Lögberg - 11.07.1957, Page 7

Lögberg - 11.07.1957, Page 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. JÚLÍ1957 7 ÚR SKAGAFIRÐI SAUÐARKEÓKI, 6. maí Bændamót. Miðvikudaginn síðasta vetrardag voru bænd- ur úr Engihlíðarhreppi í Húnavatnssýslu mættir á Hól- um í Hjaltadal í boði skóla- stjórahjónanna Kristjáns Karlssonar og frú Sigrúnar Ingólfsdóttur. Voru þeir 20 að tölu og tvær húsfreyjur. Auk þess undirritaður, er þeir höfðu (í sama boði) tekið með og upp af götu sinni á Sauðár- króki. Árdegið allt frá dag- málum og síðdegið hartnær til nóns hafði gengið í að komast leiðina að vestan, svo mjög voru vegir þungfærir sakir aurbleytu. Á Hólum var svo dvalið í bezta yfirlæti um veitingar allar, viðmót bg fræðslu fram undir náttmál. — Skóastjóri sýndi leiðangrinum staðinn: Dómkirkjuna fornu (frá 1763) og Jóns Arasonar turinn nýja (1950). Hann er 27 metra á hæð og tröppur upp að ganga 85. Ennfremur hinar eldri og yngri byggingar, túnið og hina miklu ræktun. Var þá gengið til fjárhúsanna, hinna eldri, þar sem féð nú er og hefir verið hýst síðari hluta vetrar. Þar gat að líta hjörð ásauðar stóra og fagra, rúm 500 talsins. Hér er um að ræða nýjan fjárstofn. Elztu ærnar 7 vetra hreint Vest- fjarðakyn. Hrútar voru fengn' ir úr Þingeyjarsýslu. Nýi stofninn er því blendingsstofn. Virðist blöndun sú takast mjög vel. Undu bændur og aðrir sér lengi við að skoða þessar ágætu ær, hlusta skýrslur og fræðslu skóla- stjórans og kennara Árna Péturssonar um féð og fóðrun þess og spyrja. Bar þar margt á góma. Var svo gengið til fjóssins. Er það mikil bygging og nýleg. Þar eru í vetur um 60 gripir. Meðalnyt kýr er 3370 kg. Meðalfitumagn mjólk ur 3,97. — Fóðurbætir á kú 525kg.— Birgðir heys miklar við fjárhús og fjós. Hey allt af ræktuðu landi. Gestir gengu til skólahúss og hlustuðu með ánægju kórsöng Hólasveina undir stjórn söngkennara skólans Friðbjörns Traustasonar. — Var þá enn gengið undir borð heima hjá skólastjórahjónun um. Voru undir borðum all mikil ræðuhöld og ríkjandi léttur og ljúfur andi alúðar og hispursleysis, svo allir virtust njóta sín og líða vel. — Vissu lega geta slík mót og með svipuðum hætti haldin og þetta, haft sína þýðingu til hressingar, gagns og gleði og uPPbyggingar á ýmsan hátt. Barnaskóli Sauðárkróks. — Skólanum var slitið laugar- daginn 4. maí. Skólastjóri Björn Daníelsson talaði til barnanna, en Eyþór Stefáns- son söngkennari skólans stjórnaði söng. í skólann hafa gengið þetta skólaár 130 börn. Af þeim luku nú 16 barna- prófi, 15 með 1. einkunn (þar af nokkur með ágætiseinkunn) réttritun, 8 með 1. eða ágæt- iseinkunn í málfræði, og 11 Vinarbréf 1954 W. 5th Ave. Vancouver 9, B.C. 3. júlí 1957 Herra Einar P. Jónsson 303 Kennedy Street Winnipeg, Man. Góði vinur, Einar! Ég veit að þetta er meira ónæði en næði fyrir þig, góði, gamli vinur. En þrátt fyrir Dað kann ég ekki við að senda 3ér auglýsingu íslendinga- dags okkar hér á ströndinni til birtingar í þínu góða blaði ár sem að undanförnu, án þakkarorða; vil ég nú þakka innilega fyrir allt, sem þú hefir gert í okkar