Lögberg - 11.04.1957, Blaðsíða 6

Lögberg - 11.04.1957, Blaðsíða 6
6 GUÐRÚN FRA LUNDIs DALALÍF „Hvers konar tal er þetta, sem þú venur þig á, krakki“, sagði Borghildur byrst. „Það er eins og þú sért orðin einhvers ráðandi á heimilinu. Það kemur þér sjálfsagt lítið við, þótt Bleikur yrði lánaður. Þú gerir svo vel að leggja svona lagað niður og manst, að þú ert ekkert annað en ungl- ingur og verður ekki með neina margskiptni. Það verður víst líka tekið lítið til greina það sem þú segir“. Það er aldrei að þú setjir ofan í mig fyrir það, að mig langar til að sjá aumingja mömmu. Mér sýnist hvorki þú eða aðrir flýta sér til að heilsa 'henni“, nöldraði Dísa. „Það er ekki svo langt síðan hún kom. Ég skil ekki að þig langi mikið til að sjá hana, ekki var svo mikil hryggðin yfir þér, meðan allir voru hryggir og hræddir hennar vegna, aumingjans", sagði Borghildur. „Svo vil ég ekki heyra neitt nöldur eða ómerkilegt tal um gesti, sem koma hingað á heimilið. Það hefur aldrei verið siður hér“. Dísa fór til baðstofu og skellti hurðinni hart á eftir sér. „Það er svo sem ekkert, sem gengur á fyrir Borghildi. Hún ætlar alveg að rífa mig á hol fyrir það, að ég bölvaði kerlingarálkunni henni Þói^u fyrir öll hennar andstyggilegu merkileg- heit“, sagði hún kjökrandi. „Það er hræðilegt að vera alin upp annars staðar en hjá góðum foreldrum". „Mér finnst það nú sízt sitja á þér að tala svona“, sagði Gróa, „því líklega hefðu þínir vesal- ings foreldrar ekki getað veitt þér annað eins upp- eldi og þú hefur fengið hér, — eða finnst þér kannske enginn munur á að sjá bræðurna þína, sem eru hérna í sveitinni?" „Ég vildi nú bara helzt aldrei sjá þá. Þeir eru svo asnalegir, að ég sárskammast mín fyrir að vera systir þeirra“. „Það er þá heldur ekki ómögulegt, að þú hefðir skammast þín fyrir foreldrana, ef þú hefðir séð þá“, sagði Gróa og þeytti rokkinn ákaft. Dísa leit til hennar með lítilsvirðingu. „Held- urðu kannske að ég muni ekki eftir henni móður minni, þessari miklu myndarkonu“, sagði hún. Gróa varð svo undrandi, að hún svaraði engu, en Manga leit dreymandi augum út í gluggann og framkallaði á svipstundu stórskorna, svipdimma konumynd — hún hafði verið henni samtíða nokkrar vikur á þessu heimili fyrir mörgum árum. „Nei, þú hlýtur að vera búin að gleyma henni, ef þig minnir það það“, sagði Manga, „það eru líka mörg ár síðan“. „Jú, ég man vel eftir henni“, sagði Dísa hreyk- in, „og líka eftir honum föður mínum, þó að ég væri víst ekki nema þriggja ára, þegar hann hvarf mér“. „Þú þarft ekki annað en að líta á hann Kristján bróður þinn, þá sérðu hvernig hann leit út“, sagði Gróa. „Ég vil nú ráðleggja þér það, Dísa mín, að vera ekkert að miklast af foreldrum þínum við okkur, sem höfum átt heima hérna í Kárastaðahreppi. Við munum víst of vel eftir þeim til þess að vera þér sammála. En hvað er að tala um það — „enginn gera að því kann / út af hverjum fæðist hann“. Það er heldur enginn, sem minnir þig neitt á þau, svo að þú ættir að láta það ógert að tala um þau“. „Þeim fer nú sjálfsagt að fækka vikunum, sem ég verð hérna á þessu heimili. Þó get ég náttúrlega ekkert um það sagt fyrr en ég finn mömmu og get ráðfært mig við haaa. Ég hef ásett mér það að vera þar, sem hún er, ef ég get. Hún hefur þá ekkert á móti því, býst ég við“, sagði Dísa og brosti þessu sæla og dularfulla brosi, sem hún hafði tamið sér þennan tíma, sem húsmóðirin hafði verið fjarverandi og engum öðrum hafði LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. APRÍL 1957 dottið svo ánægjulegt í hug, sem hefði getað fram- leitt slíkt bros. Söknuðurinn eftir hennar góðu foreldrum var horfinn á svipstundu. Þá kallaði Borghildur framan úr