Lögberg - 09.05.1957, Blaðsíða 4

Lögberg - 09.05.1957, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 9. MAÍ 1957 Lögberg GeflS út hvern fimtudag aí THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDY STREET, WINNIPEG 2, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Stree, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON VerS $5.00 um árið — Borgist fyrirfram “Lögberg” is published by Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Authorized as Second Class Mail, Post Offlce Department, Ottawa PHONE 83-9931 Úr ýmsum áttum Við kosningar í aðsigi, stendur jafnaðarlegast mikið til, illa gróin sár að óþörfu ýfð upp, sannleikanum sýnt í tvo heimana, og ef svo býður við að horfa, jafnvel mörgu logið líka; heillavænlegt getur slíkt naumast talist, því að hollast er að hver saga sé sögð eins og hún gengur. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna þeysa pólitískri gandreið um landið þvert og endilangt og gylla og forgylla gleðiboð- skap sinn í alla enda, þar sem hvorki blettur né hrukka má komast að; það er svo sem heldur ekki hætta á því, að óhreint sé í pokahorninu, því svo er mikið af samkeppnisfærum sápu- tegundum á hinum pólitíska markaði, að hreinlætisreglum öllum verður að sjálfsögðu fullnægt og meira en það. Forsætisráðherrann hefir verið á ferð og flugi um Vestur- landið og haldið fundi í meginborgum við sæmilega aðsókn og athygli kjósenda, þó lagðar hafi verið víða fyrir hann alvarlegar og jafnvel óþægilegar spurningar. Mr. Diefenbaker hefir ferðast um strandfylkin undan- farna daga og flutt ræður við góða aðsókn, enda notið þess, að í New Brunswick og Nova Scotia sitja við völd íhalds- stjórnir alveg nýjar af nálinni, sem mæna vonaraugum til Ottawa, ef svo ber vel í veiði að loknum leik, að um aukin fríðindi og mannvirðingar sé að ræða. ★ ★ ★ Skoðanakönnun liggur sjaldnast í láginni þegar kosningar bíða svo að segja á næsta leiti, og verður slíks engu síður vart nú en endranær; menn eru svo sem þegar farnir að spyrja eða spá, og allir þykjast að sjálfsögðu vissastir í sinni sök; þeir, sem háværastir eru og sanntrúaðastir á skoðana- könnunina, telja fylgi íhaldsflokksins fara ört vaxandi í Ontario og jafnvel einnig í Strandfylkjunum þó nokkurs tvíveðrungs sýnist gæta þar fram að þessu; á hinn bóginn segja þeir vísu, að Mr. Diefenbaker eigi svo örðugt upp- dráttar í Quebec, að litlar líkur séu á að hann geti slysað til fylgis við sig meira en tveim til þremur þingsætum af sjötíu og fimm. Og hvert á þá Mr. Diefenbaker að leita sér kjörfylgis til að geta myndað stjórn eftir þann 10. júní, því til liðsbónar þarf hann naumast að leita í Vesturlandinu? Aldrei hefir skoðanakönnun fengið eins eftirminnilegt glóðarauga og í forsetakosningum Bandaríkjanna 1948, er Harry S. Truman var kosinn í forsetaembætti, er alt skoðana- kannanakerfið snerist öndvert gegn honum, margir leiðandi menn úr hans eigin flokki og fjöldi stórblaðanna líka. Skoðanir kjósenda eru annað og meira en staðlaus golu- þytur utan af landsbygðinni; þar býr aflið, sem úrslitum ræður. ★ ★ ★ Þess hafði verið vænst, að nokkrar verulegar breytingar yrðu gerðar á samsetningu sambandsstjórnarinnar áður en til kosninga yrði gengið í næstkomandi júnímánuði, en þetta fór á annan veg; einn af fyrrverandi ráðherrunum, að vísu áhrifamikill maður, Lionel Chevrier, hefir verið tekinn inn í ráðuneytið á ný, en hann lét af embætti 1954, er honum var falið á hendur hið ábyrgðarmikla forstjórastarf við &t. Lawrence skipaskurðinn. Mr. Chevrier leitar kosningar í Montreal-Laurier kjördæminu í Quebec og á kosningu þar alveg vísa. Paul Hellyer, 33 ára að aldri, einn af Liberalþingmönnum Torontoborgar, fékk sæti í ráðuneytinu sem aðstoðarhervarna- ráðherra og hefir skipun hans í embætti mælst hið bezta fyrir. Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd þá ertu á framtíðarvegi. — Þeir ungu eru tímans herrar. Það er viturlegt og holt að venja unga menn við ábyrgð- arstörf, því það eru þeir, sem landið eiga að erfa, og auka á veg þess og virðingu. Margir höfðu vænst rótttækari ráðuneytisbreytinga en raun varð á. Tilkynning frá skrifstofu Norman M. Dunn, Q.C. Framhald af bls. 1 Vér trúum því, að fylkin og sveitirnar ættu að hafa fjár- hagslegar uppsprettur til þess að framkvæma lögskyldu- störf samkvæmt þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir. Án þess getur ekki hagfræðileg fram- leiðsla aukizt. Vér treystum sambands- stjórnarfyrirkomulagi og við- haldi þess sem nauðsynlegu fyrir þjóðareiningu, og vér áiítum að sambandsstjórnar- fyrirkomulagið sé í hættu sökum samþrýtingseðlis St. Laurent stjórnarinnar, og að hollt jafnvægi hvað tekjum viðvíkur, verði að ríkja milli sarpbands- og fylkisstjórna, (og þetta á einnig við sveita- stjórnir). Sökum þess höfum vér á- formað að mynda stjórn, sem tafarlaust setur á ráðstefnu meðal sambands- og fylkis- stjórna til þess að koma á samkomulýigi um þessi vanda- mál, en ekki í þeim anda hroka og -yfirgangs, sem í ljós hefir komið hjá Liberal stjórn inni á slíkum ráðstefnum, — heldur þvert á móti í anda einingar, umburðarlyndis og samheldni, sem eykur virð- ingu allra málsaðilja. 2. Þjóðleg síefnuskrá. Til þess að grundvalla hagfræði- legar framfarir í öllum hlut- um landsins, mun Conserva- tive flokkurinn bjóða nýja þjóðfélagslega stefnuskrá, sem byggð er á endurnýjuðum skilningi á þjóðlegum tilgangi. Þar sem Sir John A. Mac- donald var á stjórnarmynd- unartímabilinu umhugað um útbreiðslu vestur á við, mun- um vér nú beita oss fyrir framförum í Norður-Kanada. Norður-Kanada, sem geym- ir í skauti sínu stórkostlegar uppsprettulindir af huldum f]ársjóðum, er um það bil að láta til sín taka. Undur og áeggjan Norðurs- ins verður að ná tökum á með vitund þjóðarinnar. Allt sem þarf til þess að opna dyrnar fyrir kanadiska framsókn og framtak í þessum efnum, er hugrekki og hugvitssöm stefnuskrá stjórnarvaldanna. Vér trúum því að velmegun Kanada heimti af oss róttæka stefnuskrá, sem leiðir til notkunar náttúrufríðinda landsins, Svo að þjóðin öll njóti fullra hagsmuna á þeim sviðum, sem hvetur óg örvar kanadiska framleiðsln úr kanadiskum frumefnum, sem örvar fjárhagslega þátttöku Kanada þegna. Vér höldum því fram, að Kanadamenn verði að skilja tafarlaust að stefnuskráin á sviði hagfræðinnar verður að ábyrgjast fullvissu fyrir því að varðveitt sé fyrir ossl og fyrir komandi kynslóðir allt vald yfir hagfræðilegri fram- tíð þjóðarinnar. Sagan sýnir að missi þjóðin tökin á hag-> fræðismálunum megi búast við rýrnun á stjórnarfarsleg- um umráðum. Þess vegna mótmælum vér hinni hættulegu heimspeki núverandi stjórnar, eins og hún var sett fram fyrir nokkr- um árum á þinginu, þá er samgöngumálaráðherra Libe- rala sagði: „að ein ágæt afleiðing St. Lawrence skipaskurðarins yrði sú, að gera oss mögulegt að senda járnmálmgrýti lands ins til stórverksmiðja Banda- ríkjanna.