Lögberg - 17.04.1958, Blaðsíða 3

Lögberg - 17.04.1958, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 17. APRÍL 1958 3 snúna fætur, signar iljar, skarð í vör o. s. frv. — Lömb hafa einnig verið að koma með skörð í efraskolt og með kreppta fætur, og folald vissi ég um, sem fæddist þannig, að framfætur vantaði alveg. — Þykir mér þetta gefa nokkra bendingu um, að hér sé eitt- hvað nýtt á ferð, sem gæti hugsast að stæði í sambandi við það, að upp er runnin kjarnorku-öld. Framkvæmdir hafa verið all miklar undanfarið og af ýmsu tagi. Kirkjur hafa verið byggð- ar og endurbættar. í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd var síðast liðið sumar vígð kirkja — Hallgrímskirkja — með mik- illi viðhöfn. — Smíði Sements verksmiðjunnar á Akranesi er nú í fullum gangi. Vinnur nú fjöldi manna við byggingar þar, og hver stórbyggingin rís þar nú við aðra, og er þó mikið ógert enn. Vegagerðir eru alltaf nokkrar og brúa. Við þær brýr, sem byggðar hafa verið hér í héraðinu, hefur Kristleifur Jóhannes- son verið yfirsmiður. í sumar byggði hann brú á Norðurá hjá Glitstöðum. Áin rennur þar í tveimur kvíslum, og var áður búið að brúa aðra kvísl- ina. Brú var einnig byggð á Rauðsgil, neðan við Rauðs- gilstúnið. Smábrú var byggð suður í Skorradal, og endur- bætt brúin á Norðurá hjá Haugum. Nú er farið að tala um það í alvöru, að brúa milli Borgarness og Seleyrar, yfir Borgarfjörðinn. Tillaga var flutt inn á Alþingi í vetur um að brúa fjörðinn. Yrði það mikið og fjárfrekt mannvirki. Gæti ég trúað að heppilegra væri að ljúka fyrst við bygg- ingu Sementsverksmiðjunnar og fá hana í fullan gang áður en í það verður ráðist- Hvalveiðar gengu mjög vel í sumar. Voru í kringum fimm hundruð hvalir veiddir og dregnir inn í veiðistöðina í Hvalfirði. — Síldveiði og aðr- ar fiskveiðar gengu lakar og báru sig illa þótt allmikið væri veitt. f vetur voru nokkur hross send til Þýzkalands, þar á meðal voru nokkur folöld. Veit ég ekki til að áður hafi lifandi folöld verið seld til útlanda. Ekki er þarna um nein stór- viðskipti að ræða né neinn uppgripa markað, þótt nokkrir menn hafi neyðzt til að nota sér hann vegna veltufjár- sskort- Búfénaður er orðinn mjög margur í landinu; er það einkum sauðfé og kýr, sem mjög hefur fjölgað, en hross- um hefur aftur á móti víða fækkað nokkuð hér um slóðir, bæði vegna marksaðsleysis og þó sérstaklega vegna þess, að þörfin fyrir hross er orðin mjög lítil, því bílar, jarðyrkju- og heyvinnuvélar hafa leyst hestinn af hólmi. Eitt af því, sem mikið hefur verið gert að í seinni tíð er það, að halda hátíðlega ýmsa afmælisdaga, t. d. félaga, húsa eða manna. Á sumardaginn fyrsta næstkomandi verður Ungmennafélag Reykdæla 50 ára. Þá stendur til að hafa af- mælisfagnað. — Á liðna árinu áttu að minnsta kosti þrír fyr- verandi stórbændur í héraðinu stórafmæli. Halldór Þórðarson á Kjal- vararstöðum í Reykholtsdal varð níræður 4. ágúst. Hann er enn vel ern og vinnur mikið og fer allra sinna ferða, þótt hann hafi aldrei hlíft sér eða slegið slöku við störfin. Hann hefur unnið óvenju mikið æfistarf og hlotið heiðursverð- laun Kristjáns konungs IX. fyrir afrek í jarðabótum. Davíð Þorsteinsson á Arn- bjargarlæk í Þverárhlíð varð áttræður 22 sept. Var þá fjöl- menni á Arnbjargarlæk og veizlugleði mikið. Davíð var um langa hríð einn af stærstu bændum landsins og hefur jafnan