Lögberg - 27.02.1958, Side 4

Lögberg - 27.02.1958, Side 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 27. FEBRÚAR 1958 Lögberg Gefl8 Ot hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDY STREET, WINNIPEG 2, MANITOBA Utan&skrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Street, Winnlpeg 2. Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÖNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram "Lögberg” is published by Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Authorized as Second Ciass Mall, Post Ofílce Department, Ottawa WHitehall 3-9931 Ræða forseta, dr. Richards Beck, við setningu 39. ársþings Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, Winnipeg, Man.. 24. febrúar 1958. Góðir Islendingar, fulltrúar og gestir! Síðastliðið haust minntumst vér íslendingar beggja megin hafsins, eins og vera bar, 150 ára afmælis vorskáldsins Jónasar Hallgrímssonar, er með fögrum ljóðum sínum söng inn í hjörtu þjóðar vorrar ást á fegurð og frelsi, ættjarðarást og framtíðartrú. Mörg eru þau snilldarkvæðin, sem hann gaf oss í arf og lifa í hjörtum og á vörum þjóðarinnar, en eitt hið allra glæsilegasta þeirra er kvæðið „Gunnarshólmi". Eins og fjölmörgum öðrum hefir mér verið þetta svipmikla kvæði sérstaklega kært síðan ég lærði það á yngri árum, og með vaxandi bókmenntaþekkingu hefi ég lært að meta snilld þess í ríkari mæli. Samt var það ekki fyrri en sumarið 1954, þegar við hjónin komum að Hlíðarenda í Fljótshlíð og rennd- um sjónum yfir þær söguslóðir, sem kvæðið lýsir, að mér skildist til fullnustu, hversu frábært málverk það er í ljóði, og hver litorðameistari Jónas er, eins og hann hefir réttilega nefndur verið. Þetta var seint á sumardegi, og það, meðal annars, gerði það að verkum, að snilldarlýsing skáldsins á umhverfinu varð svo lifandi fyrir augum mínum og að hreimfögur upphafsorð kvæðisins dundu mér í eyrum með seiðandi hljómi: Skein yfir landi sól á sumarvegi og silfurbláan Eyjafjallatind gullrauðum loga glæsti seint á degi- Við austur gnæfir sú hin mikla mynd hátt yfir sveit og höfði björtu svalar í himinsblámans fagurtærri lind. Enginn, sem kunnugur er Njáls sögu. kemur heldur svo að Hlíðarenda, sögufrægum bústað Gunnars, að hann sjái eigi í anda hetjuna prúðu og renni eigi til rifja örlög Gunnars. Saga hans varð mér þá, áð vonum, ofarlega í huga þessa síðdegisstund, ekki sízt eins og hún er túlkuð í fleygum orðum Jónasar í kvæðinu fagra, og lokaorð þess sóttu sérstaklega fast á hug minn: Þar sem að áður akrar huldu völl, ólgandi Þverá veltur yfir sanda; sólroðinn líta enn hin öldnu fjöll árstrauminn harða fögrum dali granda; en lágum hlífir hulinn verndarkraftur hólmanum, þar sem Gunnar sneri aftur. Og þá kem ég að því, hvers vegna ég hefi valið mér kvæðið „Gunnarshólma“ að efni upphafsorða þessarar árs- skýrslu minnar. Þegar ég stóð á Hlíðarenda umræddan sumardag, heyrði sögunnar þyt yfir höfði mér, og sá litbrigða- ríka lýsingu skáldsins gæðast nýju lífi, varð Gunnarshólmi, eins og skáldið lýsir honum í kvæðinu, mér annað og meira. Hann varð mér áhrifamikil táknmynd hins íslenzka þjóðbrots vors í Vesturheimi, sem líkja má við lítið eyland 1 hinu mikla þjóðahafi í þessari víðlendu álfu, og stendur áveðurs gegn brimi og brotsjóum margvíslegra afla og áhrifa, sem ógna tilveru