Lögberg - 16.04.1959, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 16. APRIL 1959
SOFFANÍAS THORKELSSON:
Gaman er að ferðasf
(NIÐURLAG)
Fjármálin
Það hafði farið mikið orð
af því, að íslendingar væru í
fjárþröng, öll blöð, sem mér
bárust að heiman höfðu flutt
langar ritgerðir ár eftir ár um
fjármálaþröng, og allt var rétt
komið að því að steypast, og
lega Bretar, myndu hrifsa ís-
lega -Bretar, myndu hrisa ís-
lendinga upp í skuldir þeirra,
og í hverri einustu ferð minni
heim, hafði ég heyrt sömu
söguna, frá ríkum og fátæk-
um fjármálaplógum og hrein-
hjörtuðum, en alltaf höfðu
íslendingar stærri verklegar
framkvæmdir með höndum,
bæði til lands og sjávar, sem
hafa orðið þjóðinni til ómet-
anlegrar blessunar.
Nú þegar ég kom heim í
vor bjóst ég ekki við að sjá
miklar verklegar framkvæmd
ir, vegna fjárskorts; en það
var öðru nær, en að deyfð
væri hægt að sjá í atvinnu-
málunum; aldrei í sögu lands-
ins höfðu þær verið jafn mikl-
ar, alls staðar var verið að
byggja hinar kostulegustu
byggingar, alls staðar var
unnið eitthvað til bóta, götu-
lagningar og gangstéttir,
vatnsleiðslur og ræsagerð, já,
ótal margt til þrifa og fram-
fara. Verið var að byggja um
fjórtán hundruð íbúðir víðs-
vegar í Reykjavík, og allir
kvörtuðu um manneklu til að
koma óformum sínum í verk.
Þetta virtist mér ekki benda
á mikla fjárþröng, og ég gat
ekki trúað því að allt mundi
þá og þegar falla saman. Ég
skyngdist inn í búðirnar, þær
virtust vera vel birgar af vör-
um og hafa flest eða allt til
sölu, sem menn vildu kaupa,
og margar tegundir af vörum
og heimilisvélum voru frá
Ameríku og einnig frá ýms-
um Evrópulöndum. — Ekki
benti það á fjárkröggur, að
gjaldeyrisnefndin leyfði inn-
flutning á vörutegundum,
sem Islendingar gátu fram-
leitt sjálfir, í stórum stíl. —
Margt af því sem inn var flutt
var ekkert betra en það heima
tilbúna. Langflest af því sem
íslendingar framleiða nú í
verksmiðjum sínum heima er
góð vara, og nothæf í bezta
lagi.
Ég átti langt tal við Vil-
hjálm Þór yfirbankastjóra
landsinsj hann sagði: „Ríkið
hefir staðið í skilum við alla,
sem það skuldaði með niður-
greiðslur og vexti, og mun
gera það í framtíðinni; íslend-
ingar borga öllum allt, sem
þeim ber að borga.“ — Og ég
trúi því, að þeir muni gera
það, að minnsta kosti á meðan
Vilhjálmur heldur sínum
traustu höndum um fjármál
þjóðarinnar.
Það eru stórþjóðirnar, sem
geta leyft sér það, að svíkjast
um greiðslur á utanríkisskuld
um sínum og gera það hvenær
sem þeim þóknast, ef þeim
finnst að skuldagreiðslur
muni rýra gullforða sinn
meira en þeim fellur vel. Og
er ekkert um það fengist, þótt
greiðslur falli niður á rentum
og afborgunum ár eftir ár, og
þeir fá bara meira lán, ef til
vill meiri hlunnindi, og stund-
um stórgjafir. Lögin eru ekki
eins fyrir alla þegar kemur
til fjármálanna.
Mér virtist sem fjárhagur
almennings mundi vera góð-
ur, allir voru með vasana fulla
af krónum, og allir, sem ég sá
verzla, keyptu fyrir borgun
út í hönd, matvöru, fatnað og
hvaðeina. Veitingastaðir, —
kaffi- og matsöluhús voru
alls staðar þéttsetin á mat-
málstímum, og aftur um kaffi
tímann eftir miðdaginn. ís-
lendingar halda enn við kaffi-
tímann sinn.
Ég kynntist ýmsum stjórn-
málamönnum og öðrum sem
höfðu trúnaðarstöður hjá rík-
inu og voru því undir öllum
kringumstæðum vel kunnugir
fjármálum þjóðarinnar sem
öðru. Einn aldraður maður,
gætinn og góður og marg-
reyndur í stjórnmálum, sagði:
„Það er satt, ríkið er fátækt,
ríkissjóður má heita tómur,
en fólkið sjálft er ekki fátækt,
ef það er skoðað í réttu ljósi.
