Lögberg - 30.05.1957, Síða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 30. MAÍ 1957
7
Æviminning
Tryggvi Sigvaldason var
fæddur að Lómatjörn í Grýtu-
bakkahreppi við Eyjafjörð
þann 26. ágúst 1863. Hann lézt
að Elliheimilinu Betel á Gimli
þann 14. september 1956, 93
ára gamall.
Tryggvi kom til Canada árið
1893 og settist að í Baldur,
Manitoba ári seinna; þar bjó
hann alla sína daga í þessu
landi utan fárra mánaða, á
ævikvöldinu, sem hann dvaldi
á Betel skömmu fyrir andlátið.
Kona Tryggva var Guðný
Karítas Friðbjörnsdóttir, lézt
þann 24. febrúar 1922. Þau
eignuðust þrjú börn, eitt dó í
æsku. Þau sem syrgja foreldra
sína eru: Mrs. O. R. Schultz
til heimilis að Pilot Mound,
Man., og Kristrún Guðný til
heimilis að 352 Bartlett Ave.,
Winnipeg.
Jryggvi heitinn var fæddur
og uppalinn við Norður-íshaf-
ið. Á barnsaldri vandist hann
við blíðu og stríðu náttúrunn-
ar. Hann fór snemma að berj-
ast við ofurefli og sjá fyrir sér
eftir getu. Á sumrin vann
hann í sveit. Á haustin og
veturna fór hann á hákarla-
veiðar, sem var óefað erfið-
asta sjósókn á Islandi á þeim
tíma, og var til þess valið úr-
valslið. Hákarlabátar voru um
30—40 tonna seglskip, mann-
aðir 10—15 vöskum drengj-
um, víkingar í anda og karl-
menn að burðum. Aðbúnaður
allur var óviðunandi, eftir því
sem nú tíðkast, flestir höfðu
með sér matarskrínu að
heiman, sem endast varð legu-
tímann, fleiri vikur í einu;
saltkjöt og fiskur var matreitt
á skipunum og kaffi á þeim
öllum stundum. Þessi litlu
skip sigldu út í íshafið um
hávetur mönnuð hraustustu
drengjum bygðarinnar. Þau
lágu af sér veður, fárviðri,
freyðandi sjó og blindöskubyl.
Skipsmenn sóttu björg í bú
upp á líf og dauða. Tryggi
heitinn var einn af þessum.
Eg hafði þá ánægju að heim-
sækja Tryggva á efri árum
hans. Samtalið barst oftast til
æskustöðvánna. Við fórum á
hákarlaveiðar, í svaðilfarir.
Ég hef oft farið um þær slóðir,
þar sem Tryggvi fiskaði, en á
vélskipum við hinn bezta út-
búnað, oft í slæmu veðri og
stundum í undurfagurri sum-
arblíðu. Maður varð að geta
sett sig inn í kringumstæður
Tryggva h. á yngri árum hans
til að skilja manninn. Þótt
hann væri þúsund mílur upp
á hásléttum Ameríku, þá var
hann oft á sjó í mismunandi
veðri, — lundin samrýmdist
þá hugsjóninni, hann stóð
kannske við stýri og varðist
brortsjó á bóg, líf hans og
margra annara lá í hendi hans.
1 rauninni var hann kannske
að súpa kaffi með góðum
gesti, eða að ganga niður í búð
á fögrum sólskinsdegi. Á
yngri árum lagði hann fram
alla krafta sína í baráttunni
við náttúruöfl Norður-íshafs-
ins, í nístandi kulda, ólgandi
sjó, blindbyl, öskrandi stormi,
við að bera björg í bú. Þegar
veðrið var gott, var vakað dag
og nótt og hamast við að
eggja, draga og gera að. —
Svona voru æskuárin.
Þegar til Ameríku kom
urðu kringumstæðurnar þægi
legar og unaðsríkar. En mað-
urinn hafði mótast lífsreynslu
unglingsins og var stöðugt að
berjast við íshafið.
