Lögberg - 03.07.1958, Side 2

Lögberg - 03.07.1958, Side 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 3. JÚLI 1958 Málverkið og Kvarf Crabbs JÓN R. HJÁLMARSSON: PÚÐRIÐ Nokkru fyrir upphaf vors tímatals var púðrið þekkt í Kína og Indlandi. Ekki notuðu þeir góðu menn þar í löndum þetta kröftuga sprengiefni í neinum vondum eða hættuleg- um tilgangi eins og t. d. til að skaða og jafnvel drepa fólk í styrjöldum. Nei, það datt Asíu mönnum ekki í hug, því að eftir því sem bezt verður séð notuðu þeir það helzt til að búa til púðurkerlingar, flug- elda og önnur leikföng fólki til skemmtunar- Frá þessum fjar- lægu löndum hefir vitneskjan um púðrið borizt til Evrópu. í sögu Miklagarðsborgar er getið um hinn svonefnda gríska eld á 7. öld, sem virðist hafa verið líkur púðri. Grikkir smíðuðu sér ekki skotvopn, en notuðu sprengiefni sitt í styrj- öldum til að framleiða skyndi- legan hávaða og eldblossa og hræða þannig óvini sína. G r i k k i r héldu vandlega leyndu, hvernig þeir fram- leiddu hinn gríska eld, en halc ið er að hann hafi verið settur saman úr olíu, biki og brenni- steini. Menn eru mjög óvissir um, hver fundið hafi upp púðrið í Norðurálfu og hvenær það hafi gerzt. Oftast hefur þessi þýðingarmikla uppfyndning verið eignuð þýzkum munki í Freiburg, Berthold Schwarz að nafni, sem sagður er hafa gert uppfyndningu sína um 1280. En enski munkurinn Roger Bacon, sem fæddur er um 1220, getur alveg eins tal- izt uppfyndningamaður púð- ursins, því að í ritum sínum lýsir hann nákvæmlega, hvaða efni þurfti til að framleiða sprengiefni og í hvaða hlut- föllum þau eigi að vera. En hver sem uppfyndninga- maðurinn var, þá er fullvíst að púðrið komst í notkun og tók að breiðast út í Evrópu á síðara helmingi 13. aldar. Efna samsetning púðursins var ein- föld og oftast eitthvað á þá leið að í svörtu púðri voru 75% saltpétur, 14% kol og 11% brennisteinn, og í brúnu púðri voru 80% saltpétur, 17% kol og 3% brennisteinn. Efnum þessum var blandað saman og einmitt við þess hátt- ar tilraun var það, sem munk- urinn Berthold Schwarz varð vitni að skyndilegri spreng- ingu, blossa og reykjarsvælu og hafði þar með fundið upp púðrið, eftir því sem sagan segir. Eftir að púðrið var fundið upp, var fljótlega tekið að gera tilraunir til að hagnýta sprengikraft þess sem orku- gjafa til að skjóta hnattlöguð- um steinum og öðrum þung- um hlutum á vígi og óvina- flokka í styrjöldum. Fyrstu fallbyssurnar voru trúlega eins konar staukar eða hólkar heilir í annan endann. Púður var sett í þessi ílát og steinn fyrir framan og eldur síðan settur í púðrið um lítið op aftarlega á þessu frumstæða hlaupi. Við sprenginguna kast aðist steinninn í þá átt, sem tækinu var beint. Smám sam- an voru gerðar endurbætur og fallbyssurnar urðu stór og kröftug skotvopn. Með því að gera h 1 a u p i ð lengra og þrengra komu fram venjuleg- ar byssur, er hermenn gátu borið með sér í styrjöldum. Lengi vel voru þó þessar byssur svo stórar og þungar, að það þurfti tvo menn til að flytja þær úr stað og skjóta úr þeim. Seinvirkar voru þær einnig í meira lagi og svo seint sem í þrjátíu ára stríð- inu undir miðja 17. öldina liðu fimm mínútur milli skota úr hverri byssu- Fyrst í stað voru öll skot- vopn framhlaðningar og var þá kveikt í púðrinu með log- andi blysi eða kyndli, sem bor- inn var að litlu opi aftast á hlaupinu, þar sem púðrið var fyrir innan. En síðar fundu menn upp byssulásinn og hvellhettuna, sem sprakk við dálítið högg og kveikti í púðr- inu. Eftir það tóku afturhlaðn- ingar að tíðkast. Að því er bezt verður vitað, voru fallbyssur í fyrsta sinn notaðar í orustunni við Crecy 1346, þar sem Englendingar og Frakkar áttust við. Þetta var í hundrað ára stríðinu milli þessara þjóða, og þótt byssur kæmust þá eitthvað í notkun, voru bogar samt miklu algeng- ari og skæðari skotvopn. Til að byrja með voru fallbyss- urnar mjög áhrifalítil vopn. Þær drógu stutt, voru kraft- litlar og fóru rangt með. Kúl- urnar