Lögberg - 05.09.1957, Blaðsíða 4

Lögberg - 05.09.1957, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 5. SEPTEMBER 1957 Lögberg Gefið út hvern íimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDY STREET, WINNIPEG 2, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Stree, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INQIBJÖRQ JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram '‘Lögberg’' is published by Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa WHitehall 3-9031 __________ Fullskipað ráðuneyti Það sýnist óneitanlega hafa verið nokkrum vanda bundið fyrir Mr. Diefenbaker að koma heilsteyptu ráðuneyti á lagg- irnar, þótt nú hafi það um elleftu stundu lánast; eitt flókn- asta vandamálið, sem hann auðsjáanlega átti afli við að etja, var val hins nýja landbúnaðarráðherra, er fylla skyldi sæti Mr. Gardiners í sambandsstjórninni; eftir langa mæðu, fékk hann því til leiðar komið, að Mr. Harkness frá Calgary West, tókst þetta vandasama embætti á hendur; hann átti sæti fyrir hönd íhaldsflokksins á síðasta þingi og þótti þar hinn mætasti liðsmaður, auk þess sem hann nýtur góðra vinsælda í héraði; þarf eigi að efa, að hann leggi sig í líma um að leysa hið nýja hlutverk sitt samvizkusamlega af hendi. < Heilbrigðismálaráðherra, nýr af nálinni, Mr. Waldo Monteith, 54 ára að aldri, hefir tekið sæti í ráðuneytinu, og þótt hann að vísu skipaði þingbekk síðastliðið kjörtímabil, verður hann í rauninni að teljast lítt þekt stærð; ráðherra norðanlandsmálefna hefir verið valinn Alvin Hamilton 45 ára, um eitt skeið formaður íhaldsflokksins í Saskatchewan, er eftir fjóra kosningaósigra slampaðist inná þing í kosning- unum 10. júní síðastliðinn; er hann alment talinn hinn mesti drengskaparmaður og líklegur til hollra nytjaverka á vett- vangi opinberra mála. Meðlimir hins nýja Diefenbaker-ráðuneytis eru tuttugu að tölu, eða einum færri en í ráðuneyti St. Laurents. Meðan á síðustu kosningarimmu stóð, stöguðust for- sprakkar íhaldsflokksins sýknt og heilagt á því, að ráðherrar Liberalstjórnarinnar væri allir af göflum gengnir vegna elli og ofþreytu; að ýmissir þeirra hafi verið farnir að kenna nokkurs lúa í beinum sínum eftir margra ára pólitískt stíma- brak, er engan veginn ósennilegt, en að komin væri á þá elliglöp eða því sem næst, náði engri átt, nema þá að nýja ráðuneytið væri nálega í sömu súpunni, því að meðalaldur fráfarandi ráðherra var 56 ár, en er 53 ár hinna í því nýja, og má því að líkindum vænta þess, að hinum nýju ráðherrum verði fundinn aldurinn til foráttu áður en tiltölulega langt um líður. Fundið hefir þegar verið að því, að Mr. Diefenbaker skuli jafnframt forsætisráðherraembættinu hafa með höndum með- ferð utanríkismálanna eins og þau séu viðkvæm og flókin nú á tímum; slík aðfinsla er á næsta veikum rökum bygð; þjóðinni er það ljóst, að Mr. Diefenbaker á engum Pearson á að skipa innan vébanda flokks síns til að veita utanríkis- ráðuneytinu forustu; en meðan núverandi forsætisráðherra sat í stjórnarandstöðu á þingi, var hann í fremstu röð þeirra flokksbræðra sinna, er um utanríkismálin fjölluðu og ræddi þau jafnan af góðri hófstillingu og glöggum skilningi; þess verður þó vonandi ekki langt að bíða, að hann sjái sér fært að leysa sjálfan sig af hólmi að því er meðferð utanríkis- málanna áhrærir. I * Fólkið í Vesturlandinu má vel við una, að minsta kosti fyrst um sinn, samsetningu hins nýja ráðuneytis, því þar er saman komið margt ágætra manna; auk forsætisráðherrans, sem fer með umboð Saskatchewan fylkis, á Manitoba stór- hæfum ráðherra á að skipa, þar sem er Mr. Churchill, þing- maður fyrir Mið-Winnipeg kjördæmið hið syðra. Ástæðulaust er að vænta verulegra kraftaverka af hálfu hinnar nýju stjórnar fyrst um sinn, og svo getur auðveldlega farið, að hún verði aldrei þess umkomin að inna af hendi nokkur kraftaverk; hún er eins og sakir standa minnihluta stjórn með örðuga aðstöðu á þingi; stjórnarandstaðan er sam- sett af þaulæfðum stjórnmálagörpum, er kunna alls konar glímubrögð; stjórnin á því ekki við lambið að leika sér þar sem slíkir vígaglúmar eiga í hlut; stjórnarandstaðan vill komast hjá kosningum og það blæs Mr. Diefenbaker og fylgiliði hans byr í segl. Sjúklingarnir dansa heil- --------- AMKVÆMT skýrslu brigðismálastofunar Sam- einuðu þjóðanna (WHO) munu nú vera 10—12 mill- jónir holdsveikissjúklinga í heiminum. Nú er talið að veikina sé hægt að lækna á skömmum tíma, ef hún er á byrjunarstigi, og jafnvel megi lækna hana þótt hún sé orðin nokkuð svæsin. Víða um heim hefir því verið hafin herför gegn henni. í þessari grein segir Sam Keeny, forstjóri barnahjálparstofunar Samein- uðu þjóðanna (UNICEF) í Afríku, frá heimsókn á lækn- ingastöð holdsveikra í Ní- geríu. Ef þú ert einn af þeim, sem, fá í sig hrylling í hvert skipti sem þeir heyra holdsveiki nefnda á nafn, þá hefðir þú haft mikið gagn af því að vera með okkur þegar við heim- sóttum lækningastöð holds- veikra í Tutunku, sem er í norðanverðri Nigeríu. Okkur hafði verið sagt að lækningastöðin væri ekki mjög tilkomu mikil, og það var hverju orði sannafa. Þetta var ekki annað en strákofi með þremur veggjum, því að fjórða hliðin var opin. Ekkert skilrúm var í kofanum og húsgögnin voru einn stóll, tvö stór grasker undir drykkjar- vatn og eitt lítið til að drekka úr. Þessi lækningastöð er að- eins opin einu sinni í viku, og sá sem stjórnar henni er kall- aður Mallan eða „Sá lærði“- Hann á það nafn vel skilið, því að loknu alþýðuskólanámi stundaði hann sérnám í tvö ár og síðan var hann á þriggja mánaða námskeiði. Hann er því lærður maður ,ef miðað er við aðra landa hans. Og hann nýtur mikillar virðing- ar þarna í héraðinu, því að hann á reiðhjól og armbands- úr og gengur með stór horn- spangargleraugu. Auk þess er hann alltaf ineð mikinn doð- rant. Við komum hingað snemma dags og hvíldum okkur þar sem skugga bar á. Fyrst komu þeir, sem höfðu eitthvað að selja. Það voru fjörlegar kon- ur með stóreyga krakka í poka á bakinu og ungar stúlkur með burðarfjöl á höfði. Allar buðu þær fram yams, kökur og sælgæti. Og smám saman komu kaupendur og söfnuðust þar saman í hnapp. Næst komu svo tveir hljóm- listarmenn. Hljóðfæri þeirra voru trébumbur, sem þeir berja bæði með bognum staf og með lófunum. Annar þeirra slp nokkur létt högg á bumb- una, til þess að vekja athygli fólksins á því að þeir væri komnir. Og það var eins og við manninn mælt. Ungar stúlkur slógu hring um þá, og ungu piltarnir slógu hring um stúlkurnar. Fyrst í stað var þó unga fólkið hálffeimið, vegna þess að hvítir menn voru þarna, en brátt fór svo að það stóðst ekki tónfall bumbnanna, og þá rauk það af