Lögberg - 19.09.1957, Blaðsíða 5

Lögberg - 19.09.1957, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 19. SEPTEMBER 1957 5 r AHLGAMAL IWENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Hvað hcfir Þjóðræknisfélagið gerr? 1 síðasta blaði var vikið lítillega að útgáfustarfsemi Þjóðræknisfélagsins og við- leitni þess til að viðhalda þekkingu á íslenzkri tungu í Vesturheimi með því að gang- ast fyrir að börnum og ungl- ingum sé kend íslenzka og að íslenzka yrði námsgrein í miðskólum og í Manitoba- háskóla. Góðu heilli léðu vita^ skuld fleiri en félagsmenn því máli stuðning. Félagsmenn hafa jafnan leit ast við að kynna sögu og bók- menntir íslands bæði hinni upprennandi kynslóð af ís- lenzkum stofni hér í landi og meðborgurum vorum. Hafa stjórnarnefndarmenn, sérstak- lega forsetar félagsins, lagt á sig mikil ferðalög, flutt ótal ræður og ritað greinar í blöð og tímarit í þessum tilgangi; ennfremur hefir félagið út- vegað kvikmyndir og ræður á talbandi eða plötum frá ís- landi í sama tilgangi. Þótt hér verði ekki minnst nafna þeirra manna, sem mest hafa á sig lagt til að kynna ís- lenzkar bókmenntir hérlendis verður þó ekki hjá því komizt að víkja nokkrum orðum að þeim forseta félagsins, sem hefir helgað mesta sína starfs- krafta þessu hugsjónamáli. Hann hefir safnað og gefið út tvær bækur af þýðingum ís- lenzkra ljóða og smásagna á enska tungu eftir ýmissa höf- unda; hann hefir gefið út bækur og ritað greinar svo hundruðum skiptir í ensk og skandinavisk tímarit um ís- lenzkar bókmenntir og ís- lenzk skáld og rithöfunda. Hann er eftirsóttur ræðumað- ur og hefir farið vítt um þetta meginland til að flytjafyrir- lestra um þessi efni. Þennan mann þekkjum við öll. Frá upphafi félagsins fram til þessa dags hefir komið hingað á vegum Þjóðræknis- félagsins fjöldi mætra manna og kvenna frá Islandi, sem margir hverjir hafa ferðast um byggðir íslendinga og komið þar fram á samkom- um. Hafa það verið skáld og rithöfundar, alþingismenn, prestar, læknar prófessorar, mennta- og embættismenn; hljómlistarfólk — karlakór, hljóðfæraleikarar, söngkonur og söngmenn, ennfremur lista- fólk í leiklist, málararlist og hannyrðum. Hafa þessir full- trúar íslands ekki einungis glætt áhuga okkar fyrir þjóð- ræknisstarfinu og aukið trú okkar á gildi íslenzka menn- ingararfsins heldur og kynnt íslenzka menningu meðal hér- lends fóiks af öðrum þjóð- ernum. Þjóðræknisfélagið beitti sér fyrir því, að Canadastjórn sendi minningarsjóð til ís- lands í tilefni af Alþingishá- tíðinni 1930, námssjóð að upp- hæð $25,000.00. Skyldi vöxt- unum af því f é varið til styrkt- ar íslenzkum námsmönnum, sem leita vildu framhalds- náms í Canada í sérgreinum sínum. Allmargir íslenzkir námsmenn hafa notið þessa styrks síðan, og hafa þeir verið íslenzku félagslífi hér mikill gróði. Þjóðræknisfélagið var og er aðili í því að Menntamálaráð Islands veitir vestur-íslenzk- um námsmönnum styrk til náms í íslenzkum fræðum við Háskóla íslands, og hafa einir þrír notið þess styrks. Þjóðræknisfélagið h e f i r jafnan verið nokkurs konar móttökunefnd fyrir gesti frá íslandi og hefir reynt að" greiða veg þeirra eftir því sem ástæður hafa leyft og sýna þeim virðingu með því að efna til samsæta þeim til heiðurs. Er sú viðleitni til gestrisni sjálfsögð og ánægju- leg, þó hún geti kringum- stæðna vegna ekki jafnast, því miður, á við þær höfðing- legu móttökur, er Vestur-ls- lendingar njóta, er þeir heim- sækja ættlandið. Félagið hefir og efnt til margra virðulegra samsæta í þakkar- og heiðursskyni við Vestur-íslendinga, sem unnið hafa sér eitthvað til frægðar og varpað hafa þannig ljóma á nafn íslendingsins hér í álfu. — Þá hefir það ekki ver- ið lítið verkefni fyrir félagið að efna til þriggja daga há- tíðahalda ár hvert í 38 ár í Winnipeg, og á ég þar við þjóðræknisþingin. Fjöldi ungs fólks