Lögberg - 30.05.1957, Blaðsíða 4

Lögberg - 30.05.1957, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 30. MAÍ 1957 Lögberg Gefið út hvern firntudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDY STREET, WINNIPEG 2, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Stree, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstoíustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram “Lögberg’* is published by Columbia Press Limited,, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa PHONE 93-8931 Feta í fótspor feðra sinna Við kosningar þær til Sambandsþings, er senn fara í hönd, bjóða sig fram af hálfu Liberala tveir menn, sem vissulega feta í fótspor feðra sinna, en það eru þeir Harold St. George Stubbs, er leitar kosningar í Winnipeg North Centre kjör- dæminu, og W. J. Wood, er leggur Selkirk kjördæmi sér undir fót. Hinn fyrnefndi er sonur stjórnmálamannsins þjóð- kunna, fyrrum dómara og fylkisþingmanns Lewis St. George Stubbs; frambjóðandinn er fæddur í bænum Birtle hér í fylkinu hinn 12. dag nóvembermánaðar 1912. Hann stundar málafærslu hér í borg við góðum árangri; útskrifaðist í lög- vísi af háskóla Manitobafylkis 1936 og hlaut þá heiðurs- pening úr gulli fyrir frábæra námshæfileika og ástundan við nám; ári síðar öðlaðist hann málafærsluréttindi. Mr. Stubbs gekk í flugherinn 1941 og gerðist þar brátt flugforingi; hann hefir látið sig mannfélagsmálin miklu skipta og þótt þar jafnan liðtækur forustumaður; hann er maður rökvís og ágætlega máli farinn; að hann myndi reynast hinn nýtasti maður á þingi þarf eigi að efa. Mr. Stubbs á við harðsnúinn keppinaut afli að etja þar, sem í hlut á Stanley Knowles með langan og merkan þing- feril að baki, en hann er einn hinn allra mesti áhrifamaður C.C.F.-flokksins utan þings sem innan. Mr. W. J. Wood, frambjóðandi Liberala í Selkirk kjör- dæminu, er sonur Bert Woods, þingmanns kjördæmisins, sem lézt í fyrra og gat sér góðan orðstír á þingi; hann rak bíla- verzlun og búskap að Teulon, en slíkt gerir áminstur sonur hans líka; frambjóðandinn nýtur mikilla vinsælda í héraði og hefir um langt skeið tekið giftudrjúgan þátt í opinberum mannfélagsmálum; hann er enn maður á bezta aldri og lík- legur til góðra og margháttaðra athafna í framtíðinni; slíkir menn eiga erindi á þing og verðskulda almenningsfylgi. 1 Selkirk kjördæmi mun glíman einkum verða háð milli Mr. Woods og Mr. Bryces, er leitar endurkosningar fyrir hönd C. C. F.-sinna. *★ ★ ★ Ánægjuleg kvöldstund Síðastliðið mánudagskvöld bauð Mr. Allister Stewart, C.C.F.-sambandsþingmaður fyrir Winnipeg North Centre kjördæmið, blaðamannafélaginu The Canada Press Club til ríkmannlegrar veizlu í salarkynnum Moores hér í borginni, þar sem hvorki skorti gleði né góðan fagnað. Mr. Stewart bauð gesti sína velkomna, en að því búnu tók formaður klúbbsins, W. J. Lindal dómari við fundarstjórn og rakti í fáum, en skilmerkilegum dráttum tildrögin að stofnun klúbbs- ins og þátttöku hans síðar á vettvangi opinberra starfsmála. Leiðtogi C.C.F.-flokksins, Mr. M. J. Coldwell, flutti mergj- aða og snjalla ræðu, er fjallaði að mestu um innflutning fólks til Canada og nauðsynina, sem til þess bæri, að búið væri sem allra viturlegast undir komu þess, varðandi atvinnu og viðunandi húsnæði. Mr. Coldwell fór fögrum orðum um þann menningarlega skerf, er hin ýmsu þjóðarbrot í þessu landi hefðu lagt á borð með sér, og hvatti þau í fylztu alvöru til að vernda móðurm^l sitt og menningarerfðir þeim sjálfum og kjörlandinu til blessunar; var ræðunni fagnað hið bezta. Mr. Coldwell hefir háð langa og stranga baráttu í þágu mannúðarmálanna hvar, sem leið hans hefir legið í þessu landi, en hingað fluttist hann frá London árið 1910. Hann er skólakennari að sérmentun og gaf sig lengi að kenslustörfum; í ræðu sinni lét Mr. Coldwell þess getið, hve mikilvægt það væri að fá hingað hrausta innflytjendur, en við ættum einnig að veita viðtöku heilsubiluðu fólki, sem ekki ætti tök á lækningu í 'heimalöndum sínum. Framfarir í vísindum seinustu tuttugu órin Á seinustu tveimur áratug- Lið æ fullkomnari. Má þar um hafa verið gerðar meiri og merkilegri uppgötvanir, en nokkru sinni áður. Það má rpeð sanni segja að á þessum árum hafa vísindin gert heims byltingu. Þeir, sem fæddir eru upp úr aldamótum, lifa nú í heimi sem er gjörólíkur því, sem þá var. Hér