Lögberg - 09.05.1957, Blaðsíða 6

Lögberg - 09.05.1957, Blaðsíða 6
6 GUÐRÚN FRA LUNDI: DALALÍF „Nú getur mamma hjálpað mér á fætur og fléttað hárið m4tt“, sagði Lísibet. „Og nú fer ég ekkert í kaupstaðinn fyrst hún er komin heim“. „Lílega hættirðu nú alveg að vera góð við pabba, þegar mamma er komin?“ „Nei, þá verð ég góð við ykkur bæði“, sagði Lísibet hlæjandi. „Ég skil bara ekkert í þessu“, sagði Anna, „mér heyrist samlyndið vera eitthvað svo stirt.á milli Dísu og Borghildar. Hún svarar Borghildi fullum hálsi, telpan“. „Mér hefur heyrzt það líka þessa daga síðan ég kom, að Dísa sé bara óþekk við hana og alltaf upp á móti hverjum, sem hún talar við. Líklega eitthvað svipuð móður sinni — getur ekki lynt við nokkra manneskju. Vonandi lagast þetta, þegar þú erþ komin heim. Þú ert alltaf svo friðsöm. En ef svo verður ekki, getur Dísa farið burtu. Ég læt ekki vinnufólkið þreyta Borghildi; hún á það ekki skilið. Það er heldur ekkert varið í stelpuna. Hún hefur hvorki skerpu eða áhuga við nokkurt verk. Ég get fengið nógar kaupakonur“. •Hún er nú heldur ekki nema unglingur enn- þá“, sagði Anna fálega. Henni fannst það hefði mátt spýrja sig, hvort hún væri því samþykk, að Dísa færi. „Mig langaði til að kenna henni eitt- hvert verk, áður en hún færi héðan“, bætti hún við. „Jæja, kannske hún lagist eitthvað, skinnið. Leiðinlegast er hvað hún er vond við hana Lísibetu litlu“. „Já, það heyrði ég nú áðan, en henni skal nú ekki líðast að haga sér svoleiðis“, sagði Anna. Hún skyldi nú sýna henni það, að húsmóðirin væri komin heim. Lílega höfðu allir verið kaldlyndir við Dísu og hún orðið þrjózk og þrá af öllu saman. Borghildur var nú allt annað en hlýleg, ef henni var ekki gegnt. Það var ákaflega ánægjulegt að setjast í sætið sitt við eldhúsborðið. Borghildur bar fram ljúf- fenga kálfakjötssteik og sveskjugraut. Það var skeggrætt og skrafað yfir borðum. Allir voru inni- lega glaðir nema Dísa. Hún var þögul og leit varla upp. Bak við stigann var ferðataska og bögglar húsmóðurinnar. Þangað gaut hún vonaraugum öðru hvoru. Vonandi gæfi hún henni eitthvað, þegar hún kæmi heim. Þegar piltarnir voru farnir út, tók Anna fram „kramið“ og fékk öllum ein- hvenja glaðningu. Lísibet fékk tvo kjóla, brúðu og bolta, Borghildur fínt slifsi og kjólefni, Gróa og Manga slifsi. „Og svo náttúrlega færð þú nú allra mest, sjálf fósturdóttirin“, sagði Anna við Dísu og sýndi henni klæðið í bolinn og pilsið og hvítt efni í skyrtu. Það hýrnaði nú heldur yfir Dísu. „En mig vantar nú margt fleira“, sagði Dísa og hugsaði til þess, hvað hún yrði fín, þegar hún væri komin í íslenzkan búning. „Það vterða nú einhver ráð með það. Ég á ein- hvers staðar borða. Ég reyni að koma þessu upp fyrir páskana, ef ég verð frísk“. „Svo áttu svo fallegan hólk frammi í kommóð- unni hennar Lísibetar, ömmu hans Jakobs“, sagði Dísa. „Mig langar svo mikið til að eiga hann“. „Hvenær hefur þú séð ofan í kommóðuna hennar Lísibetar heitinnar?“ spurði Borghildur tortryggin. Dísa sótroðnaði. „Það er langt Síðan. Ég sá hann einu sinni, þegar mamma var að leita að einhverju“, stamaðl Dísa hálf vandræðalega. „Mér þykir ólíklegt, að Jón kæri sig um að þú fáir þann hólk“, sagði Borghildur stuttlega. „Þú biður ekki um neitt lítið, Dísa mín“, sagði Gróa, þegar þær voru komnar að þvottabölunum aftur, „bara um húfuhólkinn hennar Lísibetar heitinnar“. „Við skulum nú sjá, hvort ég fæ hann ekki“, sagði Dísa hreykin. „Mamma er nú kannske dálítið LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 9. MAÍ 1957 betri en hún Borghildur máttu vita. Hún er ekki vön að neita því, sem ég bið hana um“. „Já, en þetta gerir hún aldrei — það er ég viss um“. Önnu datt nú í hug draumurinn, sem hana dreymdi vestur á Borg. Hún sagði Borghildi hann og spurði, hvort hún héldi, að það gæti átt sér stað, að Dísa hefði komizt í kommóðuna, meðan hún var burtu. „Það þykir mér ólíklegt", sagði Borghildur. „En hvað er hægt að ábyrgjast? Ég hef haft lykl- ana þarna í þilskápnum í búrinu og hann hefur verið læstur, en það ganga að honum svona al- gengir kommóðulyklar. Hún hefur látið svo ó- skemmtilega, stelpan, þennan tíma, sem þið hafið verið í burtu. Það er eins og henni finnist, að hún megi gerá allt, sem henni dettur í hug“. Þær fóru svo fram í stofu og opnuðu kom- móðuskúffuna hverja af annarri. Það var fljótséð, að það hafði verið skoðað í skúffurnar, einkanlega þó koffrið og slæðan. „Ósköp er þetta leiðinlegt“, sagði Anna. — „Skyldi hún nú ætla að erfa eitthvað frá karlinum af ógerðarhættinum? Almáttugur hjálpi mér — gullnælan hennar mömmu er horfin. Hún hefur alltaf verið í þessum öskjum“. „Það er víst ekki að efa, að það hefur verið gramsað í dragkistunni, og það hefur enginn annar gert en hún, það er ég viss um. Mér datt í hug, að lyklunum væri ekki óhætt þarna í læstum skápnum“, sagði Borghildur, klökk af reiði. Þær leituðu um alla skúffuna, en nælan var hvergi. Hún var alltaf höfð í þessum litlu öskjum og aldrei hreyfð nema þegar skautbúningurinn var lánaður við hátíðleg tækifæri, fermingu eða giftingu. „Ég skil ekkert í þessu, ef Dísa hefur gert þetta. Hún hefur aldrei gert slíkt fyrr“, sagði Anna. „Hún hefur haldið, að sér væri það óhætt, þegar þú varst farin. Hún taldi víst, að þú kæmir aldrei aftur. Það hefði getað dregizt, að Jón eða ég hefði athugað þetta“, sagði Borghildur. Hún var enn að leita í skúffunni. „Ég veit það bara, að ég sef ekki væran svefn, fyrr en nælan er fundin“, sagði Anna-. „Það verður að láta Jón tala við hana“, sagði Borghildur. „Fyrst reyni ég að tala við hana“, sagði Anna. „Það ber nú líklega lítinn árangur. Hún verður ekki lengi að bera á borð fyrir þig ein- hverja skröksöguna álíka og þá, sem hún var með í morgun“. „Ég trúi nú sjálfsagt ekki svoleiðis sögum“. Borghildur fór inn og kallaði á Dísu. Hún kom eftir dágóða stund og brosti flírulega framan í fóstru sína. „En hvað það er gaman að sjá þig hérna í stofunni“, sagði hún, en Anna tók eftir flóttalegum hornaugum, sem hún gaf kommóð- unni. „En það er ekki eins skemmtilegt fyrir mig að sjá og heyra, að það hefur verið gert í fjarveru minni, sem mér þykir heldur ótrúlegt“. „Já, því get ég vel trúað“, greip Dísa fram í. „Það hefur hagað sér einkennilega heimilisfólkið þitt, mamma mín. Ég þarf að segja þér margt“. „Ég vil engar sögur heyra“, sagði fóstra henn- ar stuttlega. „Segðu mér bara satt, það er bezt fyrir þig. Hefurðu farið ofan í þessa kommóðu og skilið við aljt í óreiðu og tekið gullnæluna hennar mömmu sálugu?“ Dísa var svo nærri dyrunum sem hún gat. „Hvernig dettur þér það í hug, mamma? Þetta hefur Borghildur sagt. Það var hún, sem hafði lyklana'og var sífellt að róta og rísla hér inni. Hún getur líklega ekki búizt við, að ég hafi náð lyklunum inni í læstum þilskápnum“. „Borghildur gengur ekki svona frá því, sem hún hefur hönd á. Sjáðu nú bara — slæðunni er hreint og beint vöðlað saman. Það er grátlegt að sjá þetta. Mig dreymdi þetta líka. Mamma minnt- ist á koffrið og slaéðuna. Góða Dísa mín! Ef þú héfur tekið gullnæluna úr þessum öskjum, þá komdu með hana strax. Ég skal ekki tala um það við neinn. Ég þoli þetta ekki. Ég fer í rúmið, ef nælan finnst ekki“. „Ég hef ekkert snert í þessari skúffu. Það máttu vera viss um. Ætli Lísibet hafi ekki náð í hana? Hún var stundum hér frammi hjá Borg- hildi“. „Óttalegt rugl er þetta. Ég gæti ekki trúað því, að hún Borghildur hefði látið barnið taka hérna upp úr skúffunum", sagði Anna óþolinmóð. „Það er þýðingarlaust að segja svona lagað“. „Ég veit það bara, að ég hef ekkert tekið og vona, að þú látir ekki telja þér trú um það. En fólkið reynir líklega að segja þér sitt af hverju um mig, en lætur það sjálfsagt ósagt, hvernig það hefur verið við mig þennan tíma“. Dísa opnaði hurðina og ætlaði út, en Borghildur kom innan göngin og snéri henni til baka. „Hvað hefur hún svo sagt þér?