Lögberg - 01.01.1959, Side 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 1. JANÚAR 1959
7
SOFFANÍAS THORKELSSON:
Gaman er að ferðast
Hver skilur heimþrána? —
„Hún er raust, sem bergmál
jafnan biður, / bunulind, sem
komast vill að ós.“ Átthaga-
þráin er sterk, hún biður,
lyftir manni á hátind von-
anna og laðar með blíðmæl-
um, vakandi draumsýnum um
unað, byggir brýr yfir allar
torfærur og sléttar veginn.
Hún sigraði mig.
Ég lagði af stað ásamt konu
minni og föggum í fjórðu
ferðina heim 12. maí. Fyrsti
áfanginn var til hinnar frægu
olíuborgar, Calgary, sem hef-
ur gert margan manninn rík-
an með olíulindum sínum, en
ekki miðlaði hún okkur neinu,
en gistingu hlutum við þar í
tvo daga og nætur í miklu
yfirlæti hjá góðvinum okkar,
Ragnheiði Schram Patterson
og manni hennar Harry
Patterson, miklum myndar-
manni; er hann þriðji maður
hennar, hefur hún þó við eng-
an skilið fyrir dómstólum
mannanna.
Næsti áfanginn var til Win-
nipeg. Þar átti ég heima í 49
ár, bar hita og kulda dagsins,
frá 105 til 48 gráðu kulda fyrir
neðan zero, sem mun vera 70
gráðu frost; en þrátt fyrir það
leið mér þar vel. Þar átti ég
margs að minnast, og mörgum
góðum og gömlum vini að
kynnast að nýju. Margir
höfðu horfið þau 11 ár, sem
ég hef verið á Vancouver-
eyjunni. Nokkrir flutt bú-
ferlum úr bænum, en þó
miklu fleiri í kirkjugarðana.
Þar var gamla verksmiðjan
mín starfandi af fullum krafti
sem fyr, og margt af mínu
gamla vinnufólki, sem alltaf
hefur verið mér kært fyrir
langa og góða þjónustu við
mig og son minn Paul, sem
hefur átt hana og starfrækt af
miklum dugnaði síðan ég
flutti frá Winnipeg. Vorum
við gestir þeirra hjóna á
þeirra ágæta heimili.
1 Winnipeg undum við okk-
ur vel. Hún er ein hinna við-
kunnanlegustu borga, sem við
höfum komið í, þó byggingar
séu þar ekki háreystar, en
götur eru breiðar og öll um-
ferð greið, enginn hamagang-
ur og troðningur, fólkið yfir-
leitt viðkynningar betra og
félagslyndara, en við höfum
átt að venjast síðan við fórum
þaðan.
Frá Winnipeg fórum við
eftir átta daga dvöl til heims-
borgarinnar miklu, New York,
og vorum þar í þrjá daga.
Mest af tímanum þar var ég
sporgöngumaður konu minn-
ar í stærstu búðunum, meðan
hún var að velja sér enn fleiri
kjóla og orðlofs pinkla til ætt-
ingja sinna á Islandi. Hef ég
oft skemmt mér betur. Ég hef
aldrei kunnað við mig í New
York. Mér finnst ég verða svo
óendanlega smár í þeirri
geisistærð, sem þar er á
flestu, og öll umferð yfirtaks
tafsöm og þreytandi.
Við fórum að skoða hinar
miklu og fögru byggingar
Sameinuðu þjóðanna; eru þær
stórfenglegar og fagrar, en
því miður voru þar þá engir
fundir. En þar var margt um
manninn og góð regla á öllu
og fyrirgreiðsla hin bezta.
Engum sem til New York
kemur má gleymast það, að
leggja leið sína til bygginga
Sameinuðu þjóðanna, þar er
svo margt og merkilegt að sjá,
sem seint mun gleymast þeim,
sem gefa sér tíma til að sjá
það.
