Lögberg - 29.08.1957, Blaðsíða 4

Lögberg - 29.08.1957, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 29. ÁGÚST 1957 Lögberg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDY STREET, WINNIPEG 2, MANITOBA Utanáskrift ritstjúrans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Stree, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram “Lögberg” is published by Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa WHitehall 3-9931 ____________ Sendiherraskipti í Danmörku Svo hefir skipast til, að dr. Sigurður Nordal sendiherra Islands í Danmörku, hefir látið af embætti fyrir aldurssakir, og hverfur þá heim til ættjarðar sinnar, sem einn af hennar mikilsvirtustu sonum. Þegar dr. Sigurði var falin á hendur sendiherrastaðan, létu ýmis íslenzk blöð svo ummælt, að hann hefði verið til verksins valinn til að sækja til Danmerkur íslenzku hand- ritin, sem Danir hefðu haldið dauðahaldi í og lítt sint sögu- legum og réttarfarslegum heimildum í því efni; hvort dr. Nordal skildi hlutverk sitt þannig sjálfur, verður vafalaust álitamál, því honum var manna ljósast að við raman reip var að draga, þar sem um rótgróna hleypidóma var að ræða og botnlausa vanþekkingu á handritunum og hinu fræðilega gildi þeirra; þó mun það naumast orka tvímælis, að í sendi- herratíð dr. Nordals hafi skilningur dönsku þjóðarinnar á réttmætum kröfum Islendinga um endurheimt handritanna glöggvast til muna og umræður og blaðaskrif um málið orðið langtum hófstiltari en áður gekst tíðum við; enda benda nú flest eyktamörk til þess, að árangurinn af sendiherrastarfi dr. Nordals verði áhrifaríkari, en hinir bjartsýnustu menn gerðu sér vonir um. Eftirmaður dr. Nordals sem sendiherra íslands í Kaup- mannahöfn, verður Stefán Jóhann Stefánsson, um eitt skeið forsætisráðherra og formaður Alþýðuflokksins. ★ ★ ★ Hálfníræður þjoðhörðingi Hinn 4. þessa mánaðar varð Hákon Noregskonungur 85 ára gamall; hann ber aldurinn vel og í tilefni afmælisins var mikið um dýrðir í Noregi þá um daginn; konungi barst ógrynni blóma, svo að konungshöllin líktist blómahafi, auk þess sem heillaóskaskeytum rigndi yfir hann frá þjóðhöfð- ingjum vítt um heim. Kóngsþrælar íslenzkir aldregi voru, en ágætir þóttu þeir konungamenn. Haraldur prins, sem stendur rétt á tvítugu, flutti ræðu í norska útvarpið vegna afmælisins, og kvað sér vera það ógleymanlegt fagnaðarefni, að vera þess umkominn að geta fært norsku þjóðinni hjartfólgnar kveðjur frá afa sínum og konungsfjölskyldunni allri; var þetta fyrsta útvarpsræðan, er Haraldur prins hafði flutt. Einar Gerhardsen forsætisráðherra flutti konungi árnað- aróskir og mælti meðal annars á þessa leið: „Á tímum sem þessum þegar þjóðhöfðingjum er steypt af stóli hverjum á fætur öðrum, höfum við orðið vitni að þeirri sjaldgæfu staðreynd, að konungur okkar hefir ekki einungis haft raunverulegt og mjög náið samband við þjóð sína, heldur hefir hann einnig orðið henni fyrirmynd og tákn styrkleika á tímum mikilla þrenginga." Þetta er fallegur og koungssæmandi vitnisburður. ★ ★ ★ Molar Við höldum okkur við lýðræðið, af því að það veitir ein- staklingnum meira frelsi en nokkurt annað stjórnarfyrir- komulag. Aðeins í lýðræðisþjóðfélagi getur fjöldinn þroskazt til aukins frelsis. Aðeins frjáls getur persónuleikinn notið sín, eygt ný markmið og fundið nýjar leiðir fyrir einstaklinginn og lýðræðið .... Okkur dylst ekki, að meirihlutinn hefur alltaf rangt fyrir sér — að því leyti, að hann er ávallt of seinn á sér. En samt sem áður teljum við meirihlutavaldið skárra en annað, því að betra er seint en aldrei, ef rétt er þó stefnt. Sigurd Hoel Lítt þroskaðar manneskjur eru ósköp hrifnar af hávaða, og sálfræðilega séð mundi ekki langt bilið á milli áhrifa svertingjatrumbunnar og þeirrar æsingar, sem grípur fólk, þegar það heyrir í slökkviliðsbifreið eða þrýstiloftsflugvél. Það er veigamikið hlutverk þeirra, sem öðlazt hafa aldur og MINNINGARORÐ: Guðrún Hjálmarson Schaldemose Hún andaðist í St. Pauls sjúkrahúsinu í Vancouver 8. maí síðastliðinn, sjötíu og eins árs að aldri. — Guðrún var fædd að Flögu í Þistilfirði í N. Þingeyjar- sýslu 12. ágúst 1885. Hún var dóttir hjónanna Finnboga Hjálmarssonar og Ólafar Ól- afsdóttur. Voru þau hjónin ágætisfólk og Finnbogi prýði- lega ritfær og hagmæltur eins og lesendum þessa blaðs er vel kunnugt. Náðu þau bæði háum aldri og andaðist Ólöf í Winnipegosis 1944 en Finn- bogi í Vancouver 1954. — Þegar Guðrún