Lögberg - 09.10.1958, Side 8

Lögberg - 09.10.1958, Side 8
fi LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 9. OKTÓBER 1958 Úr borg og byggð The Icelandic Canadian Club will hold its first meet- ing of the season Thursday, October 16, at 8.30 p.m., in the lower auditorium of the Uni- tarian Church, Sargent anc Banning. An interesting program will follow a short business meeting. Mrs. Guðrún Skapta son will give an intimate anc casual talk on her visit to Ice- land last summer, and a promising young singer, Miss Margaret Jonasson, will en- tertain with vocal selection, accompanied on the piano by Mrs. W. Kristjansson. ☆ Mr. og Mrs. J. Ragnar Johnson frá Wapah voru í borginni á föstudaginn. Sögðu þau að mjög grunnt væri í Manitoba-vatni um þessar mundir. ☆ Mr. Friðfinnur O. Lyngdal er nýlega fluttur og er hið nýja heimilisfang hans 470 Aubrey Place, Vancouver 10, B.C. — DANARFREGNIR — Lúðvík Kristjánsson, 798 Banning Street, andaðist á sunnudaginn 5. október, 71 árs að aldri. Hafði hann all- lengi átt við vanheilsu að stríða. Hann lifa kona hans Gestný, þrjár dætur, Mrs. V. Blondahl, Mrs. E. G. Brownell og Mrs. W. B. Ewart; þrír synir, Kristinn, Vilberg og Dr. Gestur Kristjánsson. Útförin var gerð frá Bardals á mið- vikudaginn; séra Philip M. Pétursson jarðsöng. Lúðvík heitinn var gáfaður maður og bókhneigður; hann var hagmæltur vel og skemti Islendingum oft með gaman- vísum sínum. Ættaður var hann frá Austfjörðum. ---0---- Valgarður Oddsson lézt á sunnudaginn á Misericordia spítalanum. Hann var 82 ára. Til þessa lands kom hann frá Hellisfjörubökkum í Vopna- firði. Hann var húsamálari að iðn. Útför hans fór fram frá Bardals á miðvikudaginn. Dr. Valdimar J. Eylands flutti kveðjumál. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands. Dr. TheoL Heimili 686 Banning Street Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir KAUPIÐ OG LESIÐ —LÖGBERG Fréttir frá Gimli, 6. október. 1958 ☆ Mr. og Mrs. Einar Johnson frá Steep Rock dvelja hjá dóttur sinni hér í borginni yfir vetrarmánuðina . ☆ Frú Ragnhildur Guttorms- son hefir samið skáldsögu, er hún nefnir Ian of Red River og hefir Ryerson Press fengið einkaleyfi til að prenta hana í vor. Sagan fjallar um skozka frumbyggja í Rauðár- dalnum. Mun þessa skáld- verks nánar getið, þegar það kemur út. ☆ Mr. og Mrs. S. Benjamin- son, er dvelja í Kirkfield Park á sumrin, fóru síðastlðinn mánuð til Little River, Calif. til vetrardvalar, svo sem venja þeirra hefir verið í mörg ár. ☆ VEITIÐ ATHYGLI Kvenfélagskonur Sambands safnaðar hafa sölu á íslenzk- um mat á laugardaginn 25. október frá kl. 2 e.h. til 5.30 í neðri sal Unitarakirkjunnar á Banning Street. Til boða verður blóðmör, lifrapylsa og rúllupylsa. ☆ ARDÍ S The XXVI Edition Lutheran Women’s League Year Book Árdís is now ready. Copies are 75cts. each, available in Win- nipeg at Mrs. B. S. Benson, 757 Home St. and Mrs. J. S. Gillies, 971 Dominion Street. ☆ Shoppers Supper The Women’s Association of the First Lutheran Church will hold a ‘Shoppers Supper’ in Eaton’s Assembly Hall, Friday Oct. 17th from 6.00 p.m. to 8.30 p.m. Tickets avail- able from all members and at the door. General Conveners are—Mrs. G. Finnbogason and Mrs. Geo. Eby. Dr. og Mrs. David F. Simp- son í Detroit, Mich. í Banda- ríkjunum, eignuðust