skal nú sagt frá nokkrum þeim vísindaleg- um afrekum, sem mest hafa stuðlað að þessu. Bóluselning við mænuveiki Margir munu telja að á sviði læknavísindanna sé merkust uppgötvun dr. Salks, bólu- setning við mænuveiki. Hún var fyrst reynd árið 1953. Tveimur árum seinna var haf- in allsherjar bólusetning í Bandaríkjunum og síðan í ýmsum öðrum löndum. Og nú er svo komið að margir telja að sigur sé unninn á þessari illkynjuðu og vondu veiki. Sljörnusjáin mikla Á sviði stjörnufræðinnar hafa orðið stórstígar fram- farir og má þær helzt þakka 200 þumlunga breiðu stjörnu- sjánni, sem kennd er við Hale og tók til starfa á Palomar 1948. Þessi mikla stjörnusjá getur skyggnzt svo langt út í geiminn, að vegalengdin nem- ur rúmum billjónum ljósára. Sjónvarpið Þessi uppgötvun var í raun- inni fyrst gerð 1884, en var þá ekki framkvæmanleg. Miklar endurbætur voru gerðar á henni 1920, en það var þó ekki fyrr en 1939 að fyrst var farið að sjónvarpa frá New York. Árið 1950 var sjónvarpið vin- sælasta dægrastytting í Banda ríkjunum og hefir síðan farið sigurför víða um lönd. Ratsjá Það er um ratsjána eins og sjónvarpið, að frumhugmynd- in að því er ekki ný af nál- inni. Árið 1886 sýndi Heinrich Hertz fram á, að radíó-bylgjur gætu endurkastast frá föstum hlutum. En það var þó ekki fyrr en 1930 að sjálf ratsjáin kom til sögunnar. Það var stríðið, sem ýtti mjög undir hugmyndina, því að það var ekki lítils virði fyrir skip á þeim tímum að geta „séð“ í myrkri. — Uppgötvun þessi bjargaði .óteljandi mannslíf- um á styrjaldarárunum. Að stríðinu loknu var hún tekin til almenningsnota og eru nú flest skip útbúin með ratsjá. Sjálfvirkar reiknivélar Fyrsta sjálfvirka reiknivél- in var tekin í notkun í Massa- chusetts Institution of Tegn- ology árið 1942. Vakti hún mestu furðu, því að engu var líkara en að hún hefði manns- vit. Síðan hefir komið hver reiknivélin af annarri og orð- nefna Eniac, sem getur reikn- að 5000 dæmi á einni sekúndu. Þessar vélar munu hafa hina stórkostlegustu þýðingu fyrir mannkynið, því að nú er hægt að leysa á nokkrum mínútum svo flókin dæmi, að menn hefði þurft marga mánuði til þess að leysa þau. Skordýraeiiur Hið alkunna skordýraeitur DDT fannst fyrst árið 1874, en hvarf þegar í gleymsku aftur. Það var ekki fyrr en árið 1939 að svissneskur efnafræðingur rakst á upplýsingar um sam- setningu þess, og gerði til- raunir með það. Heimsfrægt varð þetta eitur 1944 þegar tókst með tilstyrk þess að stöðva pest í Neapel. Síðan hefir DDT reynzt bændum mjög þarft við útrýmingu alls konar skordýra, sem leggj ast á gróður og ávexti. Síðan hafa margar fleiri tegundir komið, sem reynzt hafa vel í baráttunni við skordýr og ill- gresi. Má nú segja að land- búnaðurinn hafi tekið efna- fræðina í þjónustu ^ína, þar sem notkun þessara lyfja er. Undralyfin Fyrsta undrameðalið, sulfa- nilamid, kom fram á sjónar- sviðið 1936. Reyndist það þeg- ar mjög gott gegn lungna- bólgu, barnsfarasótt, blóð- eitrun, kirtlaveiki oð ýmsum öðrum sjúkdómum. — Síðan komu önnur sulfa-meðöl. ADDITIONS to Betel Building Fund From Piney, Man. Communify Raffle of Quilt ..$86.00 Whist in individual homes ........... 29.75 Dance ............ 70.00 Lunch ............. 18.44 $204.69 -0- Rannveig and Joseph McLennan, Riverton, Manitoba In loving memory dear son, Lourence James McLennan. $20.00 of our Penicillin, sem orðið hefir frægast allra undralyfja, fannst fyrst 1928, en svo liðu 15 ár áður en farið væri að nota það að nokkru ráði. Um 1940 komu svo streptomycin, chloromycetin, aureomycin, terramycin og flfeiri meðul gegn sóttkveikjum. Þetta eru hin svokölluðu fúkkalyf. Corlisone Það var í apríl 1949 að ýms- ‘um læknum var sýnd merki- leg kvikmynd. Fyrst sýndi myndin 14 sjúklinga, sem voru svo lamaðir af liðagigt, að þeir máttu sig varla hreyfa. Síðan kom mynd af þeim nokkru síðar, þar sem þeir gátu farið allra sinna ferða, gengið upp stiga og jafnvel dansað. Þeir höfðu verið læknaðir með Framhald á bls. 5 "Betel" $180,000.00 Building Campaign Fund —,—180 —160 ——$145,998.25 -120 —100 -80 —60 —40 —20 Make your donaíions to the "Betel" Campaign FuncL 123 Princess Street, Winnipeg 2. Vote CCF RE-ELECT Slanley KNOWLES X in Winnipeg North Centre ON JUNE 10 Phone SPruce 5-2518 Authorized by Howard McKelvey Official Agent

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.