garð þessú .viðkomandi, ella færi þjóð ræknisbarátta okkar hér og margt fleira forgörðum, ef við hefðum ekki íslenzku blöðin. Ég óska þér og blaði þínu langra og farsælla lífdaga. Öllum líður hér vel. Allur félagsskapur er í allgóðu horfi. Ég lít svo á að við séum ekki eftirbátur annara í þeim málum. En það sem snertir okkur hjónin er, að ef við lif- um, verðum við búin að lifa 50 ára hjónaband 22. ágúst. Svo að þú sérð, að bæði tími og forsjón hafa borið okkur á örmum sér fram á þennan dag, og gerir það máske dá- lítið lengur. En það, eins og svo margt annað í þessu ó' mælanlega tímans veldi, verð- ur okkur aðeins ljóst með hverjum degi, sem við lifum. Jæja, góði vin, úr því að ég hef farið dálítið út í langinn, sem maður segir, væri ekki úr vegi að ég minntist ofurlítið á okkur góða og indæla elli- heimili. Sú nauðsynlega stofn- un hér heldur upp á 10. af- mælisdag sinn þann 5. októ ber n.k. Mér er óhætt að segja, að öllu því fólki, sem þar dvelur, líður vel, enda ekkert sparað til að svo megi vera. Og í því augnamiði var það stofnað, og mikla þökk eiga Islendingar fyrir sinn rausn- arlega styrk, sem þeir hafa veitt í svo ríkum mæli. Stjórn arnefnd heimilisins vottar þeim innilega þökk. Eins og nú standa sakir er pláss fyrir 4 karlmenn og eina konu. — Ættu þeir sem komnir eru á það aldursskeið að grípa þetta einstæða tækifæri. Þeir gætu ekki kosið annað betra. Hér er náttúrufegurðin og veður- blíðan árið um kring, sem gerði þeim sólsetursárin mild- ari og ánægjulegri. Með beztu óskum og kærri kveðju frá okkur. Þinn einlægur vin S. Eymundsson með 1. eða þá ágætis§inkunn í reikningi. Aðalkennari þessa bekkjar hefir verið Gísli Felixsson. Hæsta aðaleinkunn þessa bekkjar hlutu þessi börn: Pall Sigurðsson 9.37, Þórir Dan Björnsson 9.14, Margrét Guðmundsdóttir 9.08. Fyrir hæsta aðaleinkunn voru verðlaun veitt hverjum bekk' og þeim úthlutað. Þá skyldi einnig úthluta verðlaunum úr Minningarsjóði Veðramóts- hjóna, Þorbjargar Stefáns- dóttur og Björns Jónssonar. Kvaddi skólastjóri þá Jón Þ. Björnsson fyrrv. skólastjóra til þess að gjöra grein fyrir tilorðning og tilgangi þess sjóðs, sem hann svo gjörði: Sjóðurinn er upphaflega stofnaður árið 1952 af Jóni Þ. Björnssyni. En það ár lét hann sjötugur af kennslu og skóla stjórn eftir 50 ára starf á þessu sama svæði, Sauðár- krókssókn, er var undir nafn- inu Sauðárhreppur forni starfssvið foreldra hans Þor- bjargar og Björns við barna uppeldi, búskap og sveita- stjórnarstarf. En þrem árum eftir stofnun, eða árið 1955, var sjóðurinn aukinn af nokkrum af systkinum Jóns, er þau komu saman og minnt ust 100 ára ártíðar Þorbjargar móður sinnar. Var þá og á- kveðið að byrja þá þegar, í minningu ártíðarinnar, verð launaveitingu úr sjóðnum, og svo var gjört skólaárið 1955 til 1956. — Markmið sjóðsins er það fyrst og fremst að skerpa skilning og áhuga skólabarnsins á þeim sann- indum að útaf fyrir sig endist það skammt til sannrar menntunar að vera fróður. — Maðurinn þarf líka að vera góður og siðaður til þess að vera sannur maður, læra bet- ur og