Lögberg - 30.05.1957, Síða 2

Lögberg - 30.05.1957, Síða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 30. MAÍ 1957 MINNINGARORÐ: Guðni Júlíus Oleson — í GLENBORO — Óðum þynnist hópur hinnar fyrstu kynslóðar Islendinga, er fæddist hér á vesturslóðum. Einn hinn fremsti í þeirra flokki var Guðni Júlíus Ole- son, er lézt á Almenna spítal- anum í Winnipeg þann 9. marz síðastliðinn. Oftar en hitt var hann nefndur „Júllí“ af vinum sín- um. Látlaus í fasi og hlýr í viðmóti, varð, honum vel til vina. Reyndist líka öllum vel. 1 heimabyggð sinni Argyle, þar sem hann ól aldur sinn lengst af, naut hann .frábærrar hylli og trausts og það að makleikum. í þau ár, er ég bjó í næsta nágrenni við hann, varð mér ljóst að hann skipaði sess sem viðurkendur forystu- maður í öllum velferðarmál- um byggðar sinnar og um- hverfis. Hann var uppalinn á frum- býlisárum Vestur-íslendinga, fyrst í Nýja Islandi og síðan í Argyle. Naut hann þannig þeirra áhrifa er mótuðu líf mest áhrif foreldra hans og heimilis. Ber hann foreldrum sínum fagran vott í bókinni “Foreldrar mínir“. Það var heiður og sómi íslenzkra heimila á þeirri tíð, að þau lögðu til mjög haldgóð áhrif þeim er þar ólust upp. Ástæð- ur voru þröngar og ytri kjör mjög kröpp, en þrátt fyrir það naut sín þar mjög heil- brigt viðhorf gagnvart lífinu. Náið var samband ungra og eldri, og heimilið miðstöð allr- ar menningar. Skólar voru fáir og fátæklegir, en heimilin lögðu til þekkingarþrá og menntalöngun. Umhverfið og andrúmsloftið glæddu tilfinn- ingu fyrir tækifærum lífsins og löngun að færa sér þau í nyt. Útsýnið var mót betra degi framundan. Þannig byrjaði líf Guðna Júlíusar Oleson. Ekki veit ég glögt hve mikillar alþýðu- skólamentunar hann naut, en grunur minn er að hún hafi Guðni Júlíus Oleson tán ára gamall misti hann föður sinn, og upp frá því hvíldi á honum fullorðins hlutverk. Það, sem kann að hafa vantað á í skólagöngu og formlega mentun, var bætt upp af áhuga þeirrar sjálfs- mentunar, sem hann stundaði alla ævi. Hann var ágætum hæfileikum búinn, en það hefði komið að litlu gagni ef ekki hefði fylgt því vakandi hugur, er leitaði sífelt auk- efnum lífsins og menningar- legum ágætum. Með því móti er ekki um neina kyrstöðu að ræða, heldur er sjóndeildar- hringurinn stöðugt að færast út og einstaklingurinn að vaxa. Það var saga Júlla. Hann var ' vaxandi stærð meðan líf entist. Eftir að hann kvæntist Kristínu Tómasdóttur frá Hólum í Hjaltadal stunduðu þau búskap í eitt ár. Fluttu þá í sveitabæinn Glenboro og áttu þar heima ætíð síðan. Þau sóttu ekki efjir því að berast á, en fljótt kom það í 1 ljós að heimili þeirra átti mörg þau ágæti er mestu varða. Þau höfðu áræði til að lifa sínu eigin lífi og lenda al- drei í neina samkeppni út af smámunum lífsins. Góðvild og gleðibragur ríkti þar jafn- an, og voru þau mjög góð heim að sækja. Þau reyndust stuðningsmenn alls er til heilla horfði í bygð og ná- grenni, og létu heimili sitt bera þess vott er þau töldu mestu varð^. Kom það fram á börnum þeirra. Þau áttu barnalán mikið. Dr. Tryggvi ur og fræðimaður í fremstu röð. Er á því lítill vafi að hann tók með sér að heiman þá íkveikju, er reyndist honum haldgóð á mentabrautinni. Thomas, yngri sonurinn, átti samleið með föður sínum í viðskiptalífinu og hefir síð- ustu árin tekið við af honum að fullu. Nýtur hann almennra vinsælda og vaxandi álits hjá þeim, er hann þekkja eða við