stað í hvínandi faldfeyki. Ef eitthvað sljákkaði í bumb- unum, þurfti ekki annað en fleygja smápeningi í bumbar- ana og þá dunaði hljómfallið aftur með nýjum krafti, unga fólkinu og okkur til mikillar ánægju. Gleðin í dansinum var einlæg og hrífandi og ég held að ég hafi aldrei séð fólk skemmta sér betur. Og þó voru þetta allt sjúklingar — holdsveikisj úklingar. Á hádegi þagnaði bumbu- slátturinn, og þá var farið að kalla á fólk með nafni, því að nú hófst lækningin. Fyrst var kallað á konurnar, einkum þær, sem voru með börn og þurftu að flýta sér heim aftur. Halida hét sú fyrsta, sem kölluð var. Þetta var ung og lagleg kona um tvítugt, og hún var með ungbarn í poka á bakinu- Hún fékk sinn skammt, en það voru fjórar sulfatöflur að þessu sinni. Næst kom lítil stúlka, 9 ára gömul. Hún hafði komið gang- andi langan veg ásamt ná- grannakonu, til þess að fá meðal. Hún fékk eina töflu. Allir voru sjúklingarnir skráðir í hinn mikla doðrant Mallans og þess getið við hvern hve stóran skammt hann þyrfti. Og svo gengu þeir fyrir hann í réttri röð, fjórir eða fimm á hverri mín- útu, nema því aðeins að hann þyrfti að tala eitthvað sér- staklega við einhvern þeirra. Eftir hálfa klukkustund voru konurnar allar afgreiddar, og þá komu karlmennirnir og drengirnir. Einni stundu síðar voru allir farnir, nema nýir sjúklingar og nokkrir, sem áttu að útskrifast sem heil- brigðir. Þeir brostu þegar þeim var óskað til hamingju með batann, en samt voru þeir ekki fyllilega ánægðir. Þeir söknuðu þess að þurfa að fara héðan alfarnir, það hafði verið svo gaman að koma hingað og dansa og kynnast mörgu fólki. Flestir sjúklingarnir koma til Mallams af eigin hvötum, því að lækningin er ókeypis, og svo geta þeir verzlað þar á torginu um leið. Þannig er þetta um allan norðurhluta Nigeríu. Aðsóknin eykst stöð- ugt. Fyrir 5 árum komu 6000 til lækninga, en á árinu sem leið 60,000. En þó á það enn langt í land að holdsveikinni verði útrýmt þarna, því talið er að um hálf milljón sjúkl- inga sé í landinu. Meðulin, sem úthlutað var þennan dag voru geymd í blikkdúnk, og á honum stóð: „Gjöf frá UNICEF.“ — En meðulin eru ekki dýr. Það kostar ekki meira en 7 krónur á viku að láta 125 sjúklinga fá meðul. Venjulega ganga sjúkl- ingarnir til Mallams í 3 ár, eða máske 4 ár, en meðal- kostnaður við að lækna mann- inn kostar þó ekki nema svo sem 15 krónur. Það getur ekki talizt dýrt, þegar verið er að útrýma einhverri verstu veik- inni, sem mannkynið þjáir. —Lesbók Mbl. Baltimore Johnson hafði farið úr skyrtunni og sat útiá garðsbletti og var að tína úr henni pöddur. Vinur hans átti leið fram hjá og sá þessar aðfarir og spurði: — Hvað ertu að gera? — Ég er að tína stærðfræði- pöddur. — Stærðfræðipöddur, hvað er það nú eiginlega? — Það eru þegsar pöddur, þær auka á vanlíðan mína, draga úr hamingju minni, drekka blóð mitt og marg- faldast hraðar en sjálfur skrattinn. ADDITIONS lo Betel Building Fund Icelandic Lutheran Ladies Aid, Langruth, Manitoba $25 00 ----0---- Miss R. G. Joseph 247 Renfrew Street, Winnipeg 9, Man. $200.00 ----0---- Miss J. A. Johnson, 786 So. Mentor Ave. Pasadena, California $106.00 "Betel" $180,000.00 Building Campaign Fund Make your donatlone to the "Betel" Campaign Fund. 123 Prlnceee Street, Wlnnipeg 2.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.