Lögberg - 05.09.1957, Blaðsíða 7

Lögberg - 05.09.1957, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 5. SEPTEMBER 1957 7 Fréttir fró starfsemi S. Þ. agúst 1957 NÆSTUM 4 MILJÓNIR NÝRRA ÍBÚÐA VORU BYGGÐAR í EVRÓPU 1956 — DUGAR SAMT EKKI TIL. Hlulfallslega mest byggt í Noregi og í Svíþjóð. Elliðaárnar miðstöð fiskiræktar á fslandi Laxastofninn í mörgum ám á landinu þaðan fenginn Árið 1956 voru byggðar samtals 3,9 milljónir íbúða í Evrópulöndum. Árið þar áður var tala nýrra íbúða 3,7 mill- jónir. Aukningin frá 1955 til 1956 reynist nema 4%, en hafði numið 8% á árunum 1954_1955. Tölur þessar eru birtar í yfirliti, sem nefnist á ensku “European Housing, Trends and Policies in 1956.“ Útgefandi er Efnahagsnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu (ECE). 1 yfirlitinu er þess getið, að þótt hagskýrslur sýni aukningu í byggingar- framkvæmdum í Evrópu sem heild þá sé sannleikurinn sá, að talsvert hafi dregið úr ný- byggingum í einstökum lönd- um. Á það einkum við um þau lönd, þar sem mest var byggt á árunum strax eftir styrj- öldina. Enn reyndist fjöldi nýbygg- inga miðað við hverja 1000 íbúa hæstur í Vestur-Þýzka- landi og síðan í þessari röð: Noregi, Svíþjóð, Svisslandi og Sovétríkjunum. í skýrslunni er birt tafla, sem sýnir nýbyggingarfjöld- ann í einstökum löndum 1954 til 1956. Tölurnar frá Norður- löndunum fara hér á eftir, (Island er ekki talið með): Danmörk 1954: 23,300 nýjar íbúðir, 1955: 24,000 (5,4 fyrir hverja 1000 íbúa) og 1956: 19,800 (4,5). Finnland 1954: 31,000 nýjar íbúðir, 1955: 33,200 (7,8) og 1956: 27,300 (7,5). Nor«gur 1954: 35,400 nýjar íbúðir, 1955: 32,100 (9,4 á hvern íbúa landsins) og 1956: 27,300 (8,0). Svíþjóð 1954: 58,900, 1955: 57,700 (7,9 á hvern íbúa) 1956: 57,600 (7,9). í flestum Evrópulöndum, fullnægja nýbyggingarnar ekki eftirspurn eftir nýjum íbúðum, segir í skýrslu ECE. Verst er ástandið í fátæku löndunum, þar sem menn hafa ekki ráð á að afla sér nýjustu byggingavélar og notfæra sér nýjustu tækni í byggingar- framkvæmdum. En aðalástæð an fyrir því, að dregið hefir úr byggingarframkvæmdum víða í Evrópulöndum er skort- ur á lánsfé og svo hitt að byggingarkostnaður e y k s t jafnt og þétt alls staðar. Jafn- vel í löndum eins og Finn- landi, Irlandi, Hollandi og Vestur-Þýzkalandi, þar sem áður var tiltölulega auðvelt að fá byggingalán, hefir nú verið lokað fyrir veðdeildir svo til- finnanlegt er fyrir einstakl- inga, sem vilja byggja sér þak yfir höfuðið. ---0---- ALÞJÓÐA-KJARNORKU- STOFNUNIN TEKUR TIL STARFA. Svíþjóð fær sæti í fram- kvæmdaráðinu. Á alþjóðaráðstefnu, sem haldin var í aðalstöðum Sam- einuðu þjóðanna í október- mánuði í haust er leið, var samþykkt að setja á laggirnar Alþjóða-kjarnorkustofnun. — Hlutverk þessarar stofnunar skyldi vera, „að stuðla að og auka hluta kjarnorkunnar í þágu friðar, heilsufars og vel- gengni í heiminum." 70 þjóðir undirrituðu stofn- skrá stofnunarinnar, sem átti að taka gildi er minnst 18 þjóðir hefðu gert fullnaðar- samþykkt að stofnuninni. Af þessum 18 þjóðum var enn- fremur áskilið að væru að minnsta kosti þrjár eftirtaldra þjóða, Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kanada og Sovét- •ríkin. Þessum skilyrðum var full- nægt þegar í lok júlímánaðar í sumar. Höfðu þá t. d. öll fimm löndin, sem talin eru hér að framan sent fullnaðar- samþykktir sínar að stofn- skránni til Sameinuðu þjóð- anna. Auk þess höfðu fjöldi annarra þjóða sent fullnaðar- samþykktir, þar á meðal þrjú Norðurlandanna, Danmörk, Noregur og Svíþjóð, en 10 þjóðir í viðbót við hinar 70 er upphaflega undirrituðu stofnskrána höfðu bæst við