Lögberg - 09.05.1957, Blaðsíða 8

Lögberg - 09.05.1957, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 9. MAÍ 1957 Stofun Ghana Úr borg og bygð — DÁNARFREGN — Síðastliðinn miðvikudag, 1. maí, andaðist á heimili sínu að Lundar, Man., Mrs. Júlíana Johnson, kona Sveins John- sonar kaupmanns þar í bæn- um. —- Útförin, sem var fjöl- menn, var gerð frá lútersku kirkjunni á Lundar 8. þ. m. Séra Jóhann Friðriksson jarð- söng. — Einkadóttir hinnar lótnu, frú Lilja Clausen, kom alla leið frá íslandi til að vera viðstödd útför móður sinnar. ☆ — DÁNARFREGN — Frú Sigríður Ólafsson frá Plenty, Sask., lézt á þriðju- daginn 23. apríl, 88 ára að aldri. Hún fluttist ásamt manni sínum, Jóni Ólafssyni, frá íslandi til Canada árið 1892; settust þau að í Winni- peg og bjuggu þar til 1911, en fluttu þá til Leslie, Sask. Jón Ólafsson dó árið 1955 og fór þá Sigríður sáluga til dóttur sinnar, Guðbjargar — Mrs. R. Letourneau að Plenty, Sask.; auk hennar lætur hún eftir sig tvær aðrar dætur: Mrs. Lillian La Belle, Eyota, Minn., og Mrs. Alberta Johnson, Biaine, Wash.; tvo sonu, O. A. (Gus) Ólafsson, Leslie, og Thorstein í Winnipeg. Hún missti dóttur sína, Rósu, 1954, og ungan son, Albert, í Winni- peg. Barnabörnin eru 12 og barna-barnabörnin 10. Enn- fremur bróðr, Jóhannes Johnson að Betel, Gimli. Sigríður heitin var lögð til hinztu hvíldar í fjölskyldu- grafreitnum í Leslie á föstu- daginn 26. apríl, og báru hana til grafar: Helgi, Harold og John Sveipbjörnsson, Th. Guðmundsson, Mundi Sig- björnsson og Tom Pugh. ☆ VEITIÐ ATHYGLI! Fimmtudaginn 16. maí gefst tækifæri ^ð kaupa lifrapylsu og blóðmör hjá kvenfélags- konum Fyrsta lúterska safn- aðar í fundarsal kirkjunnar. Salan verður frá kl. 12 á hádegi til kl. 8 að kvöldi. — Tekið verður á móti pöntun- um yfir símann. Myndasýning á Lundar íil arðs fyrir Betel-sjóðinn Miss Helen Josephson sýnir hrífandi litmyndir frá Islandi og Hawaii-eyjum á Lundar miðvikudaginn þann 15. maí, undir umsjón kvenfélagsins „Björk.“ Sýningin verður til arðs fyrir Betel byggingar- sjóðinn. Veitingar verða til staðar, einnig til arðs fyrir bvggingarsjóðinn. Óskandi er að sem flestir sæki þessa samkomu og styrki þannig gott málefni um leið og þeir njóta tækifæris að hafa góða skemmtun. Inngangur 50 cents. Byrjar kl. 8 standard time. ☆ — SPRING TEA — Kvenfélögin þrjú í Fyrstu Sambandskirkju á Banning St. eru að efna til Silver Tea og Home Cooking sölu laug- aidaginn 11. þ.m. í samkomu- sal kirkjunnar frá kl. 2.30 til 5.30. Auk annars verður Bazar Tablé með mörgum ágætum munum. Félögin eru Ladies Aid, Women’s Alliance og Evening Alliane. Vonast er til að menn og konur fjölmenni við þetta tækifæri. ☆ — DÁNARFREGN — Síðastliðinn þriðjudags- morgun lézt hér í borginni Miss Stefanía Pálsson, nokkuð við aldur, ættuð úr Borgar- firði hinum eystra, mikil dugnaðar- og þrekmanneskja; hún lætur eftir sig tvær systur í þessu landi; útförin verður gerð frá Sambands- kirkjunni undir stjórn séra Philips M. Péturssonar. ☆ Mr. G. A. Williams kaup- maður í Hecla var staddur í borginni í lok fyrri viku; með honum fór heim sonur hans, Melvin, sem nýlokið hefir þriðja árs prófi í verkfræði við Manitobaháskólann. ik Svo mikið blíðviðri hefir ríkt í Vestur-Canada undan- farna daga, að þjóðvegir eru þurrir sem um hásumar og jörð að fullu búin undir sáningu. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 12. maí: Ensk messa kl. 11 árd. Mothers Day — and Family Service. Enginn Sunnudagaskóli. Islenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson Fréfrtir . . . Framhald af bls. 1 En það segir ekki að allir séu mettir. Þvert á móti, segir í skýrslunni, ríkir sífellt hung- ur á mörgum stöðum í heim- inum og miljónir manna fá aldrei magafylli allt sitt líf. Það er t. d. álitið, að engar framfarir hafi orðið í nær- ingarmálum heimsins í heild frá því fyrir síðasta stríð. Mannkyninu fjölgar svo ört, t. d. fjölgaði íbúum jarðar um 172 miljónir á árunum 1951 til 1955, að það er erfitt að auka matvælaframleiðsluna í réttu hlutfalli við fólksfjölgunina. ----0--- ÞRJÚ NORRÆN LÖND LEGGJA FRAM STÓRFÉ TIL RUÐNING SUEZ- SKURÐAR Tíu þjóðir hafa lagt fram fé að láni til þess að standa straum af kostnaði við björg- unar- og ruðningsstarfið í Suez-skurði, en það verk var unnið á vegum Sameinuðu þjóðanna sem kunnugt er. Framlag þessara þjóða nemur 10,822,600 dollurum. Auk þess hefir ítalía lofað framlagi en ekki ákveðið upphæðina enn- þá. Það er talið að þetta fé nægi til að greiða björgunar- og ruðningskostnaðinn, en hann reyndist mun minni, en áætlað var í fyrstu. Framlög hinna tíu þjóða eru talin upp hér og eru reiknuð í dollurum. Meðal þeirra þjóða, sem lagt hafa fram fé eru Norðurlöndin, Danmörk, Nor- egur og Svíþjóð, sem hafa lagt fram álitlegar upphæðir, þeg- Framhald af bls. 5 — Er kakó ekki aðal út- flutningsvara landsins? — Jú, og annast' eitt fyrir- tæki allan útflutninginn á vegum ríkisins. Mjög lágir skattar eru lagðir á ein- staklingana, en aftur á móti tekur ríkið megin tekjur sín- ar með álagningu á kakóút- flutninginn. Það er því mjög alvarlegt fyrir þá, að verð á kakói hefir einmitt lækkað um þessar mundir. — Virtist yður gæta mikils kala í garð Breta? — Nei, ekki fannst mér það, þvert á móti virtist fólkið meta mikils þá aðstoð, sem Bretar hefðu veitt þeim til aukinnar menningar og síð- asti landsstjóri Breta, Sir Charles Arden Clark, starfar áfram í Ghana sem einn æðsti embættismaður hins nýja siálfstæða ríkis og dvelur 1 Christiansborg, hinu gamla höfuðvígi Dana, sem þeir reistu á átjándu öld, þegar hluti Gullstrandarinnar var dönsk nýlenda. Trúarbrögð — siðir — Hvernig er trúarbrögð- um háttað í Ghana? — Kristnir og Múhaineðs- trúarmenn eru í minnihluta, en hinir hafa allmörg afbrigði fjölgyðistrúar. Hinir ýmsu ættflokkar halda fast hver við sínar venjur, en sumt er þeim þó öllum sameiginlegt, svo sem það ,að á sjöunda degi eftir að barn fæðist, þá er það borið út undir bert loft fyrir sólarupprás og því gefið nafn. Hinir kristnu fara síðar með það í kirkju og láta skíra það þar, en þessari gömlu venju halda þeir einnig. Fjölkvæni er heimilt þeim sem heiðnir eru, en talið er, að sumir hinna kristnu séu því síður en svo fráhverfir, en dylji það fyrir almenningsaugum. Sagt er, að hinn bezti félagsandi ríki á heimilum fjölkvænismanna. Konurnar skipta með sér verkum, annast til dæmis matreiðslu viku og viku í ar tekið er tillit til fólks- fjölda í þessum löndum. Framlög iil ruðnings i Suez-skurði: Ástralía ....... 1,000,000 Bandaríkin ..... 5,000,000 Canada ......... 1,045,000 Ceylon ............. 3,600 Danmörk .......... 500,000 Noregur ........ 1,000,000 Svíþjóð .. ....... 770,000 Holland .......... 500,000 Libería ............ 