Lögberg - 19.09.1957, Blaðsíða 2

Lögberg - 19.09.1957, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 19. SEPTEMBER 1957 LEIÐSÖGUMAÐUR með skipum, er sigla um Suezskurðinn, SKÝRIR FRÁ STÖRFUM SÍNUM DEILAN um Suezskurðinn hefur vakið athygli um allan heim. Þess vegna er það ekki ólíklegt, að lesendum VIKINGS muni þykja fróð- legt að kynnast eftirfarandi greinargerð, sem er skrifuð af dönskum starfsmanni Suez- félagsins. Normann Caspersen hefur notað hvíldartíma þann, sem hann gegn vilja sínum hefur fengið frá starfi sínu sem leið- sögumaður skipa í Suezskurð- inum, til þess að rita greinar- gerð þá, sem hér fer á eftir. Greinin er lausleg þýðing úr dönsku blaði. Caspersen skýrir svo frá: Það var starf mitt í danska björgunarfélaginu Sviizer. — sem gaf tilefni til þess, að ég fór til Suez. Ég var skipstjóri á björg- unarskipinu "Protector," sem hafði viðlegu í Suez. Þar komst ég strax í náin kynni við hafnsögumennina og kynnti mér starf þeirra eftir megni. Það leið ekki á löngu, að ég fengi löngun til að taka sjálfur þátt í starfi þeirra. Kaupið var gott og starfið því mjög freistandi. Eitt sinn snemma dags ákvað ég að ferðast til bæjarins Ismailia, sem liggur nálægt miðjum skurðinum, til þess að tala við Lucas flotaforingja, sem þá var formaður Suezfélagsins. Árangurinn af þessu samtali varð sá, að ég sótti um starfið sem hafnsögumaður hjá fé- laginu. Það liðu nokkrir mán- uðir og loks kom veitinga- leyfi. Ég byrjaði sem aðstoðar maður í Pori Said. Þar urðu allir nýbyrjendur að fara með hinum eldri hafnsögumönnum í mánaðartíma til þess að kynnast öllu varðandi höfn- inni og siglingaleiðinni. Allar reglugerðir og ákvarðanir, er snertu starfið, áttu nýbyrjend- ur að kynna sér sem bezt, og ótal fána- og ljósmerki á frönsku áttu þeir einnig að læra og kunna reiprennandi utan að. Eftir nokkurra vikna kennslu gekk ég undir próf á skrifstofu hafnarstjóra og komst á sómasamlegan hátt gegn um prófið.' Að því búnu fékk ég leyfi til á eigin ábyrgð að leiðbeina skipum inn og út af höfninni í Port Said- Starfs- sviðið var annað hvort inni á höfninni sjálfri eða um borð í hafnsögubátnum þar í nánd. Brátt var mér trúað fyrir að leiðbeina minni skipum allt að 10 þúsund smálestum að stærð, og eftir rúmlega níu mánuði skipum, er voru nær- fellt 20 þúsund smálestir, en fyrst eftir fimmtán mánuði var ég talinn fær um að leið- beina skipum af hvaða stærð sem var. Þegar þörf er fyrir hafn- sögumann um skurðinn, fær maður skipun um að takast það starf á hendur. Fyrstu tvo mánuðina er maður sem nokkurs konar aðstoðarmaður hjá eldri og reyndari Jeiðsögu- mönnum, og er verksviðið að sigla í gegnum skurðinn fram og aftur'í hvaða veðri sem er, á nótt sem degi, til þess að kynnast honum til hlítar. Þar næst er manni kennt að gefa merki og lesa merki, svo og að þekkja skurðinn, dýpi hans og umhverfi, einnig öll sigl- ingamerki báðum megin við skurðinn og í honum sjálfum. Þar næst verður maður aftur að ganga undir próf, sem haldið er í Ismailia eins og áður. Standist maður þetta lokapróf, þá er maður full- numa og getur valið um hvar maður vill setjast að við