Lögberg - 11.12.1958, Blaðsíða 3

Lögberg - 11.12.1958, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. DESEMBER 1958 3 mannvera stóð. Þegar ég leit upp var ég ekki meira en í 10 feta fjarlægð frá súlunni og sá ég þá að þarna stóð ung stúlka, hattlaus og sýnilega klædd þunnum sumarkjól, svo háls hennar og axlir voru berar. Snjóþak var á höfði hennar, sem smátt og smátt þiðnaði, svo að vatnsstraumar runnu niður hárlokka hennar, sem virtust ókembdir, niður um axlir hennar, bak og brjóst. „Götustelpa,“ hugsaði ég og svo gekk ég fram hjá henni út á götuhornið. Ég litaðist um en sá auðvitað ekki neitt. Ég var að hugsa um þessa einkennilegu „götustelpu,“ sem stóð þarna við lampasúl- una á bak við mig. Hún var auðsjáanlega að hætta lífi sínu fyrir einhverjar persónulegar ástæður eða þá að hún var geggjuð. Forvitni mín leiddi til þess, að ég snéri mér að henni og ávarpaði hana. Hún leit ekki upp við ávarp mitt, en starði aðeins niður fyrir sig í snjóinn. Ég fann til þess, að framkoma mín hafði verið ókurteis. 1 raun og veru hafði ég engan rétt til þess að á- varpa hana. En eftir stundar- þögn sagði ég, mér til afsök- unar; „Þetta er köld jólanótt. Það er hættulegt fyrir þig að vera úti svona léttklædd.“ Hún leit þá upp og starði á mig þóttalega. Ég sá greini- lega andlitfall hennar. Hún var mjög fríð stúlka og að líkindum tæplega 17 ára gömul. Eftir stundarþögn spurði hún: „Ertu Iæknir?“ „Það þarf ekki mikinn lækni til þess að sjá, að þú ert að hætta lífi þínu í þessu veðri svona léttklædd,“ sagði ég blátt áfram. — Ég hafði ekki svarað spurningu hennar ákveðið, en auðsjáanlega virt- ist hún taka svar mitt svo, að ég væri læknir, því hún sagði feimnislega: „Mamma er veik.“ — Hún hristi snjóinn af höfði sér og leit aftur niður fyrir fætur sér. „Ekki getur það hjálpað mömmu þinni, að þú sýkir sjálfa þig í þessu veðri,“ sagði ég með dálitlum ávítunar- rómi. „Ég get ekki h j á 1 p a ð mömmu minni, en — mig langar til að deyja.“ Mér fannst ég vera á réttri leið til ævintýralegrar út- skýringar, og sagði því með hægð: „Þút ert ung — hvers vegna langar þig til að deyja?1 Hún þagði um stund. Svo leit hún upp og sagði einarð- lega: „Mamma er dauðveik. Láns- traust er ekki til. Við höfum ekkert — ekki eins cents virði til þess að kaupa nauðsynjar fyrir, fæði og læknishjálp. Steve skuldar mömmu fyrir húsnæði og fæði frá þeim tíma er við vorum í Jersey City. Hann lofaði okkur há- tíðlega að koma í kvöld og borga skuldir sínar. Til þess að vera viss um það, að hann fyndi okkur fór ég hérna út á götuhornið, og hefi beðið eftir honum langan tíma.“ Frásögn hennar var mjög sennileg, svo að ég þagði um stund og leit út í fjúkmugg- una. Mér fannst ég enn vera brúnamaður í fjallgöngum. Maðurinn, sem ekki mátti missa sjónar af mér, hafði gleymt eða ekki skilið þetta atriði, og svo hafði sá, sem treysti honum leitað lengra inn á jökulinn þangað til þeir voru báðir villtir. — Þessi unga stúlka, sem stóð þarna fyrir framan mig, hafði villst, og ef saga hennar var sönn, þá var hún nú áreiðanlega upp á köldum, bjargarlausum jökli. Það var annars ein- kennilegt hvernig þetta löngu liðna atvik ævi minnar var svo skýrt í huga mínum þetta kvöld. En nú heyrði ég að stúlkan var að segja eitthvað í hálfum hljóðum, eins og hún væri að tala við sjálfa sig: „Steve hlýtur að koma bráð- lega; mamma getur ekki lifað lengi í þessum ástæðum." „Hvar eru herbergin þín?