þess litla eylands og færa vilja það í kaf í þjóð- sæinn. En þó að mikið hafi molast af þessum landskika vorum, rís hann eigi að síður enn úr sævi, og ég hefi þá óbifanlegu trú, að svo megi enn um hríð verða, ef vér Islendingar höld- um hópinn og neytum þeirra félagslegu og menningarlegu góðan málstað, og reynist þeim öllum hliðholl, sem honum Með Jónasi Hallgrímssyni er ég einnig fastrúaður á það, að æðri máttarvöld líti með velþóknun á trúnað við göfugan og varnarvopna, sem vér eigum yfir að ráða, vel og viturlega. vinna af einlægni og drengskap. Eiga hér við áminningarorð annars íslenzks skálds, Guðmundar Guðmundssonar, sem andlega var skyldur Jónasi Hallgrímssyni: Það fylgir sigur sverði göfugs manns, er sannleiksþráin undir rendur gelur og frelsisást í djarfri drenglund elur, — það drepur enginn beztu vonir hans: hann veit, þótt sjálfur hnígi hann í val, að hugsjónin hans fagra lifa skal. Og þá liggur sporið beint til þeirra samherja vorra, karla og kvenna, sem látizt hafa á árinu, en samkvæmt upplýsingum, sem fjármála- ritari hefir góðfúslega látið mér í té, eru þau félagssyst- kini vor þessi: Gunnar B. Björnsson, Min- neapolis ,heiðursfélagi; G. J. Oleson, Glenboro, heiðursfé- lagi; Jón Ásgeirsson (fyrrv. forseti ,,Fróns“), Mrs. S. M. Lawson, Stefanía Pálsson, Halldór Gíslason, Guðrún Hafliðason, Helgi Johnson, Hreiðar Skaftfeld, Gunnar Thorláksson, Thorbergur Thor bergsson og Sigurður Ander- son, öll í Winnipeg; Kristín Ólafsson, Jón Hinriksson, Sig- þrúður Stefánsson og Ágúst (Gústi) Sæmundsson, Selkirk; Magnús S. Magnússon, Hall- grímur S. Sigurðsson og Mrs. Vigfúsína Beck, Gimli; Mrs. Bergsveinn Eiríksson, Lundar; Guðni Davíðsson, Guðmundur Guðbrandsson og Sigurður Arngrímsson, Blaine; Mrs. J- Sigmundsson, Arlington, Vir- ginia, og Jóhannes Anderson (féhirðir „Bárunnar“ frá stofn- un hennar), Mountain. Með saknaðarhuga minn- umst vér allra þessara félags- systkina og þökkum þeim samfygldina og samstarfið, „trúmennsku í verki“ við ætt og erfiðir. Samtímis minnumst vér spakra orða norska skálds- ins Per Sivle (í þýðingu séra Matthíasar Jochumssonar: Ef bila hendur, er bættur galli: Ef merkið stendur, þótt maðurinn falli. Þannig mundu hin horfnu félagssystkini vor hafa hugs- að, því að það er íslenzkur hugsunarháttur að fornu og nýju. Þeim myndi hafa verið það bezt að skapi, að vér, sem enn stöndum ofan moldar, höldum félagsmerkinu sem hæzt á lofti og vinnum áfram sem trúlegast að sameiginleg- um málstað. Með það í huga, skal nú lýst starfinu á liðnu ári. Eins og að undanförnu hefir stjórnarnefnd félagsins haldið allmarga fundi á árinu, og eftir beztu getu og öðrum að- stæðum leitast við að ráða fram úr þeim málum, sem henni voru falin til afgreiðslu á síðasta þjóðræknisþingi, og öðrum þeim málum, sem komið hafa til hennar kasta. Þakka ég samnefndarfólki mínu ágæta samvinnu; og þó að engin stórvirki hafi verið unnin, vona ég, að svo reynist, að sæmilega hafi verið haldið í horfinu á starfsárinu, en bet- ur má vitanlega, ef duga skal. Útbreiðslumál Þar sem félagið er þess eigi umkomið fjárhagslega að hafa sérstakan útbreiðslumála- stjóra, hafa þau mál á liðnu ári, eins og löngum áður, aðal- lega hvílt á herðum stjórnar- nefndarinnar, að ógleymdum góðum skerf fyrrv. embættis- manna félagsins og annarra