Lögberg - 24.10.1957, Page 3
LÖGBERG, FIMMTUDAÓINN 24. OKTÓBER 1957
3
mín giftist bráðlega og mig
langar til þess að allir geti
hresst sig í giftingar-samsæt-
inu.“
„Of miklir peningar,“ sagði
Joe mótmælandi, en Corvin
stóð upp um leið og sagði:
„Bjórinn verður að vera
góður bjór, og — þú mátt
brugga 100 flöskur í viðbót, ef
þú getur. Fyrir þessa viðbót
mun ég borga þér við af-
greiðsluna.“ Svo greip hann
hendi Joe’s, sem sat undrandi
og orðlaus, og hristi hana, og
gekk svo til dyranna, leit yfir
öxl sér og sagði hlæjandi: „Ég
sé þig seinna, Joe.“ —
Joe sat alveg yfirkominn við
borðið, þangað til konan hans
kom út úr eldhúsinu, þar sem
hún var vön að bíða með
börnin, þegar Joe hafði gesti.
Joe leit upp og benti mjög al-
varlega á peningana á borð-
inu fyrir framan hann um leið
og hann sagði:
„Mig góður bruggari!“
Auðvitað var bjórgerð ólög-
leg á þeim dögum, vegna
breytinga, sem kölluð var 18.
breyting grundvallarlaganna,
sem bannaði bruggun og sölu á
öllu áfengi. Samt var svo-
kölluð heima-bruggun tals-
vert algeng á meðal almenn-
ings, því lögreglan, í flestum
atriðum, skipti sér lítið um
lögbrot af því tagi. Þetta átti
sér líka stað, þó að bruggun
og sala á áfengi færi fram í
stórum stíl. 1 mörgum atrið-
um lék lögreglan leikinn með
lögbrotsmönnunum fyrir eig-
in hagnað og mútur. Samt
var það talsvert oft, að menn
voru tæknir fastir og sektaðir
fyrir slík lögbrot, en eins og
alment var sagt, „voru slík at-
vik aðeins lögreglunni til af7
sökunnar.“
Jafnvel þó Joe vissi vel, að
bjórgerðin væri ólögleg, gerði
hann sér litla grein fyrir því,
að þessi löggjöf næði til hans.
Skylda hans til að framleiða
allar nauðsynjar fyrir fjöl-
skyldu hans var yfirgnæfandi
afsökun, og tilfinning háns
um að vera góður bjór-
bruggari.
Bjórpöntun Corvins var af-
greidd í tíma til heimilis hans.
f kjallara undir húsi hans
hafði hann látið gera fyrsta
flokks veitinga-krá í smáum
stíl. Veitingaborðið var hring-
myndað borð fyrir framan
eitt hornið í talsvert stórum
sal í þessum kjallara, og fyrir
innan þetta borð voru skápar,
mjög vandaðir, sem fylltir
voru af alls konar vínföngum.
Salurinn sjálfur var nægilega
stór fyrir hér um bil fjóra
tugi manns, sem gátu dansað
þar og skemmt sér við ýmsa
leiki, á milli hressinganna við
veitingaborðið. Joe var auð-
vitað mjög hrifinnn af öllum
þessum útbúnaði, og hafði
hann því talsverða stærilætis-
tilfinningu um það, að bjórinn
hans skyldi vera notaður við
slík atvik. Hann hjálpaði
Corvin við það að koma bjór-
flöskunum fyrir í kælinum,
sem var lítið herbergi á bak
við veitingaborðið- Þegar Joe
var að búast til heimferðar,
snéri Corvin sér alt í einu að
honum og lagði hendina á öxl-
ina á honum vinsamlega: —
„Joe,“ sagði hann, „gætir þú
nú ekki verið veitingamaður
minn, á meðan á samsætinu
stendur? Auðvitað mun ég
borga þér vel.“ — Joe stóð
sem þrumu lostinn og svb
stamaði hanrT: „Ég veitinga-
maður? — Engin góð föt!“ —
Corvin hló: „Ég skal sjá um
að þú hafir. ágætan veitinga-
manns búning fyrir þetta
tækifæri. Ég get fengið þá til
láns.“
Joe fór heim til sín mjög
hrifinn. Hann hafði tilfinn-
ingu um það, að hann væri nú
meira en góður bruggari,
hann væri líka ágætur veit-
ingaþjónn.