dóttur 25. september s.l., sem heitir Kathleen Sylvia. Þau fluttu til Detroit s.l. júlí-mánuð og er Dr. Simpson að verða sér- fræðingur í “Orthopedic sur- gery;” hann starfar og stund- ar nám við Henry Ford Hos- pital í Detroit. Mrs. Simpson er dóttir Mr. og Mrs. Adolf L. Holm á Gimli. ----0---- Miss Ingibjörg Jóhanna Einarson og Allister Hope Sólmundson voru gefin sam- an í hjónaband í Lútersku kirkjunni í Árnes, Man. 27. september s.l. Séra John Fullmer gifti. Faðir brúðar- innar leiddi hana að altarinu. Brúðarmeyjar voru — Mrs. Robert Kristjánsson, Miss Joan Murray og Ruth Sól- mundson, systir brúðgumans; Coleen litla Einarson, bróður- dóttir brúðarinnar, var blóma mey. Aðstoðarmaður brúð- gumans var Raymond Sól- mundson, bróðir hans. Til sætis leiddu þeir Laurence Einarson, bróðir brúðarinnar og Robert Kristjánsson. Miss Lorna Dolgon söng einsöng. Við hljóðfærið var Mrs. Leifi Peterson. Eftir giftingarat- löfnina sátu um 200 manns veglega brúðkaupsveizlu í samkomuhúsinu að Árnesi (Community Hall). Thor Sig- urðsson var veizlustjóri. Fyrir minni brúðarinnar talaði Miss Lillian Peterson; fyrir minni brúðgumans mælti Sigmar Sveinsson. — Brúðguminn þakkaði fyrir óau bæði með mesta myndar- skap. Alda litla Einarson skemmti með einsöng í veizl- unni. Eftir að staðið var upp frá borðum var hafinn dans. Brúðurin er hjúkrunarkona að menntun, útskrifaðist frá Winnipeg General Hospital 1957, og hefir starfað fyrir “Public Health” deild í Sel- kirk héraði. Hún er dóttir Halldórs Einarssonar og konu hans Clöru, látin 1945. Þau bjuggu að Vatnsnesi í Árnes- byggð. — Brúðguminn hefir stundað nám við smíðaskóla í Winnipeg um tveggja ára skeið og mun útskrifast þaðan að loknu námi. Foreldrar hans eru Mr. og Mrs. S. G. Sól- mundsson á Gimli. — Ungu hjónin fóru brúðkaupsferð til Detroit Lakes. Heimili þeirra verður fyrst um sinn í Selkirk. ---0---- Mrs. Jóhanna Cooney frá Winnipeg, ásamt fleiri gest- um var við morgunmessu á Betel í gær. Eftir guðsþjón- ustuna afhenti Mrs. Cooney Betel fallega og góða gjöf; hún flutti ávarp og sýndi að hlýr hugur fylgdi gjöfinni, sem var hjólastóll, gefinn í minningu um mann hennar, Henry Cooney. Skjöldur er á stólnum og er þar ritað: — “Given by Jóhanna Cooney, In loving memory of Henry Cooney, Died Oct. 8th, 1954.” Betel þakkar Mrs. Cooney innilega þessa mætu og hugul sömu gjöf. Mrs. Krislín Thorsieinsson Ef allt okar andstreymi væri látið í eina sameiginlega hrúgu, sem síðar skyldi skipt þannig, að allir fengju jafnt, mundu flestir verða fegnir að fá aftur sinn fyrri skerf. ☆ Eftir að ég hitti hana Gunnu, get ég hvorki neytt svefns né matar. Ertu svona agalega skotinn? — Nei, ég er staurblanktur. Á laugardaginn 20. sept. voru þau Fríða Johnson (Hólmi), Los Angeles, Calif., og Mr. Gavin Boyd, Van- couver, B.C. gefin saman í hjónaband í Columba Presby- terian Church hér í bæ af séra McPhee. Brúðurin er fædd og uppalin í Argyle- byggð, átti heima í Winnipeg í mörg ár og nú síðast í Los Angeles, Calif. Brúðguminn er vel þekktur lögmaður hér í Vancouver. Á eftir gifting- unni var haldin vegleg brúð- kaupsveizla á heimili Mr. og Mrs. Thorsteins Johnson, en hann er bróðursonur brúðar- innar, og voru þar saman komnir náustu ættingjar brúð hjónanna til að samgleðjast þeim og óska til hamingju. Heimili Mr. og