COPENHAGEN
Heimsins bezta
munntóbak
Tryggvi heitinn naut þeirr-
ar ánægju að heimsækja átt-
haga sína 1930 eftir 37 ára
útilegu. Skömmu seinna varð
hann alblindur og fékk lausn
frá embætti, sem hann hafði
gegnt hjá C.N.R. járnbrautar-
félaginu í rúm 30 ár.
Það er mörgum erfitt að
slíta sig upp úr átthögunum
og hverfa til ókunnugs lands
mállaus, taka upp nýja siði,
ný vinnubrögð og nýjar lífs-
venjur. Það er ekki öllum
hent. Það reynir á manninn,
krefst sjálfsafneitunar og
óumræðilega mikillar sjálfs-
stjórnar. Og hversu vel sem
þetta tekst þá verður Iífsferill-
inn alltaf mótaður reynslu
unglingsins.
Líf Tryggva h. var marg-
breytt, ævintýraríkt og oft
hrífandi þeim sem þektu hann
bezt.
Við þökkum fyrir lífsfylgd-
ina og vottum aðstandendum
samúð okkar.
Jóhann Fredriksson
P.S. Þess er óskað að viku-
blaðið DAGUR á Akureyri
endurprenti þessa dánar-
minningu.
Til Jóhanns Sæmundssonar
Hreinn í lundu, heilráður,
ívergi bundinn, sjálfstæður.
Alla stundu einlægur,
aldrei fundinn hlutdrægur.
Snælands kuldinn upp þig ól
ásamt hlýrri júní sól.
Napurt kul frá Norður pól
næddi um þín bernsku skjól.
Kul það efldi kjarkinn þinn,
kappi hleypti í unga kinn.
Þrekið óx við þrældóminn,
þrautir s^ópu manndóminn.
Stæltust vöðvar, styrktist
hönd,
störfin þér ei reyndust vönd.
Hugann engin bundu bönd,
þú bjóst að kanna nýja strönd.
Þú valdir leið í vestur, átt,
vestur yfir hafið blátt.
Nýjan heim þú hittir brátt,
hvar þér kunnugt birtist fátt.
En, það var eitt er þekktir
samt,
— og þurftir víst að leita
skammt —
að vinna hart, og vinna jafnt
var þér fyrir löngu tamt.
Starf er líf og líf er starf,
lögmál það sem aldrei hvarf.
Ekki saka þig um þarf
þú að hafir spillt þeim arf.
Hollvirkur á hverjum stað,
og hverju sem var starfað að.
Trúarjátning þín var það,
þó hún væri ei fest á blað.
Erfiðleika landnemans
léztu verða sigurkranz,
stærri og fegri en meðal-
manns,
merktan dyggðum eigandans.
Júní sólar varminn var
vafinn í þitt hugarfar.
Höfðingslundin þín var þar
þjónn, sem ei við neglur skar.
Bæði um anda og efnis svið
ótal mörgu veittir lið.
Þér fanst þó ekki eiga við
að það færi í dagblaðið.
Ennþá starfar iðin mund,
ennþá sporar fótur grund,
ennþá berðu unga lund,
elli þó að vaxi pund.
Dagur langur orðinn er,
ævi-sólin lækka fer.
Vinlegt kveldið verði þér,
vinur, það er ósk frá mér.
Lárus B. Nordal
Rússar hóta
Islendingum
Hér á eftir fara orðréttir
kaflar úr grein í „Krasnaya
Zvezda (Rauðu stjörnunni),
málgagni rússneska hermála-
ráðuneytisins, samkvæmt upp
lýsingum Tass-fréttastofnun-
arinnar. Greinin er skrifuð af
B. Vronsky, og gerir hann að
umræðuefni ræðu þá, sem ís-
lenzki utanríkisráðherrann
hélt nýlega í tilefni afmælis
Atlantshafsbandalagsins.
