Lögberg - 05.03.1959, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 5. MARZ 1959
5
AHUGAMA.L
LVCNNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
MINNINGARORÐ:
Guðrún Laxdal
1866— 1958
Þann 20. des. s.l. andaðist
hér í borginni aldurhnigin ís-
lenzk kona, Guðrún Laxdal
að nafni. Hún var jarðsungin
23 s. m. frá útfararstofu
Wiggen & Sons. Kveðjuna
flutti séra Harold Steinke,
sóknarprestur hinnar fram-
liðnu, en Dr. Edward Pálma-
son fór með söngvana. Jarð-
sett var í Pacific Lutheran
grafreitnum. Yfir öllu, sem
fram fór hvíldi andhlýr blær
jólanna og hreif hugi vanda-
manna og vina, er safnast
höfðu saman. Allt um. kring
voru fegurstu blóm. Hér var
í einlægni fagnað hvíld og
friði, eftir langa vegferð og
langdreginn hinzta áfangann.
Hér var vinsæl kona, hug-
prúð og trúrækin, horfin á
æðra tilverusvið. Hún var
vissulega . með kærleikum
kvödd.
Guðrún Laxdal var fædd
10. ágúst 1866 að Krossastöð-
um á Þelamörk í Eyjafjarðar-
sýslu á íslandi. Foreldrar
hennar voru hjónin Sigurður
Sigurðsson, Sigurðssonar
prests á Auðkúlu j Húna-
vatnssýslu, og María Guð-
mundsdóttir Arnfinnssonar.
Þau bjuggu síðast í Þverár-
dal í fremri Laxárdal í Húna-
vatnssýslu. Árið 1888 fluttu
þau vestur um haf með átta
börn sín. Þau settust að í
Garðarbyggð í N. Dakota
ríkinu.
Fáum árum síðar önduðust
þessi mætu hjón bæði. — Það
var á orði haft, hversu eldri
systkinin báru þá umhyggju
fyrir þeim yngri; eins það,
hve kært var jafnan með þeim
öllum. Tvö þeirra eru enn á
lífi — Jón og Elín. Einnig lifir
Guðrúnu sálugu einkadóttir
hennar, Mrs. Leonora Mathi-
sen, hjúkrunarkona í Seattle,
tvö barnabörn og fimm barna-
barnabörn. Barnabörnin, af
fyrra hjónabandi Leonoru og
séra William Lukes, sem
margir íslendingar kannast
við, eru Dr. William Luke,
skurðlæknir í Boston, Mass.,
og Yvonne, hjúkrunarkona,
gift Dr. Richard Gubner,
lækni í New York borg.
Allt frá því fyrsta var það
hlutskipti Guðrúnar sál., sem
annara innflytjenda, að vinna
fyrir sér við hvað sem bauðst.
Hún átti fyrst heima í N.
Dakota í allmörg ár, þar næst
nokkur ár í Canada. Síðan
flutti hún aftur til Banda-
ríkjanna. Heimili hennar var
hér í Seattle s.l. seytján ár.
Dugnaður og fjölhæfni ein-
kenndu hana hvar sem hún
F*. .í»!
Guðrún Laxdal
fór, ásamt gestrisni og félags-
lvndi. Hún og dóttir hennar
fylgdust að ævidaginn á enda.
Þegar dóttir hennar missti
fyrri mann sinn, voru börn
hennar ung að aldri, var að-
stoð hennar vís á heimilinu.
Dóttirin vann við sitt hjúkr-
unarstarf, og börn hennar
komust til mennta.
Á hinu g ó ð a heimili
Leonoru og seinni manns
hennar, Edward J. Mathisen,
naut hún síðustu árin þeirrar
alúðar, umhyggju og hjúkr-
unar sem bezt mátti verða og
gott er að minnast. Ellin var
sein að yfirbuga þessa þrek-
miklu og velgefnu konu. En
svo fór að lokum að hún varð
rúmföst og dapraðist sýn. —
Samt fylgdist hún lengi vel
með því sem var að gerast
nær og fjær, með útvarps-
tækið hjá sér. Eins ræddi hún
af áhuga við gesti sína um at-
burði dagsins og tók ákveðna
afstöðu, eins og fyr. — Eða
þá að hún rifjaði upp liðin
atvik. — Máske bar á góma
gömul ljóð eða stökur. Minnið
hafði verið gott. Tryggð henn-
ar við ættlandið var óbilandi,
og aðdáun hennar fyrir öllu
sem var traust og dyggðaríkt í
gömlu erfðunum þaðan. Ein-
læg trú og bænrækni lýstu
henni leið út yfir takmörkin
óg inn í ljóssins heiðríka heim.
