Lögberg - 05.09.1957, Blaðsíða 1

Lögberg - 05.09.1957, Blaðsíða 1
o*e_ -u\ AVAILABLE AT VOUR FAVORITE CROCERS ^W «.«« •!I'iV AVAILABLE AT YOUR FAVORITE CROCERS 70. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 5. SEPTEMBER 1957 NÚMER 36 Fyrirhuguð bygging læknamiðstöðvar og félagsheimilis við Miklatorg Myndi bæla úr brýnni húsnæðisþörf læknastétiarinnar og verða til hagsbóta íyrir alla aðila. Læknafélag íslands og Reykjavíkur hafa nú ákveðið að hefjast handa um bygg- ingu læknahúss — Domus Medica — þar sem viðtals- stofum fjölmargra lækna bæjarins yrði komið fyrir auk þess sem húið yrði eins konar félagsheimili læknastéttar- innar. Húsinu hefir þegar verið valinn staður, við Miklatorg á milli Eskihlíðar og Hafnar- fjarðarvegs og stendur nú ekki á neinu nema fjárfest- ingarleyfi. 30 læknar í Reykjavík hafa þegar ákveðið að taka þátt í framkvæmdinni, en vafalaust bætast fleiri í hópinn. Algeng erlendis Slík læknahús eru algeng erlendis, einkum vestanhafs og hafa þótt gefa hina beztu raun. Hið versta ófremdarástand hefir ríkt í húsnæðismálum læknastéttarinnar fram á þennan dag og brýn þörf til úrbóta í þeim málum. Margir læknar í Reykjavík búa við lélegan húsakost fyrir lækningastofur sínar, sítja í ótryggri leigu og eiga jafan yfir höfði sér að þurfa að flytja og fá hvergi inni, nema á óheppilegum stöðum. Bið- stofur sumra lækna eru það þröngar og óvistlegar, að það samrýmist hvergi heilbrigðis- kröfum nútímans. Mikil húsnæðisvandræði Húsnæðisvandræði þ e s s i hafa ekki sízt valdið þeim vandræðum er orðið hafa að leita sér lækna hér í bæ utan af landi. Ýmsir hafa aðeins komið hingað til rannsóknar á sjúkrah isum, sem tæpast hafa átt þar heima, en aðrir orðið að bíða sjúkrahússvistar vegna plássleysið. Spamaður á líma og fé Með byggingu læknahússins sparast því mikill tími og mikið fé fyrir alla aðila. M. a. ætti kostnaður ýmiss að verða mun minni en fyrr, þar sem nota má sameiginlegt starfs- fólk, sameiginlegt hjúkrunar- lið og sömu rannsóknarstofur o. s. frv. Einnig hefir það í för með sér stóraukið öryggi að hafa á einum stað safn sér- fræðinga í mörgum greinum í í stað þess að þurfa að leita þeirra hingað og þangað um bæinn. Tvær nefndir skipaðar Tvær nefndir hafa verið skipaðar í málinu, þá fyrri sem útnefnd er af læknunum 30 skipa þeir Ólafur Helgason, Ófeigur Óíeigsson, Eggert Steinþórsson, Hannes Þórar- insson og Jónas Bjarnason, en í hinni síðari, sem skipuð er af Læknafélagi íslands og Reykjavíkur, skipa eftirtaldir menn: Páll Kolka, Bjarni Bjarnason (form.), Jón Sig- urðsson, Axel ólafsson og Karl Magnússon. —TIMINN, 20. júlí' Listaverk Sá er kallaður listamaður, sem getur framleitt fegurð í tónum, litum, línum, hreyf- ingum eða orðum. Til þess þarf hann að vera gæddur góðum hæfileikum; hafa aflað sér kunnáttu og vera óþreyt- andi við að æfa sig í list sinni. Listaverk eru margs konar: málverk, höggmyndir, tón- verk og ljóð. Sum heimili eru og listaverk að öllum frá- gangi ytra og innra. Nýlega komum við á heimili þar sem húsráðendur hafa unnið að því árum saman að prýða garðinn umhverfis heimili sitt með flauelsmjúkum gras- sverði, litfögrum blómum og ýmis konar trjám, og hefir þeim tekizt með náinni