skurðinn, sem leiðsögumaður af fyrsta flokki. Ég kaus að búsetja mig í Porí Tewfick, þekkti vel loftslagið. Þar var auðvitað mjög heitt á sumrin, en venjulega þurrt loft. Aftur á móti er steikjandi hiti í Port Said, og vildi ég því miklu síður vera þar. ABYRGÐ FORELDRANNA —gagnvart áfengisnaurn æskunnar Æskan þarfnast leiðbeininga foreldra siiina og skilntngs til að venjast aðhaldi til átengisnautnar. Æskan þarfnast foreldra, sem skllja afleiðingar áfengis- ncy/lu og geta lagt tll hellræði. Æskan þarfnast og verðskuldar foreldra, sem vfrða lögin og kenna virðlngu fyrir þeim. Svo mæla lög:— ,,I0ngin persóna m/i gcfa eða veita þelm áfengi, sem eru iiiiiiiu vlð tuttugu <>g eins árs aldur." „Sérhvcr persóna innan við tuttugu og eins ars alrlur, scm liefir í vörzlu sinni afengi eða neytir þess, er hrotlcg gcgn ái'ciigislöggjöfiiini, og getur sætt sckt, <•!• elgi fari yfir huudrað dollara." (Uquor Control Act, Section 170). Hofið hugfast:— Flostir ofilrykkjumenn byrja að drckka á unga aldri. Knginn má láUt sig það henda að tefla refskák um framtíð æskunnar. Þetta er ein þeirra auglýsinga, sem blrtar eru I þágu almennings að tilstuðlan MANITOBA COMMITTEC on ALCOHOL EDUCATIOH Department of Education, Room 42, Legislative Building, Winnipeg 1. 13-7 Ráðningartíminn er fyrst aðeins tvö ár. Ef maður stend- ur sómasamlega í s^öðu sinni þennan tíma, getur maður ráðið sig áfram um óákveðinn tíma, og það gerði ég. Venju- lega fær maður íbúð með sanngjörnum leiguskilmálum, og flestir leiðsögumenn, sem eiga konu og börn, fá hús með fögrum aldingarði, og gerði félagið sér far um að láta leiðsögumönnum og öðrum starfsmönnum líða eins vel og mögulegt er. Félagið hefur um 200 hafn- sögumenn í þjónustu sinni. Þar af hér um bil helmingur franskmenn og Englendingar, svo eru 35 Egyptar, þrír Danir og álíka margir Norðmenn, Þegar allt kemur til alls, þá munu það vera menn af 15 þjóðflokkum, er vinna þar að staðaldri. Sérhver leiðsögumaður hef- ur talsíma heima hjá sér. Frá því augnabliki, er einhver leiðsögumaður er kvaddur til að fara til starfa síns um borð í skipi, hefur hann 45 mínútur til að gera sig ferðbúinn. Þar næst fer hann á skrifstofuna og fær þar allar nauðsynlegar upplýsingar, þar á meðal um varhugaverða staði í skurðin- um, þar sem einhverjar við- gerðir fara fram, moksturs- vélar eru að vinna eða aðrar torfærur kunna að vera. Leið- sögumannsskjölin eru afhent hlutaðeiganda og svo er farið út í leiðsögumannsbátinn og haldið af stað út í flóann, þar sem skipaflotinn liggur fyrir festum, tilbúinn til að hefja för sína gegnum skurðinn. Þegar komið er um borð í skip það, sem leiðsögu þarfn- ast, ber að ganga úr skugga um hvað skipið ristir. Ef skip- ið er of hlaðið, er það sam- stundis tilkynnt aðalskrifstof- unni með loftskeytum- Oft kemur það fyrir, að ofhlaðið skip verður að tefja ferð sína daglangt eða meira, þar til búið er að losa hæfilega mikið af farminum, og skipið flýtur á löggiltum hleðslumerkjum. Venjulega eru það grísk skip eða farmurinn er grískur, sem hér um ræðir. Þegar allt er samkvæmt fyrirmælum og ekkert er að athuga, gefur leiðsögumaður