Lögberg - 12.09.1957, Page 8
8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 12. SEPTEMBER 1957
Rússar óttast, að Kaspíahaf sé að þorna
Vainsborð þess lækkar öri með hverju ári.
Úr borg og bygð
Til kaupenda Lögbergs:
Gerið svo vel og athugið
nafnmiðann á Lögbergi; hann
segir til, fram að hvaða tíma,
að greitt hefir verið fyrir blað-
ið. Um leið. og ársgjaldið
kemur á skrifstofuna er
kvittað fyrir það með því að
breyta ártalinu á miðanum.
Lögbergi kæmi vel að fá öll
áskriftagjöldin greidd fyrir-
fram.
☆
— DÁNARFREGN —
Sigríður Johnson, kona
Magnúsar Johnson, 333 Scotia
Street hér í borginni, lézt á
fimmtudaginn, 5. sept., 65 ára
að aldri. Foreldrar hennar
voru hin kunnu frumherja
hjón, Pálmi og Guðrún Lárus-
son. Flutrtist hún með þeim
tveggja ára vestur um haf og
settist fjölskyldan að á Gimli.
Foreldrar hennar eru bæði
látin, faðir hennar fyrir
nokkrum vikum. Þau hjónin
Sigríður sáluga og Magnús
bjuggu lengi í Riverton, en
síðastliðin 15 ár í Winnipeg.
Auk manns síns lætur hún
eftir sig tvo sonu, Pálma og
Hjálmar; þrjár dætur, Mrs.
William Mitchell, Mrs. Gor-
don Boyd, og Mrs. Theo
Wilkie; ellefu barnabörn; enn
fremur fjóra bræður, Sigur-
stein, Hjálmar, Benedikt og
Brynjólf; Lárusson; tvær
systur, Mrs. Ósk Hjörleifsson
og Önnu Lárusson.
Útförin var gerð á mánu-
daginn frá Bardals og lút-
ersku kirkjunni á Gimli. Hún
var lögð til hinztu hvíldar í
Gimli-grafreit; séra Sigurður
Ólafsson flutti kveðjumál.
☆
Mrs. Alex Jónasson frá
Wabowden, Man., dvelur í
borginni um þessar mundir
hjá dóttur sinni og tengdasyni,
Mr. og Mrs. Ray Bates, Bell
Rose Apts.
☆
Magnús G. Guðlaugsson frá
White Rock, B.C. leit inn á
skrifstofu Lögbergs síðast-
liðna viku- Lesendur blaðsins
kannast við hann af ágætum
greinum hans, er birzt hafa í
blaðinu. Hann kom á bíl sín-
um og heimsótti á leið sinni
börn sín í Peace River og
dóttur sína í Edmonton. Hann
fer til Nýja-íslands; æsku-
heimili hans var að Mæri ná-
lægt Gimli.
☆
Mrs. Lára Sigurdson, Tre-
vere Apts., er nýkomin úr
skemmtiferð til Vancouver og
Victoria, B.C.
☆
3930 Marine Drive,
West Vancouver, B.C.
Sept. 3rd 1957.
To the Ediíor of Lögberg: —
In the list of donations to
Höfn which appeared in your
paper two weeks ago I failed
to mention that the $2.00 do-
nations were for 1957 Mem-
bership cards in the Icelandic
Old Folks Home Society. —
Would you correct this for
me by some such notice as
this: —
All $2.00 donations men-
tioned in the last list of dona-
tions to Höfn were for 1957
Membership Cards in the
Icelandic Old Folks Society.
Thank you,
Emily Thorson, Treas.
☆
Tilvalin afmælisgjöf
Gleðjið vini ykkar, þá er
ekki fá Lögberg, með því að
senda þeim blaðið í afmælis-
gjöf eða jólagjöf, þegar þar að
kemur.
STJÓRNIN BORGAR
BRÚSANN
Campbellstjórnin í Mani-
toba hefir nú gengist inn á að
greiða tvær miljónir og átta
hundruð þúsundir dollara til
Disrarelibrúarinnar, sem lögð
skal yfir Rauðá undan Point
Douglas; lengi vel var stjórn-
in með öllu ófáanleg til að láta
yfir miljón dollara. bæjar-
stjórnin í Winnipeg hefir
tekið tilboði þessu með þökk-
um, en Mr. Campbell hefir
krafist þess að vinna hefjist
þegar í stað við brúargerðina;
veitir þetta að sjálfsögðu enga
smáræðisatvinnu, en slíkt
kemur sér vel.
