Lögberg - 10.10.1957, Blaðsíða 4

Lögberg - 10.10.1957, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 10. OKTÓBER 1957 Lögberg GeflB öt hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KJ3NNEDY STKEET, WINNIPEG 2, MANITOBA UtanAskrift ritstjörans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBjORG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram ‘‘Lögberg’’ is published by Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Authoriwd as Seoond Class Ma.il, Post Office Department, Ottawa WHitehall 3-9931 ______ Fögur og heillandi Ijóð ÞaS er líkt og ylur T ómi sumra braga: mqr hefir hlýnaö mest af þvf . marga kalda daga. —Þ. E. Jakobína Johnson: KERTALJÓS. Ljóðasafn. Útgefandi Leiflur H.F. Reykjavík. 163 bls. með mynd höfundarins. Bókmentastarf frú Jakobínu er orðið mikið og merkilegt, eigi aðeins vegna hinna snildarfögru, frumsömdu ljóða, heldur og jafnframt vegna þýðinga hennar á íslenzkum ljóðum og leikritum á enska tungu, en á þeim vettvangi hefir, hún int af hendi margháttuð, bókmentaleg þrekvirki, sem lengi munu halda nafni hennar á lofti; þó verða það að sjálfsögðu frum- sömdu ljóðin, því þau eru hún sjálf, sem finna dýpstan hljómgrunn í íslenzkri .þjóðarsál og festa dýpstar rætur í vitundarlífinu. Ljóðsnild frú Jakobínu minnir að nokkru á Jónas Hall- grímsson og er þá ekki í kot vísað, þótt hún haldi engu að síður ótrufluðu sjálfstæði sínu jafnt í hugsun sem formi. Fyrri útgáfur af ljóðum frú Jakobínu voru Kertaljós 1939 og Sá ég svani 1942. Formálsorð að þessu nýja ljóðasafni ritar þingeysk kona og fylgir því úr hlaði með þremur hlýyrtum erindum. Friðrik A. Friðriksson prófastur á Húsavík, ritar skil- merkilega „Um höfundinn,“ og er þar um að ræða ritgerð, sem mikið er á að græða vegna nákvæmra skýringa á lífs- skoðun skáldkonunnar og sérkennum hennar sem lýrisks skálds. Frú Jakobína hefir í ljóðagerð sinni auðgað íslenzka tungu að nokkrum nýjum bragarháttum, sem svo verða ramíslenzkir, að maður veitir því naumast athygli að þeir séu nýir af nálinni; alt, sem hún hugsar, og alt sem hún ykir, fær á sig þjóðlegan blæ svo sem aldrei hefði hún fæti stigið út yfir landsteina þótt til Vesturheims flyttist hún á barnsaldri. 1 áminstri ritgerð kemst séra Friðrik meðal annars þannig að orði: „Frú Jakobínu hryllir við öllu ranglæti og ljótléika, og raunsæ er hún á öfugstreymi og sársauka lífsins á móts við hvern meðal bölsýnismann. Samt er henni þetta alvara: Ég veit það ómælt efni ljóða hve allir hugir þrá hið góða. Bjartsýni hennar og lífstrú getur enginn frá henni tekið- Enda veit hún hvernig hún á að verja sinn innri mann. Áður en hið illa drepi á dyr, er hún búin að fylla hús sitt með öllu fögru og góðu. Jafnvel í viðureigninni við ægilega harma, sem borið hafa henni að höndum, hefir hún getað staðið við það, sem hún sagði ungmiðaldra: Ég fann að ég misti mikið, en meira er þó stöðugt grætt. Sálfræðileg hyggindi hennar og sjálfsvörn skína út úr ágætiskvæðinu „Morgun,“ og t. d. þessum línum: Trú mín á þróun á í vök að verjast, — vef ég því forna drauminn mér að hjarta. — forna drauminn frá dögum bernskunnar um norrænt mann- gildi og sigur hins góða, er hún sér fyrir sér í ljósi kristinnar lífsskoðunar.