Guðsfriður sé yfir minn-
ingu hennar.
í ljósi og skuggum liðins tíma
er letruð saga þín.
Og sigurbros ég sé í vestri
þá sól við hafflöt skín.
En þar sem enginn þekkist
tregi,
og þar sem aldrei framar
hallar degi,
ég brosið lít í bjarma þeim
er birtir nýjan friðar heim.
Jakobína Johnson,
Seattle, Wash.
23. febr. 1959.
SOFFONÍAS THORKELSSON:
Gaman er að ferðast
FRAMHALD
Mér er ekki kunnugt um
það, hvað íslendingar eiga
marga togara, en þeir eru
fjölda margir, sennilega þrjá-
tíu til fjörutíu, og allt góð
skip og mörg þeirra nýleg, og
enn eru þeir að fá marga nýja
togara, ég held tíu. Þessir
togarar flytja geysimikinn
fisk á land, en mér var sagt,
að bátaútgerðin í kringum
iandið væri orðin svo mikil,
að þeir öfluðu meiri fisk en
allir togararnir til samans.
Langflestir af bátum þessum
eru stór dekkskip eða vélbát-
ar — fimmtíu til hundrað
tonn, annað dugar ekki, því
langt er sótt og út á reginhaf;
sá grái er utan eins og Einar
benti þeim á í ágætu kvæði
sínu. Við Suðurland og Vest-
manneyjar er langmest fisk-
að á vetrum, er þá allra veðra
von; bátarnir verða því að
vera traustir svo að þeir af-
beri þau stórviðri er þar koma
iðulega. Sjóslys hafa orðið fá
á síðari árum, síðan þeir fengu
betri og stærri báta og endur-
nýjuðu togaraflotann. Togar-
arnir fara oft langt að sækja
aflan, eru iðulega við Græn-
land að fiska, og í sumar fisk-
uðu þeir við Newfoundland,
fundu þar ágæt karfamið og
fullhlóðu skip sín á tveimur
dögum. Næstum ullir togar-
arnir fóru þangað í sumar, og
gekk sumarvertíðin mjög vel.
Með öðrum orðum, þeir sækja
fiskinn hvar sem hann er að
finna á hinum góðu skipum
sínum. Karfinn er allur flak-
aður og frystur (Fillets). Virð-
ist alltaf vera nóg sala fyrir
hann. Frystihús eru komin á
allar hafnir, þar sem nokkur
verulég bátaútgerð er, gefur
það landsmönnum geysimikla
atvinnu. Konur og unglingar
vinna mest við það, jafnvel
börn á skólaaldri.
Islendingar eiga nú, að mig
minni 22 millilandaskip, mörg
þeirra nýleg og meira en
helmingi stærri en þau gömlu
er þeir .fengu fyrst. Á þeim
sigla þeir um öll heimsins höf
með afurðir landsins og færa
svo þjóðinni heim nauðsynjar
hennar, og öll eru þau með ís
lenzkum áhöfnum. Nú verður
það ekki sagt með sanni, að
landinn kunni ekki að sigla,
mætti því breyta gamla háðs
bragnum, íslendingar eiga
skip og þeir kunna að sigla.
Við gerðum okkur það til
gamans að ganga niður að
höfninni til þess að sjá nýju
millilandaskipin þeirra og
dást að þeim, er þau voru að
afferma eða taka farm til út-
landa. Þó innri höfn Reykja-
víkur sé stór, þá er hún orðin
helzt til lítil, svo hefir skipa-
stóll landsins aukizt ört, og
langt fram yfir allar þær
vonir, er menn gerðu sér um
stækkun hans. Þótt millilanda
skip þeirra séu eins mörg og
ég hefi sagt, og sum þeirra
helmingi stærri, en þau gömlu
voru, þá ber það samt oft við
að þeir verða að leigja skip til
vöruflutninga á milli landa.
En nú eru þeir að láta smíða
fleiri stór skip — eitt þeirra
kemur í vetur, eign Eimskipa-
félags Islands.
Landhelgismálið
Islendingar standa nú í
hörðu stríði við Englendinga
um landhelgina. Englendingar
verja þeim réttindi þeirra með
hervaldi, en þó baráttan verði
ef til vill löng, þá blandast
mér ekki hugur um það, að
íslendingar beri sigur frá
borði, öll þjóðin stendur ein-
huga um það, að slaka ekki
til um hænufet á 12 mílna
fiskveiðilandhelginni.