betur og æfa stöðugt þá lífsins dýru list að lifa í sam- félagi við aðra menn þannig að líf hans verði til gagns og gleði, til annrar blessunar sjálfum honum og öðrum mönnum. Þess vegna skal verðlaun veita á hverjum tíma þeim, er skara fram úr öðrum í auðsýndum góðleik, óeigingirni og fórnfýsi, sið- fágun og prúðmennsku til orðs og æðis í lífi og starfi. — Sjóðurinn er nú aðeins 6000,00 krónur. Verður eigi að sinni meira úr honum veitt árlega en sem nemur hálfum árs- vöxtum. En síðar er meiri og víðtækari starfsemi honum ætluð samkvæmt skipulags- skrá hans. Þessum þremur börnum úr þrem elztu bekkj- unum voru nú verðlaun veitt: Velgerði Ásmundsdóttur í 6. bekk Guðrúnu Rafnsdóttur í 5. bekk Páli Ragnarssyni 1 4. bekk. Sýning á handavinnu barn- anna, skrift þeirra og teikn- ingum hafði farið fram 1. maí við mikla aðsókn bæjarbúa og annara. Fjársöfnuri barnanna í 6. bekk til ferðasjóðs nam á árinu um 7000.00. krónum. Sparisöfnun í sparimerkja- bækur nam þetta skólaár 21.764 kr. Mun það vera nú, sem fyrra ár, hlutfallslega hæsta tala í barnaskólum landsins. Skákkeppni . fór fram á skólaárinu. Keppt var um silfurbikar (farandgrip). Hlaut hann nú Pálmi Sighvatsson í 4. bekk. Heilsufar o gskólasókn hefir verið fremur góð. Nýliðar koma nú í vorskóla 26. þ. m. Er það hækkandi tala, og börnum fer árlega fjölgandi á skóla-aldri. J. Þ. Bj. —íslendingur, 10. maí Lögreglustjórinn: — Eruð þér kvæntur? Fanginn: — Nei. Lögregluþjónninn — sem handtók manninn: — Hann lýgur því. Við fundum tvö bréf í vösum hans, skrifuð af konu fyrir viku, sem hann hafði ekki látið í póst. A CO-OP CENTRE . . TO SERVE YOU Many shopping centres have been built in Winnipeg—But This Is The First One To Be Owned By The People It Serves! Members and supporters of the Red River Co-op Centre have raised $75,000. by buying debentures that will be used to build the New Co-op Centre at Ellice and Wall. It is estimated that the Co-op Centre will cost around $500,000. Other Co-op organization through Federated Co-operatives have offered to loan cápital amounting to $375,000. WE STILL NEED $50,000 Why Buy Debeniures in The Red River Co-op? 1. You will buy at your Co-op Centre and obtain goods at cost, because all savings are returned to the customer members in proportion to the amount purchased. THE CO-OP CENTRE WILL BE OWNED BY PEOPLE LIVING IN GREATER WINNIPEG, NOT BY ABSENTEE OWNERS LIVING IN OTHER PARTS OF CANADA OR UNITED STATES. Honest traiding, full weight and fair measure are taken for granted in a Co-op when owners and customers are the same people. A good sound investment — you can buy debentures in $100. and $50. units at 5%. 2. For full information how you can become: “PART OWNER OF THE CO-OP CENTRE CALL IN OR MAIL THIS TODAY!” TO: t Red River Co-op, Pembina and Garwood, Winnipeg 13,'Man. Phone 423-125. □ I wish to join Red River Co-op. □ I wish tó purchase Debenture for the “CO-OP CENTREí*’ □ I wish to have more information. Name (Please Print) Address Phone

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.