Lögberg - 27.02.1958, Síða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 27. FEBRÚAR 1958
5
■vw'W'ww'w w w vw'w'wwyr'ww'w'wsrw
ÁnijeAHÁL
LVENNA
* - Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Hafa konur efni á því að vinno úfi?
i TÆL }
LÆGSTU FLUGGJÖLD TIL
ÍSLANDS
í'rð. New York met5
viSkomu & ÍSliANDI
• Á einni nóttu til Reykjavikur.
RúmgóSir og þægilegir farþega-
klefar, 6 flugliSar, eem þjálfaSir
hafa veriS í Bandaríkjunum, bjóSa
ySur velkomin um borS.
• Fastar áætlunarflugferSir. Tvær
ága'tar máltíSir, koníak, náttverSur,
allt án aukagreiðslu með IAL.
til NOREGS, DANMERKUR, SVÍÞJÓÐAR, STÓRA-
BRETbANDS, ÞÝZKAUANDS.
Upplýsingar í öllum ferSaslcrifstofum
n s~~\ n
ICEIANDICj AIRLINES
/ /~i _______
15 West 47th Street, New York 36 PL 7-8585
New York . Chicago . San Franclsco
Einn þriðji hluti allra þeirra,
sem ráðnir eru hjá atvinnu-
vegum í Bandaríkjunum eru
konur. Nálega þrír fjórðu
þessara kvenna (um 16 mill-
jónir) eru giftar konur, eða
hafa verið giftar. Rúmlega 2,5
milljónir þeirra hafa á fram-
færi sínu börn undir skóla-
skyldualdri, og 6,5 milljónir
börn á skólaskyldualdri. Ná-
lega fjórir fimmtu af konum
með fjölskyldu hjálpa til við
framfærslu fjölskyldunnar
með vinnu sinni utan heimilis-
ins, og margar þeirra sjá al-
gerlega einar fyrir fjölskyld-
unni.
Eftirspurnin eftir konum til
starfa í hinum ýmsu atvinnu-
greinum hefur farið mjög vax-
andi síðari árin. Atvinnu-
skráning Bandaríkjanna telur
að árið 1975 muni tala kvenna
í atvinnulífinu verða komin
upp í 29,395,000. Aðrir álíta að
konur muni brátt fá tilboð um
störf í nýjum og nýjum at-
vinnugreinum, þar sem konur
hafi ekki starfað fyrr og ó-
hugsandi sé talið í dag, að
konur starfi.
1 þeirri deild vinnuráðning-
ar-ráðuneytis Bandaríkjanna,
sem sér um ráðningar kven-
fólks, liggja nú fyrir umsóknir
um 600,000 skrifstofustúlkur.
I nýlegu hefti af tímaritinu
“Women’s Home Companion”
er sagt frá einkaráðningastofu
einni, sem sækir svo fast á í
því efni, að fá kvenfólk til
starfa, að hún verðlaunar um-
boðsmenn sína á margvíslegan
hátt, ef þeir geta fengið ná-
búa sína og vini til þess að
gefa kost á sér til starfa.
Skortur er á stúlkurft til
heimilisstarfa, svo að þúsund-
um skiptir, en það er sjald-
gæft mjög að nokkur gefi sig
fram á ráðningarstofunum,
sem óska eftir slíkum störfum.
Kvenfólkið virðist ekki léngur
hafa áhuga á hússtörfum, svo
svo að þær stöður eru sjaldan
fylltar. Fyrir tiltölulega fáum
árum höfðu giftar konur ekki
margra kosta völ í atvinnu-
legu tilliti. Heimilisstörfin
voru einu tækifæri þeirra.
Samkvæmt rannsóknum,
sem gerðar hafa verið á vinnu
stöðum hefur það komið í ljós,
að enda þótt kvenfólk sé yfir-
leitt heilsubetra og langlífara
en karlmenn, þá eru fjarvistir
þeirra frá vinnu nálega helm-
ingi tíðari en karlmannanna.
Til þess liggja margvíslegar
ástæður, en aðalorsökin mun
þó vera það álag og óþægindi,
sem af því leiða, að þurfa að
skipta sér milli heimilisstarf-
anna og starfsins utan heimil-
isins. Margar konur verða að
takast á herðar ábyrgðina
gagnvart eiginmanni sínum,
börnum og heimili annars
vegar, og hins vegar ábyrgð-
ina, sem á þeim hvílir af starf-
inu utan heimilisins hjá ein-
hverjum atvinnurekanda. —
Einkanlega er það örugleikum
bundið fyrir fullorðnar konur,
að þurfa þannig að þjóna
tveim herrum.