verið í fremstu röð framfara- og áhugamanna í héraðinu og gegnt öllum meiri háttar störfum fyrir sveit sína. Kona Davíðs er Guðrún Er- lendsdóttir frá Sturlu-Reykj- um í Reykholtsdal- Þau eiga þrju börn, sem öll eru búsett í héraðinu á höfuðbólum: — Guðrún á Grund, ekkja eftir Pétur Bjarnason; Andrea í Norðtungu í Þverárhlíð, kona Magnúsar Kristjánssonar frá Hreðavatni; og Aðalsteinn nú bóndi á óðalsjörðinni, Arn- Bjarnarlæk. Kona hans er Brynhildur Eyjólfsdóttir úr Svefneyjum á Breiðafirði. Þorsteinn Bjarnason á Hurðarbaki, frændi Davíðs, varð áttræður 25. nóv. s.l- Hann er hættur búskap sem hinir fyrtöldu og Bjarni sonur hans tekinn við. Kona Bjarna er Sigríður Sigurjónsdóttir frá Álafossi. Þorsteinn var jafnan hinn traustasti bóndi og hafði glæsilegt heimili alla sína bú- skapartíð. Hann er nú orðinn ekkjumaður og Bjarni er einn eftir heima af börnum hans. Soffía, dóttir hans, er alltaf í Vestmannaeyjum, Vilborg dó í fyrra, 23. jan., eftir langvar- andi heilsuleysi og sjúkrahús- vist, Sveinbjörn er búsettur í Reykjavík, en á þó sumarbú- stað á Hurðarbaki. Þann 9. jan. 1957 heyrði ég útvarpið segja, að Vilborg Þorleifsdóttir á Siglufirði hefði orðið 100 ára þann dag, og sama dag varð hin vinsæla leikkona, Gunnþórunn Hall- dórsdóttir 85 ára. Ég verð svo að slá botninn í þetta bréf og biðja afsökunar á, hve seint og illa þetta er af hendi leyst. Vestur-íslendingum óska ég allra heilla. Þeim, sem hafa sent mér kveðjur, bækur, bréf eða heim sótt mig, sendi ég kærar þakkir. Með beztu óskum, vinsemd og virðingarfyllzstri kveðju. Einar Krisileifsson Forn mannabein fundin Dr. Ralph S. Solecki, einn af fornfræðingum Smithsonian Institution, hefir nýlega fund- ið mjög forn mannabein í írak. Þetta eru leifar af tveim- ur beinagrindum og fundust í helli í norðanverðu landinu. Önnur beinagrindin er talin vera 45,000 ára gömul, en hin 60,000 ára. Beinin voru dreifð og brot- in og halda menn að það stafi af því að grjót úr hellisþakinu hafi hrunið ofan á þau. En að öðru leyti höfðu þau geymzt vel. Þau líkjast nokkuð bein- um Neanderthals-mannsins, sem uppi var í Evróþu og nær liggjandi Austurlöndum fyrir 75,000—175,000 ára. Þó var einn athyglisverður munur þar á, því að augnabrúnirnar á þessum hauskúpum eru ekki einn samfelldur stallur þvert yfir ennið, eins og er á haus- kúpu Neanderthals-mannsins. Hér verður laut í brúnastill- inn, á milli augnanna, alveg eins og er á nútímamönnum- Styður þetta þá kenningu, að Neanderthals-maðurinn hafi verið af sérstökum þjóðflokki. Hellirinn, sem beinin fund- ust í, er kallaður Shanidar, og eru því þeir menn, sem beinin eru af, kallaðir Shanidar- menn. Það sem mannfræðing- um þykir merkilegast við þetta er að enda þótt beinin sýni að þessir menn hafi um sumt líkst nútímamönnum meira en Neanderthals-mað- urinn, hafa þeir að öðru leyti staðið honum að baki. —Lesb. Mbl. FUNDA RBOÐ M1 vestur-íslenzkra hluthafa í H.f. Eimskipafélagi íslands ÚTNEFNINGARFUNDUR verður haldinn að 109 Hertford Blvd., Tuxedo, (Winnipeg) Man., föstudaginn hinn 25. apríl 1958, kl. 8 e. h. Fundurinn útnefnir tvo menn til að vera í vali og kosið skal um á aðalfundi félagsins er haldinn verður í Reykjavík á íslandi 7. júní 1958, í stað E. Grettis Eggertsonar, með því að kjörtímabil hans rennur þá út. Winnipeg, Manitoba, 14. apríl 1958. E. Grettir Eggerlson Árni