Lögberg - 11.07.1957, Síða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. JÚLÍ 1957
5
V,vyVVVW'WV"^"^"^'V^V
ÁHU6AH/ÍL
rVCNNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Eiginkona í undralandi
Aígreiðslustúlkan eignaðist skemmlilega nágranna
hvíta, svarta og loðna
HILDA var afgreiðslustúlka í
London. Það var eins með
,hana og aðrar stúlkur á svip-
uðu reki: hana dreymdi dag-
drauma um' háan, glæsilegan
jnann, sem yrði ástfanginn af
henni og kippti henni með
einu handtaki upp úr hinum
gráa hversdagsleika borgar-
.lífsins og beint inn í undra-
land rómantískra ævintýra.
Munurinn á Hildu og jafn-
,öldrum hennar var aðeins
einn: Draumur hennar rættist.
Að vísu hafði hana aldrei
órað fyrir því, að ævintýra-
landið yrði jafn ævintýralegt
og raun varð á. Því að glæsi-
legi riddarinn, sem seildist inn
fyrir búðarborðið og frelsaði
hana, var Fred Merfield, einn
af kunnustu veiðimönnum
Afríku.
Nú hafa þau hjónin skrifað
um það bók, hvernig það er að
vera eiginkona manns, sem
lifir á því að veiða villidýr.
,Hún heitir: „Nágrannar okkar
voru górilluapar,“ og hefir
vakið talsverða athygli.
Hilda var naumast fyrr
komin til Afríku en hún hlaut
eldskírnina. Þau hjónin voru
stödd í grennd við Doume-
fljót í Kameroon, þar sem þau
hugðust taka sér bólfestu,
þegar sjö vísundar gerðu þeim
fyrirsát.
Nú vill svo til, að vísundinn
er af ýmsum talinn Tiættu-
legasta skepnan í allri Afríku.
Hann er grimmur, greindur
og ótrúlega kænn.
Fred var staddur skammt
frá Hildu og burðarmönnum
þeirra, þegar hann sá þau
veifa og. benda af miklum
ákafa. Hann leit við, og þarna
stóðu vísundarnir og bjuggust
til atlögu. Hann tók á rás í
áttina að runnaþyrpingu, sem
stóð skammt frá honum, og
um leið tóku þrír vísundar sig
út úr hópnum, settu undir sig
höfuðið og komu brunandi
eins og eimlestir í átt til hans.
Hann kraup á kné, bar riff-
ilinn eldsnöggt upp að kinn-
inni og skaut. FyMrliðinn
steyptist til jarðar. Hinir
tveir snarstönsuðu, komu
auga á Hildu og tóku stefnu
á hana. Burðarmennirnir voru
fljótir að forða sér. En þetta
voru fyrstu kynni Lundúna-
stúlkunnar af vísundum. Hún
hikaði og horfði ráðþrota í
kringum sig.
„Þegar ég horfði fram
þlaupið á rifflinum mínum,“
segir Fred, „og sá að Hildu
bar nærri alveg fyrir vísund-
ana, greip mig þvílík ofsa-
hræðsla, að ég stundi upp-
hátt.“ Hann skaut runu af
skotum og þau hæfðu í mark.
En þarna munaði ekki nema
hársbreidd. Annar vísundinn
átti naumast eftir tíu skref
að Hildu, þegar hann loksins
steyptist um koll. Hún var ná-
föl og skjálfandi. Þau héldu
kyrru fyrir í tjaldbúðunum
það sem eftir var dagsins.
Eftir að þau voru búin að
koma sér fyrir í dálitlu húsi,
,fór Fred að hafa áhyggjur af
því, að hann skyldi hafa boðiði
konu sinni upp á þetta líf. Það
var fimm daga gönguferð
til næsta hvíta nágrannans
þeirra, það var mikið lengra
til læknis og blökkumennirnir,
sem lifðu á þessum slóðum,
stóðu á ákaflega lágu menn-
ingarstigi og voru nærri á-
reiðanlega manætur.
Þarna voru eitursnákar,
sporðdrekar, pardusdýr, gór-
illuapar og villisvín; fárviðri
,og flóð og ægilegir sjúkdóm-
ar; flugnaplágur af öllu hugs-
anlegu tagi, trjámaurar, sem
gátu gjöreyðilagt hús á fáum
mánuðum, og risavaxnir
svartir maurar, sem fóru um
i fylkingum og eyddu öllu
sem fyrir þeim varð.
, En Hilda var enginn hug-
leysingi og hún var fljót að
venjast hinu erfiða lífi. Hún
tók hættunum og erfiðleikun-
um án þess að mögla og virtist
raunar annað veifið hafa af
þessu öllu óskipta ánægju.
Á leiðinni inn í landið komu
þau við í ýmsum blökku-
mannaþorpum. I fyrsta negra-
kofanum, sem Hilda svaf í,
átu þriggja þumlunga langir
kakalakar stærðar göt í fötin
hennar.
í grennd við Arteck, þar
sem heimili þeirra átti að
vera, höfðu hinir innfæddu
búið þeim óvæntar móttökur.