Það er engan veginn svo
auðvelt að skipta jafnsnögg-
lega um hlutverk, eins og þær
konur verða að gera, sem upp-
fylla verða móður- og hús-
móðurskyldur sínar árdegis,
en standa svo kannski í stöðu
einkaritarans á daginn og
hverfa svo aftur til húsmóður-
starfanna á kvöldin. Konur,
sem hafa verið giftar í mörg
ár, eru þar að auki líklegar til
þess að hafa tamið sér ýmsa
ákveðna siði og venjur, og það
er þeim oft ógeðfellt að þurfa
að taka við fyrirskipunum og
kánnski aðfinnslum frá sér
mikið yngri mönnum, sem þá
og þá eru yfirboðarar þeirra í
starfinu utan heimilisins. Það
er mjög erfitt hlutverk að
þurfa til lengdar að skipta sér
milli tveggja starfa á einum
og sama degi, einkanlega ef
konan vill halda sömu reisn á
heimili sínu og áður en hún
tók að vinna utan þess, og
þ^ð getur meira að segja
hugsazt að hún dag nokkurn
finni sig algerlega örmagna;
það síðan orskað gremju og
angur, þannig að hún verði
manni sínum ekki jafn góður
félagi og áður fyrrum. Taki
hún hins vegar þá stefnu, að
láta heimilið sitja á hakanum,
þannig að þar fari allt í róðarí,
getur það einnig leitt af sér
angur og sjálfsásakanir.
Verið getur að þú sért
heilsuhraust, en ertu það
sterkbyggð, að þú sért fær um
að leggja á þig tvöfalt starf til
langframa? Þú mátt vera
þess minnug, að það eru ótal
viðvik, sem bíða þín heima á
heimilinu, þegar þú að lokum
kemur heim frá starfi þínu.
Verið getur að eiginmaðurinn
hjálpi þér til við matartilbún-
inginn og uppþvottinn og önn-
ur heimilisstörf, en vafalaust
verðurðu þess þó vör, að hann
hlakkar sáralítið til uppþvott-
arins og annars slíks, þegar
hann kemur þreyttur heim úr
vinnu sinni — og vera kann að
þú verðir á það minnt, að
hann giftist þér á sínum tíma
ekki sízt vegna þess, að þú
bjóst til svo dæmalaust góðar
súpur og ýmiss konar smá-
rétti, og bakaðir ljúffengar
kökur, sem hann kunni að
meta, — og að hann hafði ein-
mitt ekki ímyndað sér að hann
þyrfti að lifa á upphituðum
leifum og ruðum í hjónaband-
inu — og þar á ofan að annast
uppþvottinn! Ráðfærðu þig
því við mann þinn bæði fyrir
og eftir, að þú hefir tekið að
þér starf utan heimilisins.
Verið getur að honum falli það
ekki í geð; peningahyggjan
má ekki verða til þess að
varpa skugga á hjónbands-
hamingjuna og heimilisfrið-
inn.
Annað er það, sem taka má
með í reikninginn, en það er:
hvað kostar það húsmóðurina
raunverulega að vinna utan
heimilisins? Þegar allt er
reiknað, getur nefnilega kom-
ið í ljós, að það sé dýrara að
vinna úti en að láta það ógert.
Þar kemur í fyrsta lagi til
greina sífellt rýrnandi verð-
gildi peninganna og hækkandi
vöruverð. Einkanlega kemur
þetta hart niður á þeim, sem
eiga börn. Jafnvel þótt konur
séu vel efnum búnar, eru það
margar, sem halda áfram að
vinna úti, eftir að þær eru
giftar og hafa eignazt börn, og
gera þær þetta af ótta við það,
að þeim muni leiðast að vera
einungis bundnar við heimilið.
Flestar konur, sem þannig er
ástatt um, hafa því efni á því,
að kosta einkakennara fyrir
börn sín og launa vinnukonur
á heimilinu- Aðrar líta á starf-
ið utan heimilisins sem tæki
til þroska og aukinnar reynslu.
En útgjöldin, sem þessar giftu
konur verða að standa undir,
eru tíðum hærri en launin,
sem þær sjálfar fá á vinnustað
sínum, þegar allt er reiknað.
Hve mikið þarf gift kona
raunverulega að innvinna
sér til þess að standa undir
útgjöldunum? Svarið er auð-
vitað undir ýmsum aðstæðum
komið. Mary Scott Welch
segir eftirfarandi í greininni
„Giftar konur í atvinnuleit“:
„Hin persónulegu útgjöld þín
verða í flestum tilfellum marg
föld á við það sem þau þurfa
að vera, ef þú starfar einungis
heima á heimilinu. Kemur
þar m. a. til greina fatnaður,
snyrtivörur, hreinsun á fötum,
skóviðgerðir, nælonsokkar,
ferðalög, framlag til margs
konar líknarstofnana og sam-
skota á vinnustað, símakostn-
aður, félagsgjöld, morgun-.
verður og ýmislegt smávegis,
er þú freistast tli að kaupa,
þegar þú átt leið framhjá búð-
um. Auk þessa kemur svo sitt-
hvað, sem þú kaupir aukalega
til heimilisins beinlínis vegna
vinnu þinnar úti.“
Hún bendir ennfremur á, að
hafi fólk barnagæzlu eða hús-
hjálp sé konunni nauðsynlegt
að vinna sér inn um það bil
helmingi hærri upphæð en
hún greiðir barnagæslunni
eða vinnukonunni, til þess að
útgjöldin vegna vinnunnar og
launin standist á. 1 flestum
tilfellum er enginn frádráttur
vegna heimilisaðstoðar við
skattaálagningu, en aftur á
móti leggjast laun konunnar
við laun eiginmannsins, þegar
til skattauppgjörsins kemur,
og skatturinn lagður á sam-
kvæmt heildartekjum þeirra
beggja.
