Lögberg


Lögberg - 11.09.1958, Qupperneq 8

Lögberg - 11.09.1958, Qupperneq 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. SEPTEMBER 1958 Bréf fró Tyner, Sask Úr borg og bygð Frú Ingibjörg Halldórsson, sem býr að 2643 Broadway, New York, þar sem svo marg- ir íslendingar hafa gist, hefir í hyggju að sigla til Islands með Goðafossi í október og koma til baka um jólaleytið. Birgir söngmaður, sonur hennar, er á Islandi, og þar á hún margt vina og vanda- manna. ☆ Mrs. Vigdís Hanson og son- ur hennar George búsett í Chicago, dvöldu fimm vikur á íslandi í sumar og ferðuðust víða um landið og áttu hvar- vetna ástúðlegum móttökum að fagna. ☆ Próf. Haraldur Bessason og fjölskylda hans komu heim á laugardaginn. Dvöldu frú Ása og dætur þeirra á íslandi í sumar, en próf. Haraldur í Cornell-háskólanum í Ithaca. Kvaðst próf. Haraldur telja það mikið lán fyrir sig að hafa átt þess kost að kynnast per- sónulega hinum mikla merk- ismanni, Dr. Halldóri Her- mannssyni, áður en hann hvarf af sjónarsviðinu; hann hélt andlegum kröftum sínum óskertum til hins síðasta. ☆ — BRÚÐKAUP — Ungfrú Ellen Stefanía og Dr. Garth Everett Mosher voru gefin saman í hjónaband í St. Matthew’s kirkju í Montreal, föstudaginn 29. ^penhagen Heimsins bezta munntóbak LABATT APPOINTMENT Don G. McGill Mr. John Labatt announces the appointment of Mr. McGill as Assistant General Manager of the Manitoba Division of John Labatt Limited. Mr. McGill was Director of Indus- trial Relations at the head office of John Labatt Limited in London, Ontario. He has been with the company for 18 years. ágúst .Rev. Stanley Andrews framkvæmdi hjónavígsluna. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. F. E. Snidal, Steep Rock, Man., en brúðguminn sonur Mr. og Mrs. H. E. Mosher, Montreal. Hin ungu hjón út- skrifuðust bæði síðastliðið vor, hún í hjúkrunarfræði við Montreal General Hos- pital, en hann í læknisfræði við McGill University, og hlutu þá bæði verðlaun; hún “The Mildred Hope Forbes Prize” for the highest aggre- gate standing during the three years course og Dr. Mosher hlaut 2nd High aggregate standing in Final year, The Keenan Memorial Prize in Clinical Surgery. Heimili ungu hjónanna verður fyrst um sinn í St. Boniface, þar sem Dr. Mosher stundar lækningar við sjúkra- húsið þar. ☆ — DANARFREGN — Geir Björnsson, Vancouver, B.C., lézt 24 ágúst í Fort Wil- liam, Ont., en þangað var hann nýkominn í heimsókn til yngstu dóttur sinnar, Bernice, (Mrs. Frank Still). Hafði hann fengið aðsvif og dó sam- stundis. Geir var fæddur 11. okt. 1880 að Grashóli á Melrakka- sléttu í Núpasveit á Islandi. Hann fluttist vestur um haf aðeins 2 ára að aldri með for- eldrum sínum, Birni Björns- syni og Guðnýju Einarsdótt- ur. Þau námu land í Argyle og nefndu heimili sitt Gras- hól, og þar ólst Geir upp og bjó þar til hann gifti sig 9. janúar 1914. Kona hans, Hall- dóra Hannesson, ættuð frá Gimli, lifir mann sinn, ásamt fjórum börnum þeirra og 11 barnabörnum. Börnin eru: — Jón Guðmundur, Powell River, B.C.; Ethel (Mrs. Com- ber), Vancouver; Kathleen (Mrs. Black), San Leondro, Calif.; og Bernice (Mrs. Still), Fort William, Ont. Einnig lifa 5 systkini hans: — Gísli Björnsson og Mrs. A. Sigmar, Glenboro, Man., Mrs. H. Davidson, Souris, Man., Mrs. Marja Hollott, Winnipeg, og Hermann Björnsson, Blaine, Wash. — Geir og kona hans áttu heima , Selkirk í mörg ár, og hér í Vancouver síðast- liðin 8 ár. Útförin var fjölmenn og fór fram hér í Vancouver frá út- fararstofu Harron Bros. 1 fjarveru sóknarprestsins Séra Eiríks S. Brynjólfssonar, flutti Rev. Clark kveðjumál. Jarðsett var í íslenzka reitn- um í Forest Lawn grafreitn- um. — Farðu í friði, friður Guðs þig blessi. — Hafðu þökk fyrir allt og allt. —G. J. ☆ — DANARFREGN — Þann 18. ágúst s.l. andaðist að heimili fósturdóttur sinnar Mrs. L. Fowler í Winnipeg Margrét ólavía ísberg, 91 ára gömul. Hún var fædd 6. ágúst 1867 að Haugahólum í Skrið- ME SSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir dal í Suður-Múlasýslu. Hún var dóttir Guðmundar Finn- bogasonar og Guðlaugar Ei- ríksdóttur. Hún giftist Guð- mundi Arnbjörnssyni ísberg á sumardaginn fyrsta 1887. Þau fluttu sama ár til Amer- íku, settust að við Akra, N.D. Bjuggu þar í 4 ár, fluttu svo til Vestfold, Manitoba og voru þar í 4 ár. Þaðan fluttu þau til Vogar (Dog Creek), Manitoba, og tóku þar heim- ilisréttarland og voru þar í 35 ár. Árið 1935 seldu þau heimili sitt og fluttu til Lundar P.O., og þar lézt Guð- mundur 9. apríl 1944. Ólafía flutti til Winnipeg 22. marz 1951. Þau hjónin áttu engin börn, en ólu upp 3 börn, Lilju Einarsson, Soffíu Fowler og Svein Eiríksson, og annar drengur, Vilhjálmur Johnson, var hjá þeim í 6 ár. Ólafía var yfirsetukona byggðarinn- ar og hjúkraði veikum þegar leitað var til hennar; hún fór hvernig sem viðraði, ef leitað var til hennar. 1 þá daga var ekki um önnur farartæki að velja en báta, hesta og hunda og oft var mjög erfitt að kom- ast vegna þess að brautir voru mjög slæmar í þá daga; en Ólafía fór samt; oft fékk hún lítið og stundum ekkert fyrir sína fyrirhöfn. — Hana lifa þrjár systur, Mrs. Guðrún Eyolfson, Lundar, Mrs. Björg Hannesson, Akra, N.D., og Mrs. Guðlaug Halldórsson, Winnipeg. Blessuð sé minning hennar. S. F. ☆ SORGLEGT TILFELLI Arthur Ólafur Sigurdson lézt af völdum bílslyss á sunnudaginn. Hann var 23 ára að aldri, efnilegur ungur maður, skólastjóri að Neelin, Man. Hann lætur eftir sig foreldra sína, Mr. og Mrs. S. A. Sigurdson í Árborg; ömmu sína hér í borg, Mrs. Jónu Sigurdson; ennfremur tvo bræður, Donald og Randolph. Kæru góðvinir: Hjartans þökk fyrir Lög- berg og sé ég að ég muni eiga von á framhaldi blaðsins til næsta árs að minnsta kosti. Héðan úr vestur-mið-parti Saskatchewan er allt gott að frétta, uppskera í góðu meðal- lagi, og langt komið með þreskingu. Ég legg hér innan í að gamni mínu part úr blaði, sem mér var sent að heiman af frænda mínum þar. Eins og þið sjáið er grein í blaðinu „Suðurland“ og Þáttur um Gísla son Sigurðar Þorbjarn- arsonar og Ingigerðar Björns- dóttur, sem bjuggu á Stuðl- um Arnarbælishverfi, móðir Gísla og Ingibjörg, kona Eyjólfs Hinrikssonar móður- bróður míns, voru systur, svo að Gísli á talsvert af frænd- fólki í gömlu Þingvallaný- lendunni, en það er nú ekki af því eingöngu að ég sendi blaðið heldur af því að ég býst við að það séu margir, sem ennþá kannast við mest af því fólki, sem nefnt er í greininni og lýsir vel þeim staðháttum, sem áttu sér stað á hans og okkar uppvaxtar- árum. Ef svo sýnist , þá væri gam- an að sjá þetta í Lögbergi, því greinin er svo almennileg og hefir skemmtilegan hreim að öllu leyti. Þetta er nú gert af ein- lægni — ég meina að senda greinina. Hér í útlegðinni virðist mér