eldhúsinu, að aukakaffi væri á boðstólum, ef þær nenntu að koma fram. Gróa andvacpaði ánægjulega og vafði þræðinum utan um „brúðuna" og skaut frá sér nokkrum orðum: „Oft njóta hjú góðra gesta. Ég var farin að óttast að hún ætlaði að gleyma okkur, blessunin. Hún er öðruvísi en hún er vön. Mig undrar það heldur ekki“. VINKONURNAR HITTAST Anna reis seint úr rekkju þennan morgun. Svefninn hafði verið lítill, helzt dálítið blundað undir morguninn. Veðrið var gott — glaða sólskin og logn. Skyldi hún þá ekki sjá einhvern framan úr dalnum í dag? Hún ranglaði ofan í krambúðina, þegar hún hafði hresst sig á morgunkaffinu. Þar voru allar hillur fullar af fallegri álnavöru. Hún fór að taka út til heimilisins eins og vanalega. Það gat dregizt að Borghildur kæmist heiman að — þá gat þetta verið uppgengið, ef hún hugsaði þá nokkuð um það. Hún hafði sagt, að hún myndi hætta að sinna verkunum með vorinu. Þarna fékkst fallegt peysufataklæði. Hún keypti af því í pils og bol handa Dísu. Hún var orðin svo stór og hafði svo mikið hár, telpan, að það varð að fara að koma henni upp íslenzkum búningi. Svo tók hún glaðningu handa vinnukonunum. Hún gat sent þeim það, ef þær kæmu ekki ofan eftir. Þetta varð stærðar kramböggull, sem hún bað búðar- manninn að geyma, þangað til hann yrði tekinn. Hún sá hér engan úr dalnum, enda nokkuð snemma dags til þess að þeir væru komnir í kaup- staðinn úr framdalnum. Hún keypti brjóstsykur og súkkulaði handa litlu börnunum hans Sigga. Hún varð að líta inn til hans sem snöggvast. Lítil stúlka, sem hún vissi að var Borghildur Sigurðar- dóttir, vegna þess að hún var í uppgjafafötum af Lísibetu, stóð í dyrunum og dálítill karlmaður vaggaði innan úr stofunni. Hann hét Jakob. En hvað börnin voru stór og lagleg. Rósa kom nú fram og fagnaði henni innilega, kyssti hana marga kossa fyrir allar sendingarnar og svo náttúrlega fyrir Lísibetu litlu. Anna fylgdist með Rósu inn í stofuna. Nú var orðið þröngt þar inni. Fyrsta spurningin var, hvort Siggi hefði ekki komið heim kvöldið áður. Rósa svaraði því neitandi og spurði, hvernig heilsan væri, sér sýndist hún svo veiklu- leg. „Hún er nú náttúrlega ekki góp, en kannske fer hún að skána. Ég svaf illa í nótt. Nú er orðið langt síðan þú hefur séð Lísibetu þína“, sagði Anna þreytulega. „Ja, nei, nei, ég var við jarðarförina hennar Þorbjargar á Þverá. Þú hefur kannske ekki heyrt látið hennar? Hún var föðursystir mín“, sagði Rósa. „Hún er nú orðin stór hjá ykkur hún Lísibet og svona líka fín. Svo segist Jón taka Jakob, þegar það næsta fæðist, en það verður nú ekki strax — það dugar ekki að hrúga svona niður krökkunum“. „Þau eru víst ekki of mörg, þegar þau eru svona falleg og hraust. Það munar víst ekki mikið um það Nautaflataheimilið að gefa þessum litla dreng að borða. Þú skalt nú bara koma með þau bæði í sumar og vera nokkrar vikur“. Hún þagnaði snögglega. Hvað var hún að bjóða henni — hvernig myndi verða umhorfs á því heimili í sumar? Það var ekki hlaupið að því að svara þeirri spurningu. Siggi kom nú allt í einu inn og heilsaði þeim báðum með kossi. „Ertu kominn alla leið framan úr dalsbotni síðan í morgun?" spurði Anna. „Já, það er nú vaknað á bænum þeim eins og vant er. En ég fór þó ekki fyrr en ég var búinn að éta og drekka. Það var settur undir mig hestur og Þórður reið með mér ofan fyrir Sléttu. Það er ekki neinum sérstökum dugnaði að þakka, þó að ég sé kominn þetta snemma“. „Þú hefur þó vonandi komið „honum“ alla leið heim í gær?