KAUPIÐ og LESIÐ
— LÖGB.ERG!
MESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol.
Heimili 686 Banning Street.
Sími SUnset 3-0744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Allir ævinlega velkomnir
Um 5000 Ungverjar
líflótnir síðan
í byltingartilrauninni
Framhald af bls. 1
verið dregið fyrir rétt síðustu
þrjá mánuðina en fjóra fyrstu
mánuðina eftir uppreistina.
Ekki hefir verið getið um, að
neinn hafi verið sýknaður.
Sérstakar ráðstafanir hafa
verið gerðar til þess að veikja
rétt hinna ákærðu. Sir Hart-
ley Shawcross skýrði frá því,
að kúgunin ykist fremur en úr
henni drægi. „Maður hefði
getað ímyndað sér, að ástand-
„Það hefir nú verið opinber-
lega játað,“ segir nefndin, „að
markmið Kadar-stjórnarinnar
er að ráða með ofbeldi niður-
lögum þeirra, sem enn standa
gegn henni.“
I fyrstu reyndist kommún-
istunum erfitt að hrinda á-
formum sínum í framkvæmd,
þar sem dómararnir dæmdu
aðeins í léttar refsingar. Með
fullri hörku var þeim skipað
að beita þyngstu ákvæðum
laganna til hins ýtrasta.
Enginn sýknaður.
Jafnvel eftir þetta létu dóm-
ararnir ekki til leiðast. Var
þá gripið til þess ráðs að setja
á stofn alþýðudómstóla, sem
látnir voru endurskoða dóm-
ana. Dómstólar þessir voru
skipaðir einum lögfræðingi og
þrem „áreiðanlegum“ rauð-
liðum, sem valdir voru af
handahófi.
Ábyggilegar tölur, sem hin-
ir vestrænu lögfræðingar
könnuðu vandlega, leiddu
eftirfarandi í ljós:
Allt að 5000 manns hafa
verið teknir af lífi síðan októ-
beruppreistin brauzt út.
Af fyrrverandi föngum, sem
sleppt var úr haldi, meðan
uppreisnin stóð yfir, hafa
13,000 verið teknir höndum
aftur og 20,000 til viðbótar
verið varpað í fangelsi.
Helmingi fleira fólk hefir
Kaspíahafið er að þorna
upp. Yfirborð þess hefir verið
að lækka í marga áratugi eða
jafnvel heila öld. Nú er hægt
að finna gamalt fjörumál þess
langt fyrir ofan vatnsborðið,
og það sem einu sinni var botn
þessa auðuga hafs, er nú að
finna langt frá núverandi
vatnsborði.
Það er eftirtektarvert, hvað
vatnið hefir stórlega minnkað
síðan 1929- Frá því ári hefir
yfirborð þessa stærsta stöðu-
vatns í heimi lækkað um tvo
og hálfan metra og uppþorn-
unin virðist halda áfram í
vaxandi mæli. Það svæði, sem
þornað hefir, er orðið þrjátíu
þúsund ferkílómetrar, eða
sem næst þriðjungurinn af
flatarmáli Islands.
Orsakirnar fyrir slíkri þorn-
un Kaspiahafs eru margar, en
fyrst ber að telja mikla hækk-
un á meðalhita yfir árið á
svæðinu umhverfis Kaspia-
hafið og á Volgusvæðinu, sem
hefur afrennsli í vatnið. Á
síðustu hundrað árum hefur
meðalhitastig hækkað um 1 Vz
stig, sem svarar til þess að af-
rennsli Volgu hefir minnkað
um 10 til 15 af hundraði, en
það er mjög afdrifaríkt, því
að úr Volgu koma tveir þriðju
hlutar af því vatni, sem í
Kaspiahafið fer. Auk þessa,
sem hér er talið, hefir orku-
verabygging við Volgu og
önnur fljót, sem renna í vatn-
ið, hindrað rennsli í það, svo
talið er að vatnið sé á þann
hátt rænt 580 rúmkílómetrum
árlega af vatni sem annars
myndi hafa runnið í það.
Afleiðingarnar alvarlegar
Afleiðingarnar af uppþorn-
uninni eru mjög alvarlegar.
