Lögberg - 05.03.1959, Blaðsíða 8

Lögberg - 05.03.1959, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 5. MARZ 1959 Yfirgangur brezkra togara nær til fleiri þjóða en fslendinga Úr borg og byggð Úr Morgunblaðinu 10. febrúar 1959. Seni hingað flugleiðis. ÚR „HLUSTAÐ Á ÚTVARP" „Leikrit eftir Laugu Geirs, vestur-íslenzka konu, — „1 óveðurslok,“ — þýðandi Aðal- björg Bjarnadóttir, var leikið í útvarpi síðastliðinn laugar- dag. Leikstjóri var Hildur Kalman, meðal leikenda voru margir helztu leikarar hér og ágætlega farið með leikritið. Leikrit þetta gerist á fyrstu árum íslenzks landnáms vest- an hafs, enda kemur það ljós- lega fram. Uppistaðan eru erfiðleikar þeir er fólk þetta átti í, sömuleiðis hjálpsemi þess, og fórnfýsi. Ekki er leik- ritið ritað í nútíma stíl. Efni þess er að ungur land- nemi, Baldur að nafni, ágætis- maður tekur þá ákvörðun, meðfram að ráði vina sinna, að kvongast ráðskonu sinni, sem er eldri nokkuð, en hún er mjög mikilhæf kona. En Baldur hefir flutt frá Islandi sökum þess, að unnusta hans þar, eða a. m. k. kona, ung að aldri, er hann unni hugástum og hugði einnig að bæri sama hug til hans, hafði brugðizt honum. Vissi hann ekki ann- að en þessi stúlka væri gift. En skömmu fyrir brúðkaup þeirra Baldurs og bústýru hans kemur gamla unnustan frá íslandi. Kemur þá í ljós, að ósamlyndi þeirra byggðist á óviðráðanlegu atviki. — Ráðskonan sér að þau unnast mjög og gefur Baldri eftir lof- orð sitt um eiginorð og tekur fyrir annað lífsstarf af mann- kærleika og fórnfýsi. — Það má vera að margt eða allt sé satt, sem sagt er í leikriti þessu. Talsverður þróttur er í því og rétt af útvarpinu að taka það til flutnings.“ Þetta leikrit (á ensku) er til sölu hjá höfundinum, í Edin- burg, North Dakota, og hjá Mrs. H. F. Danielson, 869 Garfield St., Winnipeg 10, og kostar $2.50. ☆ — Hjónavígsla — Laugardaginn 24. jan. s.l. voru gefin saman í hjónaband á heimili foreldra brúðarinnar í Vancouver, B.C., þau Ed- ward Albert Gnievotta og Sigurlín Sigurveig Hallson. Sr. E. S. Brynjólfsson gaf brúðhjónin saman. Brúðgum- inn er af þýzkum ættum og eru foreldrar hans nú búsett í Vancouver, hið mesta mynd- ar- og dugnaðarfólk. Er hann starfsmaður í timburverk- smiðju. Brúðurin er dóttir hjónanna Ingibjargar og Halls Hallssonar, er bjuggu að Silver Bay og Selkirk áður en þau fluttust til Vancouver. Hér varð Hallur fyrir miklu siysi, eins og kunnugt er, en hann hefur borið mótlæti sitt og þrautir af frábæru hug- rekki og karlnmennsku. — Er brúðurin yngri dóttir þeirra hjóna. — Svaramenn brúðhjónanna voru Ben Frie- sen, vinur brúðgumans og Guida Shuert, systir brúður- innar. Brúðkaupsveizla var háldin í Alpen samkomuhús- inu og sátu hana um 160 manns. Hr. Oscar Howardson var veizlustjóri. Sr. Eiríkur ávarpaði brúðurina og árnaði brúðhjónunum allra heilla. Ennfremur flutti fjölskyldu- vinur brúðgumans ávarp og Friðfinnur Lyngdal, sem tal- aði á íslenzku. Um veglegar veitingar annaðist Kvenfélag ísl. lútherska safnaðarins í Vancouver. Var veizlan að öllu leyti hin ánægjulegasta. Brúðhjónunum bárust fjöldi fallegra og nytsamra gjafa. — Framtíðarheimili þeirra verð- ur í Vancouver. ☆ Frá Minneapolis Kæru ritstjórar, Einar og Ingibjörg: Það hefir verið mergur í Lögbergi upp á síðkastið. — Ferðasaga