hefir skemmt með list sinni á kveldskemmtunum þingsins, sem hefir örfað það til frekara náms, en félagið hefir reynt að veita efnilegu íslenzku listafólki nokkurn styrk, bæði með því að beita sér fyrir almennum samskot- um þeim til stuðnings og með styrkveitingum úr eigin sjóð. Félagslíf íslendinga í Winni- peg yrði mun dauflegra og fátæklegra ef þessar vetrar- samkomur legðust niður. Svo sem áður hefir verið vikið að, hefir félagið aldrei átt mikil fjárráð, en það hefir beitt sér fyrir almennum sam- skotum ef á þurfti að halda, eins og þegar þurfti að rétta hlut íslenzks ógæfumanns, er var sakaður um glæp; það Er skrímsli í Winnipegvatni? Undanfarið hafa verið dag- legar frásagnir í Winnipeg- dagblaði um að sézt hafi fer- legt skrímsli, 30 feta langt með hornóttan hrygg og hestshaus, á sundi við norður- enda Manitobavatns. Leggja víst fáir nú á dögum trúnað á slíkar sögur. Þetta er öld vísindalegra rannsókna frem- ur en hjátrúar og hindur- vitna. Verði menn varir við eitthvað, sem þeim er óskilj- anlegt, telja þeir slíkt ekki til yfirnáttúrlegra eða dular- fullra fyrirbrigða; þeir reyna að finna hinar eðlilegu or- sakir þess. Miklu frásagnarverðara en hið ímyndaða skrímsli í Mani- tobavatni er sú staðreynd, að eitthvað virðist smám saman vera að eyðileggja fiskinn í Winnipegvatni. Það er engin ímyndun að fiskurinn er að hverfa úr þessu vatni, sem reynzt hefir íslendingum svo mikill bjargvættur síðan þeir settust að við strendur þess. Hvar eru gullaugun — Lake Winnipeg Goldeye, sem voru talin konungaréttur? Hvar er kattfiskurinn — Catfish, — hefir og snúið sér til almenn- ings um fjárframlög til að reisa minnisvarða í minningu íslenzkra frumherja í Vestur- heimi; má þar til nefna minnisvarðann á Gimli og af- steypuna af Leifsstyttunni, er Bandaríkjaþjóðin gaf íslandi 1930. Var afsteypan sýnd á Heimssýningunni í New York 1939, og í samvinnu við sýn- ingarráð Islands síðan gefin Bandaríkjastjórn. Þá lagði fé- lagið til fé til byggingar minnisvarða þeirra Stephans G. Stephanssonar og K. N. Júlíusar. Fyrir tveimur árum ferðaðist einn nefndarmanna, ásamt myndatökumanni, um allar byggðir Islendinga í þessari álfu. Munu myndir þær, er þeir tóku verða bæði minnisvarði Islendinga, sem þá voru uppi, og sögulegt gagn þegar fram líða stundir. Þegar hér hefir verið talað um Þjóðræknisfélagið og starf þess, þá er auðvitað átt við allar deildir þess, því litlu hefði stjórnarnefndin getað hrundið í framkvæmd, ef ekki hefði þeirra notið við; þær sem við töldum svo ljúffengan fyrrum? Og hvað er orðið af hinum fræga hvítfiski — Sel- kirk Whitefish? Fiskimenn- irnir koma heim ár eftir ár úr fiskiverunum með lítið sem ekkert í aðra hönd, vonsvikn- ir og niðurbeygðir; þeir neyð- ast til að nota æ smærri og smærri netamöskva—möskva sem er ólöglegur, til þess að reyna að veiða svo mikinn fisk, að þeir geti fleytt fram sér og fjölskyldum sínum. Netin eru tekin af þeim af fiskiveiða umsjónarmönnum stjórnarinnar, og sá skaði bætist ofan á aflaleysið. Þeir verða æ skuldbundnari fiski- félögunum og þar af leiðandi ósjálfstæðari- Ofan á allt þetta bætist það, að þeir eru ásak- aðir um að hafa eyðilagt vatnið vegna möskva lögbrota sinna. Fiskimenn eru ekki sið- spiltari en aðrir menn og mundu ekki brjóta lögin, ef neyðin neyddi þá ekki til þess. Hér er sorgarsaga að gerast við Winnipegvatnið, sem vert er að veita meiri athygli en kynjasögum eins og þeirri er að ofan getur. Ég átti nýlega tal v$ Guð- mund F. Jónasson. Hann var fiskimaður í tíu ár og fiski- kaupmaður síðan 1920. Hann gerir út fiskimenn á mörgum vötnum, þar á meðal Winni- pegvatni, og er honum vitan- lega fiskileysið á Winnipeg- vatni áhyggjuefni eins og öðrum, sem hafa eitthvað að gera við fiskiveiðina þar. Ég innti hann eftir því, hvort hann héldi að það væri smái möskvinn, sem væri að