Lögberg - 05.03.1959, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 5. MARZ 1959
7
Gjafir til elliheimilisins Stafholts
— Frá 1. júní 1958 iil 1. janúar 1959 —
Miss Lynn Björnson $10.00;
Dr. Richard Beck í minningu
um S i g u r ð Arngrímsson
$10.00; Mrs. Herdís Stephans-
son $5.00; Mr’s. Oddný Brand-
son í minningu um Arnfríði
Anderson $5.00; John Laxdal
$10.00; Mrs. Thorbjörg John-
son $20.00; Mrs. Emil Lindsley
í minningu um H. S. Helga-
son $2.00; Robert Lindsley í
minningu um H. S. Helgason
$4.00; Augusta Martin, Mrs.
Brundage, Jane and Pat, Mr.
and Mrs. Inman, Mrs. Bennett,
Mrs. Sjodin, Miss Sweet and
Mrs. Georgia Graham í minn-
ingu um H. S. Helgason $7.00;
Eleanor Parker, í minningu
um H. S. Helgason $10.00;
Mrs. Helen Scheldrup í minn-
ingu um H. S. Helgason $5.00;
Mr. and Mrs. Olaf Selander í
minningu um H. S. Helgason
$3.00; Mr. George Manchester
í minningu um H. S. Helgason
$5.00; Everett Norwegian
Male Chorus í minningu um
H. S. Helgason $5.00; Belling-
ham Norwegian Male Chorus
í minningu um H. S. Helga-
son $5.00; Bellingham Freyja
Club í minningu um H. S.
Helgason $5.00; Mr. and Mrs.
K. P. Árman í minningu um
H. S. Helgason $5.00; Mrs.
Sigríður Laxdal í minningu
um eiginmann sinn, Sigmund
Laxdal og son sinn Frank
Laxdal $100.00; Lestrarfélagið
Jón Trausti í minningu um
Hermann Björnson $5.00; Mr.
and Mrs. Hannes Teitsson í
minningu um H e r m a n n
Björnson $5.00; Starfsfólk
Stafholts í minningu um Her-
mann Björnson $5.00; George
Goodman í minningu um Her-
mann Björnson $1.00; August
Hanson í minningu um Her-
mann Björnsson $1.00; Victor
Vopni í minningu um Her-
mann Björnson $1.00; Þor-
björg Johnson í minningu um
Hermann Björnson $1.00; Mr.
and Mrs. C. R. DeReamer í
minningu um Hermann Björn
son $10.00; Ruby Baldwinson
í minningu um Hermann
Björnson $5.00; Mr. and Mrs.
B. Alban í minningu um Her-
mann Björnson $4.00; Mr. and
Mrs. John Scheving í minn-
ingu um Hremann Björnson
$2.00; Mrs. Mikka Smith í
minningu um Ástríði Johnson
$5.00; Lestrarfél. Jón Trausti
í minningu um Ástríði John-
son $5.00; Ásmundur og Anna
Swanson í minningu um Ást-
ríði Johnson $5.00; Mrs. Rósa
Casper í minningu um Ástríði
Johnson $5.00; Þorbjörg John-
son í minningu um Ástríði
Johnson $2.00; Mr. and Mrs.
H. Teitson í minningum um
Ástríði Johnson $5.00; Bel-
lingham Freyja Club, í minn-
ingu um Ástríði Johnson
$5.00; Starfsfólk Stafholts í
minningu um Ástríði John-
son $5.00; Guðfinna Stefáns-
son í minningu um Guðjón og
Ástríði Johnson $5.00; Bel-
lingham Freyja Club í minn-
ingu um Christine Johnson
$5.00; Þorbjörg Johnson í
minningu um Guðrúnu Lax-
dal $3.00; Mrs. Ella Thorstein-
son $200.00; Magnús Baker
$20.00; Mrs. Elín Guðbrands-
son $25.00; Skúli Johnson
$15.00; Mrs. Dagbjört Vopn-
fjörð í minningu dáinna vina
$25.00; Mrs. Jóhanna Jónasson
$20.00; Mrs. Laufey Runacres
til heiðurs foreldrum sínum,
Mr. and Mrs. R. Björnsson á
60. giftingarafmæli þeirra
$50.00; Washington Net Fac-
tory $50.00; Mrs. Björg Þórð-
arson $10.00; Mrs. Elín Krist-
jánsson í minningu um Ást-
ríði Johnson og systur sína,
Mrs. Guðrúnu Laxdal $10.00;
John Laxdal $10.00; Mrs.
