Lögberg


Lögberg - 11.04.1957, Qupperneq 4

Lögberg - 11.04.1957, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. APRÍL 1957 Lögberg GefiO út hvern fimtuúag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDY STREET, WINNIPEG 2, MANITOBA Utanáakrift ritatjórans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Stree, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist íyrirfram "Lögberg" is published by Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Mánitoba, Canada Printed by Columbia Printers Authorized as Second Class Mall, Poet Office Department, Ottawa PHONE 93-9931 ______________ Sérstæð harmsaga Það eitt út af fyrir sig, að menn fyrirfari sér, er engan veginn ný bóla, því slíkt hefir viðgengist frá ómunatíð; að- stæðurnar, sem til þess liggja, að gripið er til slíks örþrifa- ráðs, eru vitaskuld kunnastar þeim, er verknaðinn fremja, þó stundum ráði þar að miklu, eða jafnvel öllu leyti, augna- bliks, andleg formyrkvrun um; sá veit bezt hvar skórinn kreppir að, sem ber hann. Sérstæð harmsaga gerðist í vikunni, sem leið, er runnið hefir canadisku þjóðinni til rifja og vakið óhemju athygli vítt um hinn siðmannaða heim. * Sendiherra Canadastjórnar í Egyptalandi, Herbert Norman, 48 ára að aldri, fyrirfór sér með þeim hætti, að hann stökk út um glugga á sjöundu hæð í bústað sænska sendiherrans í Cairo og beið þegar bana; lögregla borgarinnar lýsti því jafnskjótt yfir, að um auðsætt sjálfsmorð hefði verið að ræða. Mr. Norman var sonur trúboðsprests, fæddur í Austur- löndum, en mentaður við Oxford, Cambridge og Harvard; var hann alment talinn vitur mannkostamaður, þjóðhollur og búinn skapgerð, er allir treystu; enda var það ekki að ástæðulausu, að hann var virtur af samstarfsmönnum sínum á vettvangi utanríkisþjónustunnar og dáður af heilli þjóð. Hvað var það, sem flýtti fyrir dauða hins vinsæla sendi- herra? Árið 1951, er McCarthy rannsóknarnefndin illræmda var að verki í öldungadeild þjóðþingsins í Washington, og reyndi að brennimerkja ýmsa kunna og ágæta menn með kommún- istastimpli, varð Mr. Norman einn í þeirra hópi, er áminst nefr\d taldi verið hafa hlynta kommúnistum og átt við þá leynimök; jafnskjótt og orðasveimurinn um þessar ófræg- ingartilraunir varðandi Mr. Norman tóku að berast út, tók Pearson utanríkisráðherra af skarið, og taldi aðdóttanirnar staðlaust þvaður, ósamboðið virðingu hinnar voldugu Banda- ríkjaþingdeildar, auk þess sem öryggisvöld Canadastjórnar (hefðu svo gerkynt sér málavextí, að þeim hefði ekki undir neinum kringumstæðum blandast hugur um hollustu né einlægni sendiherrans; áminstar dylgjur lögðust þungt á Mr. Norman þótt lítt léti hann það uppi; en er fyrnefndar aðdróttanir komu fyrir skömmu upp á ný, lögðust þær auð- sjáanlega enn þyngra á Mr. Norman en áður og trufluðu sálarró hans, þótt vinir hans mynduðu um hann skjaldborg og tjáðu honum órofatrúnað. Viðkvæmum drengskaparmanni er mannsæmdin fyrir öllu, og sé illkvitnislega á hana ráðist, horfir til beggja vona, hvernig þeir, sem fyrir slíku verða bregðast við. Canadisk stjórnarvöld, með Mr. Pearson í fararbroddi, hafa lýst vanþóknun sinni á aðgerðum áminstrar Banda- ríkj aþingdeildar, og mun víst mega telja, að mikill meiri hluti amerísku þjóðarinnar fordæmi þá