Lögberg - 30.05.1957, Qupperneq 6
6
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 30. MAÍ 1957
GUÐRÚN FRA LUNDI:
DALALÍF
____________________________________
VONBRIGÐI ÞÓRU
Loksins var þá þessi dagur upprunninn, sem
skólapiltarnir úr dalnum voru væntanlegir heim.
Þóru í Hvammi varð tíðgengið fram í bæjar-
dyrnar þennan dag. Hún hlakkaði til að sjá son
sinn, skólagenginn manninn. Hann var eina barnið
hennar, sem hafði lærdómslöngun. Hann líktist
henni líka mest í sjón. Hin systkin líktust öll meira
í föðurættina. Þeirra versta verk var að taka sér
bók í hönd. Hún hafði oft óskað þess í huganum,
að Björn fengi ekki mikið lægri einkunn en Jakob.
Það var víst ekki sjálfsagt, að Nautaflataheimilið
bæri ægishjálm yfir allri sveitinni bæði í einu og
öllu. Jakob hafði alltaf verið hæstur í öllum
prófum, öllum mæðrum og mörgum feðrum til
mikillar skapraunar. En það vissu líka allir, að
báðir foreldrar hans voru hans önnur hönd við
lærdóminn — einkanlega faðirinn. Hvað skyldi
það vera, sem sá maíur hugsaði ekki um á heimil-
ínu, þó að hann væri ekki ósjaldan fjarverandi?
Það var eins og hann gæti haldið öllu í röð og
reglu. Jafnvel kvenfélagið, sem móðir hans hafði
sett á stofn, töldu allir sjálfsagt, að væri útdautt
fyrir löngu, ef hans nyti ekki við. Það þótti sjálf-
sagt, að Anna Friðriksdóttir tæki við forstöðu
þess eins og öðru af tengdamóður sinni. En hvað
var það, sem þeirri konu yar ekki talið ofviða að
dómi sveitunganna? Hún varð aldrei annað en
lítið peð við hlið manns síns.
„Það er nú ekki séð, að Jakob verði eins hár í
skólanum eins og hann hefur verið hérna í próf-
unum í dalnum", hafði' Helga á Hóli sagt við
kunningjakonu sína í áheyrn Þóru við kirkju um
veturinn. „Faðir hans er nú ekki til að hjálpa
honum þar“.
Þóra blygðaðist sín fyrir að heyra ræddar
sínar eigin hugsanir. Hún gegndi fram í samræð-
urnar, þó að það væri kannske ekki viðeigandi:
„Það var áreiðanlegt, að Jakob stendur sig vel.
Hann er prýðilega skynsamur piltur“.
„Það yrði líka áfall fyrir Nautaflataheimilið,
ef hann yrði ekki höfðinu hærri en synir okkar“,
sagði Helga háðsleg á svip.
Næstu dagar mundu skera úr því, hvort Björn
hefði staðið sig nokkuð líkt þessu eftirlætisbarni
höfuðbólsins í dalnum. Ósköp ætluðu þeir að koma
seint. Hún virti fyrir sér litlausan dalinn hvað
eftir annað, án þess að sjá neina hreyfingu neins
staðar, og gekk svo inn aftur, en var svo komin í
sömu sporin eftir nokkrar mínútur.Loksins sást
þarna eitthvað á ferð lengst út í dal hinum megin
árinnar. Það var sjálfsagt Erlendur á Hóli með
sinn son. Árin var í stólpaflóði, svo að hinir hlutu
að ríða að austanverðu, þó að það væri talsvert
lengra. Hún horfði á þá þangað til þeir voru
komnir heim í hlaðið á Hóli. Svo það hafði þá
orðið Helga, sem fyrst hafði heimt soninn. Hún
bað yngri drengina að segja sér, ef þeir sæju ein-
hverja koma utan dalinn. Hún mátti ekki vera að
þessu glápi. Þeir kæmu ekki fyrr, þótt hún biði
eftir þeim í dyrunum. Nokkru seinna var kallað
inn, að nú væru þeir víst að koma. Þóra flýtti sér
fram. Þarna voru einhverjir á ferð fyrir neðan
Hjalla, en það voru ekki Hvammsfeðgar, það sá
hún á hestalitnum og reiðlaginu. Hún stóð þarna í
sömu sporum og hún hafði staðið fyrir rúmum
tuttugu árum og horft á hreppstjórann á Nauta-
flötum flytja son sinn heim úr skóla, — bara sá
munur, að nú var það faðirinn, sem reið á undan,
þá var það sonurinn. Þetta barn næði aldrei með
tærnar í hælförin hans föður síns, hugsaði hún og
horfði með hrifningarglampa á æskuvininn ó-
gleymanlega engu síður en fyrr. Þeir voru jafn-
fallegir hestarnir og þeir voru á þeim árum. Þó
var svo óralangt síðan. Hún horfði svo lengi á
eftir þeim, að hún tók ekki eftir þeim, sem hún
hafði þó verið að vonast eftir, fyrr en Einar litli
vakti athygli hennar: „Þeir eru komnir fram fyrir
Hjalla og pabbi er langt á eftir“, kallaði hann.
