Lögberg - 17.04.1958, Blaðsíða 4

Lögberg - 17.04.1958, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 17. APRÍL 1958 Lögberg GefiC út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDY STREET, WINNIPEG 2, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram “Lögberg” is published by Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Prtnters Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa WTÍitehall 3-0031 Fögur ræktarsemi Svo sem lesendur Lögbergs vafalaust rekur minni til, sendi fræðaþulurinn Kristleifur Þorsteinsson á Kroppi í Borgarfirði hinum meiri árum saman skemtileg og fræðandi fréttabréf úr hinu fagra og söguríka bygðarlagi sínu, land- námi Egils og Snorra; svo sem að líkum ræður féllu þessi bréf í frjóvan jarðveg hjá sonum og dætrum Borgarfjarðar, er mundu glögglega hverja laut og leiti þar, sem slitið var barnaskónum. Það var engin ný bóla fyrir nokkrum árum, að Borgfirð- ingar hringdu í ritstjóra Lögbergs og spyrðu hann hvað liði fréttabréfi Kristleifs á Kroppi. Þessu var í rauninni auð- svarað vegna þess að Kristleifur hagaði jafan bréfaskriftum sínum þannig, að bréfin bærust eins nálægt sumardeginum fyrsta og framast mætti verða og gætu þau því talist til sumargjafa, þótt eigi væri í stórum stíl. Þeim fer nú af skiljanlegum ástæðum fækkandi hér um slóðir, er spyrja eftir fréttabréfum úr Reykholtsdal, því svo hafa margir er þangað röktu rætur, safnast til feðra sinna, þótt enn séu þeir allmargir ofan moldar, er minnast átthaga- dýrðarinnar á æskustöðvum sínum og gjarnan vilja vita á því nokkur skil hvað þar sé að gerast. Síðan Kristleifur á Kroppi féll frá, hefir einn sona hans, Einar bóndi að Runnum, auðsýnt ritstjóra Lögbergs og blað- inu þá góðvild, að senda því öðru hvoru fréttabréf úr hinu fornfræga fæðingarhéraði sínu, mörgum til fróðleiks og yndis- auka; í þessu felst fögur þjóðrækni, sem að makleikum skyldi metin. ★ ★ ★ Meiriháttar verksmiðja tekur til starfa Verksmiðja, sem í raun og veru má teljast til risafyrir- tækja í sinni grein, er nú tekin til starfa í Norður-Norgei, en þetta er hin mikla Mosal Aluminium verksmiðja, sem reist hefir verið í Mosjöen-þorpinu; er hér um einkafyrirtæki að ræða, sem Svisslendingar og Norðmenn eiga í sameiningu; verksmiðjan er nú rekin með fullu fjöri og fyrstu birgðirnar af Aluminium hráefnum eru nú á leið til Vestur-Þýzkalands og Bretlands hins mikla. Byggingarkostnaður við verksmiðjuna nam 175 milljón- um króna, en vinna við fyrirtækið hófst í apríl 1956. í janúar- mánuði síðastliðnum var framleiðslan komin upp í það, sem svarar 22,000 smálestum á ári; en fáist nægileg raforka, má gera ráð fyrir, að framleiðslan nemi að minsta kosti 30,000 smálestum næsta ár. ★ ★ ★ Naumast alt með feldu Það er ekki langt síðan að Diefenbakerstjórnin að ný- afstönðum kosningum tók að búa um sig til næstu fjögra ára í Ottawa, en hún hefir þegar látið þjóðina verða þess vara, að hún sé húsbóndi á sínu heimlii; með nokkurra daga milli- bili hafa þau tíðindi gerzt, að þrír háttsettir embættismenn hins opinbera, er nutu alþjóðartrausts, þeir Mr. Sharpe að- stoðarverzlunarmálaráðherra, Mr. Bennett kjarnorkuráðu- nautur stjórnarinnar og Mr. Mclvor forseti hveitiráðsins canadiska, hafa allir látið af embættum, og hafa uppsagnir þeirra allra vakið óhug með þjóðinni; rétt þykir, að þess sé getið, að hveitisamlögin vestan lands harma það mjög, að Mr. Mclvor skyldi láta af embætti vegna þess frábæra starfs, er hann hefði int af hendi hagsmunum búnaðarins til eflingar; hinir mennirnir tveir eru úrvalsmenn hvor í sínum verka- hring, sem eftirsjá er að úr þjónustu hins opinbera. Dýpsta náma í heimi í Kolar-gullnámunni í Ind- landi, hafa menn komizt nær 2. km. niður í jörðina, enda er þetta dýpsta náma í heimi. Þar niðri er orðinn mikill hiti, og fargið er svo mikið, að harður steinninn klessist út og sígur inn í námugöngin. Og þó halda menn áfram að grafa dýpra og dýpra — allt að 250 fet á ári. Þetta er inni á miðri há- sléttu Indlands um 13 breidd- arstig fyrir norðan miðbaug. Eru þarna þrjú námafélög að verki og eiga sína námuna hvert. Sú bezta og dýpsta heit- ir „Champion reef Mine.