Soffoníasar og Götustelpan hin ágæta, eftir Pálma, ásamt góðum og skemmtilegum greinum frá Haraldi Ólafssyni, nú í Cali- forníu, en frá Mountain, N.D. Og viðbætirinn við grein Soffoníasar var bókstaflega knúsandi. Hafði ég haldið að ég væri nokkurnveginn “up to the tick-of-the clock,” hvað ísland snerti, en nú veit ég að svo er alls ekki. Ég mun verða í skuld við blaðið næsta ár, en hamingjan veit, að ég mun þá borga fyrir blaðið! Ég gat ekki þagað yfir þessum góðu greinum í Lög- bergi. —G. T. A. ☆ Dr. Richard Beck tilkynnti á miðvikudagskveldið, að Stúdentaráð Háskóla íslands hefði boðið Valdimar Björn- son féhirði Minnesotaríkis til íslands í haust til að flytja þrjá fyrirlestra við Háskólann í Reykjavík'og einn fyrirlest- ur við Menntaskólann á Akur- eyri. ☆ Hið íslenzka kvenfélag Uni- tarasafnaðarins efnir til spila- samkomu á mánudaginn 9. marz kl. 8.30 að kveldi í samkomusal kirkjunnar á Banning stræti. — Verðlaun veitt. Njótið góðrar skemmt- unar; sækið samkomuna. ☆ Fáið Lögberg ekki að láni Lögberg berst í bökkum að koma út vikulega; það er því sárt til þess að vita, að blaðið gengur sumstaðar hús úr húsi að láni hverja viku. Ef fólk hugsaði út í það, að blað- ið verður að fá. marga nýja kaupendur til að halda áfram vikulega, myndi það ekki láta sig muna um að greiða sem svarar 10 cents á viku fyrir það. Regndroparnir eru ekki hnöttóttir. Þeir taka á sig ó- teljandi myndir og breytast í sífellu, eða um 16 sinnum á hverri sekúndu. Að þessu hafa menn komizt með því að taka af þeim ljósmyndir með mikl- um hraða. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir VÍSUR um Dr. Richard Beck Richard Beck, sem frægur fram frækn og hrekklaus gengur; engan flekk hann á, né vamm, er geðþekkur drengur. Vel er lærður, vandar mál, vits af stærð er sprækur. Endurnærði eigin sál, ísland færði á bækur. Dómgreind hyllir hvar sem er hans tilstilli sanna, og með snilli einatt sér öfgavillu manna. Hann ber þannig heiðurinn, hress og annaglaður. ísland manninn átti um sinn, er varð sannur maður. Jón Magnússon ---0---- Á V ARP til Richards Beck í Sealtle, Washington, 31. jlí 1958. Vér réttum þér vinarhönd, Ríkarður Beck, fyrir ræðurnar þínar og ljóðin, sem greypt hafa í frægð íslands gullfagran hlekk. — Því gleymir ei íslenzka þjóðin. Þú kemur nú til vor á Kyrrahafsströnd, mjög kærkominn unað að færa og styrkja þau þjóðernis-, bræðralagsbönd, sem binda’ oss við ættlandið kæra. Sönn gæfa þér fylgi á framtíðarbraut, til frægðar og góðs æ þig styðji. Og blessun Guðs friðar þér falli í skaut, þú Fjallkonu þróttmikli niðji. Kolbeinn Sæmundsson ------0---- V í S A Ritsnillfngur Richard Beck reiknast mannfræðingur; frægari aldrei finnur rekk fram á sagnaþingum. J. J. Middal Brezkir veiðiþjófar hafa sig ennþá talsvert í frammi í ís- lenzkri landhelgi, þótt fyrir komi dagur og dagur, sem þeirra verður ekki vart. Hins vegar hafa þeir gefið fyrirheit um að færa sig upp á skaftið um eða eftir 12. febrúar. Landanir í Bretlandi Nýlega landaði íslenzkur togara ísfiski í Grimsby. Gekk löndunin friðsamlega, en yfir- menn brezkra togara tóku þann atburð óstinnt upp og höfðu í hótunum með að gera verkfall, ef slíkt endúrtæki sig. Nokkrar tilraunir hafa veiðiþjófarnir gert til að sigla beint á íslenzku varðskipin, og einum