Það gat nú skeð, að hann kæmist ekkert áfram
eins og vant var. Öll systkinin og móðirin biðu
úti. En hvað Björn var orðinn feitur og myndar-
legur.
„Hann bara mænir yfir pabba“, sagði Friðrik
ekki laus við öfund.
Björn heilsaði öllum með kossi. Honum sýnd-
ist systkinin hafa stækkað mikið þetta missiri,
sem hann var búinn að vera í burtu.
„Það er engu líkara en þið ætlið að éta hann,
þegar hann kemur heim“, sagði Sigurður. Honum
þótti nóg um fagnaðarlætin utan um Björn. „Þið
sjáið nú líklega ekki sólina, hvað þá það, sem
dekkra er, fyrir honum svona næstu dagana“.
Björn fór inn og öll systkinin á eftir honum.
Inni beið dúkað borð með hátíðamat handa lærða
syninum.
„En hvað það er gahian að vera kominn heim
og farinn að borða hjá mömmu“, sagði Björn og
byrjaði þar næst á ferðasögunni. En móðir hans
var forvitin og spurði, hver þeirra hefði tekið
hæst próf, félaganna úr þeirra sveit. „Jakob var
langhæstur af okkur“, sagði Björn áhugalaust.
„Ég hélt, að prestssonurinn yrði hæstur“.
„Nei, hann var þó nokkuð lægri. Annars man
ég það ekki vel“.
„Hefurðu það ekki skrifað, hvað hver fékk í
aðaleinkunn?" spurði Þóra. „Þú máttir þó vita,
að mig langaði til að vita það“.
„Ekki er nú forvitnin lítil“, hnusaði í Sigurði.
„Ætli þér megi ekki liggja það í léttu rúmi, hvað
hver og einn fær. Líklega geturðu þó ekki búizt
við, að allir geti verið hæstir. Líklega verður þó
einhver að vera neðstur og neðarlega".
„Varst þú ofarlega, Björn?“ spurði systir hans
brosandi.
„Ónei, ekki býst ég nú við, að mamma verði
neitt hreykin af því“, sagði Björn. „Ef satt skal
segja, var ég alveg orðinn áhugalaus og dauð-
leiður á þessu stagli dag eftir dag“.
„Nú er ég aldeilis hissa“, sagði móðir hans,
„því hefði ég aldrei trúað, þú varst svo viljugur
að læra undir ferminguna".
„Það er ég, sem ekki er hissa á því“, sagði
Sigurður. „Ég get aldrei skilið það, að nokkur
maður skuli geta unað því að sitja yfir bókum
mánuð eftir mánuð. Það hefði verið skárra fyrir
þig, lagsmaður, að kaupa þér kot fyrir þessar
krónur heldur en að eyða þeim í þetta. Svo er það
nú það lakasta, að það verða allir letingjar, sem
koma af þessum skólum“.
„Ég hef samt ekki hugsað mér að .verða mjög
latur í sumar“, sagði Björn og brosti kankýíslega
til mömmu sinnar.
„Það þýddi lítið fyrir þig að vera í samverki
með mér, ef þú hugsaðir þér að vera eins og úti á
þekju við verkið“, sagði Sigurður.
Þóra ámálgaði það seinna um daginn, að sig
langaði að sjá, hvernig hann hefði staðið sig í
prófunum. „Ætli ég hafi ekki týnt þessari skrá“,
sagði hann, „ég man að minnsta kosti ekkert um
hana“, bætti hann við. Daginn eftir kom hann
samt með langan nafnalista og fékk henni. „Ég er
nú ekkert sérlega ofarlega gæti ég hugsað, að þér
finndist", sagði hann og fór fram úr baðstofunni.
Þóra leit yfir nöfnin. Birni hafði farið mikið fram
að skrifa þennan vetur. Hún fann fljótlega nafn
Jakobs. Hann var sá þriðji í röðinni. Prestssonur-
inn var sá áttundi. En hvar var Björn eiginlega?
Hún var farin að halda, að hann hefði gleymt að
skrifa sitt eigið nafn. Þarna var Siggi á Hóli og
þarna var Björn tveimur sætum fyrir neðan hann.
Hún þeytti þessum lista á borðið í gremju sinni.
Það hefði verið betra, að hann hefði aldrei komið
fyrir augu henni. Svona endaði þá þessi draumur.
Hann hafði líka verið heldur eigingjarn, það fann
hún vel. Út yfir allt tók það þó, að Siggi á Hóli
skyldi vera hærri. Skyldi Helga geta haldið á því?