Giftingarsamsætið fór vel
fram og Joe leysti verk sitt
vel af hendi, sem veitinga-
maður. Hann hafði líka mikið
yndi af því að heyra lofsyrði
um það hve góður bjórinn
væri, sem han veitti, og svo
þegar gestirnir voru farnir að
„finna á sér“ af áfenginu, sem
einnig var Whiskey og vín,
hafði Joe ágætt tækifæri til
þess að auglýsa sjálfan sig.
Hann hafði bruggað bjórinn,
hann góður bruggari.
Eftir þetta samsæti voru
Joe allir vegir færir. Pantanir
komu til hans úr öllum áttum,
svo hann varð að kaupa fleiri
áhöld fyrir bjórgerðina. Kjall-
arinn hans varð of þröngur
fyrir framleiðsluna, eða með
öðrum orðum, svo fullur af
flöskum og kerum, að valla
var hægt að snúa sér þar við.
Fyrir þær ástæður hafði Joe
talsvert margar flöskur af
bjór í eldaherberginu hans.
Þessar birgðir notaði hann
fyrir þá viðskiptavini hans,
sem daglega sátu við bjór-
drykkju í daglegu stofunni. í
einu horninu á daglegu stof-
unni, nálægt eldhúsdyrunum,
stóð dálítið draghólf og í
þessu draghólfi hafði Joe tals-
vert mikið af smápeningum
til þess að vera fær um að
skipta stærri bankaávísunum,
sem viðskiptamenn hans höfðu
til þess að borga fyrir bjórinn,
sem þeir keyptu. í fyrstu
stakk Joe öllum peningum,
sem inn komu í vasa sinh, en
bráðlega sá hann að betra var
að hafa alla innkomna pen-
inga í þessu draghólfi. Svo á
kvöldin, þegar öll viðskipti
voru um garð gengin, tók Joe
alla peningana inn í eldhúsið
til konu sinnar og veifaði þeim
yfir höfuðið á sér og hrópaði:
„Miklir peningar í dag — mig
góður veitingamaður!“
Kona hans var auðvitað
glöð yfir þessum tekjum, en
samt lét hún oft í ljósi, að
hún væri hrædd við þessi við-
skipti. Joe væri ekki nógu
varkár. Og svo benti hún hon-
um á það, að þetta væri í
raun og veru alt ólöglegt. Joe
hló: „Mig enginn klagar, —
allir vinir!“ sagði hann og svo
féll samtalið niður.
Viðskipti Joe voru bezt eftir
hádegi hvern dag og sérstak-
lega góð hver vikulok og svo á
sunnudögum. Altaf við og við,
sættust nýir viðskiptavinir
við vini Joe’s, sem gerðu sig
kunna á þann hátt, að þeir
íefðu meðmæli frá einhverj-
um af þeim mönnum, sem Joe
hafði haft viðskipti við, og Joe
tók meðmælin góð og gild og
seldi þeim bjór eins og öðr-
um. \Svo var það eitt laugar-
dagskvöld að tveir óþektir fé-
lagar komu inn til hans og
tóku sér sæti við eitt borðið,
sem þeir fundu að var ekki
upptekið- Þeir bentu Joe á
pað, að þeir óskuðu eftir veit-
ingum og lögðu 10 dollara á-
vísun á borðið: „Við erum frá
Detroit,“ sögðu þeir, „og við
höfum komizt að því, að þú
seljir góðan bjór. Látum okk-
ur nú sjá, hvað þú hefir.“
Joe hikaði um stund, en svo
sótti hann tvær flöskur af
bjór, og fyllti glösin. Hann
tók svo bankaávísunina og
skipti henni á vanalegan hátt
með peningum úr draghólf-
inu og lagði svo afganginn af
peningunum á borðið fyrir
framan þessa félaga. Það var
komið fram á nótt og Joe var
nú aleinn með þessum félög-
um. Hann upplýsti þá um það
að tími væri kominn til þess
fyrir hann, að loka stofunni,
en þessir tveir menn virtust
ekki vera á sama máli og Joe.