veiðiþjófi komu brezk herskip undan, sem tekinn hafði verið að veiðum innan Allt land nokkurra jarða undir vatni. Fregn til Alþýðublaðsins frá Selfossi í gær. HVITÁ er að flæða upp á kíló- meters breiðu svæði í Flóan- um. 1 morgun, þegar bóndinn Runólfur í Ölversholti kom á fætur, var Hvítá flædd upp. Mun flóðið hafa byrjað í nótt. Stíflan er í ánni skammt frá Hestfjalli, nálægt Brúnastöð- um. I frostunum var komin mikil íshella á ána, en þegar hlákan kom fylltist allt af vatni. Hefur áin brotið ísinn sums staðar og eru komnar talsverðar hrannir á árbakk- ann. En ekki hefur hún rutt sig enn. Margar jarðir undir vatni Allt land nokkurra jarða er undir vatni. Er bóndinn í Hrygg flutti mjólkina í morg- un, sá hann ekki veginn betur en svo, að hann ók út af. Gátu nokkrir bændur ekki komið mjólkinni frá sér í dag, en mjólkin er venjuléga sótt rétt eftir hádegið hér í nágrennið. Rennur út um Flóa Hvítá rennur nú út Flóa og yfir veginn skammt frá Hraun gömlu 3ja mílna landhelginn- ar og höfðu í hótunum að sigla hvert það varðskip niður, er reyndi að stöðv.a lögbrjótinn. Yfirgangur við fleiri þjóðir En það eru fleiri en íslend- ingar, sem verða fyrir lög- lausu ofbeldi af hálfu hinna nýju sjóræningja Breta á höf- unum. Færeyingar og Norð- menn hafa þar einnig sögu að segja. Fyrir fám dögum gerði brezkur togari sig líklegan til að sigla niður norskt gæzlu- skip. Er mjög vafasamt, að purrkunarlausara siðleysi í umgengni við aðrar þjóðir fyrirfinnist í veröldinni nú í dag, en það sem Bretar hafa í frammi við vinveittar ná- grannaþjóðir á fiskimiðum þeirra. —Islendingur 23. jan. gerði. Þar rennur hún út í Hróarsholtslæk og kl. 5 í dag var hún komin út að bænum Læk, sem er á móts við Hró- arsholtskletta. Og seinast þeg- ar fréttaritari blaðsins átti tal við Ölversholt kl. 5, var flóðið vaxandi. Var þá áin líka farin að flæða upp á Skeiðum —Alþbl., 28. jan. FRÁ ONTARIO Rte. No. 2, Ayr, Ont., February 23, 1959 The Columbia Press Ltd., Winnipeg, Man. Dears Sirs, Herewith $5.00 for renewal of Lögberg, due in March. Enjoy it very much, and hope this gem of the old timers may not succumb. I see you have been getting a fair num- ber af new subscribers, which will help, in these days of perpetual skyrocketing of the monetary scale. Yours truly, L. J. Hedderick, Beekeeper. KAUPIÐ og LESIÐ — LÖGBERG SENIOR CITIZENS BUNGALOW APARTMENTS This project planned for the Town of Gimli. Modern Suites. Consisting of Living Room, Bed Room, Kit- chenette and Bathroom. Each unit will be fully serviced with Stove and Refrigerator. Monthly rental for this De-Luxe accommodations will be approximately $35.00 per month for couples. For further details forward application to TREASURER, 123 Princess St., Winnipeg 2, Man. SMÁHÚSAÍBÚÐIR FYRIR ELDRA FÓLK 1 ráði er að reisa nokkur smáhús (bungalows) á Gimli, ef eftirspurn reynist nægileg. Það yrðu íbúðir af nýjustu gerð með setustofu, svefnherbergi, litlu eldhúsi og bað- herbergi, og í hverju húsi eldavél og kæliskápur. Mánaðarleiga fyrir þessar lúxus-íbúðir yrði um $35.00 fyrir hjón. 1 þessari leigu innifelst upphitun, ljós og vgtn. Frekari upplýsingar fást hjá TREASURER, 123 Princess St., Winnipeg 2, Man. Hvítá flæðir yfir bakka sína

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.