Bertha Stoneson í minningar-
sjóð $50.00; Mr. and Mrs. Matt
Nordgaard, Mr. and Mrs. Leo
Laxdal, Mr. and Mrs. Edw. J.
Matheson and Mr. and Mrs.
V. Gudmundson í minningu
um Guðrúnu Laxdal $20.00;
Miss Ethel Vatnsdal, Mr. and
Mrs. J. R. Vatnsdal, Mr. and
Mrs. A. J. Babcock, Mr. and
Mrs. T. M. Slater, Mr. and
Mrs. G. T. Cowan, og Mrs.
Bella Hunt í kæra minningu
um Mrs. Önnu Vatnsdal
$50.00; Jakobína Johnson
$10.00; Kvenfélagið Eining í
Seattle $100.00.
Fyrir allar þessar gjafir,
eins og yfirleitt fyrir alla góð-
vild í hugsun, orði og verki í
garð Stafholts, finnur nefndin
sér skylt að þakka.
Viðbyggingarmálinu hefir
ekki miðað eins ört áfram eins
og nefndin hafði óskað og von-
að. Þó hefir henni borizt nokk-
urt fé, eins og listinn hér að
ofan sýnir. Til viðbótar við
þann lista skal þess sérstak-
lega getið, að nefndin hefir
tekið á móti $3,000.00 frá
Stoneson fjölskyldunni í San
Francisco, sem langsamlega
mest fé og aðra aðstoð hefir
lagt til heimilisins frá byrjun
þess. Og var þessi upphæð
eftirstöðvar af áður gefnu
loforði.
Stafholt hefir nú verið
starfrækt í full 10 ár við vax-
andi álit og vinsældir, eink-
um meðal þeirra, sem þar búa
og ættingja þeirra. Meðal
þessa fólks fer þeim fjölgandi,
sem finna hvöt hjá sér til þess
að votta nefndinni þakklæti
sitt, ekki aðeins í orði, heldur
einnig í verki. Sem dæmi um
þetta, er hér kafli úr bréfi frá
Mrs. Betty McDowell, dóttur
Magnúsar Þórðarsonar, fyrr-
um verzlunarmanns í Blaine,
og góðvirks þátttakanda í
stjórn- og kirkjumálum bæj-
arins, en nú um nokkurra ára
skeið vistmanns í Stafholti, og
nú fyrir skömmu níræður að
aldri. Hér fylgir bréfkaflinn,
sem stílaður er til Einars Sí-
monarsonar, formanns nefnd-
arinnar:
“Please accept our most sin-
cere thanks for the countless
hours you have devoted to
the Home. Such unselfish ser-
vice cannot be given a mone-
tary value. We shall be for-
ever grateful to you and all
the others who have made
Stafholt possible. Each time I
have come I notice particular-
ly the kindness and gentle-
ness which is shown toward
the old folks by the women
who work there. I have never
seen them impatient or irri-
table, and I know they must
often be weary. Every time I
have visited the Home, I
think — “What would they
all do without this wonderful
place?” And of course for us
personally it has meant that
our beloved Dad has stayed
with us longer.”
Þessu bréfi fylgdi “Check”
fyrir $100.00, sem er hluti af
$300.00 loforði í byggingar-
sjóð Stafholts; en sú upphæð
er aftur hluti af sameiginlegu
loforði Þórðarson fjölskyld-
unnar, sem nemur alls $1,000.
Nokkuð af þéssu fé er þegar
komið í hendur nefndarinnar.