“ Þegar grafið er niður í jörð- ina fer hitinn sífellt hækkandi, hækkar að jafnaði um 1 stig á F. við hver 110 fet. Á botni þessarar námu er hitinn orð- inn 150 stig F., og er það meiri hiti en í nokkurri ann- arri námu í heiminum. Gullið er þarna í 26 kvarts- æðum í hörðum kletti. Fyrst í stað lágu þessar gullæðar ská- hallt niður í jörðina, en nú standa þær svo að segja lóð- rétt í berginu. Þykktin á þeim er venjulega ekki nema 3—4 fet en stundum belgjast þær út og verða allt að 25 fet í þvermál allt í einu, en mjókka svo snögglega aftur. Þær hafa myndast við eldgos fyrir mill- jónum ára, þannig að kvatsinn hefir spýzt upp í sprungur í hörðu berginu- Þótt berg þetta sé eitt hið harðasta sem menn þekkja, er það ekki óbilandi. Það þolir að vísu mikinn þrýsting. En öllu eru takmörk sett, og þeg- ar þrýstingurinn er orðinn svo mikill að berginu er nóg boð- ið springur það með ógurleg- um dyn og krafti. Skelfur þá jörðin á stóru svæði, alveg eins og í jarðskjálfta, og geta þessar hamfarir orðið svo miklar að hús hrynji á næstu grösum. Það þykir einkenni- legt að þessar sprengingar í berginu voru alveg eins tíðar í 500 feta dýpi, eins og þær eru nú í 10 þús. feta dýpi. Slíkar sprengingar, en þó ekki nærri jafn öflugar, hafa orðið í öðrum námum víðs- vegar um heim, svo sem í koparnámunum í Bandaríkj- un, kopar-, gull- og nikkel- námum í Canada, og gullnám- unum í Suður-Afríku. Spreng- ingar koma og fyrir í kola- námum í Bandaríkjunum, Nova Scotia, Indlandi, Bret- landseyjum og á meginlandi EVrópu. Alls staðar, þar sem hætt er við slíkum sprenging- um, verður að grafa með mestu varkárni. Þarna í ind- versku gullnámunni, hafa menn þann sið að hlaða jafn- harðan upp í göng, sem ekki eru notuð. Til þess eru sóttir Framhald á bls. 5 Það eru nú þúsund ár síðan að menn fóru að grafa þarna eftir gulli, og var aðferðin við það fremur einföld. Menn höfðu þá engin af þeim tækj- um, sem nú eru notuð, heldur var aðferðin sú, að hita grjót- ið og hella svo á það köldu vatni. Við það sprakk grjótið og losnuðu þá kvartsæðar þær, sem gullið var í. En fyrir 83 árum var hafið þarna gullnám með nýtízku verkfærum og síðan hafa komið upp úr nám- unni 958 smálestir af gulli. En nú eru notaðar enn betri vélar, og upp úr þessari einu námu koma um 3% af öllu því gulli, "Betel"$205#000.00 Building Campaign Fund -180 Make your donations to th* "Betel" Campaign Fund. 123 Princess Street, Winnipeg 2. Hverjir eru þeir, sem við erum að blekkja? Hverja erum við að blekkja er við segjum, „Okkar börn eru öðruvísi. Við búum í góðu nágrenni. Við þekkjum alla vini þeirra.“ Hversu marga af vinum barna okkar þekkjum við persónulega? Hverjir hafa yfirum- sjón með samkvæmunum? Hve ó- ölvaður er bílstjórinn, sem flytur þau heim? Hverja erum við að blekkja er við segjum, „Ég fer varlega með áfengi, er börnin fara að komast á legg?“ Okkur þykir vænt um, er ungling- arnir segja, „Þegar ég vex upp ætla ég að líkjast pabba.“ En áður en varir, er unglingurinn vaxinn okkur yfir höfuð og tíminn til raunverulegra áhrifa um garð genginn. Hvar er sökina að finna ef vegna ábyrgðarleysis sjálfra okkar, vand- ræði steðja að fjölskyldunni vegna áfengis? Við erum hvorki að blekkja börnin okkar, vini okkar eða nágranna. Þeir vita hvar sökin liggur— við erum aðeins að blekkja okkur sjálfl Ein þeirra auglýsinga sem prentutS er almenningi til fræ8slu af MANITOBA COMMITTEE on ALCOHOL EDUCATION * Department of Education, Room 42, Legislative Building, Winnipeg 1. WHitehall 6-7289 3-4-58

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.