Þóra var langan tíma að ná sér eftir þetta
gremjukast. Björn blístraði lag út á hlaðinu. Hún
gekk fram í dyrnar. „Mér þykir þú hafa staðið þig
hálfilla, vinur“, sagði hún og reyndi að dylja
vonbrigði sín.
„Mér datt það í hug“, sagði hann kafrjóður.
„Þessi próf eru nú bara eins konar happdrætti“,
bætti hann við og reyndi að brosa kæruleysislega.
„Jakob hefur staðið sig bærilega“.
„Hann leit heldur aldrei upp úr bókunum.
Ég held hann hafi sofið lítið, meðan prófin stóðu
yfir. Svo er hann nú líka af heldra taginu“.
„Ekki er þó prestssonurinn mjög hár“, sagði
Þóra. Henni fannst Björn minna sig allt í einu á
föður hans, þegar hann talaði um að Jakob til-
heyrði heldra fólkinu.
„Hann er nú heldur rallgefinn, sá piltur“,
sagði hann. „Það er hreint ekki svo auðvelt að
standa sig vel í þessum prófum“, hélt hann áfram.
„Ég fékk líka fjandans inflúensuna rétt þegar
þau voru að byrja“.
„Fengu hana ekki allir jafnt?“ spurði móðir
hans stuttlega.
„Það var misjafnt. Siggi á Hóli slapp eiginlega
alveg við hana. Annars hefði hann ekki orðið
hærri en ég“.
„Nú, jæja“, andvarpaði Þóra, „það þýðir víst
lítið að tala um það sem liðið er“. Það var ekki
fyrsti ósigurinn, sem hún beið fyrir Nautaflata-
fólkinu. Það var sjálfkjörið til að vera hafið yfir
öll önnur heimili sveitarinnar. En að láta í minni
poka en Hólsfólk, því hafði hún ekki búizt við, að
hún ætti eftir að þola. Hún gat svona vel hugsað
sér, að Helga léti það ekki undir höfuð leggjast
að sækja kirkju næsta messudag og segja frá því,
hvað Sigurður hennar hefði tekið gott próf.
JAKOB A AÐ VERÐA PRESTUR
Það var eins og Anna Friðriksdóttir fengi
nýja krafta við það eitt að sjá son sinn heim-
kominn. Allan þann tíma, síðan hún kom að
vestan, hafði hún varla sézt utan dyra og útlitið
batnaði lítið hvernig sem Borghildur dekraði við
hana í mataræði. Gróa var búin að margsegja það,
að hún kæmist aldrei til heilsu aftur: „Það eru
ekki vandræði að sjá feigðarfölvann á andlitinu
á henni, blessaðri manneskjunni“. En þegar þeir
feðgar riðu í hlaðið, stóð hún úti og fagnaði þeim,
og eftir það fór hún að sjást úti við á hverjum
degi eins og vanalega.
„Ég fer að hugsa, að Erlendur minn á Hóli
hafi ekki sagt of mikið um veikindi húsmóður-
innar“, sagði Gróa, „þarna er hún orðin eins og
önnur manneskja um leið og Jakob er kominn í
bæinn. En hræðilegt er að vera svona. Auðvitað
er þetta geðveiki — einn anginn af henni. Þeir
eru víst margir, þykist ég vita“.
„Það er nú líka skemmtilegt að sjá Jakob
sitja við borðið“, sagði Dísa sælbrosandi.
„Það finnst þér að minnsta kosti, þykist ég
sjá.Þarna gengurðu alltaf með þetta flírubros á
sjáaldrinu, sem þú varst með í vetur, þegar þú
sagðir, að hann væri búinn að kaupa hús handa
þér vestur á Breiðasandi“, sagði Gróa.
„Ngi, það sagði ég nú ekki, en að hann væri
búinn að kaupa hús handa mömmu og að ég ætlaði
að verða hjá þeim, og það hefði líka orðið, ef
kerlingarasninn hún Þóra hefði ekki spillt því
öllu“.
Gróa hristi höfuðið: „Þú ert svo heimsk, Dísa,
að það er ómögulegt að trúa nokkru orði af því,
sem þú segir“.
„Þú skalt nú sjá til, hvort það hefur allt
verið vitleysa“, sagði Dísa laundrjúg. „Um eitt-
hvað eru þau alltaf að tala, Jakob og mamma.
Bara að ég hefði ekki þurft að fara burtu“.
„Ætli þú hefðir nokkuð verið höfð með í
þeim ráðum. Mér sýnist hún vilja hafa hann út af
fyrir sig. Það er eins og hún sjái engan nema
hann einan. Svona sagði hún Sigþrúður á Hjalla
að hún hefði látið með Jón fyrstu árin — helzt
alltaf viljað láta hann sitja yfir sér inni. En hann
hefur nú verið liðléttur við útivinnuna, þessi
piltur, svo að ég vonast ekki eftir að sjá hann
koma út núna, þegar hann er orðinn skóla-
genginn“.