“ Þetta má kallast afturhalds- stefnuskrá, sem setur Kanada aftur í skut, og leyfir — eða jafnvel heldur fram — að hin stórkostlegu náttúrufríðindi landsins skuli unnin að mestu leyti utan Kanada. Svo sem aðrir Kanada borgarar, bjóðum vér vel- komið útlent arðfé. Ekki má banda á m'óti því, en framtíð þjóðarinnar heimtar að því sé ráðstafað til hins mesta hagn- aðar fyrir Kanada. Ég trúi því, að þjóðin eigi að skapa hentugt andrúmsloft og hvatningu til framtaks, en er ekki kominn tími til þess að útlend félög, sem iðnað reka í Kanada, séu skylduð til að verða löggildar deildir í land- inu sjálfu í stað þess að starf- rækja algerlega útlend fyrir- tæki í Kanada? Conservative flokkurinn heldur því fram, að slík ráðstöfun hefði átt að gerast fyrir löngu. Vér hvetj- um útlenda innflytjendur til þess að gerast kanadiskir þegnar; jafnframt ættum vér að sjá um að innflutt starfsfé gerist kanadiskt starfsfé. Þjóðfélagið á að skapa hentugt andrúmsloft og hvatningu til þess að einka- fyrirtæki geti staðist. Vér trú- um því fyllilega að uppbygg- ing landsins sé undir því komin að einkafyrirtæki og einstaklingsframtakið fái nægilega uppörvun til fram- kvæmda. Vér trúum því að tekju- skattslögin ættu að vera þess eðlis að þau veiti kanadiskum þegnum hvatningu og mögu- leika til þess að leggja arðs- fé í kanadisk fyrirtæki. Vér trúum því að skatta- afsláttur ætti að leyfast í sam- bandi við rannsóknarstörf til þess að hvetja vísindalegar rannsóknir á öllum sviðum í Kanada. Það er nauðsynlegt fyrir þjóðina í heild að hið óverj- andi skattafyrirkomulag, sem nú á sér stað taki enda. Þessir háu skattar verða að lækka að mun. Á síðastliðnu ári var hver fjölskylda í Kanada sköttuð $120.00 umfram það sem þarf- ir kröfðust. Það er tímabært að lyfta nú þegar þeirri þungu byrði sem lögð er á herðar fólksins af iðrunarlausum skattherrum. Enginn getur neitað því að núverandi skatt- byrði heftir framfarir, rýrir framgirni og minnkar fram- leiðslu. Núverandi Kanadastjórn virðist álíta, að það sé hollt fyrir sálir fólksins, að það sé ofhlaðið skattbyrðum og að heiðvirðir borgarar séu eltir á röndum af skattheimtu- mönnum. Liberalstjórnin virðist álíta að það auki ógurlega verð- bólgu ef ÞÚ notar þitt eigið fé í einkaþarfir, en ef stjórnin tekur það frá þér og eyðir því sjálf, þá sé öllu borgið. Þegar Conservative flokk- urinn myndar stjórn landsins verður þing kallað saman tafarlaust til þess að lækka skatta. 3. Innflutningur. Kanada þarfnast fleiri íbúa svo að framfarir geti verið í hlutfalli við hin miklu náttúrufríðindi. Með því markmiði myndum vér framfylgja öflugri inn- fiutningsstefnuskrá, í samráði við fylkin, svo takast megi að fá innflytjendur sem hafa nauðsynlega tækni og efni; og munum vér endurbæta innflutningslögin og sjá um framkvæmd þeirra, svo að mannúðlegri stefnu í þeim efnum verði framfylgt, og ýmsum kreddum verði bægt frá, sem nú aftra innflutningi mætra manna, er orðið gætu ágætis borgarar. Niðurlag í næsta blaði " Bete I" $180,000.00 Building Campaign Fund —180 —160 ——$145.045.56 120 100 80 —60 —40 —20 Make your donatlons to the "Betel" Campaign Fund. 123 Princess Street. Winnipeg 2.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.