Lögberg - 17.04.1958, Blaðsíða 1

Lögberg - 17.04.1958, Blaðsíða 1
71. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 17. APRÍL 1958 NÚMER 16 íslendingar í Hollywood Miðvikudagskveldið hinn 9- apríl s.l. fór fram samkoma um ísland í Hollywood High School — í söng, sögum, ræð- um og minjagripum. Holly- wood háskólinn er á milli Sunset og Hollywood Blvd., og aðeins stuttan spöl frá hinum heimsfræga Hollywood Bowl. Fyrst var sunginn þjóðsöng- ur Bandaríkjanna undir stjórn Emily Sigurðsson, þar næst kom fram ræðismaður Islands, Stanley Olafson, og bauð alla velkomna. Kynnir kveldsins var hinn vinsæli þulur Larry Thor, er óþarfi að taka það fram, að hann kom fram öllum til yndisauka. Þar, næst kom fram frú Guðný Thorvaldson, klædd skautbúningi, og talaði um “Contribution to American Culture by the Icelandic Ethnic Group.” en greinin var samin af Skúla G. Bjarnasyni; frú Guðný er alveg sérstök í sinni röð og kemur landi sínu og þjóð ætíð fram til sóma. Þá kom fram Emily Sigurd- son, ung, glæsileg og ágæt söngkona; söng hún bæði á íslenzku og ensku við mikla hrifningu. Emily er ættuð frá N. Dakota, en er nú kennari í Los Angeles. — Eftir hléið kom Sumi Swanson fram og flutti ræðu um ‘Iceland today,’ sem var ágætlega flutt og fræðandi. Kvikmynd frá ís- landi var sýnd “Jewel of the North”, ágæt að frágangi öll- um, enda gefin út á vegum Ferðamannaskrifstofu ríkisins á íslandi; að vísu sýndi mynd- in einkum hita og kulda lands ins, en tæplega hefur höfuð- staður Islands að meðtaldri höfninni og Esjunni fengið betri mynd áður. — Þá komu fram 6 konur klæddar íslenzk- um búningi og voru þær á leiksviðinu meðan sungið var Ó, Guð vors lands-“ Meðal gesta þarna voru þau frú Anna og Gísli Johnsen stórkaupmaður frá Reykjavík, ennfremur frú Anna Jóns- dóttir, hún er kona Þorgils Guðmundssonar bakarameist- ara í Reykjavík; hér er h'Sti í heimsókn til dóttur sinnar, Hönnu Benson, í nokkrar vik- ur. Kjartan og Klara Karlsson (Lúðvíkssonar), sem hingað eru flutt frá Vancouver, Canada, ásamt 4 börnum sín- um. Skúli G. Bjarncson .----0---- P.S. Snemma í marzmánuði voru gefin saman í hjónaLand þau Kjartan Runólfsson og Sally Schoekley. — Heimili \ \ þeirra er á Long Beach, Calif. Hinn 22. marz s.l. höfðu ís- lendingar hér samkomu í Danish Auditorium við mjög góða aðsókn. Fyrir dansinum spiluðu þeir Kjartan Runólfs- son og Robin Garret og tveir aðrir menn. Dansað var af miklu fjöri til kl. 2 um nótt- ina. Við og við voru sungnir ættjarðarsöngvar og dægurlög. Á meðal gesta voru Þorleifur og Jafeta Skagfjörð frá Sel- kirk, Man. með dóttur sinni og tendasyni, sem hér eiga heima; Guðbjörg Sigurdson frá Win- nipeg, merk kona, sem kemur töluvert við sögu séra Benja- míns Kristjánssonar í Morg- unblaðinu fyrir skömmu síðan, eru greinar séra Benjamíns þrungnar skilningi og góðum hug í garð Vestur-íslendinga; Margaret Thorlakson frá San Carlos, California; Sybil Kamban og Abner Beiberman frá Eneino, eiga þau nú son tveggja ára gamlan Thor Kamban; líka var þarna Odd- geir Pálsson Oddgeirssonar frá Vestmannaeyjum, hugsar hann sér að ílengjast í Ame- ríku, fékk hann strax vinnu á hóteli við Grand Canyon í Arizona, er hann hinn efnileg- asti maður og vel að sér. Guð- mundur Þorsteinsson var þarna líka, hefir hann nú látið af störfum og hugsar sér að fara til Islands á næsta sumri. Skúli G. Bjarnason Inco Scholarships Parents, teachers and stu- dents: — INCO represents one of the great fields of oppor- tunity for young people to enter when they leave school. To help them to seize the op- portunities as they occur, INCO has set up scholarships at Canadian Universities, available to high school graduates or those in their final year. This is INCO’s way of helping deserving boys and girls to obtain university edu- cation, and at the same time to help provide a continuing supply of trained and educa- ted men and women for the future of Canada and Canad- ian Industry. Information on the current INCO scholarship programme may be obtained by writing The International Nickel Com- pany of Canada, Limited, 55 Yonge Street, Toronto, Ont. Heiðurssamsæti Hon. G. S. Thorvaldson Svo sem auglýst var hér í blaðinu í fyrri viku og eins nú, verður hinn nýi Senator, Hon. G- S. Thorvaldson, heiðr- aður með samsæti í Royal Alexandra hótelinu á mánu- dagskvöldið hinn 28. þ. m., og er það jafnframt tekið fram í auglýsingunni hvar aðgöngu- miðar séu