“ spurði hún önnu. „Hún segist ekkert vita og aldrei hafa opnað skúffu í þessari kommóðu“. „Mér datt það nú líka í hug, að hún segði ekki annað við þig“. „Þú getur líklega bezt vitað, hver hefur farið ofan í þessa kommóðu“, sagði Dísa illkvittin, „þú geymdir lyklana sjálf“. „Því miður tók ég við þeim. Hefði ég fengið » Jóni lyklana, hefði ég ekki þurft að vera óróleg. En hvar sástu fallega húfuhólkinn annars staðar en þarna í skúffunni?" „Það er langt síðan ég sá hann“, sagði Dísa. „Það leynir sér ekki, að húfan hefur verið handleikin, hún er svo ólánlega næld saman. Það er ekki frágangurinn hennar Önnu þar á. En ég hef aldrei litið ofan í þessar skúffur, því að ég átti hér ekkert. Segðu bara eins og satt er, að þú hafir snuðrað uppi hvar lyklarnir voru og tekið þá einhvern tíma þegar ég var í fjósinu, því að ekki vantar forvitnina — sífellt niðri í öllu“. „Þetta er bara lygi, ekkert annað en lygi!“ hrópaði Dísa yfir sig reið. „Ég sá Gróu taka lyklana“. „Það þýðir ekkert að koma með svona lagaðar sögur. Gróa er búin að vera hér svo lengi, að ég veit, að hún stelst ekki í annarra manna hirzlur“. „Annarra manna hirzlur“, tók Anna upp eftir henni. Það var eins og þenni hefði verið gefið utan undir. Hvað hafði hún sjálf gert? En það var talsverður munuf, þar sem maður hennar hafði átt skrifborðið, en rangt hafði það sjálfsagt verið. Af því voru líka búnir að hljótast margir erfiðleikar og áttu kannske eftir að koma fleiri. „Dísa segir, að Lísibet hafi farið hingað fram með þér. Kannske hefur hún náð nælunni?" var Anna búin að segja áður en hún vissi af. Henni þótti nóg um svipinn á Borghildi, en ekki mildaðist hann við þessa uppástungu. „Var það ekki það, sem ég sagði, að hún myndi koma með einhverja lygasöguna og þú máske trúa henni. En ég er búin að segja þér það, að ég hef aldrei litið ofan í kommóðuna", sagði Borghildur. „Ég sá Lísibetu með þessar öskjur úti á hlaði — ég þekki þær aftur“, þrætti Dísa. „Svo hefur hún náttúrlega læst þær aftur niðri í kommóðu“, sagði Borghildur. „Þetta er svo sem ekki ótrúlegt". „Þið megið leita í kommóðunni minni, ef þið viljið.. Þið munuð varla finna næluna þar“, sagði Dísa. „Það er víst hægt að geyma hana annars staðar en þar“, hreytti Borghildur út úr sér. „Mér dettur ekki í hug að jagast um þetta meira, en ef nælan verður ekki komin í öskjurnar fyrir kvöld- ið, segi ég Jóni, hvað komið hefur fyrir, og það með, að ég verði ekki hér lengur, ef þessi ungling- ur verður ekki látinn fara burtu“. Borghildur fór fram og skellti hurðinni harkalega á eftir sér. „Það er svo sem ekkert, sem gengur á fyrir kerlingarskassiriu“, Ssagði Dísa glottandi. „Það er heldur óviðfelldið tal, sem þú ert farin að temja þér, Dísa. Hvern heyrirðu eigin- lega tala svona?“ sagði Anna ávítandi. „Oh, hún er nú víst komin á þann aldur, að óhætt sé að kalla hana kerlingu", sagði Dísa. „Og líklega sé ég ekki eftir henni, þó að hún fari“. „Láttu mig ekki heyra annað eins og þetta“, sagði Anna. Hún læsti skúffunni og ýtti Dísu á undan sér fram og læsti hurðinni.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.