“ Þessi ummæli séra Friðriks eru ekki- sögð út í hött; þau eru grundvölluð á glöggri innsýn inn í skapgerð skáld- konunnar. Yfir ljóðum frú Jakobínu hvílir heiðríkja tiginnar kven- sálar, sem svo er þroskuð, að jafnvel þyngstu harmarnir, sem snortið geta viðkvæmt móðurhjarta, styrkja miklu fremur en veikja hið andlega jafnvægi. Yndisleg og þrungin hlýblævi eru barnaljóð frú Jakobínu og sviphrein kvæðin, sem hún yrkir í tilefni af heimsóknum hennar til íslands. Það les enginn ósvikinn íslendingur svo þessar eftirfar- andi vísur, „Þú réttir mér ilmvönd,“ að honum eigi hitni um hjartarætur: — Þú réttir mér ilmvönd af íslenzkum reyr, — ég atburðinn geymi. Hvert árið sem líður ég ann honum meir, þó öðrum ég gleymi. Mig greip einhver suðræn og seiðandi þrá að syngja hér lengur. Við íslenzkan vorilm til viðkvæmni brá, svo vaknaði strengur. Þann ilmvönd, sem gaf mér þín íslenzka hönd, er únun að geyma. Ég flyt hann með ástúð að fjarlægri strönd úr fjalldalnum heima. Kertaljós orka öðruvísi á vitund manna en flest eða öll önnur ljós, og á þetta ekki sízt við okkur heimalningana frá Fróni; í skammdeginu urpu þau frá sér dýrðlegum bjarma, sem örðugt er að koma orðum að: „Hann læsti sig gegnum líf og sál eins og ljósið í gegnum myrkur.“ Kertaljós frú Jakobínu búa yfir lýsigulli, sem íslenzkri þjóð ber að þakka og meta. Gagnmerkum uppgreftri að Gröf í Öræfum lokið Uppgröfturinn þýðingarmikill tengiliður í sögu bæjar- bygginga á íslandi. ORRÁÐAMENN þjóðminja safnsins hafa fundið hina merkustu héimild um síðari hluta fjártándu aldar í sumar við uppgröftinn á bænum Gröf við Hof í Öræfum, sem fór í eyði í Öræfagosinu mikla árið 1362. Saga þessa máls er sú, að þegar verið var að grafa fyrir kartöflugarði á Hofi í öræf- um árið 1955, var grafið niður á fjós og hlöðu, og var hvort- tveggja ágætlega varðveitt. Mun það stafa af því að bæði hlaðan og fjósið hafa fyllzt af vikri meðan húsin voru uppi standandi. Bærinn mun því hafa farið í eyði í Öræfajökulgosinu 1362. Þá fór allt Litla hérað í eyði, sem nú er kallað Öræfi. Þegar húsið og hlaðan fund- ust, er verið var að grafa fyrir kartöflugarðinum árið 1955, var farið að leita að bænum og íundust bæjarrústirnar strax. Síðan var haldið áfram þessari rannsókn og var henni lokið í sumar. Svo sem áður er sagt fuhd- ust fjósið og hlaðan fyrst. En skammt frá fundust eldhús, skáli, stofa og búr. Hefur þetta verið mjög stór bær á þeirrar tíðar mælikvarða, því að bæjarröðin er um 40 metrar á lengd. Á bak við bæinn fundust tvö bakhýsi, sennilega bað- stofa (gufubaðstofa) og tvö önnur smáhús, annað ef til vill salerni, en hitt sennilega safn- hús eða með öðrum orðum kornskemma. — Sumstaðar standa húsin ennþá upprétt. Minjar fundust þarna litlar og mun vikurinn hafa eytt þeim. Þó fundust 2—3 kvarnar steinar, kolur og hengilás frá þeim tíma, sem bærinn var byggður. Skálinn mun hafa verið þiljaður innan og senni- lega fjalagólf í honum. Hlað- an, sem fannst í Gröf mun hafa tekið um 100 hesta af heyi. i Næsti bær í tímanum, sem fundizt hefir á undan Gröf, er Stöng í Þjórsárdal og er hann frá 11 hundruð, en næsti bær þar á eftir er Sandartunga í Þjórsárdal, er því hinn upp- grafni bær að Gröf í Öræfum hinn merkilegasti tengiliður í sögu bæjarbygginga á íslandi- —VISIR, 14. sept. "Betel" $180,000.00 Building Campaign Fund Maka your donatlous to the "Bstel" Campaign Fund. 123 Prlnceaa Street, Winnipeg 2. KAUPIÐ OG LESIÐ LÖGBERG TÆKIFÆRI TIL HAGKVÆMS LÆRDÓMS Kenslustundir allan daginn í eftirgreindum sérgreinum og iðnaði: Viðskiptafræði Hárgreiðslu Hagkvæm hjúkrun Radio starfræksla Viðskiptaleg matreiðsla Kjötskurður Viðgerð úra Bólstrun húsgagna Trésmíðavinna Kæliaðferðir Rafiðnaður Viðtæki Sjónvarp og Electronics Stálsuða Vélaverkstæði Dieselvélar Bifvélar Bílaviðgerðir allra tegunda Vélræn dráttlist Húsagerðarteikningar og kostnaðar áætlanir Hér gefst gullvægt tækifæri ungum mönnum, sem náð hafa 16 ára aldri til undirbúnings undir stöðuga atvinnu. MANIT0BA TECHNICAL INSTITUTE 1181 Portage Ave., Winnipeg 10, Manitoba Sími SUnset 3-7127 Birt að tilhllitan Hon. W. Miller, mentainíilarítðherra í Manitoba

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.