karaktersmurningu, sem illu heilli hefir að verki verið og hraðað aldurtila þjóð- kunns drengskaparmanns í blóma lífs. Jafnskjótt og hljóðbært varð um sviplegt fráfall hins candadiska sendiherra gaf utanríkisráðherrann, Lester B. Pearson út svofelda yfirlýsingu: „í full 18 ár hafði Mr. Norman leyst af hendi dygga þjón- ustu í þágu utanríkisráðuneytisins, er svipmerktist af þjóð- hollustu, samvizkusemi og starfshæfni; allan þenna tíma jókst virðing mín fyrir honum og aðdáun á glöggskygni hans og háttvísi; mér var það ljóst, að vegna hins tvísýna, pólitíska viðhorfs í mið-austrinu, kendi Mr. Norman nokkurrar þreytu, því starfsdagar hans voru hvorttveggja í senn langir og þrungnir örlagaríkum viðfangsefnum, sem sýknt og heilagt þurfti að brjóta til mergjar.“ Út frá minningu góðra manna stafar hamingjugeislum, er hvetja kynslóðirnar til eilífrar leitar að æðri og hækkandi markmiðum; um Herbert Norman verður jafnan bjart vegna þess að hann var göfugur og góður maður; hann lætur eftir sig konu og þrjú börn. Lík sendiherrans var flutt loftleiðis til Rómar, þar sem gerð var bálför þess; askan var send til Ottawa. Alþýðuskáldið Hinrik B. Þorláksson var fæddur í Melshúsum í Reykjavík 7. okt. 1883. Hann var sonur Þorláks beykis Magnússonar og seinni konu hans Margrétar Þ. Þorleiks- dóttur. í barnaskóla kom strax í ljós að Hinrik var góðum gáfum gæddur, prýðilega hag- mæltur og skrifaði sérlega fagra rithönd. Að ráði biskups ins, Hallgríms Sveinssonar, var ákveðið að hann skyldi ganga menntaveginn og fara í „skóla“ (latínuskólann), og fagnaði Hinrik því mjög, en þá dró ský fyrir sólu og and- aðist faðir hans. Var þar með lo]tu skotið fyrir frek'ari skóla göngu, og eigi annað fram- undan en brauðstrit hörðum höndum. Lagði hann síðan gjörva hönd á flest störf til sjós og lands, en harmaði jafn- an að eigi varð úr skólagöng- unni. í fjötrum er þungbært að , þreyja þeim, sem lífinu ann, sárt að eiga þann ómstreng, sem aldrei bergmálið fann. Ég þrái að hefja mig hærra, en hugurinn fjötraður er, sem fangi, unz lífið mig leysir og ljúfan í frelsisheim ber. Litlu fyrir aldamótin barst Hinrik í atvinnuleit til Ön- undarfjarðar, þar festi hann sér gáfaða, vestfirzka konu, Kristjúnu Friðriksdóttur, dóttur-dóttur Magnúsar Ein- arssonar vara-þingmanns Is- firðinga, hins þrautreynda og trygga fylgismanns Jóns for- seta Sigurðssonar í frelsis- baráttu Islendinga. Þau settust að á Flateyri, en bjuggu jafnframt á erfða- hluta Kristrúnar á jörðinni Hvilft, sér til ánægju og bú- bætis. Þau áttu tvo syni, Hjört og Ragnar, báða hina efnileg- ustu, en þegar sólin hefir skinið^em skærast á ævi Hin- riks, hefir skemmst verið að bíða hretanna. Stundum er himininn heiður og hafið svo skínandi bjart, en minnst þegar varir er moldviðrishríð og myrkrið svo dæmalaust svart. Ragnar Hinriksson andaðist rúmlega tvítugur að aldri eftir langa og þunga legu. Það var mikil raun foreldrum hans að horfa á þá vonlausu baráttu. Ég bið frá rótum harmi sollins hjarta í himinn þinn. Ó! hjálpa mér og heyrðu að ég kvarta, herra minn. En verði faðir vilji þinn, ég hlýði, sem veikur er, þú sérð og veizt hvað barni, faðir blíði, bezt því er. Hjörtur Hinriksson festi sér konu, afbrags kostum búna og bjuggu þau Öll saman og enn var