allt, sem á ís- lenzku máli kemur mér í klær sé svo undurgott. Ég fékk ný- lega „EDDU“ í gegnum Davíð Björnsson, sem mér finnst mjög hlýleg bók í okkar garð og tímabær að sjálfsögðu. — Þegar leiðindaköstin koma að mér þá gríp ég vanalega í þær íslenzku bækur og blöð, sem ég hef hér hjá mér, og er það vanalega eins og gott læknislyf og sefar sálina. Ég vona að fjórmenningun- um, sem eru hér að heiman, að safna nöfnum Islendinga, sem fluttust hingað, gangi vel og að þeim sé auðsýnd vel- þóknun okkar í því frumlega málefni. Leiðinlegt er að heyra um landhelgismálið yfir útvarp- ið. Englendingar hafa áður snúist gegn Islendingum í því efni, og er það líklegast kom- ið frá illa upplýstum mönn- um, sem fara með þau mál. Var grein ykkar í Lögbergi bæði tímabær og fræðandi í þeim málum — og er stjórnin okkar í Ottawa söm við sig, að bíða og sjá hvað setur, láta aðra bíta úr nálinni á meðan. Fyrirgefðu ruglið. — Þökk fyrir allt gamalt og gott. Með innilegum árnaðaróskum til ykkar beggja. Vinsamlegast, Kristinn O. Oddson Ofannefnd grein úr Suður- landi, verður birt þegar rúm leyfir. — Ritstj. Fró íslenzku . . . Framhald af bls. 1 bíða fram yfir Genfarráð- stefnuna með frekari útfærslu fiskveiðilandhelginnar, held- ur ákveða hana strax í sam- ræmi við framangreinda nið- urstöðu þjóðréttarnefndarinn- ar. Ríkisstjórnin taldi þó rétt að bíða í von um alþjóðlegt samkomulag, sem fullnægði þörfum Islands. Niðurstaðan á Genfarráðstefnunni varð hins vegar sú, að ekki náðist þar neitt endanlegt samkomu lag, en hins vegar leiddi ráð- stefnan það ótvírætt í ljós, að hin svokallaða þriggja mílna landhelgi er fullkom- lega úr sögunni, en tólf mílna fiskveiðilandhelgi á langmestu fylgi að fagna meðal þjóðanna. 7) Eftir Genfarráðstefnuna var með öllu óráðið, hvort eða hvenær yrði aftur reynt að ná alþjóðlegu samkomulagi um þessi mál, eða hvort slík til- raun myndi heppnast betur en Genfarráðstefnan, ef til kæmi. Islendingar gátu hins vegar ekki lengur dregið að færa út fiskveiðilandhelgina, ef ekki átti að stofna fisk- veiðum þeirra í algera tví- sýnu. Af þeim ástæðum var því sú ákvörðun tekin í maí- mánuði s.l. að færa út fisk- veiðilandhelgina í samræmi við álit þjóðréttarnefndarinn- ar og niðurstöður Genfarráð- stefnunnar. Hinn 30. júní s.l. var því gefin út reglugerð um útfærslu fiskveiðiland- helginnar í 12 mílur. Reglu- gerð þessi tekur gildi 1. september 1958. ''lceland's Troubled Waters/# Conlinued from Page 1 ing zone. Therefore, by adher- ing to 12 miles we are true to the principle favored by a great number of nations of the world representing an enormous majority of the human race. Your editorial, which is generally speaking friendly and understanding of our problem, suggests the build- ing of a cement factory in Ice- land. I am happy to inform you that a cement factory with the capacity of 75,000 tons a year was inaugurated in June 1958 and its products are already on the market. An aluminum factory, as suggested by you, is under consideration in connection with vast expansion of the utilization of Iceland’s water power. Although, our exports are derived from the fisher- ies, Iceland has a stable agri- culture, and increasing in- dustry. THOR THORS, Icelandic Ambassador to the United States. WASHINGTON POST. September 5, 1958

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.