hann skipta. Lára, einkadóttir þeirra, er til aldurs hefir kom- ist, er gift Árna Josephson, vátryggingamanni í Glenboro. Greind kona og fyrirmyndar húsfreyja. Munu þau öll votta hvílík auðna þeim var að eiga slíkt heimili og foreldra. Þegar Júlíus hvarf frá bú- skap og hóf verzlun með akur- yrkjuverkfæri, voru efnin ekki stórvaxin. Þurfti líka að eignast reynslu í viðskipta- lífinu. Það var honum nýr heimur. En fljótt ávann hann sér tiltrú þeirra, er við hann skiptu og naut hennar í vax- andi mæli eftir því sem árin liðu. Hann aldi ekki eftir sér að gera mönnum greiða, og var svo bóngóður að hann gat ekki neitað mönnum hvernig sem á stóð fyrir honum sjálf- um. Á þessum grundvelli jukust viðskiptin og blómguð- ust, svo verzlunin varð mjög umsvifamikið fyrirtæki, er sá vel fyrir þörfum nágrennisins. Stendur nú sem vottur þess, er Thomas sonur hans hefir tekið við, hvernig strang- heiðarlegt viðskiptalíf getur þroskast og blómgast. *En þó athafnalíf Júlíusar væri umsvifamikið, fékk það aldrei tekið upp allan hug hans eða áhuga. Sjóndeildar- hringur hans var of víðtækur til þess. Það var innri þörf hjá honum að fullnægja, sem hann ekki vanrækti. Hann var andlega vakandi í sambandi við verðmæti lífsins. Hann vissi að maðurinn lifir ekki á einu saman brauði. Hinar and- legu þarfir mátti ekki van- rækja. Fróðleiksþrá hans var rík og slokknaði aldrei. Hann var mjög vel að sér í íslenzk- um fræðum og fylgdi því með athygli, sem á ættjörðinni gerðist. Hann átti sjálfstæðan smekk og mat á því er hann las, þó aldrei væru lokaðar dyr gegn fyllri skilningi. Hann hafði ungur eignast ást á Islenzkum ljóðum og eldri íslenzkum bókmentum. Það hélst við. íslenzki arfurinn var honum dýrmætur. Jafnframt þessu hafði líf hinnar ungu Canada þjóðar hrifið huga hans. Hann hafði næman skilning á verðmæt- um egil-saxneskrat1 menning- ar og tillagi hennar til vel- ferðar mannkynsins. Canada þjóðin átti sinn þátt í því að bera fram merki þeirar menn- ingar. Sá vakandi hugur er hann átti fyrir feðra arfi sín- um kom einnig fram hjá hon- um í candískum þjóðmálum og öllu er snerti líf og menn- ingu þess þjóðlífs er hann hér hans. Ótvírætt máttu sín þar verið af skornum skamti. Sex- innar þekkingar á viðfangs- er vel kunnur sem rithöfund- Rétti maðurinn á réttum stað LOUIS ST. LAURENT sér Canada í framtíð sem land framfara og æfintýra, er öllum þegnum sínum muni sjá fyrir auði og allsnægtum í ríkara mæli en nokkru sinni hefir þekst. A stjórnartíð hans hefir íbúatalan aukizt um 25%— miljón nýrra heimila hefir verið reist — líf og afkoma hafa stórum batnað og þjóðlegur þroski og umbætur á góðri leið með að ná til allra þegna landsins. Og það sem mest er um vert, er að Louis St. Laurent þekkir og skilut þarfir þegnanna. Stjórnin, undir forustu hans, hefir gert meira þjóðinni til þrifa og verndar, en áður eru dæmi til, eflt hag og þjóð- félagslegt öryggi, og nú síðast hleypt af stokkum heilsuverndar fyrirkomulagi í víðtækara skilningi, en áður hefir hér verið ráðist í, til aðstoðar sjúkum. Framfarir Canada bera því óhrekjanlegt vitni, að Louis St. Laurent er rélli maðurinn á réiium siað. Greiðið Liberal atkvæði í kjördæmi yðar og sjáið um að Louis St. Laurent haldi áfram hinu góða starfi, að bæta og betra líf allra þegna landsins. Vinnið að vexfi og framfíðarmöguleikum Canada KJÓSIÐ LIBERAL

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.