undirskriftirnar. Ráðstefna í Vínarborg 1. oklóber Fyrsta ráðsefna hinnar nýju Alþjóða Kjarnorkustofnlmar hefir verið boðuð í Vínarborg þann 1. október í haust. Ráð- stefnan mun ganga frá fjár- hagsáætlun fyrir stofnunina, ákveða um starfsmannahald og hvaða samband stofnunin eigi að hafa við Sameinuðu þjóðirnar sjálfar og við sér- stofnanirnar. Talið er víst að aðalbækistöðvar Kjarnorku- stofnunarinnar verði í Vínar- borg. Meðal meðlima í fram- kvæmdaráði stofnunarinnar eru Bandaríkin, Kanada, Ind- land, Japan, Sovétríkin, Bret- land og Svíþjóð. ----0--- FLEST LAN ALÞJÓÐA- BANKANS TIL RAFORKU- VERA. Bankinn hefir veitt í allt 176 lán að upphæð 3219 milljónir dollara. Frá því að Alþjóðabankinn tók til starfa árið 1946 og þar til síðasta fjárhagsári bankans lauk 1. júlí s.l. hefir bankinn veitt samtals 175 lán að upp- hæð 3219 milljónir dollara- (Bankinn hefir veitt lán í öðr- um gjaldeyri en dollurum, en í þessari frásögn er miðað við dollara til samræmis). Þegar athugað er í hvaða til- gangi lán bankans hafa verið veitt kemur í ljós, að stærsta samanlagða lánsupphæðin hef ir runnið til raforkufram- kvæmda, bæði til að byggja ný raforkuver og til þess að auka við eldri ver. Nemur sú upphæð, er bankinn hefir lán- að í þessum tilgangi 863 mill- jónum dollara. Næst koma samgöngubætur, vegagerð og járnbrautalagning (805 mill- jónir dollara). Þá hafa verið lánaðar 500 milljónir dollara til endurbyggingar á eyðilögð- um mannvirkjum, aðallega vegna styrjaldartjóns. 461 milljón dollara hefir bankinn lánað til landbúnaðarfram- kvæmda og skógræktar. Alls hafa Norðurlöndin tekið lán hjá Alþjóðabankan- um, sem nema samtals 185 milljónum dollara. Skiptast lánin þannig: Danir hafa feng- ið eitt lán að upphæð 40 milljónir dollara. Finnland sex lán, samtals $65,279,464. ísland hefir tekið fimm lán samtals að upphæð $5,914,000 og Noregur þrjú lán að upp- hæð $75,000,000. Svíþjóð hefir ekkert lán tekið hjá bankan- um. Skipt milli heimsálfa hafa lán Alþjóðabankans verið veitt sem hér segir: Evrópulönd hafa fengið að láni $1,099,921,464. Suður- Ameríkuríki $745,805,000, — Asíulöndin $689,320,000, — Afríkuríki $367,000,000 — og Ástralíulönd $317,730,000. ----0--- GÓÐUR ARANGUR AF BÓLUSETNINGU GEGN LÖMUNARVEIKI. Fleiri og fleiri þjóðir láta bólusetja í stórum stíl. Alþ j óðaheilbrigðismála- stofnunin (WHO) boðaði ný- lega sérfræðinga á sviði löm- unarveiki (polio) til fundar í Genf til þess að heyra álit þeirra á bólusetningu gegn lömunarveiki. Fleiri og fleiri þjóðir hafa nú látið bólu- setja í stórum stíl gegn löm- unarveiki, eða ráðgera slíka bólusetningu. Sérfræðingarnir urðu sam- mála um, að bólusetning gegn lömunarveiki með bóluefni Þótt Elliðaárnar séu hvorki langar né vatnsmiklar, eru þær vafalaust beztu laxveiði- ár á landinu, og eru jafnvel taldar beztu ár í Evrópu, enda mjög eftirsóttar af veiði- mönnum. En laxagengdin í Elliðaár er mjög mikilvæg, ekki aðeins fyrir þá veiðimenn, sem stytta sér stundir við laxveiðar þar, heldur fyrir flestar laxár á landinu ,þar sem laxaseiði úr klakhúsi Elliðaánna eru flutt í ár í öllum landshlutum. Með þessu hefur verið bjargað laxastofni í mörgum ám, sem hætt var kominn vegna ofveiði, og laxaseiði hafa verið sett í margar ár, sem enginn lax var fyrir. Eru margar þeirra nú orðnar góð- ar veiðiár. Þegar Elliðaárnar voru virkjaðar fyrir 25 árum, sáu menn fram á, að ef ekkert yrði að gert, myndi laxinn hverfa úr ánum, þar sem hrygningar- stöðvar hans eru fyrir ofan Árbæjarstífluna, enda fór veiðin sífellt minnkandi fyrstu árin eftir virkjunina. 