fyrirskipanir sínar. Hvert skip er tölusett og fær sinn af- markaða stað í flotanum, og er það regla, sem ekki má víkja út frá. Skipalestir sigla oft gegnum skurðinn án þess að varpa akkerum, og í nokkr- um tilfellum kemur það fyrir, að haldið er kyrru fyrir stutta stund aðeins einu sinni. Áður fyrr fengu skip að sigla inn í skurðinn á öllum tímum sólar- hringsins, en þá kom það oft fyrir, að þau þurftu oft að stoppa á leiðinni. Nú er því hagað þannig, að skipalestir, sem koma að sunnan, þurfa sjaldan að nema staðar eða halda kyrru fyrir á leið sinni í skurðinum. Venjulega er svo hagað til, að tvær skipalestir eru sendar í gegnum skurðinn á sólarhring frá hvorum enda hans. Frá Suez kvöld og morgna og frá Port Said um hádegi og um miðnætti. Skurð urinn er 162 km. á lengd og umferðatíminn er 12—14 klukkustundir. Það er hámarkshraðinn, sem gefa verður nákvæmlega gætur að sé haldinn, einkum og sér í lagi með tilliti til hliða skurðarins. Ósjaldan er nauðsynlegt að hægja ferðina vegna skipa, sem liggja fyrir festum, graftarskútum o. s. frv. Við siglingu að næturlagi hefur sérhvert skip ljós í stefni að framan, sem lýsir minnst 1000 metra. Ef skipin ekki hafa meðferðis þannig lagað ljós, verða þau að fá þau lánuð hjá félaginu eða hjá skipamiðlurunum, sem eru margir í Suez og eins í Port Said. Á mjóu belti báðum megin við skurðinn er mjög frjósamt land. Þar vex döðlupálmi, margs konar korntegundir, á- vextir, bómull og grænmeti. Sums staðar eru stórar hjarðir af sauðfé, svo og geitur, naut- gripir og úlfaldar. Síðast en ekki sízt má telja asna, skepnu, sem Arabar mega sízt án vera. Landbúnaður er þar á mjög lágu stigi- Svipuð vinnubrögð og verkfæri eru notuð þann dag í dag eins og fyrir þúsund árum. Skurðir með vatni til neyzlu eru við skurðinn. Skipin fá mörg þúsund smálestir á með- an þau bíða í höfn. Vatns- skömmtun þekkist ekki. Á- gætur bílvegur er á milli Suez og Port Said, sem tilheyrir skurðarfélaginu. Ferðin tekur þrjá klukkutíma. Þar er einn- ig járnbraut. Tvær brýr eru yfir skurðinn. Asíumegin við skurðinn er gróður afar lítill, eða mestmegnis eyðimörk. I sjö ár átti ég heima í Port Tewfick og bjó í snotru húsi með blómlegum garði. í raun- inni var mér og fjölskyldu minni mjög sárt að yfirgefa húsið. Við vorum mjög glöð yfir að mega ferðast til Dan- merkur á hverju sumri, en við undum svo vel þar syðra, að við vorum ekki síður glöð yfir að koma heim aftur eftir rúm- legá tveggja mánaða sumar- leyfi annað hvort ár (2% til 3V2 mánuð í hvert skipti). Allir leiðsögumenn við skurð- inn hafa tveggja mánaða sum- arfrí árlega, og skurðarfélagið greiðir allan kostnað við ferð- ir til heimkynna, ekki aðeins fyrir leiðsögumenn og aðra verkamenn, heldur og fjöl- skyldur þeirra. Hinn 26. júlí síðastliðinn tók stjórn Egyptalands með vald- boði yfirstjórn Suezskurðar- ins í sínar hendur. Ég skal ekki frekara fara inn á það atriði, en það kom öllum, sem vinna við skurðinn, alveg á óvart. En daglegt starf varð að inna af hendi hvað sem öðru leið. Það leið ekki á löngu þangað til við, sem / A

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.