Hitt sem ókomið er væri ekki
vísara þó það væri í bankan-
Efnahagsmálafrumvarp rík-
isstjórnarinnar var afgreitt
sem lög frá Alþingi á föstu-
daginn og komu lögin til
framkvæmda í gær, 1. febrú-
ar, eins og til stóð.
1 sambandi við þetta hefir
verðlagsstjóri gefið út tilkynn
ingar varðandi breytt verð-
lag á vinnu ýmissa verkstæða
og hefir það verið fært niður
í samræmi við fyrirmæli lag-
anna um þetta. Er rétt fyrir
menn að kynna sér hin nýju
ákvæði um þetta, bæði þeir,
sem selja þannig vinnu, svo
og þeir, sem kaupa hana.
Þá hefir einnig verið til-
kynnt, að breyting skuli verða
á far- og farmgjöldum frá og
með þessum mánaðamótum,
og loks á að gera breytingu á
verðlagi í verzlununum, þar
sem ekkert ve'rður undanþeg-
ið þeirri lækkun, sem nú á að
framkvæma.
Það verður að vísu ekki um
stórar upphæðir að ræða, að
því er lækkunina snertir, en
safnast þegar saman kemur,
eins og þar stendur, og aðal-
atriðið er, að reynt er að færa
verðlagið til baka en því ekki
gefinn laus taumurinn. Verð-
lækkanirnar á vörum og þjón-
ustu færa almenningi einnig
heim sanninn um það, að hér
er um fleira að ræða en lækk-
un launa, en kommúnistar
leggja sig nú alla fram um að
sannfæra almenning um, að
ekkert eigi að lækka nema
launin.
Næsta verkefni Alþingis
mun verða að ganga frá fjár-
lögum fyrir. þetta ár. Munu
Sjálfstæðisflokkurinn og Al-
þýðuflokkurinn semja um af-
Gætu nú ekki fleiri fjöl-
skyldur tekið höndum saman
á líkan hátt? Þörfin fyrir við-
bygginguna er brýn og að-
kallandi; ekki aðeins vegna
þeirra, sem verða að bíða eftir
því að fá heimilisvist, heldur
einnig, og miklu fremur vegna
hinna, sem þegar hafa verið
vistmenn um lengri eða
skemmri tíma og eru nú tekn-
ir fast að eldast og þurfa því,
sumir hverjir, meiri og ná-
kvæmari hjúkrun en áður.
Til þess að auðvelda slíka
hjúkrun sem mest og bæta
allt skipulag heimilisins um
leið, er nýbyggingin nauðsyn-
leg.
Nefndin hefir í hyggju, að
minnast 10 ára starfsafmælis-
ins með einhvers konar sam-
kvæmi á komandi vori, að lík-
indum í sambandi við ársfund
sinn í maí. Þá væri vel, ef í
millitíðinni bærist nægilegt
fé, í peningum og loforðum,
í hendur nefndarinnar til þess
að auglýsa mætti á þeirri sam
komu, að byggingarstarf yrði
hafið þá þegar.
1 umboði nefndarinnar,
A. E. Krisijánsson
greiðslu þeirra og er svo til
ætlazt, að ekki verði um nein-
ar skattahækkanir að ræða,
eins og tekið hefir verið fram.
—VÍSIR, 2. febr.
Vínland hið góða
Ný bók eftir Jónas Jónsson
írá Hriflu
Undanfarna annadaga var
verið að leggja síðustu hönd
á merka bók hjá Prentverki
Odds Björnssonar. Bókin heit-
ir Vínland hið góða eftir
Jónas Jónsson frá Hriflu.
Þetta mun ein þeirra fáu bóka,
sem ekki sakar þótt síðbúin
hafi verið í bókaflóði desem-
ber-mánaðar. Höfundurinn er
trygging fyrir því.
Þessi nýja bók er VI. bindi
í bókaflokknum Komandi ár.