eyði- leggja fiskinn í vatninu eða ofveiði. Hann sagði mér að byrjað hefði verið að veiða í Erie-vatninu í Ontario löngu á undan Winnipeg-vatni og að þar væri notaður neta- möskvi af mörgum mismun- andi stærðum, smáum og stórum, en samt hefðu fiski- menn þar fengið á síðustu vertíð feykilegan afla af pikk — pickeral, — stórum og góðum. Mr. Jónasson sagði mér jafnframt, að hann hefði í lengri tíma reynt að rannsaka hvarf fisksins í Winnipeg- vatni og sín niðurstaða væri þessi: að æti fisksins væri hafa, hver í sinni byggð, unnið að markmiðum félagsins svo ' smám saman eyðilagt af efna sem íslenzkukennslu, íslenzk- (lögi — chemicals — og úr- um samkomum, íslenzkum ' gangi olíuiðnaðar, sem veitt bokasöfnum, móttöku gesta o. s. frv. Ekki gefst tími né rúm til væn i vatnið. — Tvær ár renna í vatnið við suðurenda þess: Rauðáin og Winnipeg- að hafa þetta lengra, þó margs j áin. 1 Winnipeg eru stór ol sé enn að minnast: Hið ágæta bókasafn, er Frón veitir for- stöðu; söfnun minjagripa, skógræktarmálið og fleira; en þetta nægir til að færa al- menningi sönnur um það, að Þjóðræknisfélagið hefir ekki verið iðjulaust allan þennan tíma, og að það á tilverurétt og langlífi skilið. íu- iðnaðarfélög og önnur iðnaðar félög. Úrgangi frá framleiðslu þessarar félaga er veitt í saur- rennurnar, sem liggja í Rauð- ána og þaðan í Winnipeg-vatn. Olía samlagast ekki vatni og þeir menn sem vinna á flutn- ingabátum á vatninu hafa veitt því eftirtekt að olíuhúð myndast á kjölum bátanna. Fólk við baðstaði Winnipeg- vatns hefir og kvartað um að olíubrá sé á vatninu. Við Pine Falls við Winni- pegána er mikill Pulp og Paper-iðnaður; við hann er notaður mikill efnalögur — chemicals. Úrkastinu er veitt í ána, sem rennur út í Travers Bay. Þessi staður var áður ein af beztu fiskistöðvum vatnsins, en nú fæst þar eng- inn fiskur. Mr. Jónasson er sannfærð- ur um að þetta úrkast frá iðn- aðinum bæði þarna og frá Winnipeg, drepi jurta- og smá dýralífið í vatninu, sem er æti fisksins, og að þess vegna hafi nú í mörg ár verið miklu minni fiskur í suður en í norður vatninu, en smám saman muni þessi eiturlyfjan færast alla leið norður og eyði leggja ætið og um leið fiskinn með öllu, og þá um leið fiski- mannastéttina við vatnið. Þess var getið í dagblöðun- um í sumar að kynstur af dauðum fiski flyti á yfirborði vatnsins, einkanlega á suður- vatninu og að mikið af dauð- um fiski hefði skolast upp við Rauðárbakkana. Menn hafa og veitt því eftirtekt hve fisk- urinn er magur og að annar- leg lykt hefir fundizt af fiski veiddum í suður-vatninu — lykt, sem ekki er eðlileg- Hver er orsökin til alls þessa? Mr. Jónassón telur ekki, að veitt sé það mikið af fiski úr vatninu að það myndi skerða fiskistofninn; að fiskimagnið myndi haldast við, ef ungvið- ið næði að þroskast, en ef annarleg efni eru í vatninu drepst óþroskaði fiskurinn fyrst, því að hann hefir minst viðnám. — Er þetta skrímslið í Winni- peg-vatni, sem er að tortíma fiskinum og æti hans — ólyfj- an og olíuúrkast, sem veitt er út í vatnið?. Þetta mál þarf að taka til rannsóknar nú þegar og hvort sem fiskimálastjórnin trúir því eða ekki að þetta sé orsök dauðans í þessu vatni, þá er allur varinn góður og ráð- stafanir ætti að gera strax til að fyrirbyggja að þessum efnum, ólyfjan og olíuúrkasti, sé ekki veitt í vatnið. — Hér á heil stétt manna hlut að máli, fiskimennirnir við Win- nipeg-vatn, framtíð þeirra og vellíðan er í veði. Gömul negrakona gekk að kistu látins eiginmanns síns og andvarpaði: — Veslings Henry, ég vona að þú hafir farið þangað sem ég býst við að þú sért ekki! • Jón — Hvað á ég að greiða mikið fyrir jarðarfarartil- kynninguna í laugardags- blaðinu? Auglýsingastjórinn: — tvær krónur á sentimetrann. Jón: — Guð minn góður, bróðir minn var 195 senti- metrar. i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.