Hilda átti sér einskis ills von,
þegar hundruð alsnakinna
blökkumaryia stukku allt í
einu út úr runnunum með
ópum og óhljóðum og hófu
æðisgenginn stríðsdans í
kringum burðarstólinn henn-
gr.
Á hæla stríðsmönnunum
kom kvenfólkið, hlæjandi og
masandi, og með þeim enn
fleiri syngjandi, dansandi
karlmenn. Það var ekki laust
við, að Hilda yrði hrædd. „Er
allt með felldu?“ spurði hún
manninn sinn. „Þetta er þeirra
máti að bjóða okkur velkom-
in,“ svaraði hann brosandi.
Þetta fólk hafði aldrei áður
séð hvíta konu, og mikil var
furða þess, þegar Hilda steig
niður úr burðarstólnum. Kon-
urnar allar vildu ólmar taka
í hendina á henni og fá að
þukla fötin hennar.
Þessir blökkumenn byggðu
húsið, sem Hilda og Fred
settust að í. Þarna dvaldist
Hilda oft einsömul dögum
,saman á meðan Fred var á
veiðum, en hún var aldrei
hrædd, vissi að hún var stödd
meðal vina. Tveir stríðsmenn,
vopnaðir spjótum stóðu vörð
við húsið dag og nótt, og þegar
hún fékk sér göngutúr í skóg-
inum, eltu þeir hana, til þess
að gæta þess, að hún villtist
ekki og vara hana við villi-
dýrum.
, Hún veitti því athygli, að
flest litlu börnin í þorpinu
báru bönd um úlnliði og
mjaðmir. Böndin skárust inn í
hold þeirra og ollu þeim sí-
felldum sársauka. Þegar Fred
sagði henni, að mæðumar
settu böndin á börnin til þess
gð geta fylgst með því, hvort
þau stækkuðu, beitti hún sér
fyrir herferð gegn ósómanum.
Og börnin losnuðu við böndin.
Hún hyrjaði að safna alls-
kyns skordýrum og fiðrildum
,sér til dægrastyttingar. Fred
jiafði líka áhuga á þessum
.hlutum og á kvöldin flokkuðu
þau sýnishornin eftir kenslu-
bókum, sem þau öfluðu sér.
Þau tóku tvo unga górillu-
apa í fóstur og kölluðu þá^
Tarsan og Jeeves. Seinna
eignuðst þau ósköp lítið górilu
barn og skírðu það Jane. Þeg-
ar Jane var sett inn í herbergi
Tarsans og Jeeves, gekk hún
rakleitt til þess síðarnefnda
,og stakk upp í hann fingrin-
um, til þess að sýna, að hún
treysti honum og vildi vera
vinur hans. En Jeeves setti
upp fýlusvip og stjakaði henni
frá sér.
Þegar Fred bauð Jane ban-
ana, hrifsaði frekjudólgurinn
Tarsan ávöxtinn af henni.
Jane litla hrifsaði hann hins
vegar tafarlaust aftur, og
þetta kom Tarsan svo á óvart,
*að honum féllust hendur.
Seinna urðu þremenningarnir
óaðskiljanlegir vinir.
Hilda og Fred eignuðust
þarna þrjú börn — Trudie,
Gordon og Brian. Þau ólust
upp með börnum blökku-
mannanna og gengu um hálf-
nakin. Þau átu oft sama mat
og blökkumennirnir; Trudie
litla var þeim til dæmis inni-
lega sammála um, að steiktir
maurar væru hreinasta lost-
æti.
Þegar hún var tæplega eins
árs, var hún reyndar nærri
orðin maurunum að bráð. Ein
hinna ægilegustu svörtu
maurafylkinga réðist inn í
húsið klukkan fjögur um
morgun. Fred vaknaði í tæka
tíð, kallaði á Hildu, þreif
Trudie úr vöggunni og bar
hana út. Næstu klukkutímana
voru þau Hilda önnum kafin
við að verjast maurunum
með glóandi ösku, blysum og
tjöru.
Þegar birti og þau virtust
búin að sigra, háttúðu þau
aftur, en til vonar og vara
tylltu þau rúmfótunum ofan í
blikkdollur, sem fylltar voru
benzíni. En svo sem klukku-
tíma seinna vaknaði Fred við
það, að Trudie var að gráta,
og uppgötvaði sér til ósegjan-
legrar skelfingar, að vaggan
hennar var bókstaflega svört
af maurum.
Kvikindin höfðu komizt í
vögguna með því að stökkva
niður úr loftinu og niður á
flugnanetið og smeygja sér
undir það. Þarna mátti ekki
tæpara standa.
Framhald af bls. 4
um dylst, að íslenzkir æsku-
menn eru að flestum hlutum
betur búnir en áður hefir
þekkzt. Miklu hefir verið að
þeim vikið og mikils verður af
þeim krafizt. Stofnarnir eru
sterkir, þó að sums staðar
kenni rótleysis og á straumi
vorleysingarinnar megi sjá
sprek, sem viljalaust berast
með iðunni.
