Lögberg - 17.04.1958, Blaðsíða 5

Lögberg - 17.04.1958, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 17. APRÍL 1958 5 /iliUGAM/iL IWENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Þögnin ekki Við þekkjum margt fólk, sem erfitt á með að láta til- finningar sínar og óskir í ljósi, eða tala um áhugamál sín við aðra. Robert Lewis Stevenson lýsti svoleiðis fólki á þann hátt, að það væri í poka, sem bundið væri fyrir og enginn gæti opnað. Sálsýkislæknar segja, að ein aðalorsökin til þess að mörg hjónabönd séu óhamingjusöm eða fari út um þúfur sé sú, að hjónin geta ekki rætt blátt áfram og ein- læglega um vandamál sín; annað eða bæði séu umlukt í poka þagnarinnar. Maður nokkur fór á fund sálsýkislæknis og sagði hon- um, að konan sín hótaði að skilja við sig vegna þess að hann væri kaldranalegur og auðsýndi sér enga ástúð. „Ég skil ekkert í þessu,“ sagði vesalings maðurinn; „ég legg henni til allt sem hún þarf og vel það, og ég hefi aldrei svo mikið sem litið á aðra konu-“ Læknirinn komst að því, að þessi maður var einn hinna þögulu manna, sem eiga erfitt með að láta tilfinningar sínar í ljósi; til dæmis hrósaði hann henni aldrei fyrir máltíðirnar, sem hún framreiddi fyrir óvalt gullvæg hann- „Hún veit vel að mér þykir maturinn góður,“ sagði hann, „hún sér að ég borða hann. Og annað er það — hún er sífellt að spyrja mig, hvort ég elski sig í raun og veru. Vitaskuld geri ég það, en mér er ómögulegt að tala alls kon- ar vitleysu um ást; ég er ekki þannig gerður.“ Læknirinn útskýrði fyrir hinum angraða eiginmanni, að allir yrðu að reyna eftir mætti að gleðja ástvini sína og gera þeim til hæfis, því án þakk- lætis þeirra og virðingar yrði lífið harla tómlegt. Hann ráð- lagði honum, að hann skyldi þakka konu sinni þegar hún framreiddi uppáhaldsrétti hans; dáðst að nýja kjólnum hennar; hrósa henni fyrir fallegu nýju gluggatjöldin, er hún hefði valið a. s. frv. Eiginmaðurinn tók þessar ráðleggingar til greina; smám saman varð honum léttara um tnungutak, og hann gat látið í ljósi við hana í fullri einlægni hugsanir og tilfinningar, sem hann hafði áður bælt niður. Hjónabandið styrktist og börn- in vaxa nú upp í andrúmslofti hlýleika og ástúðar. ★ ★ ★ Til er fólk, sem vanfar sórsaukatilfinninguna Sumir geta t. d. farið í eld án þess að finna til Margur undrast, þegar sagt er frá fakíírunum, sem geta legið á gaddasæng án þess að finna til sársauka, eða frá mönnum, sem láta reka sig í gegn með prjónum, eða láta höndina inn í eld og verður ekki meint af. Margar skýringar hafa kom- ið fram um undur þessi, en engar eru algjörlega sannfær- andi. Um þetta má nefna ótal dæmi og eru hér nokkur: Edward H. Gibson „hinn mennski nálapúði,“ sem var einn af mörgum undramönn- um, sem sýndi listir sínar um aldamótin, gat látið stinga 60 prjónum hingað og þangað í sig nema ekki í kviðinn eða nárann. Þetta gekk meira að segja svo langt, að einu sinni lét hann krossfesta sig og var rekinn nagli í gegnum lófann á honum, en þegar reka skyldi annan nagla í gegnum hina hendina líka, varð að hætta sýningunni, því að flestir á- horfendur voru þá fallnir í ómegin. Lögfræðingur nokkur, sem lézt 56 ára gamall, hafði al- drei fundið til sársauka. Einu sinni kramdist einn fingur hans í slysi og þá beit hann hann af. Einu sinni fékk hann kýli, sem var að draga hann til dauða, en hann fann ekkert til þegar skorið var á það. Hann var skorinn upp við augnveiki, en fann ekki til og var þó ekki deyfður. Þegar hann lézt kvartaði hann að vísu um smávegis óþægindi- Telpa ein sjö ára gömul lagði það í vana sinn að brenna sig á glóandi járni, af því að henni fannst „það svo gott-“ Engin skýring hefur fengizt á þessum undrum. Þetta kem- ur fyrir fólk af öllum kyn- flokkum og alveg eins fyrir menn sem konur. Þetta fólk finnur til, ef það er brennt eða stungið svo að það getur sagt til, hvar áverkinn er á líkam- anum, en það finnur ekki til sársauka eða óþæginda. Oft finnur þetta fólk litla sem enga lykt eða bragð, en húðin virðist vera eðlileg og tauga- endarnir, sem liggja út í húð- ina virðast ekkert frábrugðnir því sem er á öðrum. Það er því álit sérfræðinga að orsak- irnar liggi í heilanum. In memorian Mrs. Adelaide Johnson Winsauer Death claimed the life of a young Icelandic woman, Adelaide Johnson Winsauer, on Sunday, March 16, 1958, at Bellingham, Washington. She died at the age of 44 years after a lingering illness. She was born July 12, 1913 in Blaine, Washington. Her par- ents