„Til þess að geta litið alveg
raunsætt á málin,“ segir Mary
Scott Welch, „verðurðu að
leggja saman öll hin duldu út-
gjöld vegna vinnu þinnar, og
reikna síðan út, hve miklar
tekjur þú verður að hafa til
þess að standa undir þessum
útgjöldum auk skattahækk-
unarinnar.“
Eiginmaður einn skrifar: —
„Konan mín fékk sér atvinnu
utan heimilisins, en það borg-
aði sig engan veginn. Þetta
varð okkur dýrkeypt reynsla.
Átta mánuðum eftir að hún
byrjaði í starfi sínu, höfðum
við lagt til hliðar 275 dali —
minna en fjórðung þess, sem
við höfðum áætlað. Upphæð
sú, sem konan notaði til smá-
innkaupa varð hærri en sam-
anlögð upphæð, sem við
greiddum í skatt, ferðakostnað
og til morgunverða.“ — Hann
segir ennfremur að matar-
kaupin hafi orðið dýrari og
maturinn þó ekki jafngóður og
áður en hún byrjaði að vinna.
Þar að auki hafi þau ekki not-
ið heimilislífsins í jafnríkum
mæli og fyrrum, börnin orðið
sjálfbyrgingsfull og ódæl, og
þess vegna komu hjónin sér
saman um, að konan helgaði
sig heimilinu eins og áður.
Fólk, sem stofnar heimili
tekur jafnframt iá sig ábyrgð
af uppeldi barnanna. Það get-
ur stundum verið erfitt starf
og krafizt bæði þolinmæði,
andlegs og líkamlegs styrk-
leika, en það er skyldukvöð,
sem allir verða að sinna.
Mundir þú, kona góð, sem
lest þessar línur, vera ánægð
með það, að fela hverjum sem
er umsjá barns þíns, meðan
þú sjálf ert í vinnu þinni?
Vandamálið verður að sönnu
minna, ef þú ert svo heppin að
hafa við hendina góða „ömmu“
þér til hjálpar, en foreldrar,
sem eiga ekki þvílíku láni að
fagna, eiga oft erfitt með að
fá börnum sínum góða gæzlu.
Að vísu eru alltaf undantekn-
ingar í þessu efni-
Flestar konur, sem vinna
utan heimilisins og hafa börn
á framfæri, munu finna til
þess að atvinnan glepur fyrir
umhyggju þeirra gagnvart
börnunum. Þrátt fyrir vísinda
legar framfarir“ eru hinir
gömlu uppeldishættir enn í
góðu gildi. Hin nýtízkulegu
sjónarmið, að móðirin geti
unnið utan heimilisins og
jafnframt annazt heimili og
fjölskyldu sína, taka sig að
sönnu vel út á pappírnum, en
í framkvæmd er þetta erfið-
ara. Tapið er fólgið í rýrnandi
manngildi og manndómi, og
verður því ekki reiknað í töl-
um, en á það hefur verið bent
að grunsamlegt samband megi
finna milli afbrota æskulýðs-
ins og þess, hve algengt það er
nú orðið að mæður vinni utan
heimilanna.
Það er ekkert áhlaupaverk
og því síður vandalaust, að
móta barnssálina, og það er
verkefni, sem ekki má slá á
frest fram yfir klukkan hálf-
níu á kvöldin, þegar móðirin
hefur afkastað erilsömu dags-
verki. Svo síðla kvölds er litli
lærisveinninn orðinn of þreytt
ur til þess að veita móttöku
hollum heilræðum og öðrum
veraldarvísdómi, og því eru
kvöldstundirnar ekki rétti
tíminn til slíkrar mannræktar.
Ef til vill er húsmóðurstarf-
ið ekki mikils metið af sam-
félaginu, en þó er það svo, að
húsmóðurstaðan er einhver
veglegasta og veigamesta
staða hvers þjóðfélags, ef hún
er rækt á réttan hátt. Þegar
það er haft í huga, hve marg-
siungið húsmóðurstarfið er, og
hve margvísleg störf hver ein-
stök húsmóðir þarf að kunna
skil á og geta framkvæmt,
verður ljóst, að húsmóður-
starfið gerir meiri kröfur um
hæfileika á ýmsum sviðum, en
flest önnur störf í þjóðfélag-
inu. Húsmóðirin hefur ekki
aðeins það hlutverk, að hirða
húsið og búa til mat, — hún
skapar heimilið, og sérhvert
heimili þarfnast umhyggju-
samrar móður. Og húsmóðirin
gerir meira en að hirða um
börnin sín — hún elur upp og
Framhald á bls. 8