Við áttum víst að fara með
Loftleiðum til Islands á sunnu
daginn þann 25. maí, en töfð-
umst einn dag, því mér hafði
yfirsést sem oftar að láta
skrifa á vegabréf okkar. Vest-
ur-lslendingar verða að sæta
sömu kjörum sem aðrir út-
lendingar, sem til Islands fara,
að hafa fullkomin vegabréf.
Vegna þess urðum við að bíða
næsta dags. Var það hrein til-
viljun, að við fengum sæti í
flugvélinni þá, eða með þeirri
ferð, því altaf eru það fleiri,
sem sækja um far en hægt er
að flytja.
Flugfélar Loftleiða rúma
sextíu farþega og sex manna
áhöfn, munu þær hafa farið
sex ferðir á viku í sumar á
milli New York og Evrópu-
landanna. Vélar þeirra eru af
eldri gerð og fara aðeins 200
mílur á klukkutímanum, eru
14 tíma milli New York og
Reykjavíkur. Mér reyndist
svo löng seta þreytandi, en
öll fyrirgreiðsla á vélunum
er hin bezta og ljúfmannleg-
asta. Fargjald með Loftleið-
um, er að mun lægra en með
öðrum flugfélögum, en flutn-
ingur þinn má ekki fara yfir
42 pund.
Þó vélin færi hægt leið
okkur vel á leiðinni og kom-
umst lukkuleg heim til fyrir-
heitna landsins á ákveðnum
tíma. Fagnaði það okkur með
glansandi sól og stinnings
golu. En kaldur fannst okkur
andinn hans, og var það
auðfundið, að við vorum kom-
in á annað breiddarstig á
hnettinum. Okkur var fagnað
af mörgu fólki á flugvellin-
um, ættingjum Sigrúnar og
góðvinum mínum, m. a. móður
hennar, Agnesi Pálsdóttur,
hún er 84 ára, ennþá ern og
ber sig eins og hetja; henni
hefur víst verið forvitni á
því gömlu konunni að sjá
t.engdasoninn, sem var næst-
um því jafnaldri hennar.
Guðsteinn Sigurgeirsson,
bróðir Sigrúnar, og frú Ragn-
heiður Finnsdóttir kona hans
tóku okkur strax inn á heimili
sitt og vorum við gestir þeirra
þegar við vorum í Reykjavík.
Leið okkur þar hverjum deg-
inum öðrum betur, vorum þar
eins og heima hjá okkur. Er
það eitt meðal margra nýrra
heimila í úthverfum bæjarins,
stendur það á forkunnar fögr-
um stað er gefur útsýn yfir
mestan hluta Reykjavíkur-
borgar. Á efri hæð hússins
býr eigandi hússins, bróðir
frú Ragnheiðar, Hjálmar
Finnsson. Kynntist ég honum
talsvert; hann er yfirmaður
Áburðarverksmiðju ríkisins,
leizt mér svo, að þar mundi
vera réttur maður á réttum
stað, enda valinn til þessa
starfs af Vilhjálmi Þór, sem
allir treysta öðrum fremur til
glöggskygni.
Fátt get ég sagt ykkur um
verksmiðju þessa, annað en
það, að hún er svo stórt fyrir-
tæki, að mig undraði það,
hafði ég ekki búist við að ég
mundi nokkurn tíma sjá svo
stórkostlegt verksmiðjufyrir-
tæki á íslandi. Hún fullnægir
vel þörfum landsmanna eins
og stendur, ef hún fær nóga
orku, en hana brestur nú í ár.
Verður því framleiðslan ekki
nægileg til að mæta eftir-
spurn bænda. En það lagast
þegar lokið verður við raf-
magnsstöðina, sem verið er að
byggja nú, en það verður ekki
fyrr en á næsta ári.
