Lögberg - 24.10.1957, Page 6

Lögberg - 24.10.1957, Page 6
6 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 24. OKTÓBER 1957 GUÐRÚN FRA LUNDIs DALALÍF Ég get nú tæplega hugsað mér, að Jón verði nokkurn tíma bornreka", sagði Þóra. „Hvað segir þú um þetta, Jón minn? Þú ert eitthvað svo þögull og þunglyndislegur í dag“, bætti hún við og snéri máli sínu til húsbóndans. „Ég hef lítið hugsað um það, hvað fram undan er, en sízt af öllu get ég hugsað mér, að Dísa eigi eftir að hugsa um mig í ellinni“, svaraði hann. Anna stundi mæðulega. „Við skulum ekki fara að tala um ellina — hún er of hræðileg til þess“. Borghildur kom með kápur og yfirsjöl og þær klæddu sig í skyndi * „Það hefst eitthvað gott af þessu ferðalagi, býst ég við“, sagði Dísa. „Hvenær eruð þið að hugsa um að fara í kaupstaðinn? Ég vona að ég geti sargað hest út úr karlskepnunni honum Þórði, fyrst hann hefur hann á járnum allan veturinn til að skjökta á honum kringum rollurnar á vorin“. „Hann var að bjóða Þóru hestinn“, sagði Borg- hildur- „Þú þarft víst ekki að vera áhyggjufull út af Önnu, Þóra hefur fyrr séð um hana á ferðalagi og komið henni heilli heim“. „Ég fer nú samt“, flissaði Dísa, „Það er þó líklega einhver trunta til handa heimasætunni“. „Ekkert skil ég í ykkur að geta haft þessa stelpu á heimilinu“, sagði Þóra, þegar þau voru komin út á hlaðið. „Mér væri ómögulegt að þola hana á heimilinu“. „Það lítur út fyrir, að það ætli ekki að verða þægilegt að losna við hana frekar en móður hennar“, sagði Borghildur. „Svona er að taka þessi vandalausu börn að sér“, andvarpaði Anna. „Kannske verður Lísibet svona erfið við okkur. Hún er fjarska geðstór og ráðrík, barnið“. „Það finnst mér ólíklegt", sagði Borghildur, „hún er ekki af neinu ógerðarfólki komin eins og Dísa vesalingurinn". „Og hún er ólíkt skemmtilegra barn. Ég hef marga ánægjustundina haft af henni“, sagði Anna. „Það er ekki um annað að gera en að koma Dísu til Ameríku eða eitthvað svo langt í burtu, að hún strjúki ekki heim aftur“, sagði Jón. „Náttúrlega er það ekki viðkunnanlegt* fyrst hún vill helzt ekki gera neitt annað en að leika sér og rápa á bæi“. Það fannst öllum konunum að myndi vera bezta ráðið, að koma henni til Ameríku. Svo var farið að tala um heimkomu ungu mannanna með vorinu. Þá myndi nú lifna yfir dalnum eins og í fyrra sumar. „Það er næstum, að ég öfundi þig af því, að Björn hugsar sér ekki að læra meira“, sagði Anna. „Þú færð að hafa hann hjá þér allan tímann, sem Jakob minn verður að læra. Það verður voða langt“. / DÍSA VERÐUR AÐ FARA önnu gekk ágætlega að sofna þetta kvöld og vaknaði fyrr en vanalega, klæddi sig og fór fram í eldhús. Hún vissi, að þar biði kaffið á könnunni. Hún heyrði til Borghildar frammi í hlóðaeldhús- inu: „Þú getur bara unnið eins og hinar stúlkurnar, fyrst þú vilt vera hér, en ekki fara í ágætar vistir og vinna fyrir kaupi, eins og hver önnur almenni- leg manneskja“. Og ekki stóð á svarinu hjá Dísu: „Ég spyr þig líklega ekkert að því, hvort ég er hér eða ekki. Þú ræður ekkert yfir mér“. Svona ætlaði Dísa að láta, ha-fa á móti því að þvo, þegar Manga var með ígerð í fingri og gat ekki þvegið. Það var ómögulegt að leggja það á Borghildi að standa í þessu. Það yrði sama hörm- ungin eins og þegar séra Hallgrímur var á heimil- inu — sífellt ósamlyndi. Jón kom inn, klæddur í reiðföt, og bauð önnu góðan daginn. „Þú ert bara komin á fætur, hefur sofið betur en vanalega, af því að þú „spásseraðir" þetta með Þóru í gær — hún ætti að koma oftar. Hún er hraust kona og hefur hressandi áhrif á þá, sem hún umgengst“. „Það er víst ósköp eðlilegt, að þeir séu hress- ari í anda, sem aldrei kenna sér nokkurs meins, en þeir, sem alltaf eru sílasnir“, svaraði Anna. „En mér finnst ég bara hafa haft gott af þessari hreyfingu“, bætti hún við og gaf reiðfötunum hornauga. „Ert þú eitthvað að fara?