sól á lofti. Tvær ungar dætur Hjartar báru sólina í bæinn, en á 28. afmælisdegi hans, hinn 4. nóv. 1932 féll hann af vélbáti á hafi úti og drukknaði. í kvæði, sem Hin- rik nefnir Blómin mín, minn- ist hann sona sinna á þessa leið: Minn góði guð og faðir, ég græt ei því ég veit þau dóu ei, en dafna í dýpri og frjórri reit. Ó, leyf mér ljúfi faðir, þá lífsins hérvist dvín, á ljóss- og sólarlandi að líta blómin mín. Hin unga ekkja reyndist þeim vanda vaxin, sem á hana var lagður. Hún og tengda- foreldrar hennar sneru bök- um saman og mynduðu skjald- borg um hinar ungu föður- lausu dætur, en þeim tókst með æsku sinni og ástúð að bæta gömlu hjónunum upp sonamissinn, svo sem bezt mátti verða. Um það ber eftir- farandi staka vitni: Ó, hvað mér finnst lífið létt ljúft þeim rósum sinna. Til afa hlaupa í einum sprett Agga litla og Ninna. Þær Agga og Ninna eru sonardæturnar' — Ragna og Jónína, nú báðar giftar konur á Flateyri. í skjóli Rögnu Hjartar, póst- og símamála- stjóra á Flateyri, andaðist Hinrik 13. des. 1956. -----0---- Hinrik Þorláksson var prýði lega hagmæltur og orti mikið, bæði af eigin þörf og ekki síður eftir beiðni annara. Um eitt skeið var naumast nokkur skemmtun eða annar mann- fagnaður haldinn á Flateyri, svo ekki væri Hinrik beðinn að yrkja og mæta þar með kveðskap sinn. Hann orti mörg erfiljóð, afmælisljóð, gamansöngva og gamankvæði o. m. fl. Allur kveðskapur Hinriks er vandaður að máli og rími, og í öllum gaman- kvæðunum kemur það aldrei fyrir að kímni hans særi neinn, eða neinn gjaldi henn- ar, annar en hann sjálfur. Hér koma tvö brot: Heyrið státnir stútungskallar stef frá okkur konunum. ,Þetta boð við þökkum allar, þið ei brugðust vonunum. Leidduð okkur ljúfri mundu — lengi þess hér minnast skal — og oss bjugguð unaðsstundu inn í þessum töfrasal. Verúm glöð á góðri stundu, gleymum dægurþrasi og tyggð, vekjum samúð létt í lundu, látum eining treysta byggð. Þá er mesta málið hafið, pienning vex í okkar reit, allt hið rotna gleymt og grafið, gæfan eykst í nýrri sveit. Heyrið státnir stútungskallar stef frá okkur kónunum, þess við bljúgar biðjum allar að bæti úr öllum vonunum gæfan há og ykkur alla auðgi af skötu og bútungum, Ægir fylli ykkar dalla af allra vænstu stútungum. Og enn kvað Hinrik: Nú er Hinrik lagstur lágt líkams skrapp úr hreysi, dauðameinið dæmist bágt dó úr tóbaksleysi. Framhald á bls. 5 ADDITIONS Betel Building Fund Oddur Olafson, Riverton, Manitoba, $100.00 ----0---- Mrs. Sesselja Sigurdsson, Foam Lake, Sask., $10.00 -------------0---- Mr. & Mrs. Victor Jónasson, 133 Kitson St., Norwood, $50.00 ----0---- Betel 1000 Member Club, $4,000.00 ----0---- Mr. Pétur Johnson, Ste. 1 — 460 Furby St., Winnipeg 2, Man. and family at Saskatoon, Sask., $50.00 In loving memory of wife and mother, Mrs. Anna Johnson. ----0---- Mr. & Mrs. R. W. Hjörleifson, 27 Frederick Ave., E. St. Vital, $5.00 ----0---- Mr. John T. Bergman, 53 Purcell Ave., Winnipeg 10, Man. $10.00 -----------0---- The Icelandic Good Templars of Winnipeg, Lodges, “HEKLA” and “SKULD,” $10,800.00 "Betel" $180,000.00 Building Campaign Fund . ---—180 —160 « Make your donatlons to tha "Betel" Campalgn FundL 123 PrinceM Street, Wlnnlpeg 2.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.