fáanlegir. — Þeir verða margir, sem hylla vilja hinn nýskipaða Senator, og þess vegna er öruggara að panta aðgöngumiða í tæka tíð. The Excit-ing Story of Nickel Toronto, February 12 — A colorful, well-illustrated book- let on Canada’s nickel indus- try has been published by The International Nickel Com- pany of Canada, Limited. Entitled “The Exciting Story of Nickel,” the booklet was designed specifically for educational purposes and was written by Alan King for Canadian school children in the 8 to 14 year old age group. It is intended to serve as authentic background ma- terial for studies relative to the development of Canada’s natural resources. Historical background, mining lore, mil- ling and smelting processes, the importance of world mar- kets on the Canadian econ- omy, desirability of continua- tion to higher education and career possibilities in Canada are all briefly discussed. The Company plans distri- bution in both English and French to public and high schools in Canada. Single copies or bulk quanti- ties for classroom use are available on request from The International Nickel Company of Canada, Limited, 55 Yonge Street, Toronto, Ontario. Merkur maður lófinn Hinn 8. þ m., lézt að heimili sínu í Árborg Mr. Bjarnthor Lifman umboðsmaður trygg- inga 73 ára að aldri; hann var tveggja ára, er hann kom af íslandi og ólst upp hjá Kristjáni Lifman á Gimli og bar nafn hans. Bjarnthor heitinn starfaði í fjölda mörg ár á vegum In- ternational Harvester félags- ins, en rak allmörg síðustu æviárin tryggingarstarfsemi við góðum árangri í Árborg, enda var hann manna traust- astur í orðum og athöfnum; hann kom allmjög við opinber mál, og átti sæti í sveitarráði Bifrastar bæði sem deildar- fulltrúi og oddviti; hann læt- ur eftir sig hina ágætu konu sína, Kristínu Margréti, ásamt fimm úrvals dætrum, en þær eru Mrs. T. D. Urry, Newdorf, Sask., Mrs. J. A. Miller, Gander, Newfoundland, Mrs. R. R. Epp og Mrs. T. E. Olaf- son, báðar í Árborg, og Mrs. R. A. Galbraith, Winnipeg; ennfremur tvær systur, Mar- gréti á Gimli og Ingunni Henry að Petersfield. Barna- börnin eru átta; hinn látni var ættaður úr Borgarfirði hinum meiri; útförin var gerð frá lútersku kirkjunni í Ár- borg á mánudaginn. Séra O- N. Bjarnthor Lifman Larson jarðsöng. Bardals önn- uðust um undirbúning útfar- arinnar. Heiðurslíkmenn voru S- V. Sigurdson, S. R. Sigurdson, I. S. Erickson, A. Brandson, Dr. S. O. Thompson og W. S. Eyjólfsson. — Kistuna báru William Harasysm, S. Barnes, K. Reid, J. Jóhannesson, Thor Fjeldsted og S. Boyne. Bjarnthor Lifman var ást- ríkur heimilisfaðir og svo heill í skapgerð, að hann eigi vildi vita vamm sitt í neinu- Bólusetning gegn blóðkrabbo Tveir amerískir læknar hafa gert tilraunir með bólusetn- ingu á dýrum gegn blóð- krabba, að því er virðist með góðum árangri. Annar þeirra er dr. Char- lotte Friend hjá Sloan Ketter- ing stofnuninni í New York. Hún hefir gert sínar rann- sóknir á músum, bólusett þær með efni, sem í eru dauðar blóðkrabbavírur, og á þann hátt hafa 80% af músunum orðið ónæmar fyrir þessum sjúkdómi. En þær verða ekki ónæmar fyrir öðrum tegund- um krabbameins, og ekki er enn vitað hve lengi ónæmið helzt. Hinn læknirinn heitir dr. B. R. Burmester og starfar hjá landbúnaðarráðuneytinu. — Hann hefir gert sínar tilraunir á hænsnum. Hann hefir búið til bóluefni, ýmist úr lifandi eða dauðum blóðkrabbavírum, og bólusett veikar hænur með því. Afleiðingin hefir orðið sú, að egg úr þessum hænum hafa ekki í sér blóðkrabbavírur, og ungarnir, sem úr þeim koma, eru heilbrigðir. Grettissaga í Prag Á síðasta ári kom Grettis- saga út á tékknesku í Prag í veglegri útgáfu. Bókin var gefin út í 2500 eintökum- Eftirspurn reyndist svo mikil, að útgáfan seldist upp á fáum mánuðum og nú er önnur prentun á leiðinni. Þýðingin er gerð beint úr íslenzku. Hana annaðist Ladislav Heger, bókavörður við háskólabókasafnið í Prag- Þýðandinn ritar 25 blaðsíðna formála fyrir bókinni, þar sem gerð er grein fyrir Islendinga- sögum og þýðingu þeirra fyrir síðari bókmenntir og þjóð- menningu Islendinga. Þetta yfirlit þykir mjög vel af hendi leyst og auðvelda stórum tékkneskum lesanda, sem eng- in kynni hefir áður haft af ís- lenzkum fornbókmenntum- að njóta sögu Grettis. Aftan við bókina eru ýtarlegar skýring- ar. Hún er þar að auki prýdd myndum frá Islandi og af ís- lenzkum forngripum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.