Hjálmar forstjóri sagði mér,
að það væri nauðsynlegt að
stækka verksmiðjuna, eftir-
spurnin eftir áburði færi svo
ört vaxandi; einnig væri brýn
þörf fyrir fleiri tegundir áf
áburði, en þá einu sem þeir
framleiða nú. Ég álít það
Grettistak, að koma upp slíku
fyrritæki af svo fáum sem Is-
lendingar eru. Þarna vinna
yfir hundrað manns og allt
Islendingar. Áburðarfram-
leiðslan er efnafræðileg í
strangasta skilningi. Þegar ég
fór þaðan, varð ég snortinn af
metnaði vegna þekkingar og
dugnaðar landa minna, en
það varð ég oft, er ég var að
skoða verksmiðjur þeirra —
nýju húsin, nýju skipin og
það sem bændur höfðu afrek-
að í túnrækt og byggingum
síðan ég var heima 1940. Mér
fannst það líkjast fallegum
draum, en var þó áþreifan-
legur virkileiki.
Það sem fyrst og mest vakti
athygli mína og undrun, er
ég kom til Reykjavíkur, var
stórborgarbragurinn, s e m
kominn var þar á allt. Stór
svæði höfðu verið byggð þar
sem engin hús höfðu verið
áður, og allt nýtízku bygging-
ar hinar prýðilegustu, með
mörgum íbúðum (blocks).
Eina byggingu var verið að
byggí3 UPP á 12 hæðir, og
tvær 8 hæða háar, og einnig
fjölda margar fjögra hæða,
auk kjallara. Ennfremur mörg
einbýlishús fyrir þá, sem
höfðu haft efni á því. Sagði
mér kunnugur maður, að í
smíðum væru 14 hundruð í-
búðir í bænum, og ekki mundi
vera þörf fyrir svo mikinn
húsakost á þessu ári, enda
yrðu þær ekki alla fullgerðar
á þessu ári.
Mér virtust byggingar þess-
ar vera framúrskarandi vel
gerðar og traustar, vel til
þeirra lagt af járni og sementi,
allar steyptar, veggir, gólf og
skilrúm; eik í glugga- og
dyra-umgerðum, þykk ein-
angrun innan útveggja. Einn
galla sá ég á þeim, þó vand-
aðar væru,- en hann er sá að
stigar eru of brattir í þeim
flestum. Flestallar íbúðirnar
í einbýlis- og fjölbýlishúsum
hafa steyptar útisvalir, prýðis
vel gerðar og smekklegar, og
öll múrhúðun jafnt utan húss
sem innan var ágæt, betri
en við eigum að venjast hér.
Þökin höfðu þeir líka reynt að
steypa, en því var alveg hætt,
vegna þess að þeim hættir
mjög við að springa.
Næstum því öll þessi síðari
tíma hús eru svo falleg, að svo
víða sem ég hefi farið hef ég
ekki séð önnur fallegri né
betur gerð. íslendingar eru
nú að byggja fyrir framtíðina.
Þessi hús fara ekki fljótt úr
móð, og ending þeirra er
Örugg, þau endast fjölda
margar kynslóðir. Það er ekki
í Reykjavík einni, sem verið
er að byggja þessi ágætu og
vönduðu hús, þau er einnig að
finna í flestum þorpum lands-
ins, vítt og breitt, ekki eitt og
eitt á stangli heldur fjölda
þeirra , heilu göturnar.
Byggingar þessar eru dýrar,
mér virtist óvenjulega dýrar,
því járn og sement er lítið
dýrara á íslandi en hér, og
verkalaunin stórum lægri. —
íbúðir í þessum húsum eru
seldar á 4 til 5 hundruð þús-
und krónur, aðeins þrjú til
fjögur herbergi auk eldhúss
og baðs, sem eru í flestum
tilfellum fremur smá.
Við vorum tvær vikur í
Reykjavík að skoða okkur um,
heilsa upp á fólkið, þiggja
kaffiheimboð og sitja veizlur,
þar á meðal samsæti á Hótel
Borg, er Svarfdælingar, bú-
settir í Reykjavík, stofnuðu
til, og annað í Oddfellow-
húsinu, er Vestur-íslendinga-
félagið í Reykjavík gekst fyr-
ir til að fagna okkur, sem
komin vorum að vestan. Þar
voru margar ræður haldnar
og mikið sagt, mikið log, ekki
alt verðskuldað. Var ég einn
meðal þeirra, er fékk nægju
mína af því. Samsætið í Odd-
fellowhúsinu var fjölmennt
og fór mjög vel fram, stjórn-
aði því okkar góðkunni pró-
fessor, Finnbogi Guðmunds-
son.