Menn skyldu ekki að órann-
sökuðu máli eigna stríðsgróða
og lántökum einvörðungu
þær framkvæmdir, sem Is-
lendingar hafa ráðizt í á síð-
ustu áratugum. Hins er skylt
,að minnast, að almenn mennt-
un er undirstaða allrar fram-
þróunar. Fátæk þjóð getur
jafnvel unnið ótrúlegustu af-
rek, ef almenningur er á því
menningarstigi, að hann skilji
mikilvægi slíkra verka og
vilji vinna að þeim.
, íslendingar stóðu í stað í
hart nær níu aldir. Við gerum
á engan hátt lítið úr baráttu
þess fólks, sem varð að láta
sér lynda kyrrstöðuna, en við
megum ekki gleyma því, að
það kom aldrei í hlut þessa
íólks að velja og hafna. Völina
átti það enga, en mátti þakka
fyrir, svo lengi sem haldið
var í horfinu. Það var fyrst á
20. öld, sem íslendingar stóðu
andspænis þeim vanda, sem
fylgir því að velja og hafna.
Það er hlutverk uppvaxandi
kynslóðar og veltur þar á
miklu, hvernig til tekst.
Gætnari menn myndu þeg-
ar æskja, að betur hefði tekizt
til í þessum efnum en orðið er
og þjóðin verið í heild dálítið
íhaldssamari.
íslenzkum æskumönnum er
fulltamt að ganga á hönd
nýjungum svo sem hreyfing-
um þeim, sem kenna sig við
stjórnmál, en svipar í raun-
inni fremur til öfgakenndra
sértrúarflokka. Mega Islend-
ingar að því leyti vera trú-
hneigðari en aðrar vestrænar
þjóðir.
„Vormenn íslands11 hafa
stundum hlotið harða dóma
að ósekju. Má segja, að for-
sendur þeirra dóma hafi oft
verið valdar af verri endan-
um. Mönnum hættir stundum
til að sína upp sprekin en
gleyma sjálfum stofnunum.
Þess má geta, að hinar her-
skáu maurafylkingar eru
stundum svo langar, að þær
eru þrjá til fjóra daga að fara
fram hjá sama staðnum.
Hilda og Fred segja í bók
sinni frá hættulegum veiði-
ferðum og öðrum ævintýrum,
og skemmtilegum og merki-
legum nágrönnum, hvítum,
svörtum og loðnum. Frásögn
þeirra ber það með sér, að
hvorugt þeirra sér eftir því
að hafa stofnað heimili meðal
villimanna og villidýra.
Það er á margan hátt und-
arlegt að virða fyrir sér það
land, sem gjörsamlega er ó-
snortið af mannshendinni.
Annars vegar getur að líta
græna bala, há og safamikil
grös, en hins vegar kyrkings-
gróður, sem ber þess merki
að hafa staðið í skugga og
þjáðst af næringarskorti. Ef
eitthvað er hlynnt að þessu
landi, verður allt jafnara.
Kyrkingsgróðurinn réttir óð-
ara við vegna þess, að honum
er gert jafnt undir höfði og
þeim grösum, sem áður
gnæfðu hæst.
i Störf íslendinga á 20. öld
,hafa að nokkru leyti verið í
því fólgin að hlúa að grösum
jarðarinnar, og hefir náðst
undraverður árangur á því
sviði. Sagan er þó ekki nema
.hálfsögð. Það hefir einnig
verið hlúð að þeim gróðri,
sem mestu máli skiptir, því
fólki, sem nú er að erfa l,andið.
Reynt hefir verið að skapa öll-
um sömu vaxtarskilyrði,
þannig að enginn þurfi að
standa í skugganum né þjást
af næringarskorti. Því eru Is-
lendingar bjartsýnir, nú í dag,
að þrátt fyrir .vandamál líð-
andi stundar vænta þeir þess,
að svo verði upp skorið sem
til var sáð.
Kvillað fyrir minjagjafir
Hér með kvittast með þakk-
læti fyrir gjafir í minjasafn
Þjóðræknisfélagsins.
Frá Aldísi Pétursson, Ár-
borg, Man. eftirfylgjandi
munir:
Blaðasliðra frá árinu 1900.
Saumakarfa frá árinu 1896.
Gömul mynd af Reykjavík,
máluð af Mörtu Stefánsdóttur
(á Undralandi).
Silfártóbaksdósir Br. Thor-
lákssonar frá árinu 1900.
Mynd af Jóni Ólafssyni
skáldi og rithöfundi.
Hornhögld úr búi Sigfúsar
Péturssonar frá Bót.
Nokkrir merkilegir steinar.
Frá Guðrúnu Borgford, Ár-
Borg, Man.:
Kaffikvörn 100 ára gömul.
Mynd af þreskivél smíðaðri
af Jórii Borgford, líklega sú
eina smíðuð af íslendingi.
Myndir af nokkrum land-
námsmönnum í Nýja-lslandi.
Marja Björnson
Richard Moore
—VIKAN
Stutt fréttabréf fró íslandi