were Michael Gudjon Johnson and Ásta Jónsdóttir of Blaine, Washington. Her father passed away in 1950. She was a graduate of Blaine High School. Surviving rela- tives are her husband, John P. Winsauer, 1212 E. Racine Street, Bellingham, Wash., three daughters, Lynn, Bar- bara and Gail. all at home; her mother, Mrs. Ásta John- son, of Stafholt, Icelandic Home in Blaine, and one broher, H. Gus Johnson, of Bellingham, Washington. Remembering A d e 1 a i d e Johnson Winsauer, two line from the poem “The Lovely Smile” by Edgar A. Guest, come to mind- “We thought of her as always gay , And lovely as a sunny morn” Dýpsta nómo . . . Framhald af bls. 4 granítsteinar upp á yfirborð jarðar og höggnir svo að þeir eru 8—12 þumlunga langir. Síðan er þeim rennt niður í námuna og hlaðnir úr þeim þykkir veggir, sem standa ó- bifanlegir undir farginu, sem ofan á þeim liggur. Á hverjum mánuði eru þannig fluttar niður í námuna rúmlega 5000 smálestir af höggnu graníti í þessa veggi. Þetta krefst mik- illar vinnu og tefur mjög fyrir sjálfu gullnáminu. Sagt er að um 85% af námugöngunum hafi verið fyllt upp á þennan hátt. Eins og fyrr er sagt er hitinn neðst í námunni orðinn 150 stig F- og er því ekki viðlit að vinna þar öðru vísi en að loft- ið sé kælt. Þarf því að dæla um 250,000 teningsfetum af köldu lofti niður í námuna á hverjum tveimur mínútum. Á leiðinni niður hitnar loftið, svo hitinn í því er orðinn 125 stig þegar niður kemur. f þeim hita verður að vinna. Vélar og áhöld hitna svo, að verkamenn geta ekki snert á þeim berum höndum. Vatni er dælt niður og það geymt í kælirúmum, annars væri það ódrekkandi fyrir hita. Vatnið verður að salta, og er það gert til þess að verkamennirnir fái ekki krampa vegna of mikillar saltútgufunnar með svita úr líkamanum, en auðvitað svitna námamennirnir óskaplega. Vegna hins ógurlega þrýst- ings, sem hvílir á berginu neðst í námunni, lætur bergið undan þannig að það verður meint og tekur að hníga áfram líkt og skriðjökull og leitar þá að sjálfsögðu inn í gangana. Við þetta þrengjast gangarnir oft um 6 þumlunga á sólar- hring, eða meira. Hér er því komið svo djúpt niður í jörðina, að varla sýnist Egypzkar konur lituou augnalok sín græn fyrir 4 þúsund árum Nýlega var sýning á Þjóð- minjasafninu í Kaupmanna- höfn þar sem austurlenzk fegrunarmeðul voru sérstak- lega sýnd. — Um líkt leyti var haldið 25 ára afmæli ilm- og snyrtivara í Danmörku, og var þess minnzt víðsvegar um landið. Á því var vakin athygli, að slíkar vörur hafi seint fengið útbreiðslu í Danmörku, því að konur hafi verið seinar til að nota þær. Hafi til dæmis verið lítið um notkun varalitar og aðeins leikkonur og aðrir, er tóku þátt í skemmtanalífinu, hafi notað kinnalit og andlits- duft. En á þessari sér-sýningu Þjóðminjasafnsins fá menn að sjá fegrunarmeðul frá því fyrir Krists daga. Það elzta, sem þar er að sjá, er skel með grænum steini í. Hann er frá því 2 þúsund árum fyrir Krists burð, og egypzkar kon- ur notuðu hann til að mála augnalok sín græn, — alveg eins og gert er í dag, en nú er aðeins keypt til þess grænt stifti, í búð. Þarna er líka lítið tréhylki — næstum því eins gamalt. Það notuðu egypzkar konur fyrir farðapensla sína. Á sýningunni eru líka skart- gripir, — þarna er t. d. skart- gripur eskimóa frá Alaska. Það er marmarastykki, 250 gr. á þyngd. Það er fest við vör- ina og var sérlega fínn skart- gripur. Á sýningunni má sjá, hvern- ig fordildin hefur alltaf þrifizt á jörðunni- fært að fara lengra, Þó gerir stjórn námafélagsins ráð fyrir því að láta fara niður í 11,500 feta dýpi, ef hægt er fyrir hita og ef veggir bergganganna skríða ekki saman áður en svo langt er komið. —Lesb. Mbl. The NEW Look of Leadership for 1958 M0FFAT K57J5 City Hydro brought the first Moffat electric ranges to Winnipeg nearly 40 years ago and since that iime have been a leading Moffat dealer. In the early 1920's electric range cam- paign iniliaied by City Hydro placed a large number of these Moffat ranges in Winnipeg homes. Many of these are still in operalion. atlesling to Moffat's high quality material and workmanship. Like every Moffat range ever made, these new 1958 models are built with that uncompromising qualily which sets a Moffat distinctly apart from ordinary ranges- When you buy a Moffat, you buy lasting satisfaction. AT YOUR OWN DEPENDABLE APPLIANCE STORE . .. Úh 401 PORTAGE AVE. EAST OF KENNEDY WHITEHALL 6-8201

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.