Samsætið á Hótel Borg var
fámennara, þar voru aðeins
gamlir Svarfdælingar saman
komnir; skemmtum við okk-
ur vel hjá þeim og sátum við
ein hjónin að öllu hólinu; fyrir
því stóð gamall sveitungi
minn, Svarfdælingurinn sem
allir lofa, skólastjórinn og
skólaeftirlitsmaðurinn Snorri
Sigfússon. Finn ég til metnað-
ar að vera skyldur manni, sem
svo er vel kynntur.
Frá Reykjavík brugðum við
okkur til London til viku-
dvalar þar. Þar hafði ég oft
komið áður, en konan ekki,
og alltaf skemmt mér vel.
Þar er vissulega margt merki-
legt að sjá, meðal annars forn
gripasöfnin, sem hvergi eiga
sinn líka. Englendingar hafa
verið hagsýnir að draga að
sér fornmuni úr öllum lönd-
um og álfum heimsins og
hafa kostað miklu til að koma
þeim svo vel fyrir sem þeir
hafa gert. Vonandi er, að þeir
séu allir vel fengnir, heyrt hef
ég þó að menn efist um það.
En það skiptir þann, sem
skoðar þá engu máli, hvort
þeir eru stolnir, teknir með
ofbeldi eða keyptir. Það er
undur fróðlegt að skoða þessi
söfn; þau sýna verklega
menningu þjóðanna frá fyrstu
tímum með undra mikilli ná-
kvæmni.
Mannvirki eru þarna mörg,
á almannafæri, merkileg og
fögur, frá ýmsum tímum, og
byggingar forkunnar fagrar,
einnig frá ýmsum tímum —
ekki ein og ein á stangli með
kofum á milli, eins og á sér
stað víða í borgum Norður-
Ameríku, heldur heilu göt-
urnar svo langt sem augað
eygir.
Við segjum, að Englending-
ar, sem til okkar koma vestur,
séu seinir og silalegir verka-
menn, en borgin London sýnir
þess engin merki, að þar hafi
verið höfð nein vetlingatök
við að byggja hana; stök
vöndun í verki, smekkvísi og
lystræni lýsir sér hvarvetna í
byggingarstíl hennar — það
hlýtur hver maður að sjá. —
Heimsborgin mikla, — New
York, — hefur ekkert fram-
yfir London, nema hæðina á
byggingunum, og það tel ég
stóran ókost.
1 London leið okkur vel.
Englendingar hafa gott lag á
því að fara vel með gesti sína.
Flugfélagið Loftleiðir hafði
vistað okkur þar á einu bezta
gistihúsi borgarinnar, en þó
var dvölin þar lítið dýrari en
á miðlungs hótelum í Ame-
ríku. Þaðan fórum við fyrr
en við vildum; hafði okkur
ekki enst tími til að sjá nema
nokkuð af merkilegustu mann
virkjunum þar, — en flug-
vélin var komin og við hlut-
um að fara með henni sam-
kvæmt áætlun til ættlandsins
aftur.
Reykjavík er Róm íslend-
inga. Þangað liggja allra leið-
ir. Þar fæst allt, sem menn
geta óskað sér, meyjarblíða
og munir fagrir, enda dregur
hún unga fólkið til sín úr öll-
um sveitum landsins með
undra afli. „Berið mig þangað
sem slarkið er,“ sagði karlinn.
Allan þann tíma, sem við
vorum í Reykjavík sáum við
ekki drukkinn mann eða slark
á götum borgarinnar, og
mjög óvíða var vín haft um
hönd þar sem við komum; en
þó kvað vínnautn vera þar
mikil, og því miður heldur
farið í vöxt, þrátt fyrir víð-
tæka og ágæta starfsemi Góð-
Framhald á bls. 8