Við eigum mikið af stórríkum
mönnum og þó mikið fleiri,
sem eru vel efnum búnir, og
mikill fjöldi af verkafólki er
að kaupa íbúðir sínar, sumir
að byrja, en aðrir kannske
langt komnir með að eignast
þær. Þrátt fyrir það þó að
ríkið sér átækt gerum við ráð
fyrir að hafa 35 til 40 miljóna
tekjuafgang á árinu, en ríkið
er stórskuldugt, við munum
skulda í útlöndum um eitt
þúsund miljónir króna. Ríkið
skuldar ekki þetta sjálft, en
það stendur í ábyrgð fyrir
ýms fyrirtæki og bæjarfélög,
svo sem fyrir hafnarmann-
virki ,skipakaup og margt
fleira.
Ég tel það mjög líklegt, að
við verðum að hægja á okkur
með okkar verklegu fram-
kvæmdir, því að við höfum
farið nokkuð geyst í þær á
síðari árum. Við höfum líka
komið mörgu af því í verk,
sem okkur lá mest á, og nú
höfum við nóg af íbúðum í
Reykjavík næstu árin. Við
þurfum ekki allra þeirra í-
búða með í bráðina, sem verið
er að byggja í sumar.
Mjög mikill hluti okkar
verklegu framkvæmda ' er
gerður með útlendum lánum,
og er óvíst að við getum feng-
ið meira lán. Þeir góðu herrar,
sem ráða auðnum líta svo á,
að við skuldum eins mikið og
við séum borgunarmenn fyr-
ir, og væri betur að þeir stæðu
við það, og lánuðu okkur ekki
meira í bráðina; við verðum
að fá tíma til að átta okkur,
gera upp reikningana og sjá
hvar við stöndum. Allir hljóta
að sjá, að á þessari lánsbraut
getum við ekki haldið áfram.
Lán eru, eins og allir vita, sem
tvíeggjum sverð, geta gert
meira illt en gott, ef þau eru
ekki notuð með gætni og
fyrirhyggju. Og það efast nú
sumir um það, að við höfum
gert það þessi árin.“
En hvað er þá um innan-
ríkisfjármál ykkar? „Þar kom
um við að viðkvæmum bletti
á stjórnmálum okkar. Innan-
lands fjármál okkar eru í
miklu ólagi; við höfum bjarg-
að okkur á því ár eftir ár að
íella verðgildi krónunnar, rík-
ið hefir hrifsað sparifé fólks-
ins, þann lífeyri sem það
hafði dregið saman með mik-
illi sparsemi, og einnig eyði-
lagt margs konar verðmæti,
svo sem alla sjóði í landinu;
ekki er hægt að segja, að
meira en skurnið sé eftir af
þeim fremur en sparifé fólks-
ins.
Þú dáist að okkar miklu
framkvæmdum, og það mun
vera nokkur ástæða til þess;
en hefur þú gert þér grein
fyrir því, að mikill hluti
þeirra er byggður af lánum,
sem vel getur orðið þjóðinni
um megn að greiða, þó að
hún geti klofið það á meðan
góðæri ríkir til lands og sjáv-
ar ,en enginn skyldi láta sér
það til hugar koma, að ekki
verði áraskipti með tíðarfar
hér norður við íshaf. Við höf-
um ekki séð hafís að heita má
í meira en hálfa öld, og ekki
hefur heldur komið hér jarð-
gos, sem hefur gert okkur
neitt verulegt tjón í enn
lengri tíma.
Ég veit, að þú gerir þér
grein fyrir því, Soffanfas, að
eitt þúsund milljónir króna,
sem ríkið stendur í ábyrgð
fyrir, auk þess sem félög og
einstaklingar skulda útlönd-
um geysimikið fé, hlýtur að
verða afar þung byrði á jafn
fáum og við erum. Enn koma
fram háværar raddir um það,
að við þurfum að fá meiri
lán, en ég vona að það verði
ekki, stöðvun hlýtur að koma
og afturkippur og því lengur
sem það dregst, því tilfinnan-
legri verður hann.“
Ég legg engan dóm á álit
þessa manns, ég hef ekki þann
kunnugleika á þeim málum,
að ég telji mig færan um það,
en það voru fleiri en hann,
sem létu svipaða skoðun í ljósi
um fjármálaástand þjóðar-
innar, að það væri á kvik-
syndi, ásamt stjórnmálunum
í heild, hvorutveggja þyrfti
mikillar aðgerðar við; stjórn-
in sjálf hefði átt mestu orsök
í verðbólgunni, með fellingu
gjaldeyrisins og fleiru og
fleiru.
Það er sagt, að það taki
þjóðirnar heila öld og stund-
um tvær, að ala upp hyggna
og góða stjórnmála- og fjár-
málamenn; kannske Islend-
ingar séu að sanna það.
Þó svo kunni að fara, að ís-
lendingar lendi í kreppu og
kyrrstöðu, þá mundi það ekki
verða lengi. Þjóð, sem hefir
yfir að ráða slíkum andlegum
og líkamlegum þrótti, athafna
löngun ag framfaraþrá, finn-
ur sér nýjar leiðir og verk-
svið, brýtur ísinn frá sér, en
bíður þess ekki að hann
þyðni. —ENDIR