3000 laxar á ári Sáu þeir framsýnu þá fram á að við svo búið mátti ekki standa, og beitti Rafveitan sér fyrir því að byggt var klakhús við Efri-Elliðaárn. Hefur það nú verið starfrækt í 20 ár með þeim árangri, að laxagendin í árnar er nú orð- in 3000 laxar á ári að meðal- tali, og klakið miðstöð laxa- ræktunar á landinu. Á aðra milljón hrogna Byrjað er að veiða í klakið Dr. Salks, hins ameríska, eða bóluefni, sem unnið er eftir hans forskrift, hafi gefist vel. í Svíþjóð hefir t. d. enginn, sem bólusettur hefir verið tekið lömunarveiki- Nýtt bóluefni á leiðinni Læknavísindin leita stöðugt að nýju bóluefni gegn lömun- arveikinni, því þótt Salk bólu- efni hafi gefist vel, þá er það svo, að menn vita ekki ennþá hve langt það nær, eða hve lengi það veitir líkamanum ónæmi fyrir veikinni. Á læknaráðstefnu WHO í Genf gaf Dr. Gard frá Karo- linksa Institute í Stokkhólmi skýrslu um tilraunir, sem gerðar hafa verið með bólu- efni, sem framleitt er með lif- andi virus, en Salk-bóluefnið er framleitt með dauðum virus. Gera læknar sér miklar vonir um þetta nýja bóluefni, sem enn er þó ekki það langt komið, að það geti komið í stað Salk-bóluefnisins. ----0---- Til athugunar fyrir lesendur: Vegna sumarleyfa kemur aðeins eitt númer af fréttum frá Sameinuðu þjóðunum í ágústmánuði. á haustin, með ádrætti. Eru veiddir 500—700 laxar á ári. Er laxinn settur í sérstakar kistur og geymdur þar fram í nóv.—des., þá eru hrognin orðin fullþroska, og hefst þá hrognatakan. Mun láta nærri að iy4 milljón af hrognum séu frjógvuð á ári við Elliða- árnar. Þegar hrognatökunni er lokið, eru þau sett í klakhúsið. Kviðpokaseyði koma úr hrogn unum í marz—apríl, en fyrn- ingin er ekki nema 4—6%, má það teljast mjög góður ár- angur. í júní eru seyðin tekin úr klakhúsinu ,en aðeins 300 seyðum sleppt í Elliðaárnar. Afgangurinn fer í ár úti á landi. Kviðpokaseyðin lifa á því, sem er í kviðpokunum, og þurfa enga aðra næringu- En fyrir þeim liggja margar hætt- ur er þeim er sleppt í árnar. Eru þau étin bæði af fugli og fiski, og séu átuskilyrði ekki nægilega góð, veslast þau upp af næringarskorti, þegar búið er úr kviðpokunum, kemst að- eins um 1% þeirra á legg. Seiði alin upp í ánum Undanfarin ár hafa verið gerðar tilraunir með að ala seiði í Elliðaánum. Er þeim ekki sleppt fyrr en þau eru orðin 10—15 cm. á lengd, eru þau þá orðin gönguseiði og fara beint í sjóinn. Tekur 3 ár fyrir seiðin að ná þessari stærð í ánni, og eru þau 30 til 40 gr. á þyngd. Eftir að hafa verið eitt ár í sjónum, ganga þau aftur í ána og eru þá orðin að 5 punda laxi, en laxinn fær allan sinn þroska í sjón- um, þar sem hann nærist lítið sem ekkert í ánum. Laxinn kemur aðeins einu sinni í ána, og hrygnir þar, en þá er hans hlutverki að viðhalda stofnin- um lokið, og drepst hann eftir hrygninguna. —Alþbl., 23. júlí „Kæri Jim“, skrifaði móðir- in til sonar síns í herþjónustu. „Ég vona að þú mætir stund- víslega og látir ekki herdeild- ina bíða eftir þér á máltíðum". ☆ Móðirin: — Ég held að þú yrðir hamingjusamari ef þú giftist manni, sem hefur ekki svona mikla peninga milli handa. Dóttirin: — Vertu óhrædd. Ég skal sjá til að hann hafi ekki svo mikla peninga eftir nokkra sambúð. ☆ Eruð þér hinn frægi ljóna- temjari? Nei, ég kembi þeim bara og bursta í þeim tennurnar. Kaupið Lögberg VIÐLESNASTA ISLENZKA BLAÐIÐ Subscription Blank COLUMBIA PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2 I enclose $ for ....... subscription to the Icelandic weekly, Lögberg. NAME ..................................... ADDRESS .................................. City.............................Zone....

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.