“ spurði ég. Stúlkan benti á gamalt steinhús, sem stóð þarna á götuhorninu. „Við búum á þriðju hæð hússins,“ sagði hún og benti mér á dálitla ljósglætu, sem var þar í einum glugganum. „Ef til vill væri það bezt,“ sagði ég, „að við litum inn til mömmu þinnar, einmitt núna, svo að ég geti séð ástæð- urnar.“ Það brá fyrir feginssvip á andliti stúlkunnar, og án um- hugsunar greip hún handlegg minn og sagði með ákefð: „Ó — komdu! Ég skal fylgja þér til hennar!“ Áður en ég í raun og veru hafði áttað mig, var ég kominn inn í skuggalegan forsal húss- ins. Þar var aðeins eitt lítið ljós, sem lýsti aðgang að stiga, sem virtist liggja upp í svarta-myrkur. — Ég hikaði dálítið, því mér leizt illa á að klifra upp á þriðju hæð hússins við þessar ástæður. En stúlkan virtist lesa hugs- anir mínar og nú þreif hún handlegg minn aftur mjúk- lega um leið og hún sagði: „Vertu óhræddur, ég skal leiða þig upp stigann. Það eru líka tvö þrep í stiganum, sem eru dálítið laus.“ —FramhalcL. Kiljan og Krúsjeff í frétta-auka með kvöld- fréttum Ríkisútvarpsins í gær var skýrt frá því að Halldór Kiljan Laxness, Nóbelskáld íslendinga, hefði þá um dag- inn sent Nikita Krúsjeff, for- sætisráðherra S o v é t - Rúss- lands, skeyti vegna ofsókn- anna gegn Nóbelskáldinu Boris Pasterna k Síðan las Laxness skeytið sjálfur á íslenzku fyrir út- varpshlustendur. Það hljóðaði svo: „Ég sný mér til yðar hágöfgi og sárbæni yður sem skyn- saman stjórnarleiðtoga að beita áhrifum yðar til að milda illvígar árásir óum- burðarlyndra kreddumanna á gamlan rússneskan rithöfund, sem hefur unnið sér verð- skuldaðan heiður, B o r i s Pasternak. Hversvegna gera sér leik að því að egna upp reiði skálda, rithöfunda, menntamanna og sósíalista heimsins gegn Ráð- stjórnarríkjunum í slíku máli? Fyrir alla muni þyrmið vin- um Ráðstjórnarríkjanna við þessu óskiljanlega og mjög svo ósæmilega fargani.“ —Mbl. 31. okt. HANGIKJOT SAFEWAY-BÚÐIRNAR Home og Sargent Ave. — Wall og Sargent Ave. hefir uppáhaldsrétt íslendinga — HANGIKJÖT — til sölu. Félagið æskir að pantanir berist því sem fyrst, til þess að það hafi tækifæri að hafa nægar birgðir. REYKT KINDAKJÖT Læri (Legs) 69c Bógar (Shoulders) 43c Á hendi 9. desemher — Pantið nú þegar. SARGENT AT HOME ST. — SARGENT AT WALL ST. Business and Professional Cards ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Forsett: 1)R. UICHAltl) BBCK 801 Llncoln Drive, Grand Forks, North Dakota Styrklð félagið með því að gerast meðlimlr. Arsgjald $2.00 — Tímarit félagsins frítt. Sendist til fjármálaritara: MR. GUÐMANN IÆVY, 185 Lindsay Street, Winnipeg 9. Manitoba Minnist BETEL í erfðaskróm yðo» G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors ot FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise St. WHitehall 2-5227 PARKER. TALLIN. KRIST- JANSSON, PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker, Q.C. <1910-1951) B. Stuart Parker, Clive K. Talltn. Q.C.. A. F. Kristjansson. Hugh B. Parker, W. Steward Martin 5th fl. Canadian Bank of Commerct Building, 389 Main Street Winmpeg 2, Man. WHitehaU 2-3561 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Dlstributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offlce: ftes.: SPruce 4-7451 SPruce 2-3917 ERLINGUR K. EGGERTSON, B.A., L.L.B. BARRISTER AND SOLICITOR DE GRAVES & EGGERTSON 500 Power Buildlng Winnlpeg 1, Manltoba WHitihau. 2-3149 R*s. GLobe 2-6076 — Það er aðeins einn einasti maður í veröldinni, sem ekki hefur logið til í ástarvímunni. — Nú, og hver er það? — Adam, þegar hann sagði Evu, að hún væri eina konan í veröldinni, sem hann elskaði!

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.