sam- vinnu við náttúruna að skapa listaverk í litum og línum, enda hefir garður þeirra hlot- ið verðlaun hvað ofan í annað; eitt árið sem fegursti heimilis- garður í Manitoba, og þetta ár sem fegursti garður utan Winnipegborgar. — Þetta er heimili þeirra J. Walters og Kristínar Johannson að Pine Falls, 'Man. Hefir frú Kristín sérstaklega haft áhuga fyrir blómaræktinni og tílheyrir mörgum blómaræktarfélög- um, bæði í Canada og Banda- ríkjunum. Auk kunnáttu og smekkvísi krefst slíkur garð- ur mikillar vinnu, en þau hjónin telja hana ekki eftir vegna þeirrar ununar, sem þau hafa af þessu starfi. Bréf frá Vancouver# B.C. 1075 W. 12th Ave., Vancouver, B.C. Kæra Ingibjörg: — Ég sendi þér hér með $5.00 fyrir Lögberg. Ég tók nefni- lega eftir því, að það stóð „ágúst" á nafnmiðanum á síð- asta blaði, og sízt vildi ég van- rækja að borga blaðið. Það er alltaf gleðidagur, þegar Lög- berg kemur. Fyrst lít ég yfir fréttirnar, og svo skrepp ég heim að Nautaflótum,. af því ég hef gaman af að fylgjast með þeim Jóni og Önnu og daglega lífinu í sveit á íslandi. Ég er nýkomin hingað heim eftir þriggja mánaða ferðalag, þar sem ég heimsótti alla mína elskulegu og góðu bræð- ur, og aðra ættingja og vini. Ég skemmti mér ágætlega og er innilega þakklát fyrir alla ástúð og kærleik, sem ég naut í ríkum mæli hjá ástvinunum. En svo var líka gott að koma heim á litla heimilið mitt í "Stefánsson's Apts. House," og var mér vel fagn- að. En vitanlega var þó mesta ánægjan að hitta aftur son minn og fjölskyldu hans, frísk og glöð. Félagslíf meðal Islendinga hér í Vancouver stendur í blóma. Séra Eiríkur Bryn- jólfsson hefir messað í ís- lenzku kirkjunni á hverjum sunnudegi í sumar, bæði á ensku (að morgni) og íslenzku á kvöldin. Flesta sunnudaga eru gestir viðstaddir, oft komnir langt að. Hingað kem- ur af og til fólk beint frá ís- landi til lengri eða skemmri dvalar. Nýlega var þessum nýkomnu íslendingum opin- berlega fagnað í neðri sal kirkjunnar eftir messu. Var þarna margt fólk saman kom- ið. Stóðu prestshjónin aðal- lega fyrir þessu boði og lögðu til kaffi og brauð, sem var þegið með þökkum. Þetta var sérlega ánægjuleg stund, og fóru allir glaðir heim. Nú í vikunni sýndi Helen Þunglegar horfur í Arkansasríkinu í Banda- ríkjunum, nú um það bil, sem verið er að setja skóla, hefir gamla kynþáttahatrið skotið alvarlega upp trjónu; á ýmiss- um stöðum í ríkinu hafa yfir- völd mentamála harðbannað hinum þeldökku unglingum aðgang að skólum þrátt fyrir það þó ríkisstjórnin hafi í embættisnafni skorað á þegn- ana að virða sambandslögin í þessu efni; herlið hefir verið kvatt á vettvang. 30. ágúsl 1957 Josephson frá Winnipeg myndir sínar frá Islandi og Hawaii í neðri sal kirkjunnar, fyrir fullu húsi. Fólk var hrifið af myndunum, og af stúlkunni, sem sýndi þær og útskýrði svo vel. Helen er að gjöra þarft verk með þessum myndasýningum, þar sem hún gefur fólki tækifæri til að sjá fallegar myndir og styrkja um leið gott málefni, þar sem inn- gangseyrir fer allur til elli- heimilanna íslenzku. — Hafðu þökk fyrir komuna Helen! Aðeins orð um tíðarfarið. Sumarið var kalt og votviðra- samt- En nú í þrjár vikur hefir verið sólskin á hverjum degi og hitinn um 65 til 75 