I raun og sannleika hafa ís-
lendingar nú þegar hlotið
mikinn sigur, því að nú fisk-
ast miklu minna innan 12
mílna svæðisins en áður. All-
ar þjóðir, sem senda skip sín
á íslandsmið hafa tekið á-
kvarðanir íslendinga til
greina nema Englendingar,
og ekkert einasta af skipum
þeirra hefir gert sig* brotlegt
með því að koma inn fyrir
línu til að veiða, sem stund-
um kom þó fyrir áður. Ein á-
stæðan til þess að Englend-
ingar hafa fiskað miklu minna
á þessu svæði en áður er ó-
næði það og truflarnir, sem
varðskipin hafa gert þeim. En
íslenzku varðskipin eru of
lítil, allt of lítil, einkum á
vetrum þegar allra veðra er
von, og svo eru þau ekki nógu
hraðskreið. Mennirnir, sem
eru á íslenzku varðskipunum
eiga í miklum erfiðleikum —
þeir standa í stöðugu tauga-
stríði við brezku herskipin og
togarana, einnig vond veður;
en það er spá mín að landinn
sigri þetta allt, hann hefur
fyrr séð hann svartan á sjó og
landi og ekki þokað fyrir
erfðileikunum.
Þessi 'landhelgisdeila hefir
orðið íslendingum mikil og
góð auglýsing, mikið fyrir
þeirra prúðu og ágætu fram-
komu, en Englendingum hins
vegar til lítils heiðurs. Þeir
hafa sannað það sjálfir með
framkomu sinni við íslend-
inga í landhelgismálinu; að of-
beldisstefna er enn ríkjandi í
eðli þeirra, og hún ræður gerð-
um þeirra, ef lítilmagninn
vogar það að krefjast réttinda
sinna. — „Af verkunum skul-
uð þér þekkja þá“.
—FRAMHALD
Hugtakið réttarríki
skilgreint af
lögfræðingum
Nær ekki síður yfir félagslega
og efnahagslega aðstöðu en
pólitísk réttindi
Nýju Delhi, 10. jan. (Reuter)
Þing alþjóðasambands lög-
fræðinga, sem lauk hér í dag,
lýsti því yfir í lokaályktun að
hugtakið „réttarríki" yrði að
taka til félagslegra og efna-
hagslegra umbóta.
Á þinginu voru 185 fulltrú-
ar frá 53 ríkjum. Stóð það í
fimm daga og samþykkti að
lokum yfirlýsingu, sem er
nefnd „Nýju Delhi-yfirlýsing-
in“. I henni eru settar fram
reglur um hvað felist í lýð-
ræðishugsjóninni.
Merkilegasli viðburðurinn
Tekið er fram í yfirlýsing-
unni, að réttarríki skuli eigi
aðeins vernda og viðhalda
einkarétti og pólitískum rétt-
indum hvers einstaklings,-
heldur skuli einnig veita fé-
lagslega, efnahagslega og
menntunarlega afstöðu, sem
löngun og virðingu manns-
andans hæfir.
Það þykir án efa merkasti
viðburður þingsins, að hug-
takið réttarríki hefir þannig
orðið víðtækara en áður, þeg-
ar það var víða túlkað sem
þröngt, pólitískt hugtak.
—Mbl., 14. jan.
hring
FLUGGJÖLD TIL
LÆGSTU
ÍSLANDS
Fyrsta flokks fyrir-
Ri'oiðsla meö tveim
ó k e y p i s máltiðum,
koníaki og náttverði.
I L A flýgnr stytztu
áfanga yfir titliafi —
aldrei nema 400 rnílur
frá flugvelli.
IAL (ICELANDIC AIRLINES LOFT-
LEIÐIR) bjóSa lægri fargjöld til
Evrópu en nokkurt annaíS áætlunar-
flugfélag í sumar, og á öörum árs-
tímum. LÆGRI en '‘tourist’’ eSa
"economy" íarrýmin — að ógleymdum
kostakjörum „fjölskyldufargjaldanna."
Fastar áætlunarferðir frá New York til
Reykjavíkur, Stóra-Bretland.s. Noregs,
Kvíþjóðar, Daninorkur. Þýzkalaiuls og
Luxeniliourg.
Fpplýsingar í ölluni ferðnskrifstofuni
n r~) n
ICELANDICl AIRLINES
uaAal±j
15 West 47th Street, New York 36 PL 7-8585
New York • Chicago • San Francisco