„ísland, sem er lítið eyland
nyrzt í Atlantshafi, gerðist að-
ili að hernaðarbandalagi, er
beint var gegn Sovétríkjun-
um og vinaríkjum þeirra. Is-
lenzkt land hefur verið búið
til notkunar fyrir bandaríska
herinn, svo að hann geti með
andartaks-fyrirvara notað það
í árásarfyrirætlunum sínum
gegn Sovétríkjunum og al-
þýðulýðveldunum, og slík
vopnuð árás af íslenzku landi
kann að verða gerð gegn vilja
íslenzku þjóðarinnar og jafn-
vel íslenzku stjórnarinnar. Af-
staðan sem (Guðmundur I.)
Guðmundsson tók er í mót-
sögn við ályktun Alþingis frá
28. marz 1956, þar sem þess
var krafizt, að bandarískar
hersveitir færu frá Islandi.
Heimköllun bandarískra
herja frá íslandi er eina leiðin
til að tryggja öryggi þess. Þeir
sem geta ekki eða vilja ekki
skilja þetta og loka augunum
fyrir áætlunum Bandaríkj-
anna um að nota Island sem
stökkbretti til árása á Sovét-
ríkin, eru að gera hörmulega
skyssu. Það er alkunna, að
Sovétríkin ætla ekki að ráð-
ast á neinn, en þau verða
neydd til að greiða árásar-
aðila og stöðvum hans, hvar
sem þær eru, það högg sem
nægir til tortímingar“.
—Mbl., 13. apríl
37 íslendingum boðið
í sérstæða kynnisför
til Noregs
Gert er ráð fyrir, að þeir feti
„í fólspor Egils Skallagríms-
sonar"
Nokkur fylki og félög í
Noregi hafa tekið sig saman
og boðið .37 Islendingum í ferð
um Vestur-Noreg dagana 13.
til 23. júní n.k. Ferðin á að
heita „1 fótspor Egils Skalla-
grímssonar“ og verður farið
um ýmiss héruð, sem hann og
ættmenn hans dvöldust í um
lengri eða skemmri tíma.
Reynt verður að gera för
þessa bæði fróðlega og
skemmtilega og auðvitað verð-
ur lögð áherzla á, að gestirnir
kynni sér norskt atvinnu- og
menningarlíf, en hafi þó Egils
sögu í huga og tengi á þann
hátt nútíð og fortíð: á þessum
slóðum saméinast saga Islands
og Noregs, og mætti ætla, að
tilgangur fararinnar væri ekki
sízt sá að minna á það„ á
skyldleikann milli þessara
frændþjóða og menningararf
þeirra, sem runninn er af
sömu rótum. — Er þetta í
fyrsta skipti, sem efnt er til
slíkrar farar og er hún því
mjög sérstæð.
Ferðin verður skipulögð á
þann hátt, að gestirnir sjái
sem mest af heimkynnum ís-
lenzkra landnámsmanna í
Noregi og er það von þeirra,
sem að boðinu standa, að það
styrki vináttuböndin milli
frændþjóðanna tveggja. Þátt-
takendur eiga að koma til
Björgvinjar hinn 13. júní, en
þaðan verður haldið tveimur
dögum síðar norður í Sogn og
Fjörðu, Sunnmæri og Ála-
sunds, þar sem ferðinni lýkur
sunnudaginn 23. júní.
Mbl., 10. apríl
PAUL W. GOODMAN (ALDERMAN), “I solicit your support and
vote on June lOth for Mr. Stubbs. We need a voice in the Liberal
government.”
VOTE FOR
Harold St. George Stubbs, Q.C.
Liberal—North Centre
The Liberal Government has
Paid (approximately) $19,000,000 Family Allowances to resi-
denls of Winnipeg North Centre, since inception.
Paid (approximately) $10,000,000 Old Age Security to residents
of Winnipeg North Centre since 1952.
1953 enacted “Fair Employment Practices Act”—banned
discrimination.
1956 enacted “Equal Pay for Women.”
Unemployment Insurance For Fishermen.
Guaranteed Union Security.
STUBBS
HAROLD ST.
GEORGE
|x
By authority Brian Folliott, offlcial agent, 959 Sherburn St.
Your Committee Room Is
306 NOTRE DAME AVE. — PH. 93-7053