Víða í norðurhluta hafsins
hafa siglingar stöðvast vegna
grynninga, sem komið hafa
þar sem áður var skipgengt.
Til þess að halda gömlum
siglingaleiðum opnum er lagt
í mikinn kostnað við uppgröft
með dýpkunarskipum. Þar
sem Volga rennur í Kaspía-
hafið eru fiskibæir, sem um
aldaraðir hafa verið vel settir
til styrjuveiða, en nú komast
ið batnaði eftir því sem mán-
uðurnir líða,“ sagði hann, „en
sú er ekki reyndin."
„Hinir ákærðu eru leiddir
fyrir dómstólana án þess að fá
fyrirfram nokkrar upplýsing-
ar um ákæruna og án nokkurs
tækifæris, sem heitið geti, til
þess að halda uppi málsvörn
fyrir sjálfan sig.“
„Ný tilskipun hefir nú verið
gefin út og felur hún í sér
réttindaskerðingu hinna á-
kærðu manna. Fyrir þeirra
hönd mega nú aðeins koma
fram lögfræðingar, sem taldir
eru upp á ákveðnum lista. Hér
er því um hreinan skrípaleik
að ræða.“
—VISIR, 20. júlí
bátarnir ekki þar að landi
vegna gryninga og fiskiveið-
arnar frá þessum stöðum eru
smám saman að leggjast nið-
ur. Þar að auki hafa fiskimið-
in eyðilagst, og það svo ört, að
á nokkrum undanförnum ár-
um hefir aflinn minnkað um
helming frá því sem áður var.
90% af allri siyrju
Hér er um að ræða geysi-
mikil verðmæti og afla sem
skiptir þúsundum lesta árlega,
því 90 prósent af allri styrju,
sem veidd er í heiminum,
kemur úr Kaspíahafinu. Nú
er þessum dýrmæta fiskistofni
hætta búin og þar með hinum
heimsfræga rússneska kaviar
(styrjuhrognum), enda er með
hverju ári sem líður erfiðara
að fá kaviar í Moskvu. Sulfat-
saltframleiðslan í Kara Bogas-
víkinni hefir einnig stórlega
minnkað vegna uppþorunar.
Rússneskir vísindamenn hafa
ætlað að þornun hafsins valdi
rýrnun, sem nemur 1 mill-
jarðri rúblna árlega í þjóðar-
tekjum Sovét-Rússlands.
Eyðimörkin sígur að
Lækkun yfirborðs Kaspia-
hafsins hefir einnig í för með
sér mikla loftlagsbreytingu
í héruðunum umhverfis það.
Landið í kring þornar og
skrælnar og heitir vindar frá
Asíu, sem frekar eru orsök en
en afleiðing af uppþornuninni,
blása nú tíðar yfir þessi land-
svæði og valda skrælnun
gróðurs og á eftir kemur eyði-
mörkin.
Siífla yfir Kaspíahafið
Ýmsar uppástungur hafa
komið fram um það hvernig
megi stöðva þetta óheillavæn-
lega náttúrufyrirbæri. Sú til-
laga, sem talin er nýtilegust
er sú, að gera stíflu yfir norð-
anvert Kaspíahaf, þar sem
vatnið er 450 kílómetra breitt,
eða svipuð vegalengd og frá
Vestfjörðum til Austfjarða í
loftlínu. Vatnið er þarna
grunnt, aðeins 3,5 metra djúpt
að meðaltali. Á þessum garði
eiga svo að vera hlið fyrir
skipaumferð og járnbrautar-
teinar. Þessi framkvæmd yrði
til þess að vatnsborðið í nyrðri
hluta vatnsins myndi hækka,
en á hinn bóginn myndi syðri
hluti Kaspiahafsins verða enn
verr úti, grynnka til muna.
Höfundur þessarar tillögu er
rússneski haffræðingurinn B-
A. Apollov.
Á eynni Artema fyrir aust-
an Baku hefir verið gert geysi
stórt líkan af Kaspiahafinu og
þar glíma vísindamenn og
tæknifræðingar við þetta erf-
iða úrlausnarefni. Rússneskir
vísindamenn eru allir sam-
mála um það, að eitthvað v^rð
ur að gera til þess að hindra
að Kaspiahafið þorni upp, en
hvernig verði farið að því er
enn óráðið.
—‘VÍSIR, 29. júlí