voru úr steini og fyrst um aldamótin 1500 var orðið algengt að nota járnkúlur. En eftir margvíslegar um- bætur tóku skotvopnin smám saman að gjörbreyta allri hernaðartækninni. Lengi vel höfðu það verið brynjaðir riddarar, sem svo að segja höfðu ráðið úrslitum hverrar orustu, en með tilkomu öfl- ugra skotvopna, höfðu her- klæði eins og brynjur og pansarar litla yfirburði fram yfir venjulegan fatnað til að standast gegn byssukúlum. Þar með missti riddaraliðið, aðallinn, sérréttinda-aðstöðu sína sem sú stétt, er einkarétt hefði á að berjast, og í þeirra stað varð nú fótgöngulið ó- tiginna manna vopnað skot- vopnum, þýðingarmest í styrj- öldum. Kastalarar aðalsmanna, sem á miðöldum höfðu verið næst- um ósigrandi vígi, þar sem skurðir fylltir vatni upp að bröttum múrveggjum höfðu lagt hinar erfiðustu hindranir í leið árásarmanna, misstu þýð ingu sína eftir að fallbyssurn- ar komu af alvöru til sögunn- ar. Kúlnahríðin sprengdi og braut niður múrveggina og ruddi óvininum braut. Þar með voru konungar ekki lengur upp á náð aðals- manna komnir, er þeir þurftu Vinir brezka froskmannsins, Lionel Crabb, sem hvarf í höfninni í Portsmouth vorið 1956, og frægt er orðið, hafa nú upplýst það, að það var brennandi löngun Crabbs til þess að kaupa málverk, sem hann hafði eitt sinn átt, er varð því valdandi að hann fór hina örlagaríku ferð til Ports- mouth. Það var til þess að vinna sér inn peninga til þess að geta keypt þessa mynd, að hann tók að sér þetta hættu- lega starf. Crabb hvarf í höfninni í Portsmouth þann 15. apríl 1956- Þegar hann kom ekki fram, var skipulögð mikil leit og rannsókn út af hvarfi hans, sem kom Sir Anthony Eden þáverandi forsætisráðherra og flokki hans í mikil vandræði. Rússneskt herskip og tveir tundurspillar, sem flutt höfðu Bulganin marskálk, forsætis- ráðherra Rússlands, og Krus- tjov, leiðtoga kommúnista- flokksins, til Englands, lá í höfninni um sama leyti og froskmaðurinn hvarf. Bæði stórveldin komu með þungar ásakanir í garð hvors annars út af hvarfi Crabbs. í Moskvu var því haldið fram að Crabb hefði verið að fram- kvæma njósnir varðandi skip þeirra. Bretland baðst afsök- unar, en bætti því við, að ef Crabb hefði raunverulega kaf- að á þeim slóðum, sem rúss- nesku skipin lágu, hefði það verið án vitundar og vilja brezka flotans. Einnig komust af stað flugufregnir um það, að Crabb væri alls ekki iátinn, heldur hefðu Rússar tekið hann til fanga, flutt hann til Rússlands og varpað honum í fangelsi. En málið upplýstist að nokkru þann 9. júní síðastliðið sumar, er höfuðlaust lík fannst af froskmanni í Chichester á suðurströnd Englands um tvær mílur frá Portsmouth. Eftir nákvæma rannsókn var opinberlega staðfest að þetta væri lík Crabbs, og var þetta byggt á þrennu: bæklaðri tá, öri á kné og einkennum á froskmannsbúningi hans. En þótt líkið hafi fundizt, hvílir enn sama hulan yfir því, með hvaða hætti hann hefir farizt, og hvert verkefni hans var í þessari örlagaríku för. Meðal eigna hans fannst ljósmynd af málverki, og gat einn af vinum hans upplýst það, að þetta málverk hefði á óbeinan hátt orsakað dauða hans. Málverk þetta er af að heyja styrjaldir, heldur tóku þeir nú höndum saman við bændur og borgara og studdust við fótgöngulið þeirra vopnað byssum. Veldi aðalsins sem hernaðarmáttar var því brátt úr sögunni og einnig púðrið átti mikinn þátt í að breyta stéttaþjóðfélagi miðaldanna , borgaraþjóðfélag nútímans. —Lesb. Mbl. ungri stúlku, og hafði Crabb eitt sinn átt málverkið en orðið að selja það. Vinur hans skýrir svo frá, að Crabb hefði verið mjög listelskur, og hefði hann um 1953 lagt sig mjög eftir mál- aralist, og um það leyti hefði hann fyrst séð þessa stúlku- mynd. Crabb keypti síðan mál- verkið fyrir 1500 krónur, sem voru miklir peningar á Eng- landi á þeim árum, og varð hann að leggja hart að sér til þess að eignast það. En tveim árum síðar var fjárhagur hans svo bágur, að hann varð að selja málverkið, en ekki er vitað, hvað