stig. Blóm í listigórðum og í kring um hús upp á sitt bezta og tréin hlaðin ávöxtum. Við keyrðum út í Stanley Park í gærkvöldi og töfðum þar um stund og horfðum á stóru skipin sigla inn hófnina. Það var töfrandi fagurt með fjöllin í baksýn og sjórinn spegil- sléttur. Að endingu vil ég þakka fyrir það sem Alla Johnson, frá Hvoli í Aðaldal, skrifaði í Lögberg, minningargrein um Jónassons systurnar og fréttir úr Þingeyjarsýslu. Því þó að ég sé fædd í Manitoba, og hafi búið þar alla ævi, vil ég þó kallast „Þingeyingur", og hefi ánægju af fréttum úr sveit- inni minni. Með kærri kveðju, Þín einlæg, Guðlaug Jóhannesson Biskupi Islands að makleikum fagnað Svo sem lesendum Lögbergs þegar er ljóst, sat biskup ís- lands, herra Ásmundur Guð- mundsson alþjóðaþing lút- erskra manna, sem nýlega var háð í borginni Minneapolis í Minnesotaríkinu að viðstöddu geisilegu fjölmenni; í för með biskupi frá íslandi voru þeir séra Benjamín Kristjánsson prestur til Grundarþinga, séra Friðrik A. Friðriksson prófastur á Húsavík og séra Pétur Sigurgeirsson af Akur- eyri; auk þess sátu nokkrir vestur-íslenzkir prestar á- minst kirkjuþing. Kvenfélagið Hekla í Min- neapolis efndi til veglegs mót- tókufagnaðar við biskup, föru- neyti hans og allmarga aðra gesti, og þótti hófið hið virðu- legasta um alt. Á leiðinni hingað norður heimsótti biskup íslenzka söfnuði í North Dakotabygð- um, þar sem sungnar voru tíðir og mikið um hrifningu. Séra Ólafur Skúlason á Moun- tain er náfrændi biskups. Er til Winnipeg kom, á fimtudaginn, var biskupi og ferðafélögum hans búin dýr- indisveizla í Royal Alexandra hótelinu, þar sem saman var komið margt manna, og á- nægjuleg skemtiskrá um hönd höfð að loknu borðhaldi; veizlustjóri var Dr. Valdimar J. Eylands; ræður voru marg- ar, en flestar hæfilega langar; fyrstur tók til máls G. L. Johannson ræðismaður, þá séra Benjamín Kristjánsson, séra Philip M- Pétursson, dr. Richard Beck, forseti Þjóð- ræknisfélagsins, séra Friðrik A. Friðriksson, séra Eric H. Sigmar og séra Pétur Sigur- geirsson; að lokum flutti biskup afarfallegt og djúp- hugsað erindi; séra Sigurður Ólafsson flutti borðbæn; tíu prestar voru staddir í samsæt- inu; mikið var um almennan söng í samkvæminu við undir- leik ungfrú Snjólaugar Sig- urdson, er einnig lék einleik á ósamboðið slaghörpugargan. Á sunnudagskvöldið pré- dikaði biskup í Fyrstu lút- ersku kirkju að viðstöddum miklum mannfjölda, þar sem viðhaft var messuform ís- lenzku þjóðkirkjunnar, er jafnan þykir tilkomumikið; skrúðbúnir prestar fylgdu biskupi í og úr kirkju; að guðsþjónustu aflokinni fóru fram veitingar í kjallarasal kirkjunnar ásamt fjölbreyttri skemtiskrá; um morguninn messaði Asmundur biskup í St. Stephen's kirkjunni, sem séra Eric H. Sigmar þjónar, en þar að auk flutti hann guðs þjónustu í Selkirk; á laugar- daginn messaði biskup á Betel vistfólki til ógleyman- legrar ánægju. Á mánudagsmorguninn lagði biskup af stað suður til Chicago áleiðis til Islands. Á s m u n d i Guðmundssyni biskupi skal hjartanlega þökk- uð koman hingað; hann er merkur kirkjuhöfðingi og lær- dómsmaður, þótt hitt sé mest um vert hver drengskapar- maður hann er.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.