til þess að fræðast um íslenzk málefni og forna og nýja menningu. Það er ein- ungis vá fyrir dýrum, ef ekk- ert er hægt eða gert fyrir Er það í fyrsta sinn í sögu hennar, en hún hefur slarfað um 800 ára skeið. Hin alþjóðlega kaupstefna í Leipzig, sem verið hefur í um það bil 800 ár aðal- miðstöð evrópískrar verzl unar, verður að þessu sinni dagana 3.—14. marz. Hefur kaupstefnan átt mikinn þátt í því, að efla heimsviðskiptin yfirleitt. Síðari ár hefur kaup- stefnan verið haldin tvisv- ar á ári, í marz og í september. VÉLADEILD sýningarinnar verður sérstaklega yfir- gripsmikil og mun reynast traustur tengiliður milli stærstu markaða heimsins. Þar verða gjörðir nýir við- skiptasamningar milli þjóða og einstaklinga og gera má ráð fyrir, að verzlunarum- setningin verði nú það mikil að slíks hafi eigi áður þekkzt dæmi. Með sanni hefur Leip- zig verið nefnd loftvog við- skipta þjóða í milli og vissu- lega kemur þar fram á sjón- arsviðið ýmislegt það, sem skapar skilyrði til friðsamlegs og hagkvæms samstarfs þjóð- anna. Að sýna vörur á Kaup- þetta fólk. Ég veit, að of mikil bjartsýni hjálpar naumast, en einnig veit ég, að of mikil svartsýni fær næstum hvern sem er til þess að leggja árar í bát. Og það væri hin mesta ógæfa. Það mun víst ekki eins- dæmi, að komi svartsýnis- maður að einhverjum, sem hefur dottið ofan í djúpa gryfju, þá reynir hann að hjálpa, en svo sé trúin lítil á árangur, að hann detti sjálfur ofan í og þeir verði þar báðir. Einnig, að bjartsýnismaður, sem komi þar að, nái haldi og kippi þeim léttari upp fyrst og svo hjálpist þeir að við hinn þyngri, unz þeir eru allir þrír komnir upp og lausir úr gryfj- unni. — Það er ósk mín og bæn, að við, íslendingar hér vestra, leitumst við að láta gerðir okkar mótast af bjart- sýni og sigurvissu. Og að þeir bjartsýnu hjálpi fyrst hinum svartsýnu og gefi þeim nýja von, og svo að þeir allir í sam- einingu reyni með samstilltu átaki að hjálpa yngstu kyn- slóðinni upp úr gryfju van- þekkingar og gleymsku, sem hún á sér enga bjargarvon til að komast upp úr án utanað- komandi hjálpar. En ef við látum undan síga eða gefum örvæntingunni -stjórnartaum- ana, þá er fyrst ástæða til ör- væntingar. Markmiðið er göfugt, til mikils er að vinna. Höldum heim af þingi vonglöð og reiðubúin til að taka til ó- spilltra málanna í bjartri og starfsfúsri sigurvissu! stefnunni í Leipzig, er sama og sýna þær öllum heimi — að heimsækja kaupstefnuna i Leipzig er sama og skoða markaði og sýningarsali fjöl- margra þjóða. Umíangsmikíl sýning. 1 vor verður sýningarsvæði kaupstefnunnar þetta stærst. Síðustu árin hefur stærð sýn- ingarsvæðisins verið sem hér segir: 1947 — 613,0000 ferfet, 1950 — 1,561,000 ferfet, 1953 — 2,100,000 ferfet, 1956 — 2,917,- 000 ferfet. í fyrsta sinn í sögu Kaup- stefnunnar í Leipzig sýna ís- lenzkir útflytjendur vörur sínar þar. Sýndar verða aðal- lega sjávarafurðir, sem ætlað- ar eru til útflutnings. Islenzk- ir kaupsýslu- og iðnaðarmenn hafa, sérstaklega síðustu tvö árin, fjölmennt til Leipzig. Reynsla þeirra af viðskiptun- um hefur yfirleitt verið mjög góð og fjölmargar nýjungar hafa ferðamennirnir séð, bæði á sviði verzlunar og iðnaðar. Hafa ferðirnar eigi aðeins fært þeim viðskiptalegan hagnað, heldur hafa þeir einnig öðlazt þar verðmæta reynslu og þekkingu. Þar Minnist BETEL í erfðaskróm yðar $3.00 per House Coll EXPERT TECHNICIAN 24-HOUR PHONE SERVICE B.E.M. Television & Radio Service PHONE SPruce 5-2875 G. F. Jonasson. Pres. & Man. Dtr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors ot FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Slmi 92-5227 Van's Eiectric Ltd. 636 Sargenl Ave. Authorized Home Appllance Dealers GENERAL BXECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT SUnsel 3-4890 Dr. P. H T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan. Winnlpeg Phone 92-6441 Office Phone Res. 92-4762 SPruce 2-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 pjn. and by appolntment. PARKER, TALLIN. KRIST- JANSSON, PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker, Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker, Clive K. Tallin. Q.C., A. F. Kristíansson, Hugh B. Parker, W. Steward Martín 5th fl. Canadian Bank of Commerce Building, 389 Main Street Wlnnipeg 2, Man. Phone 92-3561 Thorvaldson. Eggertson. Bastin & Slringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage and Garry St. PBONE 92-8291 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningal&n og elds&byrgB, bifrei6aá.byrgB o.s. frv. Phone 92-7538 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offlce: Res.: SPruce 4-7451 8Pruce 2-3917 gefst mönnum kostur á að ná samböndum við fjölda kaup- sýslu- og iðnaðarmanna, því auk Austur- Vestur-Þjóðverja sýna kaupsýslumenn frá meir en 40 þjóðum vörur sínar. —Alþbl., 10. febr. SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldl- vlB, heldur hita frá aB rjflka flt meS reyknum.—SkrifiB, simlB til KELLY SVEINSSON 625 WaU St. Winnlpeg Just North of Portage Ave. SUnset 3-3744 — SUnset 8-4481 - S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPÖRATE SEALS CELLULOID BUTTON& 324 Smiíh St. Winnipey PHONE 92-4624 A. S. BARDAL LTD. funeral home 843 Sherbrook Street Selur llkkistur og annast um flt- farir. Allur fltbúnaBur sá bezti. StofnaB 1894 SPruce 4-7474 eggertson FUNERAL HOME Dauphin, Maniioba Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr. SPruce 4-7855 ESTIM^|® J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shlngles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help EUminate Condensation 632 Simcoe St. Wlnnipeg, Man. Muir's Drug Store Lid. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 27 VEARS SPrnce 4-4422 ElUce & Home Dr. G. KRISTJANSSON 102 Osbome Medical Bldg. SPruce 4-0222 Weston Office: Logan & Quelch SPruce 4-5818 Res.: SPruce 4-0118 S. A. Thorarinson Barrister and Boltcttor 2nd Floor Crovvn Trust Bldg. 364 MAIN ST. Office Phone 92-7051 Helmaslml 40-6488 Dunwoody Saul Smith & Company C-hartered Accountants Phone 92-2468 100 Prlncess St. Winnlpeg, Man. And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN The Business Clinic Anna Larusson — Florence KeUett 1410 Erin Street Phone SPruce 5-6676 Bookkeeping - Income Tax Insurance Dr. ROBERT BLACK SérfræBingur 1 augna, eyrna, nef og hálssjflkdómum. 401 MEDICALi ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofuelmi 92-3851 Heimasími 40-8794 íslendingar sýna vörur sínar á kaupstefnunni í Leipzig

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.