“ „Já, ég þarf ofan í kaupstað“, svaraði hann. „Nú fer þó að verða stutt milli kaupstaðar- ferðanna, þykir mér. Þú fórst ofan eftir í fyrradag og komst ekki heim fyrr en undir háttatíma". Hann tók annarri hendinni undir höku hennar og kyssti hana: „Þetta er enginn skemmtitúr, góða mín. Jakob okkar var í rúminu í fyrradag og nú ætla ég að vita, hvort hann er ekki hressari. Vertu nú ekki óróleg. Ég bað Sigga að láta mig vita, ef honum versnaði, svo að nú hef ég góða von um, að hann sé betri“. „Guð minn góður hjálpi mér!“ andvarpaði Anna. „Því sagðirðu mér þetta ekki strax, svo að ég gæti beðið fyrir honum, blessuðum drengnum okkar?“ „Þú hefðir orðið svo óróleg. Það er ekki á bætandi méð svefnleysið. Nú verð ég eins fljótur og hægt er“. Svo komu tveir kossar og hann var farinn- Anna gat ekki lokið við að drekka úr bollan- um eða fá sér heitara kaffi. Svo að það var þá þetta, sem hélt vöku fyrir manni hennar í fyrri- nótt. Kannske hafði hann líka vakað í nótt, en þá hafði hún sofið áhyggjulaus. Hún hafði séð, að það var eitthvað, sem amaði að honum, og svo hafði hún jagazt um ómerkilegt þvaður við hann, þegar hann var með hugann hjá Jakobi veikum. Hún fann til samvizkubits. Hvað var það, þó að hann hefði lánað Dodda nokkrar krónur, sem hann borgaði kannske aldrei? Aðeins smámunir hjá því, að eina barnið hennar var veikt. Hún ætlaði samt að reyna að vona hið bezta, fyrst Siggi hafði ekki komið. Dísa kom inn úfin á svip og bauð góðan dag. „Ertu ekki öll með strengjum og verkjum eftir þetta flan í gærkvöldi? Það er meiri frekjugarmur- inn, sem þessi karlingarvargur í Hvammi er. Sú skyldi fá orð í eyra, ef ég væri hjá henni. Þær voru góðar saman, Borghildur og hún. Mér sýnist þú svo dauf, mamma, ertu kannske lasin? Ég vissi, að þú þyldir ekki þetta, og svo að ætla að fara að þeyta þér ofan á Ós bráðlega“, rausaði hún og settist við borðið, tók kaffibollana og lét sem hún væri að lesa í þá. „En sá elgur, sem upp úr þér vellur“, sagði Anna með vandlætingarsvip. „Ég hef víst bannað þér að kalla miðaldra fólk karla og kerlingar, en það er víst eins og annað, sem hefur verið reynt að koma inn hjá þér, þú ferð ekkert eftir því. Það er. ekki hægt að sjá, að þú sért alin upp á al- mennilegu heimili“. Dísa fékk sér kaffi í bolla og sötraði það. „Það lítur út fyrir, að húsbóndinn á þessu heimili þurfi eitthvað að útkljá og erindreka utan heimilisins — riðinn af stað einu sinni enn“, hélt hún áfram. „Mundirðu nú eftir blúndunum utan um dúkinn minn?“ „Nei, mér datt það ekki í hug. Nú er um annað að hugsa: Jakob hefur verið í rúminu“, sagði Anna. Dísa glápti á hana eins og bjáni. „Ég er nú aldeilis hissa“, sagði hún. „Það er nú ekki alveg víst, að þetta sé satt- Sagði hún Þóra þetta? Henni er víst trúandi til að ýkja það og margfalda". Borghildur kom inn um leið og Dísa var að enda við setninguna. „Við skulum nú vona, Anna mín, að þetta sé ekki alvarlegt. Það eru oft veik- indi í þessum skólum", sagði hún hlýlega. „Ég er nú svo sem líka að reyna að bera mig mannalega", sagði Anna og reyndi að brosa. „Það var leiðinlegt, að þú skyldir ekki muna eftir blúndunum. Mig langar til að klára dúkinn“, sagði Dísa. „Nú þværð þú þvottinn, Dísa mín“, sagði Anna og hugsaði, að helzt mundi duga að fara vel að henni. „Aumingja stráið hún Manga er svo slæm í fingri, að hún getur ekki