velunnara þess til þeirra mála. Þannig hefir fyrrv. forseti, dr. Valdimar J. Eylands, sýnt í verki framhaldandi áhuga sinn á málum félagsins með ýmsum hætti. Meðal annars hélt hann aðalræðuna á Lýðveldishátíð deildarinnar „Fróns“ í Winnipeg og flutti einnig erindi og sýndi myndir úr Islandsferð sinni á Lýð- veldishátíð deildarinnar „Bár- unnar“ að Mountain; enn- fremur var hann í nefnd þeirri í Winnipeg, sem undir- bjó heimsókn biskups íslands og föruneytis hans, og stjórn- aði samsæti því ,er haldið var þeim til heiðurs. Sama máli gegnir um frú Ingibjörgu Jónsson, fyrrv- ritara félagsins; hefir hún með blaðagreinum sínum og félagslegri starfsemi sýnt trún að sinn við félagið og mál- stað þess, ekki sízt með prýði- legum greinum sínum „Hvað hefir Þjóðræknisfélagið gert?“, sem vafalaust hafa glöggvað ýmsum lesendum skilning á starfsemi félagsins í liðinni tíð og því hlutverki, sem það á enn að gegna í menningar- lífi vor íslendinga vestan hafs. í nafni félagsins vil ég þakka frú Ingibjörgu drengileg um- mæli í garð þess með orðum þjóðskáldsins, þótt mælt væru undir öðrum kringumstæðum: „Þökk fyrir handslagið hlýja!“ Fyrrv. vara-forseti félagsins, dr. Tryggvi J. Oleson, hefir einnig, síðan hann kom heim úr námsdvöl sinni í Norður- álfunni og Bandaríkjunum, flutt erindi um ferð sína og íslenzk menningarmál á sam- komum hér í borg, og bjóðum vér hann velkominn í hóp vorn á ný. Skal þá horfið að útbreiðslu- starfi núverandi stjórnar- nefndar. Vara-forseti, séra Phillip M. Pétursson, flutti kveðjur félagsins og hélt aðal- ræðuna á Islendingadeginum í Blaine; einnig flutti hann er- indi og sýndi kvikmynd af Is- landi á tveim samkomum í Vancouver og síðar á árinu á fundi deildarinnar „Fróns“ í Winnipeg; ennfremur var hann fulltrúi félagsins og flutti ávarp af hálfu þess við vígslu nýbyggingar elliheim- ilisins „Betel“ að Gimli, og í ársveizlu Icelandic Canadian Club, og átti einnig sæti í nefnd þeirri, er undirbjó heimsókn biskups íslands til Winnipeg. Ritari, prófessor Haraldur Bessason, flutti ræður um þjóðræknismál á sumarmála- samkomum beggja íslenzku kirknanna í Winnipeg, enn- fremur á samkomum Lestrar- félagsins að Gimli og þjóð- ræknisdeildarinnar „Esjunn- ar“ í Árborg, og á Lýðveldis- hátíð deildarinnar „Bárunnar“ að Mountain. Ásamt þeim vara-féhirði, frú Hólmfríði Danielson, og frú J. B. Skapta- son, tók hann einnig þátt í sjónvarpi frá Winnipeg, svar- aði spurningum um íslenzkar bókmenntir og menningu og um kennarastólinn í íslenzku við Manitobaháskóla. Vara-ritari, Walter J. Lin- dal dómari, hefir flutt ávörp varðandi íslenzk menningar- og þjóðræknismál á ýmsum samkomum og ritað um þau mál vor í Icelandic Canadian, Framhald á bls. 8 — ADDITIONS — lo Belel Building Fund First Lutheran Young Peoples Association of the First Lutheran Church, 580 Victor Street, Winnipeg 10, Man. $50.00 -----------0--- Mr. & Mrs- Joseph Johnson, Eddystone, Man. $50.00 ----0--- Mr. Ragnar Lindal, Box 127, Árborg, Manitoba $10.00 -----------0--- Mrs. Kristín S. Benedictson, Riverton, Manitoba $10.00 ----0--- Unnur Sigvaldason, Vidir P.O., Manitoba $5.00 "Betel"$205,000.00 Building Campaign Fund —180 Make your donaiions to th« "Betel" Campaign Fund, 123 Prlnceea Street, Winnipeg 2.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.