4,000 Vestur-Þýzkaland 1,000,000 Skrifstofu björgunarstjóra Sameinuðu þjóðanna, Wheel- ers hershöfðingja í Ismailia átti að loka þann 29. apríl, en þann dag var gert ráð fyrir að síðasta björgunarskip Sam- einuðu þjóðanna myndi sigla frá Suez-skurði. senn, og enn eru efni og mann virðingar manna metnar eftir því, hve margar konur þeir eiga. Nkrumah — þjóðarleiðiogi — Nkrumah forsætisráð- herra hefir að sjálfsögðu verið meðal þeirra manna, sem hæst bar við þessi merkilegu tímamót þjóðarinnar? — Já, enda er hann þeirra Jón Sigurðsson. Hann er mjög aðlaðandi maður og vann undantekningarlaust h y 11 i allra gesta. Og ekki hefir álit mitt á honum þorrið við það, að lesa sjálfsævisögu hans, sem nýbúið er að gefa út. Hann er óvenjulega hlýr í við móti og elskulegur og var að heyra, að hann hefði kynnt sér sjálfstæðisbaráttu Jslend- inga vel, ekki síður en sjálf- stæðisbaráttun annarra þjóða. Við afhentum honum ljós- prentað eintak af Flateyjar- bók að gjöf frá íslenzku ríkis- stjórninni og virtist honum vel ljóst hvílíkur aflgjafi fornbókmenntirnar h e f ð u verið Islendingum í sjálf- stæðisbaráttu þeirra. Kvað hann sér bókina kærkomnari gjöf, einmitt vegna þeirra tengsla. Sem dæmi um per- sónugerð hans skal ég geta þess, að til hátíðahaldanna bauð hann frá London konu og dóttur hennar. Hjá konu þessari hafði haqjp leigt her- bergiskitru þau tvö ár, er hann dvaldist við nám í Lon- don, félaus, ungur maður. Á kvöldin fór hann í eldhúsið og þvoði upp diskana fyrir hús- móðurina, en í staðinn fyrir það skildi hún eftir matarbita í ofninum handa honum og segir hann að það sé þessari konu að þakka, að hann hafi aldrei þurft að fara svangur í rúmið þessi ár. Hann bauð einnig fyrrverandi kennurum sínum frá Bretlandi og Banda ríkjunum þar á meðal Horace Mann-Bond forseta Lincoln- háskólans í Pennsylvania, en í þeim skóla stunda blökku- menn nám. Við hittum Mc- Bond nokkrum sinnum og sagði hann, að það væri' ein- kennilegt að koma til þessa lands, vitandi það, að forfeður sínir hefðu verið hnepptir þar i þrældóm og fluttir til Banda ríkjanna til að verða ánauð- ugir þrælar. Væri sér þessi heimsókn merkilegt tákn um hina æskilegu og sjálfsögðu þróun á lífskjörum kynstofns síns. Ég þakka frú Margréti fyrir þetta fróðlega viðtal og vona að lesendurnir hafi af því á- nægju engu síður en ég hafði af að hitta þessa glæsilegu og alúðlegu konu. Sigríður Thorlacius —TÍMINN, 28. marz KAUPIÐ og LESIÐ —LÖGBERGI Sk&MmtÍAamkoMa Alíslenzk samkoma verður haldin í samkomuhúsi Geysis-byggðar fösiudaginn 17. maí riæsikomandi. Mjög er vandað til skemmtiskrár fyrir þetta gleði- [ mót. Tveir söngflokkar barna og unglinga, undir stjórn j Lilju Martin syngja þar marga íslenzka söngva. Þátt- I takendur eru yfir sextíu. Systurnar Gail, Irene og Fay Finnson skemmta með | þrísöng. Þá er að telja þær góðkunnu Johnsons systur {’ er munu syngja fjórar saman. Milli söngþáttanna verður framsögn ljóða og eru j þessar nafngreindar, Valdine Martin, Jóna og Rosalind I Pálsson og Erla og Elva Sæmundsson. Einnig Píanó- j samspil Valdine og Jón Martin. Þá verður ekki í kot vísað með framlag þeirra eldri. j Þar verður ávarp frá Prófessor Haraldi Bessasyni, og { gamanleikur „Lási trúlofast,“ sýndur af velkunnum j leikurum hér úr heima-byggðinni. Þið Islendingar, sem þess eigið kost, látið ekki hjá j líða að sækja þessa samkomu. Munið stað og stund — j Geysis Hall 17. maí kl. 8.30 e. h. Samkomunefnd Þjóðræknisdeildarinnar „Esjan" Árborg, Manitoba. i-.........................„r.....................1

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.