Þeir óskuðu eftir meiri bjór
og litu kímnislega hver til
annars, um leið og þeir lögðu
fram 5 dollara seðil. Joe varð
við tilmælum þeirra og færði
þeim tvær flöskur af bjór um
leið og hann tók fimm dollara
seðilinn með þeim tilgangi að
skipta honum. En er hann
gekk yfir að drag-hólfinu, þar
sem hann hafði peninga sína,
varð hann var við það, að
þessir gestir hans fylgdu hon-
um eftir, og er hann, snéri sér
við, sá hann sér til mikillar,
að báðir þessir menn voru
vopnaðir, annar þeirra með
skammbyssu, en hinn með
togleðurs-kylfu. — „Þess ger-
ist engin þörf að skipta þess-
um peningum,“ sagði annar
þeirra. „Við ætlum að taka
peningana til láns frá þér.“
Svo greip hann seðilinn út úr
hendi Joe, og um leið hratt sá,
sem á togleðurs-kylfunni hélt,
Joe til hliðar og gekk að pen
ingaskú.ffunni og með fljótum
tökum tæmdi hann skúffuna
og stakk öllum peningunum í
vasa sinn. Þetta skeði allt í
ekki lána peninga!“
miðaði á brjóst Joe.
Business and Professional Cards
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI ForseU: DR. RICHARD BECK 801 Llncoln Drive, Grand Forks, North Dakota. Styrkið félaglð með því að gerast meðllmir. Ársgjald $2.00 — Tímarlt félagslns frítt. Sendist til fjármálaritara: MR. GUÐMANN LEVY, 185 Lindsay Street, Winnipeg 9, Manitoba.
Minnist BETEL í erfðoskróm yðor SELKIRK METAL PRODUCTS . Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá aC rjflka út meC reyknum.—SkrifiC, simiC tll KELLY SVEINSSON 625 WaU St. Wlnnipeg Just North of Portage Ave. SUnset 3-3744 SUnset 3-4431
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributora of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise St. WHitehall 2-5227
S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPÖRATE SEALS CELLULOID buttons 324 Smiih St. Winnipeg WHitehaU 2-4624
Van's Electric Ltd. 636 Sargenl Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT SUnsel 3-4890 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur likklstur og annast um flt- farlr. Allur fltbönaður sá beztl. StofnaC 1894 SPruce 4-7474
PARKER, TALLIN, KRIST- JANSSON, PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker, Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker, Clive K. Tallln. Q.C., A. F. Kristjansson, Hugh B. Parker. W. Steward Martin 5th 11. Canadían Bank of Commerce Buildlng, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. WHitehaiI 2-3561 P. T. Guttormsson BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY PUBLIC 474 Groln Exchonge Bldg. 1*7 Lombard Street Office WHitehaU 2-4829 Residence 43-3864
Thorvaldson, Eggeríson, Baslin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage and Garry St. WHitehall 2-8291 SPruce 4-7855 ESTIMATES J. M. Ingimundson Re-Rooflng — Asphalt Shinglea Insul-Bric Sidlng Venta Installed to Help EUmlnate Condensation 632 Simcoe St. Wlnnipeg, Man.
CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE. Managing Director Wholesale Distributora of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offlce: Res.: SPruce 4-7451 SPruce 2-3917 Muir's Drug Store Lid. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 27 YEARS SPruce 4-4422 EUlce & Home
S. A. Thorarinson Barrlster and Sollcitor 2nd Floor Crown Trust Bldg. 364 MAIN ST. Office WHitehall 2-7051 Res.: 40-6488
FRÁ VINI
THE MODEL FUR CO. D. MINUK, PROP. Fur Coats Made To Order. Repairing, Remodelling, Relining & Storing, and Sports Wear. Tel. WHitehall 2-6619 Res. JUstice 6-1961 304 Kennedy St. Winnlpeg, Man. Dunwoody Saul Smith & Company C-hartered Accountants WHitehall 2-2468 100 Princess St. Winnipeg. Man. And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN
The Business Clinic Anna Larusson Office at 207 Atlantic Ave. Phone JU 2-3548 Bookkeeping — Incorne Tax Insnrance
„Eyddu ekki skoti á hann,“ sagði sá sem á kylfunni hélt, „það mundi vekja of mikla eftirtekt, sérstaklega þegar um litla upphæð er að ræða eins og þessa,“ hann klappaði á vasann, þar sem hann hafði látið peningana. Svo snéri hann sér snögglega að Joe og með miklum fimleika hitti hann á hausinn með kylfunni svo Joe féll niður á gólfið meðvitundarlaus. — —Niðurlag í næsta blaði
Dr. ROBERT BLACK SérfræBlngur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAD ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Office WHitehall 2-3851 Res.: 40-3794