“ „Það voru nú víst engin vandræði. Við riðum í loftinu fram dalinn. En það kom heldur von- brigðasvipur á fólkið, þegar það sá, að það var ég en ekki þú, sem sat á Rauð. Það beið þessi líka fína steik eftir ykkur. Hún lenti nú víst mestöll í mér. Ég get hugsað mér, að Lísibet taki á móti þér, þegar þú ríður í hlaðið“. „Það getur nú dregizt að ég fari heim“, svaraði hún dauflega. „Það þykir mér ólíklegt", sagði Siggi. „Ég má alveg hleypa í mig kjarki, þegar ég yfirgef Nauta- flatir. Ef eitthvert kot losnaði í dalnum, færi ég að búa þar“. Rósa skríkti af hlátri. „Það yrði víst skrítið að sjá búskaparlagið hjá mér, en Siggi er nú al- vanur sveitavinnunni”. „Það lærist víst fljótlega, Rósa mín“, sagði Anna. „Þú kannt að mjólka kú, og þá er ekkert öðruvísi farið að því í sveit heldur en kaupstað að sjóða matinn og þvo þvottinn. Ég held það yrði bara skemmtilegt að fá ykkur fram í dalinn“. „Borghildur lofaði Lísibetu, að hún skyldi fá að koma á morgun hingað ofan eftir til að finna þig. Hún ætlaði að fara að háorga, þegar ég fór, af því að hún fékk ekki að verða með“, sagði Siggi, þegar þau voru sezt að kaffidrykkju. „Hver ætlar þá að kcAna með henni?“ spurði Anna. „Mér skildist að hún ætlaði að koma sjálf“. Það yrði þó óneitanlega gaman að sjá þær, hugsaði Anna, en sárt að geta ekki orðið þeim samferða fram eftir. Kannske að skilja við barnið óánægt. Allt lífið var orðið að sárri þyrnibraut, sem ákjósanlegt væri að tæki bráðum enda. Þó hafði hún enga sterka þrá til að stytta það, þó að ekkert væri auðveldara nú, þegar engir héldu vörð um hana, ólíkt því, sem var í hittiðfyrra. Hún þráði að fá að sjá Jakob. Við hann voru framtíðar- vonir hennar bundnar. Anna var léttari í lund og kvikari á fæti, þegar hún yfirgaf litla, fátæka heimilið hans Sigga. Glaðlyndi ungu hjónaleysanna hafði haft áhrif á hana. Hún hafði betri matarlyst, þegar sezt var að matborðinu, og lék nokkur lög á orgelið eftir hádegiskaffið. Frúin var ánægjulegri á svipinn en áður. Kannske hún færi að ná sér aftur, aumingja konan? Hún fór að tala um það við Önnu, hvort hún vildi ekki reyna að tala við læknirinn, hún hlyti að vera eitthvað mikið lasin eftir útliti hennar að dæma, en Anna sagðist ekki finna til neins lasleika, nema hún hefði litla matar- lyst, en hún færi nú víst að aukast eins og hún hefði séð í morgun. Hún ætlaði að fara upp í svefnhergergið og vita, hvort hún sæi ekki ein- hvern framan úr dalnum, — gluggarnir á stofunni sneru til suðurs og vesturs, svo að þaðan sást ekki til þeirra, sem komu í kaupstaðinn. Anna settist við gluggann, þar sást vel yfir. Þarna var Þórarinn á Hjalla. Skyldi ekki Sig- þrúður vera með honum? Það væri þó gaman að sjá hana. Anna var svo syfjuð, að hún sofnaði sitjandi við gluggann, en hrökk við, þegar bankað var á hurðina. Vinnukonan stóð við dyrnar og sagði, að það væri gestur niðri, sem langaði til að heilsa henni. „Það er kona þarna framan úr daln- um. Ég man bara ekki, hvað hún heitir“. „Það er sjálfsagt Sigþrúður á Hjalla“. „Já, náttúrlega er það hún. Ég man nú, að hún heitir það“, sagði stúlkan. Anna bað hana að fylgja henni upp til sín. Hún hlustaði á rösklegt fótatak gests síns í stigan- um og opnaði hurðina, áður en bankað var. „Hamingjan góða!“ hrópaði hún. „Það ert þú, Þóra. Hvað ég er oft búin að óska þess síðan í fyrradag að þú værir horfin til mín“. „Sæl og blessuð“, sagði Þóra. „Þá er sú ósk þín uppfyllt — hér er ég komin. Bara að ég geti gert eitthvað fyrir þig“. Svo hélt hún áfram, þegar kveðjurnar voru afstaðnar: „Ég á bara engin orð yfir það, hvað ég er glöð yfir því að sjá þig heila á húfi. Við vorum farin að óttast, að þú værir ekki lengur í tölu þeirra, sem lifandi eru. Og svo varstu þá ekki lengra frá en hérna vestur í Stapa- vík og hafðir þig aldrei til þinnar elskulegu vin- konu, frú Matthildar“.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.