Efni hennar skiptist í: Vín-
land hið góða, Bylting á ís-
landi, Stóra bomban, Eldhús-
dagur 1930, Sundhöll Reykja-
víkur, Geta skólar verið
skemmtilegir, Tveir baðstaðir,
Landvörn íslendinga, Afmæl-
isminni 1955, Brot úr ritdóm-
um og Halldór Kiljan Lax-
ness.
Það hefir verið sagt um
Jónas Jónsson frá Hriflu, að
hvergi stæðu andstæðingar
hans hallari fæti í viðureign-
inni við hann en í ritsnilld-
inni.
Þessi nýja bók hefir öll hin
fyrri einkenni höfundarins.
Þar eru ritsnilld og vitsmunir
í öndvegi. Síðasti kafli bókar-
innar er um Nóbelsverðlauna-
skáldið í Gljúfrasteini og
nægir hann einn til að gera
bókina eftirsóknarverða fyrir
alla landsmenn.
—DAGUR, 23. des.
Hermann Björnsson
Fæddur 2. maí 1892
Dáinn 18. október 1958
„Ég horfi yfir hafið
um haust af auðri strönd.“
Hermann Björnsson, Blaine,
Wash., andaðist 18. október
1958 á sjúkrahúsi í Belling-
lam, eftir nokkurra mánaða
heilsuleysi. Hermann var
fæddur í Argyle, Man., 2. maí
1892. Foreldrar' hans voru
Björn Björnsson og Guðný
Einarsdóttir á Grashóli í
Argyle, og þar ólst Hermann
upp og naut þar almennrar
skólagöngu og vann á bújörð-
inni hjá föður sínum til full-
orðinsára. 13. nóvember 1926
kvæntist Hermann eftirlifandi
konu sinni, Sigurbjörgu
(Berthu). Foreldrar hennar
voru Friðbjörn Jósepsson og
Halldóra Guðmundsdóttir,
Akureyri, Eyjafjarðarsýslu,
Islandi. Fyrst eftir að þau
giftu sig áttu þau heima í
Winnipeg og Selkirk, en í
sept. 1930 fóru þau til Chi-
cago, 111., og starfræktu þar
“Rooming House” og heppn-
aðist vel. Árið 1953 seldu þau
eignir sínar í Chicago og
fluttu til Blaine, Wash., —
keyptu sér þar fallegt heimili
óg hafa búið þar síðan.
Hjónaband Hermanns og
Sigurbjargar var farsælt, því
þar ríkti einlægni og ástúð.
Hermann var drengur góður
í orðsins bezta skilningi og
tryggur vinur, endá átti hann
marga vini, sem nú sakna
hans. En sárastur er þó sökn-
uðurinn hjá henni, ekkjunni,
sem gekk við hlið hans ham-
ingjusöm og örugg. En minn-
ingarnar lifa í þakklátu hjarta
hennar.
Hermann vann við smíðar
og ýmsar aðgerðir. Hann var
vandvirkur og samvizkusam-
ur verkamaður. Eftir að hann
kom til Blaine var hann eftir-
litsmaður við elliheimilið
Stafholt. Hann hafði yndi af
garðyrkju og blómarækt og
bar grasflöturinn í kring um
Stafholt og þá líka í kringum
hans eigið heimili fagran vott
um starf hans á því sviði.
Auk ekkjunnar lifa Her-
mann fjögur systkini hans:
Gísli Björnsson, Mrs. Jónína
Sigmar, Glenboro, Man., Mrs.
Thorbjörg Davidson, Texas,
og Mrs. Marja Hellis, Winni-
peg-
Jarðarförin fór fram frá út-
fararstofunni í Blaine. Séra
Albert Kristjánsson, sem var
góður vinur hins látna, flutti
kveðjumál. Jarðsett var í
B’orest Lawn grafreitnum í
Vancouver. —G. J.
Give
HEART
FUND
Fight
HEART DISEASE
Máke donaiions lo Ihe
Manitoba Heart Foundation
322 Somersei Bldg., Winnipeg 1
or ai your local bank.
um.
Verðlækkun á ýmsum sviðum
gengin í gildi
Bæði vörur og þjónusla lækka frá mánaðamóiunum