þvegið“. „Þá getur líklega Borghildur það — ekkert er að henni“, svaraði Dísa önug. „Ég skal hugsa um matinn“. „Það á sjálfsagt betur við, að þú sért í þvott- inum. Borghildur verður við eldavélina eins og vant er. Þú ert ung og dugleg og hjálpar Gróu við þvottinn. Þú verður að vera viljug að vinna, fyrst þú vilt ekki fara í burtu“. Dísa stóð upp og fór fram í eldhús. Þar var Gróa byrjuð að þvo úr stórum bala. Tveir aðrir balar stóðu á gólfinu og stór pottur hékk yfir eldinum. Eldhúsið var fullt af gufu. „Þarna kemurðu þá“, sagði Gróa, „ég skal hjálpa þér að koma balanum upp á kassann“. Hún strauk sápulöðrið af höndunum og brá svuntu- horninu á sveitt andlitið. „Hvers konar bölvuð kássa er þessi þvottur? Það verður víst ekkert af því, að ég fari að þræla í þessu- Það bara rennur af þér svitinn. Nei, ég ætla mér ekki að verða vinnukona hérna á Nauta- flötum, þó að þú sért svo vitlaus að þræla hér ár eftir ár. Ég bregð mér nú heldur yfir að Hóli og fæ mér kaffið, sem ég ætlaði að drekka þar í gær“. „Þar er þér rétt lýst, letidruslan þín“, sagði Gróa. Anna bjóst við, að Dísa ynni kappsamlega við þvottinn fram í eldhúsinu, og varð því ekki lítið hissa, þegar Borghildur sagði henni, að hún væri á leiðinni yfir að Hóli. „Það er þýðingarlaust að hafa hana á þessu heimili lengur“, stundi Anna, „það gildir einu, hvernig farið er að henni“. Borghildur fór síðan í þvottinn, en Anna var við eldavélina og mikið hressari en hún hafði verið undanfarið, þó að undarlegt mætti heita. Hún kall- aði á stúlkurnar inn til að fá sér aukakaffi, og yfir því sátu þær og hlustuðu á skemmtilega kímni- sögu, sem Gróa var að segja, þegar Dísa geystist allt í einu inn í eldhúsið. „Þarna kemur þú, Dísa mín“, sagði Anna, líklega ætlarðu þá að fara í þvottinn eins og ég bað þig að gera“. „Þið væruð varla svona kátar, ef þið vissuð, hvernig er ástatt fyrir Jakobi“, sagði hún og var mikið niðri fyrir. „Hvað svo sem ertu nú að koma með frá Hóli? Við fáum sjálfsagt áreiðanlegri fréttir af honum bráðlega“, sagði Borghildur allt annað en hlýlega. „Ég veit, að hann hefur verið í rúminu“, sagði Anna. „Þér hefur líklega ekki verið sagt nema undan og ofan af, eins og vant er. Hún er orðin veik af tæringu, þessi Aðalbjörg, sem allir segja, að hafi verið kærastan hans, og svo hefur hann smitazt af henni“, snökti Dísa blóðrjóð af ákafanum við að segja fréttirnar. „Guð minn góður, því ertu að rugla með það, sem enginn fótur er fyrir?“ sagði Anna. „Ég var víst búin að banna þér að gefa honum hvorki þessa stúlku né aðrar“. „Helga talaði við Sigga í gær, hann sagði henni þetta“, hélt Dísa áfram. „Mér þykir ólíklegt, að hann hafi sagt þetta og annað eins“, sagði Borghildur. „Hann virðist frekar fáorður. Móðir hans hefur eitthvað fært það í stílinn og þú þá kannske með henni“. Anna stárði á Dísu náföl eins og hún sæi vofu. Svo seig hún saman og hefði oltið ofan á gólfið, ef Gróa, sem sat næst henni, hefði ekki komið henni til hjálpar. Það var liðið yfir hana- Borg- hildur og Gróa báru hana inn í hjónahúsið. Dísa hágrét af hræðslu. Manga horfði á hana alveg hissa á þessari óstillingu. „Þú hefðir átt að tala varlegar“, sgaði Manga. „Hvernig gat mér dottið í hug, að hún færi að falla í yfirlið — það er svo langt síðan það hefur komið fyrir. Ég var svo yfir mig hrædd. Ég get ekki hugsað til þess, að hann Jakob fari að deyja“. „Heldurðu að honum geti ekki batnað, þó að þetta sé tæring, sem enginn veit með vissu? Það deyja víst ekki allir, sem fá hana“, sagði Manga með sinni vanalegu stillingu.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.