var aðeins tveggja ára fluttust foreldrar hennar af íslandi til Ameríku. Settust þau að í N. Dakota og bjuggu þar í 12 ár við kjör frumbyggjanna. Árið 1899 fluttust þau til Winnipegosis í Manitoba. Þar var þá all- fjölmenn íslenzk byggð og fólkið myndarlegt og duglegt. Þar var góð eining og skemmti legur félagsskapur. Hafa vin- áttubönd, er þar voru tengd, haldist þótt fólk hafi flutzt úr byggðarlaginu. Eitt dæmi þess er að síðastliðið haust kom góður hópur af konum, sem búsettar hafa verið í Winni- pegosis, en nú í Vancouver, með fagrar og góðar gjafir til nýju íslenzku kirkjunnar okk- ar hér. Þær hafa konurnar í Winriipegosis ábyggilega oft staðið saman að mörgu góðu verki. Guðrún giftist í Winnipeg- osis Jónasi Ingimar Schalde- mose, er þar var fæddur og uppalinn. Hann var góður maður, greindur, glaður og bráðduglegur; þau lifðu í far- sælu hjónabandi til andláts Jónasar 1938. Með þeim ólst upp dóttir þeirra Aðalheiður Ólöf og var yndi þeirra og eft- irlæti. Aðalheiður giftis Omar Pellitier og bjuggu þau í 8 ár í Flin Flon, Manitoba. Fluttu þau síðan til Quebec og fórst Omar þar af slysförum. Var það mikill sorgaratburður. — Þau áttu þrjú börn, einn son og tvær dætur, sem eru með móður sinni í Vancouver. Eftir andlát manns síns var Guðrún með foreldrum sín- um og annaðist um þau af frábærri umhyggju. Er mér það vel minnisstætt hversu Guðrún var föður sínum góð síðustu æviárin hans hér í Vancouver. — þroska, að fá á einhvern hátt dregið úr þeim ógnar skarkala, sem fylgir tækni nútímans. Aksel Sandemose Vísindin hafa bætt mörgum árum við líf mannanna, en það vill brenna við, að mönnunum gleymist að gæða árin lífi. Johan Bojer Veldi þjóðhöfðingja hrynja til grunna og ríki líða undir lok, en eðli mannsins er æ hið sama og lögmál þess eilíft. Hver einasti maður verður að setja sér takmark, sem hann getur náð, svo að hann hafi alltaf eitthvað til að vinna að og berjast fyrir. Dýrið getur til hlítar allt, sem því er áskapað, en maðurinn ekkert nema það, sem hann lærir, ann og þjálfar. Johann Heinrich Pesialozzi Guðrún Hjálmarson Schaldemose Af systkinum Guðrúnar dóu tvö ung; systir hennar er Sigríður Jónasson, ekkja, bú- sett í Vancouver og bræður hennar eru Númi héraðs- læknir í Woodlands, Mani- toba, kvæntur og á uppkomin börn, og Hjálmar Leo, ó- kvæntur, smiður og fiskimað- ur í Flin Flon, Manitoba. — Milli þeirra systkinanna var innileg vinátta og tryggð. — Bræðurnir komu til að sjá systur sína í sjúkrahúsinu. Henni þótti innilega vænt um það. Systurnar fylgdust að um fjölda ára og voru mjög sam- rýmdar. Guðrún Schaldemose var mikilhæf kona. Hún var gáfu- kona fróð og minnug. Var henni yndi af góðum bókum, 'íslenzkum og enskum. Hún talaði prýðilega íslenzku og unni öllu sem íslenzkt er. Islenzkar messur sótti hún iðulega og var sérstaklega hrifin af íslenzku sálmunum. Hún var ágæt eiginkona og móðir, gestrisin, fyrirmyndar húsmóðir, hjartagóð og vildi ADDITIONS to Belel Building Fund Mr. Ole Olafson, 509 Telfer Street, Winnipeg 10, Man. $100.00 In memory of my beloved wife Margret Anna Isafold who passed away August 24, 1956. ----0--- Alice L. Swanbergson, Antikokan, Ontario $5.00 Jónína M. Swanbergson, Antikokan, Ontario $5.00 rétta öllum er bágt áttu hjálp- arhönd- Guðrún var fyrirmannleg ásýndum og vakti eftirtekt hvar sem hún fór. Hún bar með sér höfðingssvip. Þegar hún á björtum vor- degi var kvödd hinztu kveðju voru margir viðstaddir, er vildu votta henni virðingu sína og þakkir. Hún var kvödd innilega af dóttur sinni og systkinum og dótturbörnum og frændfólki, og vinirnir mörgu sakna nú góðs vinar. — Blessuð veri minningin um gott ævistarf, vináttu og tryggð, sem aldrei brást. E. S. Brynjólfsson — Hinn látni var einstakur heiðursmaður, sem aldrei skipti skapi, hvað sem á dundi, sagði presturinn, er hann var að jarða herforingja. Tveir óbreyttir hermenn í kirkjunni litu hver á annan undrandi og annar sagði: — Heyrðu, við erum víst ekki við rétta jarðarför? ☆ Eiginmaðurinn reiður: — Hvað á þetta að þýða, er mat- urinn aldrei til á þessu heim- ili. Ég er farinn og borða á Borginni. Konan: — Vertu ekki með þennan æsing. Bíddu svolítið. Eiginmaðurinn: — Nú, er maturinn þá að koma? Konan: — Nei, ég ætla bara að koma með þér. "Betel" $180,000.00 Building Campaign Fund Make your donatlons to the "Betel" Campaign Fund, 123 Prlnceu Street. Winnlpeg 2.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.