G. Eggerlson, Q.C. Business and Professional Cards ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA 1 VESTURHEIMI Mll. GUÐMANN LEVI, 186 Llndsay Street, Wlnnipeg 9, Manltoba. l'orseti: Dlt. RICIIAUD RIiX'K 801 Llncoln Drlve, Grand Porks, North Dakota. Styrkið (élagið með þvt að gerast meðltmlr. Ársgjald $2.00 — Timartt félagslns frítt. Sendlst U1 fJáxmálarltara: Minnist BETEL í erfðaskróm yðar G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise St. WHitehall 2-6227 PARKER, TALLIN. KRIST- JANSSON. PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker, Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker. CUve K. Tallin, Q.C., A. F. Kristjansson, Hugh B. Parker. W- Steward Martin 5th fl. Canadian Bank of Commerce Building, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. WHitehaU 2-3561 Thorvaldson, Eggertson, Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage and Garry St. WHitehaU 2-8291 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: Hes.: SPruce 4-7451 SPruce 2-3917 FRÁ VINI ERLINGUR K. EGGERTSON, B.A., LL.B. BARRISTER, SOLICITOR NOTARY PUBLIC Offices: GIMLI: CENTRE STREET, PHONE 28 RING 2 ARBORG (THURS.): RAILWAY AVE. PHONE 76 566 Mailing Address P.O. BOX 167, GIMLI THE MODEL FUR CO. D. MINUK, PROP. Fur Coats Made To Order Repairing, Remodelling, Relining & Storing and Sports Wear Ladies' Sportswear of First Class Quality Tel. WHiteholl 2-6619 Res. JUstice 6-1961 304 Kennedy St. Winnipeg, Man. Tveir verkamenn voru við vinnu sína. Annar var með herðakistil en hinn tannlaus- Sá tannlausi sagði: — Nú skulum við rétta úr bakinu dálitla stund. Sá með herðakistilinn leit vonzkulega til félaga síns og sagði: — Nei, nú skulum við bíta á jaxlinn og halda áfram. SELKIRK METAL PRODUCTS Reykh&far, öruggasta eldsvðrn, og ávalt hreinlr. Hitaelningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldl- við, heldur hlta fr& að rjúka öt með reyknum.—Skrifið, slmið U1 KELX.Y SVEINSSON 625 Wall St. Wlnnlpeg Just North of Portage Ave. SPruce 4-1634 — SPruce 4-1634 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPÖRATE SEALS CELLULOID BXJTTONS 324 Smith St. Winnipefl WHltehall 2-4624 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur Ilkkistur og annast um tlt- farlr. Allur fltbúnaður sA bestl. Stofnað 1894 SPruce 4-7474 P. T. Guttormsson BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY PUBLIC 474 Groin Exchonge Bldg. 147 Lombard Stroot Office WHltehaU 2-482» Resldenee 43-3864 SPruce 4-7858 ESTIMATES J. M. Ingimundson Re-Rooflng — Aaphalt Shlngles Insul-Brlc Sldlng Vents Installed to Help Ellmlnate Condensatlon 632 Simcoe St. Winnlpeg 3, Man. Muir's Drug Store Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 29 YEARS SPruce 4-4422 EUlce * Home S. A. Thorarinson Barrister and Bolicitor 2nd Floor Crown Trust Bldg. 364 MAIN ST. Office WHitehall 2-7051 Res.: 40-6488 Dunwoody Saul Smith & Company Chartered, AccountanU WHilehall 2-2468 100 Prlncess St. Wlnnlpeg, Man. And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN The Business Clinic Anna Larusson Office at 207 Atlantic Ave. Phone JU 2-3648 Bookkceping — Incoine Tax Insurance Dr. ROBERT BLACK Sérfræðingur 1 augna, eyrna, nef og h&lssjflkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Office WHltehall 2-8861 Res.: 40-8794

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.