Mrs. G. Boyd verður að 2649 Quebec St., Vancouver, B.C. ----0---- Hér í Vancouver býr margt fólk, sem áður hefur átt heima í Argyle-byggðinni. Er þá að sjálfsögðu ekkert sem gleður okkur meir, en að hitta gesti hingað komna frá gömlu byggðinni okkar kæru, og ef tækifæri gefst að bjóða þeim heim. Vil ég í því sambandi nefna eitt heimili, þar sem slíkir gleðifundir eiga sér oft stað, en það er hið fallega heimili þeirra Mr. og Mrs. Óli Stefánsson, Puget Drive, og eru þau hjón samtaka í því að taka vel á móti gestum sínum og láta þeim líða vel. Á mánudaginn 22. sept. bauð Mrs. Ó. Stefánsson til sín nokkrum konum til mið- degisverðar í tilefni af því, að Mrs. Jakobína Nordal frá Winnipeg og Miss Fríða John- son, Los Angeles, Calif. voru nýkomnar hingað til Van- couver, og voru að sjálfsögðu heiðursgestir þessa móts. En þetta varð meira en „mót,“ heldur nokkurs konar brúðar- veizla, þar sem Fríða hafði gift sig þá rétt fyrir helgina, að öllum óvörum. Varð þetta því hinn mesti gleðifundur, og glatt á hjalla. Yndislegar veitingar voru fram bornar og konurnar töfðu fram eftir deg inum og skemmtu sér ágæt- lega. Þessar konur voru þarna viðstaddar:.— Mrs. Jakobína Nordal, Mrs. G. Boyd, Mrs. Agnes Evans, Mrs. Esther Pentlord, Miss Eleanor Ste- fánsson, Mrs. L. J. Hallgríms- son, Mrs. J. Johnson (Hólmi), Mrs. Chris Eyford, Mrs. Ingi- björg Eggertson, Mrs. Margrét Carter, Mrs. Delphine Tabo- lotney, Mrs. Dóra Enns, Mrs. Emily Lewis, Mrs. John Frederickson, Mrs. Ó. Stefáns- son og Mrs. G. Jóhannesson. ----0---- Frú Kristín Guðmundsdótt- ir frá Reykjavík, Islandi, hef- ur dvalið hér hjá systur sinni og tengdabróður, séra E. S. og Mrs. Brynjólfsson síðastliðinn mánuð. Hún fer heim næst- komandi fimmtudag. — Við þökkum henni komuna og óskum henni góðrar ferðar og heimkomu. Guðlaug Jóhannesson Fréttir frá Vancouver, B.C s.l. „Stór-ísland" markmið íslenzkra kommúnista Færeyskt blað skrifar um sameiningu íslands, Færeyja og Grænlands. Einkaskeyti til VÍSIS. Kaupmannahöfn í morgun. Dimmalætting, málgagn Sambandsflokksins færeyska, hefir ritað í forustugrein um fyrirætlanir færeyskra og ís- lenzkra kommúnista um að koma á ríkjasambandi Fær- eyja, íslands og Grænlands. Kemst Dimmalætting svo að orði um þetta, að Erlendur Patursson, sem er foringi færeyskra sjómanna og einnig formaður Lýðveldisflokks Færeyja, hafi samvinnu um þetta við íslenzka kommún- ista. Tilgangurinn með sam- vinnunni við íslenzka komm- únista sé að losa Færeyjar undan yfirráðum Dana, og ef til vill sé ætlunin að koma hinu sama í kring, að því er snertir Grænland. Þegar svo verði komið, að þessi lönd hafi sagt skilið við Danmörku, verði þau sameinuðu íslandi. Dimmalætting bendir á í þessu sambandi, að eina blað- ið, sem Erlendur Patursson hafði samband við, þegar hann var fyrir skemmstu á Is- landi, hafi verið málgagn ís- lenzkra kommúnista, Þjóð- viljinn. Ennfremur segir hið færeyska blað, að Lúðvík Jósefsson sjávarútvegsmála- ráðherra og Erlendur Paturs- son hafi tekið upp stefnu „Stór-lslands“ (Pan-Island- isme), og sé fyrsta takmarkið að kljúfa Færeyjar frá Dan- mörku og að því búnu senni- lega Grænland ,og verði þessi lönd þá sameinuð íslandi! —VÍSIR, 5. ágúst Heimsins bezta munntóbak KAUPIÐ og LESIÐ —LÖGBERG!

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.