hann fékk fyrir það þá. — Aðeins tveim vikum áður en Crabb hvarf, hélt vinur hans áfram, — kom hann auga á málverkið í listaverkaverzl- un einni í Lundúnum, og nú var verð þess komið upp í 7,500 krónur. En jafnvel þótt verðið væri Hér í borginni var fjórtánda afmælis hins íslenzka lýð- veldis minnst á mjög virðu- legan og skemmtilegan hátt. Þriðjudaginn 17. júní höfðu íslenzku ræðismannshjónin hér, Jón F. Sigurðsson og frú Ingiríður veglegt síðdegisboð á sínu fagra heimili fyrir ræðismenn erlendra ríkja og konur þeirra. Þar voru einnig forustumenn í félagsmálum íslendinga hér í borg og þeirra konur. Móttökur ræðismanns- hjónanna voru hinar virðuleg- ustu og veitingar allar hinar höfðinglegustu. — Um kvöld- ið kl. átta hófst samkoma í neðri sal íslenzku kirkjunnar. Hafði forseti Strandar sam- komustjórn með höndum. Þar fluttu ræður ræðismaður ís- lands, hr. Frank Friðriksson og undirritaður- — íslenzki kirkjukórinn undir stjórn hr. L. H. Thorláksson skemmti með söng og tvísöng sungu þau frú Margrét Sigmar Davidson og hr. Alvin Blöndal. Og að lokum voru svo ágætar veitingar. Samkoma þessi var ágætlega sótt. —■ Á samkom- unni var hr. Frank Friðriks- son hylltur, því að nafn hans er nú skráð í “The Hall of Fame” í Winnipeg. Föstudaginn 20. júní var svo haldinn dansleikur í til- efni lýðveldisafmælisins. Fór hann fram í ágætu samkomu- húsi og var þar margt fólk samankomið, sem skemmti sér ágætlega. Hr. skrifstofustjóri Elís Ó. Guðmundsson frá Reykjavík hefur dvalizt hér undanfarnar vikur. Hann er að heimsækja dóttur sína og fjölskyldu hennar; hún er gift Þórði Teitssyni, stórkaupmanni. — Þau hjónin fluttu frá íslandi á síðastliðnu ári. Hr. Elís hef- ekki hærra, gat Crabb ekki með góðu móti látið það eftir sér að kaupa málverkið, ein- mitt um þær mundir. — Hann sagði mér frá því, hélt kunningi hans áfram, — að hann ætlaði að taka að sér starf, sem hann fengi fyrir fljóttekna peninga, svo að hann gæti keypt málverkið áður en hann missti af því. Nokkrum dögum síðar fór hann til Portsmouth og ég sá hann ekki framar. Málverkið er ekki lengur í g 1 u g g a listaverkaverzlunar- innar í Lundúnum, og lista- verkasalinn getur ekki gefið upplýsingar um, hver keypti það. Móðir Crabbs, frú Beatrice Crabb, hefir látið svo ummælt, að hún vilji umfram allt eignast málverkið- — Ég vil eiga það, fyrst að Crabb þótti svona vænt um það, segir hún. Og hafist upp á málverkinu eru vinir Crabbs ákveðnir í að kaupa það og færa móður hans það við fyrsta tækifæri. —Sunnudagsblaðið ur meðferðis prógram — söng og ræðu — sem tekið var á segulband hjá Ríkisútvarpinu í Reykjavík; þar er kórsöngur, tvísöngur og einsöngur, allt sungið af afbragðssöngvurum. En ræðan er flutt af Benedikt Gíslasyni fræðimanni í Reykja vík og er hún framúrskarandi falleg og vel flutt- Ennfremur hefur hr. Elís meðferðis gull- fallegar litaðar ljósmyndir frá íslandi. Er þetta úrvalssafn ljósmynda, sem teknar eru af blaðaljósmyndurum í Reykja- vík. Sérstaklega eru myndirn- ar frá Mývatni fallegar. Þetta prógram var hér á samkomu í neðri sal kirkjunnar okkar. Þar var fullt hús og höfðu allir mikla ánægju af. Samskotin, sem inn komu, og námu rúmlega hundrað dollurum, gaf hr. Elís í píanó- sjóð unga fólksins í söfnuðin- um og eru honum fluttar hjartans þakkir fyrir. Píanóið kostaði 650 dollara og var af- hent söfnuðinum og vígt við hátíðlega athöfn síðastliðinn sunnudag. Hr. Elís Ó. Guðmundsson hyggst að halda héðan til Win- nipeg í næsta mánuði og vera viðstaddur á íslendingadegin- um á Gimli, til þess að sjá og heyra þau merkilegu hátíða- höld. Með beztu kveðjum, E. S. Brynjólfsson Háttvísi er ekki það, sem við höfum lært, heldur það sem við eigum eftir, þegar við höfum gleymt því, sem við höfum lært. —0— Ástæðan til þess að við á- netjumst ekki einum ákveðn- um lesti er sú, að við eigum flerii í bakhöndinni. 17. júní hátíðahöldin í Vancouver, B.C.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.